Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. Dægradvöl Veröldin og við, hver er hamtíðarsýnin? Munu róbótar endanlega leysa okkur undan einhæfri og erfiðri vinnu? Verður meiri þörf fyrir vinnukraft hinna fullorðnu sem verða í meiri- hluta þar sem bameignum fer sífellt fækkandi og verðum við þá jafnvel um sjötugt send á skólabekk til að læra nýja hluti? Koma skólamir til með að leggja aðaláhersluna á það hvemig við eig- um að læra að tileinka okkur þekkingu írá upplýsingum sem fyrir liggja og læra að leita að upplýsing- um í tölvukerfum í stað þess að íþyngja þessum litlu gráu með aragrúa af staðreyndum? Hvað gerum við með allan þann fritíma sem er fyrirsjáanlegur ef krafan um fækkun vinnustunda nær fram að ganga? Verða frítímastúdíó sett upp um allar jarðir sem skipu- leggja aðgerðir til að drepa fh'tima fólks og aðgerðarleysi og jafhvel leið- indi sem gætu fylgt í kjölfarið? Verðum við þar með komin í sama stressið og við höfðum í vinnunni, þ.e.a.s. sund klukkan eitt, golf klukk- an þrjú, bíó klukkan sjö og diskótek um kvöldið? Hvenær fæ ég eiginlega „frí“? Eitt er þó víst að farþegaþotur og ökutæki verða sífellt hraðskreiðari og mjög sennilega leiðir það af sér tíðari ferðalög fólks á milli landa. Hví ætti ég að keyra til Raufarhafnar ef það tekur jafhlangan tíma og að fljúga til Hawaii? Hinn möguleikinn, sá svarti, er einnig fyrir hendi. Kemur veröldin kannski til með að lifa i skugga lífs- ins vegna hamfara, sjúkdóma og óvæntra ógnvænlegra atburða? Verður stór hluti allrar fæðu okkar geislavirkur vegna álíka slysa og í Tsjemobyl? Og hvað um ósonlagið sem sífellt verður gloppóttara? Er kannski hægt að rekja flestallar raunir mannskepnunnar til hins ó- gáfulega og illa úthugsaða lífsmáta okkar? Svona væri hægt að halda áfram að spyrja sjálfan sig lengi vel án þess að geta sagt fyrir með vissu um hvað verður. Engu að síður er þetta verð- ugt og skemmtilegt umhugsunarefhi og því var ekki úr vegi að fá nokkra aðila, lærða og leika, til að velta framtíðinni fyrir sér með árið 2010 í huga. Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir Myndir: Kristján Ari Einarsson Við erum alltaf að reka okkur á það hvað heimurinn er raunverulega lítill. En hvemig ætli honum og okkur komi til með að reiða af á næstu áratugum? Vilhjálmur Amason heimspekingur, vann að framtíðarkönnun fyrir ríkisstjómina Þegar ég hugsa til framtíðar, hvort sem það er til ársins 2010 eða einhvers annars árs, finnst mér það eitt skipta máli að menn verði orðnir færari um að ráða málum sínum en þeir eru nú. Þau mál sem ég hef í huga eru margs konar: heimsmálin þjóðmálin og alls konar mál sem lúta meir að einkahög- um fólks. Á öllum þessum sviðum er það reyndar sams konar vandi sem steðjar að, en það er skortur á einlæg- um og skynsamlegum samræðum manna á milli. Slíkar samræður taka tíma og þann tíma höfum við ekki, eða réttara sagt gefum okkur ekki, í nú- tímaþjóðfélagi. Brýnasta verkefrú okkar er því að móta samræðuaðstæð- ur sem gerir mönnum kleift að takast betur á við þau verkefhi sem við þeim blasa. Við lifum í von um framfarir, en við verðum alltaf að hafa það í huga að einu raunverulegu framfarimar eru siðferðilegar framfarir, þ.e. framfarir í því hvemig við lifum okkar eigin lífi og deilum því með öðrum. Einlægni og hreinskilni Einlægar skynsamlegar samræður krefjast heilinda og ábyrgðar af ein- staklingum og þær krefjast þess að hugsuð sem stjóm skynsamlegrar sam- ræðu. En hversu oft skyldu málin vera til lykta leidd með þeim hætti? Hreinsa skúmaskot heimsins Ég er sannfærður um það að órétt- læti af öllu tagi nærist á því að málefhi em ekki dregin fram og rædd fyrir opn- um tjöldum. „Opin umræða“ er slagorð- ið í Sovétríkjunum núna og ekki vanþörf á en ég held að það sé ekkert rfld í heiminum sem ekki hefði þörf fyr- ir opinskárri umræðu. Þessi krafa er að mínu mati lykilatriði ef takast á að leysa þann margvíslega vanda sem nú- tímafólk stendur frammi fyrir. Nú er mikið talað um byltingu í hvers konar boðskiptatækni í heiminum. Ef þessi tækni verður til þess að hreinsa skúmaskot heimsins og gera samræður manna skynsamlegri og einlægari þá er hér um raunverulega byltingu að ræða. Það eina sem okkur er gefið umfram önnur dýr er hæfileikinn til þess að ræða mál okkar og ráða þeim réttlát- lega til lykta. Vonandi verðum við hæfari til þess að ræða saman um vandamál okkar á árinu 2010 en við erum nú. er sannfærður um það aö óréttlæti af öllu tagi nærist á þvi að málefni eru ekki tjöldum,“ segir Vilhjálmur Ámason heimspekingur. þeir hugsi um sameiginlega hagsmuni en ekki skammtíma sérhagsmuni sína. Mjög mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir í lífinu, hvort heldur er á heimili, á vinnustað eða annars staðar, eru þess eðlis að þau verða ekki leyst nema með þvi einu að fólk ræði saman í einlægni og af dregin fram og rædd fyrir opnum hreinskilni. Þetta á auðvitað ekki síður við á opinberum vettvangi, svo sem í stjómmálum. Hugmyndin um lýðræð- islegt þjóðþing er til dæmis beinlínis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.