Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 20. MAi 1987. Burðarþoli bygginga ábótavant „Eftirlitið er ekki í lagi. Þetta er neikvæð þróun miðáð við þá tækni sem byggingariðnaðurinn býr yfir í dag.“ Þetta sagði Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra m.a. þegar kynnt var skýrsla um burðarþol bygginga sem félagsmálaráðuneytið hefur látið gera. Við gerð skýrslunnar var óskað eftir teikningum af tíu byggingum. Þau gögn sem fengust voru mismun- andi að gæðum, allt frá því að engin gögn voru til staðar og upp í vel gerð greinargóð teikningasett. Hús í könnunina voru valin með þeim hætti að farið var um Reykjavík og valin hús sem virtust vafasöm hvað burðarþol varðaði við fjTstu sýn. Að auki voru valin nokkur hús sem vonast var til að væm í lagi án frek- ari athugunar. Ekkert húsanna tíu stenst að öllu leyti settar kröfur. Þetta kemur skýrt fram í könnuninni. Einnig vek- ur sérstaka eftirtekt hvað mikill skortur virðist vera á gögnum hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Könnunin náði til verslunar-, iðn- aðar-, skrifstofu- og skólahúsnæðis. Slík könnun hefur ekki enn verið framkvæmd á íbúðarhúsnæði. -sme Kvennalisti vill lögbinda lágmarkslaun Kvennalistinn er nú að láta reikna fyrir sig hvað það kostar ef lág- markslaun yrðu lögbundin. Búast þær við niðurstöðum fyrir lok vik- 1 komandi stjómarmyndunarvið- ræðum verður hækkun lægstu launa meginkrafa Kvennalistans. Vilja konumar lögbinda lágmarkslaun ef önnur ráð duga ekki til að tryggja öllum þær tekjur sem almennt sé viðurkennt að þurfi til framfærslu. Kvennalistakonur gera ráð fyrir að upphæðin sem miðað verður við liggi á bilinu 36 til 45 þúsund krón- ur. Setjist þær í ríkisstjóm vilja þær byija á því að hækka laun ríkis- starfsmanna svo og elli- og örorkulíf- eyri upp að þessu marki. -KMU LOKI Það hefur verið hrossahlátur í þýska tollinum! Islendingur smyglaði stóðhesti úr landi - skipti á stéðhestinum og geldingi rétt áður en hrossunum var skipað út Islenskur hrossasali smyglaði stóðhesti úr landi á dögunum þegar 300 hross frá íslandi voru flutt með skipi til Þýskalands. Hann fór þann- ig að þessu að hann lét skoða 20 hross sem hann var með og fékk bréf upp á það að ailt væri í lagi. En rétt áður en hrossunum var skip- að út skipti hann á stóðhesti og geldingi sem hann hafði verið með í hópnum og kom stóðhestinum úr landi. Stóðhesturinn, sem hann flutti út, er ekki í hópi frægra hesta hér á landi. Sérstakt leyfi þarf frá landbúnað- arráðuneytinu ef menn ætla að flytja stóðhesta til útlanda. Aukinheldur þarf að greiða 20% skatt af stóð- hestum sem fluttir eru út og 10% skatt af hryssum en ekkert slíkt gjald er lagt á útflutning geldinga. Þessi hrossasali á í fjárhagserfið- leikum og skuldar mönnum vítt um landið fyrir hross sem hann hefúr fengið frá þeim og flutt út. En frá faglegu sjónaimiði er hann sagður hafa unnið gott starf varðandi kynn- ingu á íslenska hestinum og ræktun hans í Þýskalandi. Verið er að reyna að fá manninn til að bæta fyrir þetta brot sitt og hefúr hann ekki verið kærður vegna þessa, hvað sem verður. Vilja menn í lengstu lög reyna að ná sáttum í málinu. -S.dór Tveir á slysadeild Laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld varð nokkuð harður árekstur á horni Laugavegar og Baronsstigs. Tveir farþegar annarrar bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild. Töluvert tjón varð a báðum bílunum. -sme/DV-mynd S Danskir sjó- liðargerausla Danska varðskipið Ingolf liggur nú í Reykjavíkurhöfn. Hluti áhafnar skipsins gerði mikinn usla í Reykjavík í gær. Tveir sjóliðanna stálu nýrri Mercedes Benz bifreið við Skipholt í gær. Ökuferð þeirra varð stutt og af- drifarík. Þeir lentu í hörðum árekstri á Breiðholtsbraut um klukkan 20.30 í gærkvöld. Ökumaður bílsins, sem varð fyrir þeim, sá strax að Danimir vom ekki með sjálfum sér svo hann tók lykilinn úr stolna bílnum, svo Danirn- ir kæmust hvergi. Báðir bílamir em nokkuð mikið skemmdir. Benzinn skemmdist mikið á hægri hlið. Danimir sátu enn í fangageymslu nú í morgun. Að sögn lögreglunnar vom þeir óviðræðuhæfir sökum ölvunar. Einn sjóliði til viðbótar var settur í fangageymslu. Hann sótti einn skemmtistað borgarinnar í gærkvöldi. Kom hann seint og var ósáttur þegar loka átti skemmtistaðnum og greip þá til hnífs og ógnaði viðstöddum. Það tókst að afvopna manninn og færa hann í hendur lögreglu. -sme Flugumferðarstjórar: Verkfallsboðun Lögregla til hófuðs dónanum Borgarráð samþykkti, á fundi sín- um í gær að beína þeim tilmælum til iögreglunnar að eftirlit við Hvas- saleitisskóla verði aukið. Er þetta gert í framhaldi af óskum foreidra í hverfinu sem óttast mjög mann sem gyrðir niður um sig fyrir framan börn og dreifir klámblöðum. Þá verður einnig athugað hvaða um- bætur má gera á lóð Hvassaleitis- skóla þar sem há girðing hefur verið helsta skjól „Hvassaleitisdónans“ eins og hann hefúr verið nefiidur. Samtök foreldra í hverfinu hafa krafist þess að umrasdd girðing verði rifin, lækkuð eða í það minnsta grisj- uð. Ef borgaryfirvöld sjá sér ekíti fært að verða við þeim kröíúm ætla foreldramir sjálfir að rífa girðing- -EIR kærð til Félagsdóms Veðrið á morgun: Vest- og norðvest- læg átt Á fimmtudaginn verður hæðin áfram fyrir Suðurlandi og vindur því vest- og norðvestlægur, gola eða kaldi. Dálítil súld norðvestan- lands en þurrt annars staðar. Hiti verður á þilinu 8-16 stig. Fjármálaráðuneytið hefúr kært verkfallsboðun Félags flugumferðar- stjóra 25. maí til Félagsdóms. Kæran er byggð á þeim forsendum að flugum- ferðarstjórar megi ekki fara í verkfall þar eð þeir sinni öryggisgæslu. Hefur Félagi flugumferðarstjóra verið birt stefna vegna þessa. Talið er að Félagsdómur taki málið fyrir í lok þessarar viku enda á verk- fallið að skella á næsta mánudag. Lögffæðingur flugumferðarstjóra fékk frest til að skila greinargerð þar til á morgun, fimmtudag. Meðan Félagsdómur íjallar um mál- ið liggja samningaviðræður að sjálf- sögðu niðri. -S.dór Háskólinn á Akureyri: A Forstöðumaður láðinn ; Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Haraldur Bessason, prófessor í ís- lenskum fræðum við Manitobahá- skóla, hefur verið ráðinn forstöðu- maður háskólans á Akureyri. Skrifstofustjóri hefur verið ráðinn Bárður Halldórsson. Enn er eftir að ráða í starf brautarstjóra í iðnrekstr- arfræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.