Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
31
Sandkom
Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur
styður
Sigurbjöm
Við sögðum frá því hér í
Sandkomi um daginn að
margir ungir sjálfstæðismenn
hefðu hug á því að styðja Árna
Sigfússon til formennsku í
SUF. Núverandi formaður,
Vilhjálmur Egilsson, mun
ekki gefa kost á sér til áfram-
haldandi setu í stólnum.
Nú þykir hins vegar ljóst að
það stefni í sæmilegustu átök
um formennskuna. Sigurbjörn
Magnússon er nefnilega
mættur til leiks í framboðs-
slaginn með mannafla á bak
við sig. Og Vilhjálmur, fráfar-
andi formaður, er sagður
styðja hann í baráttunni. Þá
segja aðrir stuðningsmenn
Sigurbjörns að keppinautur-
inn, Ámi, hafi í nógu að
snúast sem borgarstjómar-
fulltrúi þótt hann fari ekki að
bæta á sig fleiri blómum. Þeir
leggja einnig áherslu á að þeir
vilji yngri mann til forystu í
SUS.
Þingmenn í
sumarönnum
Nú er sá tími sem þingmenn
eiga frí frá bjástri og amstri í
þingsölum. Flestir þeirra
hverfa á heimaslóðir og sinna
sínum verkefnum þar. Frétta-
mönnum bregður því sannar-
lega við að geta ekki náð
sambandi við þá þegar á þarf
að halda.
Gott dæmi um þetta gerðist
á DV í gærmorgun. Þá hringdi
einn blaðamanna austur að
Seljavöllum og spurði eftir
Agli Jónssyni þingmanni. En
aldrei þessu vant var afar erf-
itt að ná í þingmanninn því
hann var úti í fjósi að mjólka.
Svona er nú lífið og raunar
er það spuming hvort opin-
berir embættismenn ættu ekki
allir sem einn að fá sér farsíma
í fjósið. Annað eins hefur nú
gerst.
Egill Jónsson.
Kengúran
káta
íslendingar sitja yfirleitt
ekki auðum höndum ef þeir
komast til útlanda. Eru marg-
ar sögur sagðar af framtaks-
semi þeirra. Hér kemur ein
sem er jafnsönn og guðspjöll-
in.
Nokkrir landar brugðu sér
til Ástralíu. Þar ákváðu þeir
að fara í safariferð og leigðu
sér öflugan j eppa í slarkið.
Hentust þeir af stað í ryk-
mekki og linntu ekki látunum
fyrr en þeir óku yfir kengúru
sem ætlaði að skjótast yfir
veginn.
Félagarnir hentust út úr
jeppanum til að athuga hvað
komið hefði fyrir. Lá þá keng-
úran hreyfingarlaus á vegin-
um. Við eftirgrennslan
komust ferðalangamir að
þeirri niðurstöðu að hún væri
steindauð.
Þeir fóm nú að gantast með
dýrið, setja sig í veiðistelling-
ar, stíga ofan á það með
annarri löppinni og fagna sem
sannir veiðimenn. Lét hópur-
inn mynda sig í hinum ýmsu
stellingum með kengúruna.
Einn félaganna sló þó öll
met. Hann náði í leðurjakk-
ann sinn, tróð kengúmnni í
hann og lét hana standa upp-
rétta sér við hlið. Kallaði
hann til félaganna að taka nú
mynd ársins.
En þá vildi ekki betur til en
svo að kengúran lifnaði
skyndilega við, sleit sig af
manninum og hoppaði í burtu
í leðuijakkanum þar sem
geymdur var farseðili, vega-
bréf og gjaldeyrir eigandans.
Aðeins í
Hafnarfirði
Margir hafa þjónað lund
sinni í gegnum tíðina með því
að segja svokallaða Hafnar-
fjarðarbrandara. Eftirfarandi
atvik, sem gæti allt eins flokk-
ast undir Hafnarfjarðarbrand-
ara, átti sér stað í kosningun-
um.
Ung kona í Hafnarfirði dreif
sig á kjörstað í Lundaskóla til
að kjósa. Hún hafði ekki gert
upp hug sinn þegar hún mætti
á staðinn. Það ætlaði hún að
gera í kjörklefanum. En þegar
hún var orðin ein með sjálfri
sér bak við tjöldin í kjörklef-
anum vissi hún ekki fyrr til
en þau sviptust til hliðar og
inn kom eldri maður með
Luxolampa í hendinni.
Konan brást ókvæða við og
spurði manninn hvað hann
væri eiginlega að vilja inn í
kjörklefann. Hann kvaðst
hafa verið beðinn að setja upp
lampann þann ama og hygðist
ljúka því af. Ekki fer sögum
af því á hvaða lista atkvæði
kjósandans féll en ákvörðunin
mun hafa verið tekin í nokkru
hasti eins og nærri má geta.
Ólafur E. Friðriksson.
Ólafur
hættir
Fréttastofa Stöðvar 2 missir
á næstunni einn af sínum
bestu fréttamönnum. Sá er
Ólafur E. Friðriksson. Ólafur
hefursagtuppenekkiervitað
hvað hann fer að gera þegar
hann yfirgefur stöðina.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Hluti nemenda annars stigs við skólaslitin.
