Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... á sem kunnugt er von á fjórða barni sínu og segist að þessu sinni ætla að njóta þess út í ystu æsar. Hún var lengi ein- stæð móðir með þrjár dætur á sínu framfæri en giftist fyrir skömmu norska milljónaranum Arne Næss. Þau eiga samtals - þegar væntanlegt kríli er með- talið - ein sjö börn og ætla að láta þar við sitja. Arne var reynd- ar lengi í sambandi við unga leikkonu en það gekk ekki vegna þess að hún vildi leggjast í barneignir þvert gegn vilja millj- ónarans. Eitthvað annað viðhorf hefur kappinn til fjölgunar með Diönu og er nú heimilið allt á öðrum endanum við að und- irbúa fæðingu barnsins. Jane Russel gerir það ekki endasleppt. Nú hefur henni tekist að finna heim- ili fyrir þrjátíu og fimm þúsund foreldralaus börn og slapp hún með að ættleiða sjálf þrjú þeirra. Jane varð heimsfræg fyrir leik sinn á móti Marilyn Monroe í kvikmyndinni Karlmenn kjósa Ijóskur og segir hún það vera sína uppáhaldsmynd ennþá. Jane sökk síðar í fen vímuefna- neyslunnar en er komin á fætur aftur og önnum kafin við að sinna sínum áhugamálum. Jane er ekkert á því að gefast upp við heimilissöfnun fyrir munað- arleysingja og hefur starfsemi leikkonunnar vakið athygli langt út fyrir Bandaríkin. Boy George grét af gleði þegar nýjasta platan hans, Everything I Own, komst á toppinn á breska vinsældalist- anum. Kappinn sagði þetta eins og að rísa upp frá dauðum en síðastliðið haust var hann hrein- lega afskrifaður sem ólæknandi herólnneytandi. Platan er reynd- ar endurgerð annarrar slíkrar frá árinu 1974 en nú er Boy kom- inn á fulla ferð í vinnu aftur og sigtar á nýja plötu. Það er LP- platan Sold sem er í gerjun núna og ef fíkniefnin ná ekki I skottið á karli má búast við útkomu plötunnar á næstu mánuðum. Þau fara í flugið RlncrlpiAir iit.clrrifa nnlfltmm cinnnm clrrnfact IVÍprSfirlcrianrii FíV.m\mHir fnlr .... Flugleiðir útskrifa nokkrum sinnum á ári verðandi flugfreyjur og flugþjóna. Fimmtán voru útskrifaðir á síðasta námskeiði en samtals koma til starfa fjörutíu og tveir þetta vorið. Sífellt fleiri karlmenn sækja um starfið þótt að þessu sinni hafi einungis tveir út- skrifast. Meðfylgjandi DV-myndir tók BG af hópnum sem bættist í tölu flug- fólksins og yfirleitt er þama um að ræða námsfólk sem hefúr störf við sum- arafleysingar í upphafi - en allmargir eiga síðan eftir að dvelja allmörg ár í stéttinni. Einum nemendanna - Astu Margréti Guðlaugsdóttur - afhentir hátiðlega pappir- Hress hópur flugfreyja og flugþjóna sem tekinn er til starfa hjá Flugleiðum. ar um að hún hafi staðist tilsettar kröfur. Sitjandi eru Guðmundur Snorrason deildarstjóri og Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi en Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri sér standandi um framkvæmdina. Rita Hayworth látin Ein dáðasta leikkona stríðsáranna - Rita Hayworth - lést í Hollívúdd á föstudagskvöldið. Hún varð sextíu og níu ára gömul. Banamein hennar var Alzheimer- sjúkdómurinn og hafði leikkonan barist við mikil veikindi áratugum saman. Rita gekk fimm sinnum í hjónaband og einn eiginmannanna var milljón- arinn Aga Khan. Með honum átti hún dótturina Yasmin sem reyndist móður sinni stoð og stytta í hinum erfiðu veikindum siðari æviáranna. Ritu hlotnaðist meðal annars sá vafasami heiður að mynd hennar var fest við aðra sprengjuna sem grand- aði Hirosima. Hún þótti alla ævi einstaklega fógur og fyrirmynd jafn- aldra kynsystra sinna um víða veröld. Meðfylgjandi Reutermyndir sýna Ritu ásamt sínum nánustu á hinum ýmsu þrepum æviferilsins. Hún þótti ein fegursta kona heims og á timum siðari heimsstyrjaldarinnar voru myndir af þessari iturvöxnu ungu konu uppi um alla veggi í herbúðum bandamanna. Þær mæðgurnar voru mjög nánar alla tið - Rita og dóttir hennar Yasmin Kahn fyrir tiu árum á heimili þeirra í Beverly Hills. Þetta er ein siðasta myndin sem til er af henni því þegar veikindin tóku að ágerast voru mynda- tökur ekki leyfðar og leikkonan hvarf von bráðar af sjónarsviðinu. Leikkonan gekk fimm sinnum í hjónaband. Til vinstri með fjórða eigin- manninum Dick Haymes og til hægri með þeim fimmta - James Hill. Rita með dótturina Yasmin i fanginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.