Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987.
Fréttir
Ströggl um
fiskverðið
enn ekki gefið frjálst
Fiskkaupendur snerust á móti
fijálsu fiskverði í Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins, sem fiskseljendur voru
fylgjandi. Ekkert samkomulag varð
því um breytta tilhögun og ekki um
nýtt lágmarksverð á fiski. Ákvörð-
unin er því komin í hendur fimm
manna yfimefndar sem byrjaði
strögglið í gær. Nýtt verð á að gilda
frá næstu inánaðamótum.
Samkvæmt heimildum DV var
ekki íull eining um andstöðu við
ftjálst fiskverð meðal kaupenda. Sö-
lusamband íslenskra fiskframleið-
enda var því til að mynda meðmælt.
Þá er vitað að allir fiskkaupendur í
Vestmannaeyjum, sem lent hafa í
einna harðastri samkeppni við fersk-
fiskútflutning, vildu fiskverðið
fi-jálst.
Þá liggur fyrir að nokkur fisk-
markaðsíyrirtæki eru að komast á
laggimar. Þar gildir undanþága fiá
ákvörðunum Verðlagsráðs eða yfir-
neftidar, sem sé fijálst fiskverð.
Það vom hin stóm samtök fisk-
kaupenda, Sölumiðstöð hraðfrysti-
hÚ8anna og Sambandsfrystihúsin,
sem réðu því að fiskverðið var ekki
gefið fijálst að þessu sinni. Þó gildir
áfram fijálst verð á loðnu og nú
einnig á humri. -HERB
Meiraprófið hjá Bifreiðaeftiiiitinu:
Deildarstjórínn féll
á ökukennaraprófi
Smyglaði
tveimur hiyssum
úr landi
Hrossasalinn athafnasami. sem
smyglaði stóðhesti úr landi á dögun-
um.eins og DV hefur greint frá, lét
ekki þar við sitja. 1 ljós hefur komið
að maðurinn smyglaði einnig tveim
hryssum úr landi.
Gunnar Bjarnasoii ráðunautur
sagði í samtali við blaðamann að
þessi tiltekni maður hefði fyrr flutt
út hross og greitt af þeim útflutnings-
tolla eftir á. Hingað til hefðu greiðsl-
ur ávallt borist frá manninum og
sagðist Gunnar ekki hafa neina
ástæðu til að ætla að svo yrði ekki
eins í þetta sinn.
Við útflutning á hrossum greiðist
tollur sem rennur til sjóða búnaðar-
félaganna. Af hryssum er 10% tollur
en 20% af stóðhestum.
-sme
Kurr sá sem er meðal starfsmanna
Bifreiðaeftirlitsins á sér nokkuð langa
forsögu. Guðni Karlsson, annar for-
stjóranna, segir að ein ástæða þess
hvernig komið er geti hugsanlega ve-
rið erfið vinnuskil>TÖi. Annars vildi
Guðni gera sem minnst úr óánægju
starfsmanna sinna.
Látið heíúr verið að þvi liggja að
slæmt samkomulag sé á milli forstjór-
anna tveggja, Guðna Karlssonar og
Hauks Ingibergssonar. Það vildi
Guðni engan veginn taka undir. Hann
sagðist hafa orðið manna fegnastur
þegar Haukur var ráðinn til stofnun-
arinnar.
Það mál sem veldur einna mestri
óánægju nú er sú ákvörðun Guðna
Karlssonar að deildarstjóri meiraprófs
skuli í sumar leysa af sem deildar-
stjóri almennra ökuprófa. Óánægjan
er fyrst og fremst til komin vegna þess
að deildarstjórinn hefúr ekki öku-
kennarapróf og hefur reyndar fallið á
slíku prófi. Hann hefúr að vísu próf-
dómararéttindi, en þau réttindi fást á
námskeiði sem Bifreiðaeftirlitið held-
ur annað veifið.
Menn sem til þekkja segja að ólíkt
sé að sjá um daglega stjómun meira-
prófanna en að vera settur yfir almenn
ökupróf. I almennum prófum reyni á
marga þætti sem ekki koma til í meira-
prófinu. Má þar nefha próf fyrir fatlað
fólk og fleira.
Hjá Bifreiðaeftirlitinu starfa nokkrir
menn sem hafa lokið ökukennaraprófi
og hafa eirmig lokið námskeiði próf-
dómara. Þeir menn eru ekki sáttir við
að framhjá þeim sé gengið og fenginn
til maður sem fallið hefur á ökukenn-
araprófi.
-sme
Kusu ungliðasveit
í skreiðarmálin
Endirinn á rifrildi á fundi Hags-
munasamtaka skreiðarframleiðenda í
gærkvöld varð sá, að kosin var nefnd
ungra manna úr öllum sölusamtökum
og landsfjórðungum til þess að reyna
að koma einhverju viti í skreiðarsölu-
málin. „Við erum einfaldlega orðnir
uppgefnir, þessir görnlu," sagði Björg-
vin Jónsson, útgerðarmaður í Glett-
ingi hf., sem var formaður samtak-
anna. Ekki var kosin ný stjóm.
