Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Fréttir Flugleiðir ákveða slór flugvélakaup Stjóm Flugleiða hyggst opinbera ákvörðun um stór flugvélakaup á sérstökum hátíðarfundi á Akureyri á miðvikudag í næstu viku, 3. júní. Þann dag verða liðin 50 ár frá stofh- un Flugfélags Akureyrar, sem markar upphaf samfellds atvinnu- flugs á íslandi. Flugleiðir hyggjast kaupa tvær þotur til flugs á leiðum milh íslands og Evrópu í stað Boeing 727-þotna. Ennfremur hyggst félagið tryggja sér kauprétt að tveimur vélum til við- bótar. Líklegast er talið að Flugleiðir ákveði að kaupa þotur af gerðinni Boeing 737-400, sem taka 158 far- þega. Félaginu bjóðast slíkar vélar trmœmm Lögreglan handsamaði byssumanninn fljótlega og reyndust byssurnar óhlaðnar. DV-mynd S Byssumaður handtekinn til afhendingar vorið 1989, eftir ár. Tvær aðrar flugvélagerðir verið í sigtinu, Airbus A 320, sem tekur 162 farþega, og MD-83, með 155 sffiti. Airbus gotur hins vegar ekki afhent sínar vélar fyrr en vorið má ráð fyrir að verð hverrar 1,2 milljarðar króna. -KMU Kópavogur: Geitungabú eyðilagt Sigurður Stefánsson, sonur Asu, bendir hér á geitungabúið. Á innfelldu myndinni er búið, litil sakleysisleg kúla, sem innihélt hvorki meira né minna en 700 geitungaegg. DV-mynd S Lögreglan var kvödd á Njálsgötuna í fyrradag vegna þess að þar hafði sést til vopnaðs manns. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn á gangi eftir götunni með haglabyssu í ann- arri hendinni og riffil í hinni. Maðurinn var handtekinn og kom þá í ljós að þama var á ferðinni góð- kunningi lögreglunnar. Hafði hann tekið byssumar ófrjálsri hendi í húsi þar sem hann hafði verið gestkom- andi. Reyndust þær báðar óhlaðnar og maðurinn skotfæralaus. SjáHstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Kvennalisti: Viðræður strönduðu á lágmarkslaunakröfu Þoreteinn Pálsson, formaður Sjálfetæðisflokksins, sleit viðræðum Sjálfetæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista um myndun ríkisstjóm- ar laust eftir klukkan 22 í fyrrak völd, miðvikudagskvöld, sex dögum eftir að hann bauð þessum flokkum til viðræðna. Krafa Kvennalistans um lögbind- ingu lágmarkslauna virðist hafa ráðið úrelitum. Sjálfetæðismenn höfhuðu þeirri kröfrt alfarið á fúndi fiokkanna á þriðjudag. Hagfræðing- ar höfðu reiknað út að ef launa- hækkunarkrafa Kvennalistans færi út í þjóðfélagið þýddi það allt að 100% verðbólgu í árslok. Engar skýrar hugmyndir lágu fyrir um hvemig hindra ætti slfkt. Sjálfetæðismenn gátu hins vegar fallist á að ræða hugmynd Alþýðu- flokk8Íns um að flýta hækkun tryggingabóta sem skreftil samræm- ingar við lágmarkslaun. Yrði það gert í tengslum við greiðslur úr líf- eyrissjóðum. Jón Baldvin Harmibalsson, form- aður Alþýðuflokksins, sagði að ekki hefði náðst samkomulag um fyrstu aðgerðir til að ná jafnvægi í ríkis- fjármálum og efnahagsmálum. -KMU Þorsteinn Pálsson fær sér ópaltöflur frá formannl Alþýðuflokksins tíl hressíngar í viðræöum flokkanna. Upp ur viðræðum Alþýðuflokks, Kvennalista og Sjálfstæðisflokks slitnaði í fyrrakvöld. Hún hefur augun hjá sér á næstu dögum, hún Ása Benediktsdóttir að Grenigrund 16 í Kópavogi, einkum ef hún á leið um garðinn sinn. Ástæðan er einfaldlega sú að í fyrra- kvöld varð hún vör við geitungabú undir blómahillu á skjólvegg í garð- inum hjá sér. Fyrst var búið eins og kuðungur á að líta en morguninn eftir hafði geit- ungurinn bætt nýju lagi utan á það. Ása fékk þá starfemenn Náttúru- fræðistofnunar íslands til að fjar- lægja búið. Þeir náðu flugunni út og þegar búið hafði verið skorið í sundur komu í ljós lítil egg geitungs- ins. Starfemenn Náttúrufræðistofriun- ar sögðu að fullgert yrði geitunga- búið á stærð við góðan bolla en þá má jafnframt búast við að 700 geit- ungar hafi komið úr eggjunum. Ása hefði þess vegna mátt búast við fröl- mennri geitungahersveit í byijun ágústmánaðar ef ekkert hefði verið að gert. Starfemaður Náttúrufræðistofh- unar gat þess við DV að mikið hefði verið um upphringingar til þeirra þar sem fólk tilkynnti um geitunga en í flestum tilfellum hefði verið um misskilning að ræða. KGK Ráðstefha um ferðamál hofuðborgarsvæðisins „Ferðamálaráðstefha höfuðborgar- svæðisins" verður haldin þann 5. júní nk. í ráðstefnusal Hótel Loftleiða frá kl. 13-17, Að Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu standa níu sveitarfélög að Reykjavík meðtalinni. Samtökin ná yfir sveitarfélög frá Hafnarfirði að Kjósarhreppi, en það er atvinnumála- nefhd þessara samtaka sem heldur ráðstefnuna. Sveitastjómum og atvinnumála- nefhdum á fyrmefhdu svæði verður boðið til ráðstefhunnar ásamt þeim aðilum sem vinna að ferðamálum. Ráðstefnan er einnig opin öllum þeim sem áhuga hafa á ferðamálum. Meðal ræðumanna verða ráðuneyt- isstjóri samgönguráðuneytisins, formaður Ferðamálaráðs, sveitar- stjómarmenn og forystumenn í ferða- þjónustu. Megintilgangur ráðstefhunnar felst í því að efla tengsl þeirra sem að ferða- málum vinna á svæðinu og auka heildarskipulag þessarar starfsemi. KGK Ólafur Guðmundsson fræðslustjóri: Dreg mig ekki til baka Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Ég kem norður, ég á að mæta 1. júní á fræðsluskrifetofuna. Ég dreg mig ekki til baka, það er einfalt mál,“ sagði Ólafur Guðmundsson, settur fræðslustjóri Norðurlands eystra, við DV um áskorun starfefólks fræðslu- skrifetofunnar að hann drægi sig til baka. „Ég ætla að reyna að ná sáttum og vinnufriði, það er aðalatriðið. Það verður svo að koma í ljós hvort það tekst." KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.