Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Sviðsljós I>V Ölyginn sagði... þykir ein fegursta kona heims og margir vildu gefa stóran hiuta tekna sinna fyrir að komast að leyndardómnum bak við eilífa æsku kvensunnar. Hún hefur nú gefið út ráðleggingar til annarra I bókarformi og á snældu og þar kemur í Ijós að teygjuæfingar, jógaiðkun og taktfastar vöðva- hreyfingar hafa haft einna mest að segja I viðhaldsmálunum. Þess verður því ekki langt að bíða að þær konur sem vettlingi geta enn valdið teygi sig og togi í allar áttir - í þeirri von að minna á Raquel þegar tímar líða. Diana prinsessa átti athygli fjölmiðlanna í Spánar- heimsókninni - eins og reyndar fyrri daginn - og ýtti þar með heimaprinsessunum vandlega til hliðar. Hlutskipti þeirra Elenu og Cristinu, sem taka þurftu á móti Diönu, þótti ekki öfundsvert og verða þær raddir sífellt háværari sem heimta að Karl haldi konu sinni á mottunni. Litaval og annað í klæðaburðinum varsvo áberandi að enginn renndi augum til skart- klæddra Spánarstúlknanna en lítil kurteisi fólst I því að skyggja svo gersamlega á gestgjafana. Karl virtist hins vegar þreytulegur, hálfsköllóttur og líflaus þannig að spekingarnir telja litla von til þess að aðhaldið sem Diönu sárvantar muni nokkru sinni koma frá eigin- manninum. Alain Delon fær heilmikla gagnrýni' fyrir að sinna hundunum sínum meira en ástkonunum. Ofan I kaupið heyr- ast svo raddir um að hann hafi grunsamlega náin tengsl við und- irheima Parísarborgar og árekstra sonar hans við lögin megi rekja beint til föðurins. Stjarnan hefur yfirleitt lítið látið frá sér fara um þessar gagnrýnisraddir en gat þó ekki orða bundist fyrir skömmu. Hann benti nöldurskjóðunum á að hann hefði ekkert breyst sjálfur síðustu þrjá eða fjóra áratugina og ætti það varla eftir héðan af. Þannig að menn geta gengið að sínum sjarmör vísum þar sem hann á heima í spillingastiganum á meðan honum endist aldur og heilsa til. Góðar framtíðarhorfur fyrir kappann Delon! Spigsporaö meö sólgos á fyrsta árinu. DV-mynd JGH Sólcfos Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Hún var ákveðin á svip með góða derhúfu á Ráðhústorgi þessi litla akureyrska hnáta sem varð á vegi ljósmyndara DV á dögunum. Fun- heitt úti og þá þarf að sjálfsögðu að kæla sig niður. Sú stutta greip því í gosið og spígsporaði í sólinni þótt ung væri. í tilefni veðurblíðunnar nefnum við drykkinn sólgos. Það var ekki á dós heldur i gamla góða papp- anum. Rörið er ómissandi við svona aðstæður. Lokið var á sínum stað svo ekkert færi á kjólinn. Og þá er þessu lokið. Tói A.tla Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs, á ekki í vandræðum með að sýna pilt- um sínum tekníkina í fótboltanum. Það er ekki nóg að geta sparkað, drepið boltann, tekið hann á bring- una eða hælinn, menn þurfa líka að geta skallað og mörkunum safnað. Hér er Jóhannes að kenna kúnstina, boltinn var bókstaflega límdur við ennið á honum og satt að segja Iíkt- ist þessi góði knattspyrnuþjálfari sæljóni í Disneylandi. Hress maður, Jóhannes! Gamla kempan með boltann límdan viö ennið og minnir einna helst á sæljón í Disneylandi. DV-mynd JGH Laganna vörður var með það á hreinu að ferfætlingar ættu lítið erindi i garða sambýlishúsa en hrossið var á öðru máfi. Endalokin urðu svo á þann veg að hinn frjálsi ferfætlingur var leiddur á brott í böndum. Vor í lofti Það er vor í lofti og létt yfir dýrum og mönnum. Einstaka fær sig ekki hamið í veðurblíðunni og laganna verðir hafa nóg að gera við að halda vel- flestum á mottunni. Hross brokka alsæl um götur og garða þvert ofan í lög og reglugerðir þannig að nauðsynlegt reynist að handsama lögbrjótana. Heiti lækurinn í Nauthólsvík dregur til sín sóldýrkendur en sumir ganga of langt í gleði sinni og fækka fötum í óhófi. Það gildir einu hvort klæðleys- ið fer fram á lækjarbökkum eða bak við grindverk hinn langi armur laganna grípur umsvifalaust inn í atburðarásina. Meðfylgjandi DV-myndir tók Sveinn Þormóðsson einn góðviðrisdaginn í vikunni og ljóst má vera að lögreglan situr ekki auðum höndum. Hann neyddist til þess að stíga upp ur læknum en Adam og Eva sátu eft- ir. Erfitt reyndist að trúa því að nokkuð væri athugavert við snyrtilega útfærð Adamsklæðin - enda fíkjublöð ekki á hverju strái hérna á norðurhjaranum. Það er helst barrnálar að finna í Öskjuhliðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.