„Þessi fundur var tóm vitleysa eins
og vanalega," vom þeir sammála um ,
Björgvin og Ólafur Bjömsson, útgerð-
armaður í Keflavík, formaður Samlags
skreiðarffamleiðenda sem á að leggja
niður. Ólafur flutti tillögu á fundi
Hagsmunasamtakanna um samein-
ingu framleiðenda í ein sölusamtök.
Henni var vísað til ungliðasveitarinn-
ar.
Einar K. Guðfinnsson, útgerðar-
stjóri í Bolungarvík, á að kalla ung-
liðasveitina saman. Hún á að fara í
saumana á stöðu skreiðarmálanna.
Nokkrir aðilar stunda skreiðarsölu
sem einkum beinist að Nígeríu. Þar
hefur allt verið í volæði árum saman
og talið er að nærri 800 milljónir vanti
upp á skil fyrir skreiðarsölu þangað
undanfarin ár. Auk þess liggur skip
þar með óselda skreið fyrir um 175
milljónir króna. SÍS-menn eru þeir
einu sem hafa fengið uppgert en þeir
em með um fjórðung Nígeríusölunnar.
-HERB
Menntamálaráðherra:
Ákvörðun um íslensku
prófið tekin í dag
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra hyggst ákveða það í
dag hvort samræmda grunnskóla-
prófið í íslensku verði endurmetið.
Prófið hefur vakið athygli fyrir
lága meðaleinkunn, 4,8, en til að
ná prófinu þurfti 4,5. Tæpur helm-
ingur nemenda fékk falleinkunn.
Fjórir íslenskukennarar gengu á
fund menntamálaráðherra í gær
vegna íslenskuprófsins.
„Við fórum fram á að prófið yrði
endurmetið. Einnig lögðum við
fram tillögur um breytta skipan á
samræmda íslenskuprófinu í fram-
tíðinni," sagði Guðrún Egilson.
Hún og Magnús Jón Árnason,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þór-
dís Mósesdóttir ræddu við mennta-
málaráðherra í gær sem fulltrúar
óformlegs hóps íslenskukennara.
„Hann lofaði okkur engu en
sagðíst ætla að taka þetta til athug-
unar og að það myndi liggja hjá
sér svar trúlega á morgun um það
hvort hann ætlaði að láta endur-
meta prófið," sagði Guðrún í gær.
„Við fengum loksins að sjá rétta
úrlausn á prófinu. Það voru ljósrit
af ýmsum úrlausnum nemenda. Þar
var að finna ýmsar villur. Eftir
þessu að dæma hafa þeir ekki haft
neinn staðal. Við erum mjög
hneyksluð á þessu,“ sagði Guðrún.
-KMU
Mikil ólga hefur verið meðal starfsmanna Bifreiðaeftirlitsins að undanförnu.
Dómur í Karlsefnismálinu:
Dæmdur í 2ja
ára fangelsi
Dæmt heíúr verið. í svokölluðu
Karlsefnismáli hjá sakadómi í
ávana- og fíkniefnamálum en þetta
mál, sem kom upp 1984, er eitt hið
stærsta sinnar tegundar á seinni
árum. Höfúðpaurinn i málinu var
dæmdur í 2ja ára fangelsi fyrir að
hafa smyglað til landsins alls 13,5
kílóum af hassi, þar af 11,3 kílóum
í einni ferð.
Tveir voru upphaflega ákærðir í
þessu máli en annar þeirra slapp
vegna skorts á sönnunum. Hann
hlaut hins vegar 9 mánaða fangelsi
fyrir margvísleg önnur fíkniefnabrot
og þnðji maðurinn, sem tengdur var
honum, hlaut 3ja mánaða fangelsi.
Það var Guðjón Magnússon saka-
dómari sera kvað upp þessa dóma.
-FRI
Deildarstjóri hjá byggingafulltrúa:
Farinn í langt
sumarfrí
Hallgrímur Sandholt, deildarstjóri
hjá byggingaíúlltrúanum í Reykjavík,
er farinn í langt sumarfrí. Eftir því sem
DV kemst næst er alls óvíst hvort
Hallgrímur hefur aftur störf hjá bygg-
ingafulltrúa að fríi loknu.
I viðtali við DV sagði Gunnar Sig-
urðsson byggingafulltrúi að starfs-
menn hjá embættinu hefðu hannað
byggingar í aukavinnu. Haligrímur
Sandholt er einn þeirra. Það virðist
nokkuð ljóst að Hallgrímur hafi hann-
að eitt þeirra húsa sem gerð var úttekt
á við vinnu burðarþolsskýrslunnar.
Er það þriggja hæða verslunarhús.
I burðarþolsskýrslunni segir um þetta
tiltekna hús.
„Engar burðarþolsteikningar voru
sagðar til hjá byggingafulltrúa, en
styrking var gerð á húsinu í kjölfar
athugasemda um burðarþol þess, því
strax á byggingastigi kom fram brot í
gaflsúlum í kjallara."
Síðar í skýrslunni segir um þetta
sama hús.
„Athugun á þoim gögnum sem til
eru sýnir að stöðugleika hússins gagn-
vart jarðskjálftaálagi er áfátt og
burðargetna súlna í kjallara er of lítil."
-sme