Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. 9 Utlönd Hortensia Busasi, ekkja Salvad- or Allende, fyrrum forseta Chile, fær ekki að snua heim úr útlegð. Simamynd Reuter Yfíimaður úr vamar- Aðstoðarstarfsmannastjóri kúb- anska vamarmálaráðuneytisins flúði í gær til Bandaríkjanna að því er bandaríska dómsmálaráðu- neytið segir. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins skýrði frá því að Rafael Dol Pino Diaz, íyrrum yfirmaður kúb- anska flughersins, hefði flogið ásamt fjórum fjölskyldumeðlimum frá Kúbu til flotastöðvar nálægt Key West á Floridaskaga í kúb- aaskrí herflugvél. Þetta or í fyrsta sinn síðan 1969 að háttsettur foringi úr kúbanska hernum flýr til Bandaríkjanna. Talið er að Bandaríkjamönnum sé mikill fengur í Diaz þar sem hann er öllum hnútum kunnugur í vam- armálaráðuneyti Kúbu. Viðbrögð hafa ekki enn boríst frá stjórnvöldum á Kúbu. Heimila útlögum ekki að koma aftur heim Hæstiréttur Chíle endumýjaði í gær fbnnlega útlegðardóm yfir meira en eitt hundrað konum sem lýst hafa andstöðu sinni við ríkis- stjóm Augusto Pinochet, forseta Chile, og vísaði þar með á bug þeim úrskurði imdirréttar að kon- unum ætti að vera heimilt að snúa aftur til heimalands síns. Úrskurður þessi gerir að engu vonir kvennanna um að fá að setj- ast að í Chile að nýju. Meðal þeirra eru nokkrir leiðtögar sósíalista f landinu sem og ekkja Salvador Allendes, fyrrum forseta landsins. Ein myndanna úr Ijósmyndaal- búminu sem Reagan á aö hafa farið höndum um. Símamynd Reuter Leita að fíngra- förum försetans Skýrt var frá því í gær að yfir- völd reyndu enn að finna fingraför Ronalds Reagan Bandaríkjafor- seta á ljósmyndaalbúmi aera inniheldur leynilegar myndir úr aðgerðum til stuðnings kontra- skæruliðura í Nicaragua. Robert Dutton, fyrrum yfirmaður úr bandaríska flughemum, sem bar vitni í íranmálinu í gær, skýrði fra því að hann hefði afhent Oliver North ofursta myndaalbúm með slíkum myndum. Hafði North sagt að hann langaði að sýna yfirmanni sínum myndimar og skildi Dutton það svo að ofurstinn ætti þar við Reagan forseta. Ef fingraför forsetans finnast á blöðum myndaalbúmsins þætti þar með sannað að forsetinn hefði vit- að af stuðnrngsaðgerðunum í smáatriðum og þá sagt ósatt til að fela þá vitneskju sína. Haukur L Haukssan, DV, Kaupmaimahöfn; Tuttugu og fimm manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar tvær borg- arlestir Kaupmannahafnar rákust á á miðvikudag. Þykir mildi að enginn hafi látist en tveir létust í sams konar slysi á sama stað fyrir fjórtán árum. Beið ein lestin í göngum í miðbænum vegna tafa þegar önnur lest keyrði 25 slasast i lestarslysi t T- i -r aftan á hana. Ekill lestarinnar, sem hafi verið utan við göngin og hann Areksturinn on aftan á hana. Ekill lestarinnar, sem keyrði á, tilkynnti lestarmiðstöðinni um bilun í hemlabúnaði rétt fyrir áreksturinn en hemlabúnaðurinn stöðvar lestina sjálfvirkt við rautt ljós á leiðinni. Hafði ekillinn fengið leyfi til að taka bremsukerfið úr sambandi og fylgjast með ljósunum upp á eigin spýtur. Heldur hann því fram að grænt ljós hafi verið utan við göngin og hann hafi því keyrt hiklaust inn í þau. Átti áreksturinn sér