Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987.
7
dv Fréttir
Eigendur Tívolísins i Hveragerði fengu bráðabirgðaleyfi áður en framkvæmdir
við bygginguna hófust. Tívolíið er nú í fullum rekstri DV-mynd EJ
Trvolíþakið:
Dönsk brunamála-
yfirvöld samdóma
þeim íslensku
„Það er augljóst mál að mat danskra
brunamálayfirvalda er í fullu samræmi
við okkar afstöðu," sagði Bergsteinn
Gissurarson brunamálastjóri við DV
vegna ágreiningsins um 9.000 fermetra
klæðningu á yfirbyggingu Tívolísins i
Hveragerði.
Eins og fram kom í DV fyrir hálfum
mánuði hefur Brunamálastoíhun ekki
samþykkt klæðninguna þó svo að hún
sé nú komin á. Tívolíið. hefur nú und-
anþáguleyfi í tvo mánuði og telur
brunamálastjóri vel hugsanlegt að
leyfið verði framlengt.
Brunamálastofnun samþykkti á sín-
um tíma að fá umsögn um klæðning-
una erlendis fi'á en brunamálastjóri
er nú á fundum í Kaupmannahöfn og
hefur ráðfært sig við dönsk yfirvöld í
þessum efnum.
Málið er hins vegar óútkljáð enn
sem komið er. Samkvæmt reglugerð
frá 1978 gerir brunamálastofnun eink-
um tvær kröfur um þakefnið: Það má
ekki drjúpa niður við bruna og það
verður að vera tregbrennandi. Þakefhi
Tívolísins uppfyllir ekki síðara skil-
yrðið.
Brunamálastjóri tjáði DV að að-
standendum Tívolísins hefði í upphafi
láðst að senda stofnuninni upplýsingar
um efnaeiginleika klæðningarinnar en
strax og þær upplýsingar lágu fyrir
kvaðst brunamálastjóri ekki geta sam-
þykkt efnið að svo konmu máli.
Tívolímenn fengu hins vegar bráða-
birgðalevfi áður en framkvæmdir
hófust. ' KGK
Nýstúdentarnir kampakátir eftir langan og strangan áfanga.
DV-mynd Ómar
Framhaldsskolinn í Vestmannaeyjum:
Stúdentar útskrifaðir
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Nýlega var framhaldsskólanum í Vest-
mannaeyjum slitið við hátíðlega
athöfn í bæjarleikhúsinu.
I vetur voru 200 nemendur á haust-
önn og 90 á vorönn. Ólafur H. Sigur-
jónson skólameistari sagði að auk þess
hefðu 35 stundað nám í öldungadeild.
12 fastráðnir kennarar voru við skól-
ann í vetur en stundakennarar 1H3.
Þetta er 4. árið sem skólinn útskrifar
stúdenta. Voru þeir 17 á vorönn og
um jólin voru 13 útskrifaðir. Auk þess
voru útskrifaðir nemendur af iðnaðar-
brautum, s.s. rafvirkjar, netagerðai'-
menn og vélvirkjar. Einnig vom
útskrifaðir nemendur af 2ja ára við-
skiptabraut og af vélfræðabraut.
Nemendimi voru færðar gjafir fyrir
góðan níimsárangur, auk þess sem
skólameistari þakkaði gjafir sem skól-
anum bárust á árinu. Má þai' nefna
tölvur frá Útvegsbanka íslands og
sparisjóði.
Bæjarleikhúsið var þétt setið við
athöfnina.
Selfoss:
Unglingavinna að hefjast
Regina Thoraransen, DV, Selfossr
Að sögn Jóns Guðbergssonar, tækni-
fræðings Selfossbæjar, er sumarvinna
unglinga á Selfossi nýhafm. Um 100
unglingar verða í áðurgreindri vinnu
eða svipaður fjöldi og undanfarin ár.
Y ngstu börnin, 13 ára, vinna fjóra tima
á dag. Þau hafa 80 krónur á tírnann.
14 ára börn eru með 90 krónur á
klukkutímann og 15 ára með 102 krón-
ur.
14 og 15 ára börn vinna átta tíma á
dag og þykir mikill lúxus að fá vinnu
fyrir börnin.
Nýtt frá
AUDIOLINE
Enn á ný hafa framleiðendur AUDIOLINE
bíltækjanna komið á óvart
með nýju bíltæki - AUDIOLINE 550 -
sem er ólíkt flestöllum bíltækjum í þessum
verðflokki auk þess að vera þjófhelt, þú tekur tækið
einfaldlega með þér inn úr bílnum.
Nú grípa
þjófarnir
í
tómt
Ein mesta nýjung í bíltækjum á árinu, 50 watta m/equalizer
- fullkomið útvarp m/öllum bylgjum - sjálfleitari sem festir
sterkustu stöðvarnar sjálfkrafa inn í minni - sérstök Ijós fyr-
ir næturakstur - tækið skiptir um Ijós í borði þegar kassetta
er sett í - balance fyrir 4 hátalara - spólun áfram/aftur og
„autorewerse" - DOLBY- og metalstillingar - 48 stunda
hleðsla á innbyggðri rafhlöðu þegar tækið ertekið úr bílnum.
Sjónvarpsmiðstöðin hf.,
Síðumúla 2. Símar: 68-90-90 og 3-90-90.
LAUGARDAGS-
KYNNING