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Stýrímannaskólanum
í Vestmannaeyjum slitið
sl. laugardag
Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum var slitið síðastliðinn
laugardag. Skólinn hefur starfað
frá árinu 1964. Friðrik Ásmundsson
er skólastjóri Stýrimannaskólans
en hann og Sigurgeir Jónsson eru
fastir kennarar við skólann en auk
þeirra eru tíu stundakennarar.
Samtals voru við skólann í vetur
36 nemendur. Þar af voru sjö á
svokölluðu undanþágunámskeiði
sem gefur réttindi á allt að 80 tonna
skip. Á fyrsta stigi voru ellefu nem-
endur. Hæstu einkunn á fyrsta stigi
fékk Stefán Guðmundsson frá
Húsavík. Á öðru stigi voru fimmtán
nemendur og þar var Birgir Þ.
Guðmundsson úr Garðinum með
hæstu einkunn, 9,15. Birgir fékk
fjölda viðurkenninga og verðlauna
fyrir frábæran námsárangur.
Margt gesta var við skólaslitin,
má þar nefna áhöfn björgunar-
skipsins Sæbjargar sem er í
Vestmannaeyjum þessa dagana.
Haraldur Henrýsson, forseti Slysa-
varnafélags Islands, flutti ávarp og
rakti sögu þess að Sæbjörgin er nú
í eigu Slysavarnafélagsins. Einnig
má geta þess að skólanum bárust
margar gjafir og árnaðaróskir. í
lok skólaslitanna voru bornar fram
veitingar.
-sme
Fréttir
Alþýðuskólinn á Eiðum:
Sófhuðu fyrir bíl
handa félaga sínum
Aima IngöHsdóttir, DV, Egilsstööum:
í Alþýðuskólanum á Eiðum er öflugt
félagslíf fyrir 120 nemendur, sem nú
stunda þar nám, undir handleiðslu
formanns nemendafélagsins.
Sá atburður átti sér stað að nemandi
einn hugðist bregða sér á Egilsstaði
og kaupa sér bifreið sem hann og
gerði. Hann hélt heim á leið í nýja
ökutækinu sínu og hugðist sýna félög-
um sínum það. Eftir að 20 mínútur
voru liðnar frá því að nemandinn
skrifaði undir afsal bifreiðarinnar vildi
ekki betur til en svo að hann missti
stjóm á bílnum sem fór út af veginum
og valt. Bíllinn varð ónýtur en strákur
sté út heill á húfi ásamt farþega sem
skrámaðist. Það var því guðs mildi að
ekki fór verr.
Er nokkrir nemendur voru að Ijúka
ræðunámskeiði með mælskukeppni
skömmu síðar vatt sér einn í ræðustól
og sagði söguna um drenginn sem brá
sér bæjarleið til bílakaupa. Augu allra
beindust að formanni nemendafélags-
ins sem seig hægt og hljótt niður í
sæti sitt. En fljótt skipast veður í lofti.
Ræðumaður breytti um stíl, hætti við
að segja söguna í smáatriðum en til-
kynnti þess í stað að nemendur og
kennarar hefðu nurlað saman nokkr-
um krónum og bað fyrrverandi bíleig-
anda að ganga til sín og taka við þeim.
Formaður nemendafélagsins stóð upp,
gekk að pontu og trúði þessu greini-
lega ekki. Honum var sagt að hann
væri 22 þúsund krónum ríkari og hann
hvattur til þess að fá sér annan bíl.
Formanninum varð tregt um mál,
sennilega í fyrsta skipti í sögu félags-
ins sem formaðurinn veit ekki hvað
hann á að segja. Á eftir dundu á hon-
um kossar og handabönd, greinileg
merki um trausta og sanna vináttu
þar sem allir nemendurnir létu í ljós
feginleik yfir að hafa heimt félaga sinn
lifandi úr ökuferðinni miklu.
Nokkrir nemendur í vélfræði ásamt kennara sínum, Valtý Sæmundssyni.
DV-mynd Gunnar Hjaltason
Grunnskolinn á Reyðarfirði:
Vélfræði kennd
sem valgrein
Vigfus Ólafeson, DV, Reyðaifirði:
Nemendum 9. bekkjar grunnskólans
á Revðarfirði hefur að undanförnu
verið boðin sem valgrein kennsla í
vélfræði. Það eru 12 ár síðan bvijað
var á þessu. Fvrstu árin var þetta til-
raunakennsla en er fviir löngu orðinn
fastur liðui' í skólastarfinu.
Sérstök kennslustofa er notuð og eru
þar ýmsir hlutir úr bílum. enda kennsl-
an fvrst og fremst miðuð við að
nemendm- læri umhirðu og meðferð
bifreiða. Það er álit ökukennara að
þeir unglingar sem þessarar fræðslu
hafa notið standi betur að vígi þegar
þeir læra á bíl heldur en hinfr sem
ekki hafa numið vélfræði.
Blaðamenn og lög-
fræðingar funda
Sameiginlegur fundur Blaóamannafélags íslands og Lögfræðingafélags íslands
var haldinn á laugardaginn. Umræðuefni fundarins var réttaröryggi og fjölmiðl-
ar. Eirikur Tómasson hæstaréttarlögmaður er í ræðupúlti á meðtylgjandi mynd,
til vinstri sitja Ómar Valdimarsson, blaðamaður og formaður BÍ, Þórir Odds-
son, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins, og Lúðvik Gissurarson, blaðamaður
og varaformaður BÍ. Til hægri eru Hallur Hallsson blaðamaöur og Jónatan
Þórmundsson prófessor. -baj DV-mynd KAE