stað á aðal- annatímanum og voru lestimar troð- fullar af fólki. Liðu tíu mínútur þar til kallað var á sjúkrabíla þar sem eklar lestanna gerðu sér ekki grein fyrir umfangi slyssins fyrr en þeir sáu flölda blóðugra farþega staulast með- fram teinunum á leið út úr göngunum. íreksturinn orsakaði gífurlegt um- ferðaröngþveiti vegna keyrslu lög- reglu og sjúkrabíla auk þess sem áttatíu þúsund Kaupmannahafnarbú- ar, er eiga heimleið um lestarstöðina í nágrenni slysstaðarins á degi hveij- um, urðu að finna aðrar flutningaleið- ir heim. Skýrsla um slysið mun fyrst liggja fyrir eftir viku. Prestar nema andalækningar Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahofn; Hópur presta og guðfræðinga stend- ur fyrir námskeiði í haust þar sem svokallaðir andalækningamenn munu sýna prestunum krafta sína og að- ferðir. Tilgangurinn er að opna dyr kirkj- unnar fyrir nýjum áhrifum í trúmál- um, nýrri þekkingu vísindanna og hugmyndum dulsálarfræðinnar. Sam- kvæmt talsmanni guðsmannanna munu þessi atriði verða meðhöndluð með jákvæðu, gagnrýnu, kristnu hug- arfari. Aðdragandi námskeiðsins er stofnun kirkjuþings um páskana til rannsókn- ar á hinni nýju heimsmynd. Við það tækifæri voru þau málefiii sem taka- átti fyrir ákveðin. Þar á meðal eru andalækningar, parasálfræði, stjömu- fræði, yoga, sálusorg, hugleiðsla og sálarrannsóknir. Talsmaður guðsmannanna segir ennfremur að þjóðkirkjan tilheyri menningu vorri og hafi fylgt þróun hennar. Sú þróun hafi aukið vits- munastarfsemi og svipt hinni dulrænu hulu af tilverunni. Þannig hafi hluti skynjunar fólks farið forgörðum, ekki síst hvað varðar trúna. Sé ætlunin að velta nokkrum stein- um eins og það er orðað í von um að brjóta einangrun þjóðkirkjunnar áður en það er of seint og kirkjumar standa auðar. Þó muni aðeins tíminn leiða árangur hinna nýju námskeiða i ljós. I á Filippseyjum Þtjár konur stjómuðu baráttu hundrað skæruliða við hermenn norðaustan við Manila á Filippseyj- um í gær. Að sögn heryfirvalda fórust tíu hermenn í bardögunum. Vom hermennimir að fara yfir á þegar skæruliðamir réðust á þá. Hörð átök hóföst sem ekki var bund- inn endir á fyrr en skotið var úr þyrlu á skæruliðana. Talið er að margir skæruliðanna hafi fallið. Að konur séu leiðtogar skæruliða verður æ algengara á Filippseyjum. Þijár konur stjómuðu nýlega árás fiögurra vopnaðra manna á bæki- stöðvar skógarhöggsmanna og eyðilögðu þar tækjabúnað. Hafði fyrirtækið neitað að greiða skæm- liðunum skatta. BLIKKSMIflJAN HF hús Smiðshöfða 9 Sími 68-56-99. I DAG, föstudag, 29. maí, og iaugardag, 30. maí, kl. 13-18 til kynningar á vörum okkar sem við framleiðum og erum umboðsaðilar, eða söluaðilar fyrir svo sem: % Kaffi 1 á könnunni Verið velkomin i rennur og fittings FISCHBACH blásarar og viftur Stokkalyftur smáblésarar og viftur camfil v-pokasíur, eldhússíur, dúksíur loftræstivörur, rör og fittings o.fl Hita- og kæli „element" ristar og loftdreifarar stjórntæki dyramottur S GEBHARDT blásarar BLIKKSMIOJAN Hi.H B hitablásarar fyrir hitaveitur Hitasamstæöur Sorpílát fyrir fyrirtæki Sorpskápar fyrir íbúðarhús Smiðshöfða 9 Sími 68-56-99.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.