Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar kennarastöður við Tækniskóla islands: 1. Ein staða í eðlisfræði, kennsla einkum í frumgreinadeild. 2. Ein staða í stærðfræði, kennsla einkum í frumgreinadeild. 3. Tvær stöður í tölvu-, viðskipta- og rekstrargreinum i rekstrardeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 22. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 25. maí 1987. Garctsláttuvélin sp siLaa vms m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðalítil, létt og meöfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar Þú slærð betur með BOÐA RAFGIRÐINGAR til afgreiðslu strax. St. Jósepsspítali, Landakoti Svæfingahjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga eða til frambúðar. Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 19600/220 alla virka daga. Starfsmaður á barnaheimili Starfsmaður óskast á skóladagheimilið BREKKUKOT sem er við Holtsgötu í Reykjavík. Okkur vantar starfs- mann STRAX í 100% vinnu. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 19600/260 alla virka daga frá kl. 9-15. Hafnarbúðir, hjúkrunarfræðingur, nv. Okkur vantar nú þegar hjúkrunarfræðing á NÆTUR- VAKTIR í Hafnarbúðir. Góður starfsandi og gott fólk. ATHUGIÐ að þeir sem taka 60% nv. fá deildarstjóra- laun. Uppl. veittar í síma 19600/200 alla daga. Neytendur En á móti kemur að þóknunin fyrir matvöru er lægri. Visa og Eurocard: Bætt þjónusta kostar sitt í Timanum var því nýverið haldið fram að greiðslukortin kostuðu þjóð- ina stórfé og kaupmenn mun meira en almennt er álitið en þessi kostnað- arauki skilaði sér svo til neytandans í hærra vöruverði. í áðumefndri grein er leitt líkum að því að þessi kostnaður nemi allt að einum milljarði eða kr. 15.000 á hverja fjölskyldu á ári hverju. Þessi tala er fengin með því að taka kostnað vegna plastsins hjá einni verslun og bera hann saman við fram- reiknaðar skýrslur Þjóðhagsstofnunar um veltu í smásöluverslun. Hvað borgar verslunin? Greinin vakti forvitni okkar og á- kváðum við að kanna málið aðeins nánar. Við snerum okkur íyrst til Hagkaups en þar þráuðust menn lengi við að taka greiðslukort. Jón Ásbergsson forstjóri giskaði á að þóknun til greiðslukortafyrirtækj- anna væri á bilinu ‘A-1% af heildar- sölu fyrirtækisins. Var það byggt á þeirri staðreynd að 40% af allri sölu væru greidd með þessum kortum og taka fyrirtækin 1% þóknun af því. Þetta væri því spurning um allnokkrar milljónir. Við spurðum Jón einnig hvort þetta skilaði sér ekki í hærra vöruverði til neytandans. „Þetta er náttúrlega eins og hver annar kostnaður við rekstur, hann hlýtur að endurspeglast í verðlagn- ingu. Við sáum þetta fyrir á sínum tíma og reyndum að halda okkur utan við þennan leik, en sáum fljótt að notkun kortanna var orðin svo al- menn að með því að taka ekki kortin vorum við í raun að útiloka fjölda fólks frá því að versla við okkur.“ Þessar upplýsingar Hagkaups- manna virðast staðfesta þær tölur sem birtust í Tímanum. Þar var miðað við SS og kom í ljós að um 0,8% smásölu- verslunar fyrirtækisins færi í þóknun. Mikiðfé bundið En ekki er öll sagan sögð með þessu einu. Greiðslur kortafyrirtækjanna geta dregist í allt að sex vikur. Þetta þýðir að verslunin er með töluvert fé bundið allan þennan tíma og geta má nærri að talsverður fjármagnskostn- aður skapast við slíkai' aðstæður. Það kostar peninga að hafa þessa miða í glugganum. Þannig geta menn orðið af hagstæðum innkaupum, eða þurft að taka lán til að fjármagna þau. Þetta getur því orð- ið talsverður kostnaðarauki sem svo aftur skilar sér beint í vöruverði. En hvað segja greiðslukortafyrir- tækin sjálf? Við snerum okkur til VISA Island. Þar var fyrir svörum Leifur Steinn Elísson aðstoðarfram- kvæmdastjóri. „Eftir að hafa lesið greinina í Tíman- um og skoðað þau gögn sem ég hef undir höndum fæ ég ekki betur séð en að margar tölur séu þarna úr lausu lofti gripnar." Leifur Steinn reyndist ekki fáanleg- ur til að tjá sig frekar um málið þar sem aðrir yfirmenn fyrirtækisins væru f sumarfríi. Hann áréttaði þó að fram- ansögð orð væru aðeins byggð á þeim gögnum sem hann hefur undir hönd- um, hann gæti ekkert sagt um önnur greiðslukortafyrirtæki né um það hvemig kostnaðinum væri mætt af hálfu. verslana. Breyttir viðskiptahættir og auk- in þjónusta Þegar þessi kort vom fyrst leyfð hérlendis gat engan órað fyrir því að notkun þeirra yrði svo almenn sem raun ber vitni. Það að 40% alls þess sem keypt er í Hagkaup er út á kort segir sína sögu. Þessi gjaldmiðill hefur verið í ótrúlegri sókn og er nú svo komið að verslunum líðst varla að taka ekki við þeim, þær myndu ein- faldlega missa alla viðskiptavini sína. Þetta er því þjónusta sem menn em að veita sínum viðskiptavinum og er rétt að benda á þá staðreynd að áður gáfu flestar matvöruverslanir við- skiptavinum sínum kost á því að kaupa út á krít og létu ýmsir þeir sem nú versla með plastspjaldinu einfald- lega viðkomandi verslun skrifa hjá sér áður. Það er því ekki alveg rétt að tala um að þetta komi sem hrein viðbót í rekstrarkostnaði verslunar í landinu heldur er að einhverju leyti um breytta viðskiptahætti að ræða. Gjaldeyrir út á kort Einn angi þessara breyttu viðskipta- hátta er gjaldeyrisverslun. Áður keyptu menn ferðatékka, sem þeir síð- an leystu út erlendis, oft með affolhmi. Með tilkomu greiðslukorta breyttist þetta mjög. Nú taka menn út gjald- eyri erlendis út á kortin og greiða síðan þegar heim er komið. Þessi geiri viðskipta með kortin hefur engan aukakostnað í för með sér heldur em dæmi þess að með þessum hætti hafi gjaldeyririnn jafnvel fengist á lægra verði heldur en ef hann er keyptur á hefðbundinn hátt. Þessi viðskipti höfðu það einnig í för með sér að ekki var lengur unnt að beita þeim gjaldeyristakmörkunum sem áður höfðu tíðkast og má þvi segja að kortin hafi með þessu móti stuðlað að rýmkun gjaldeyrisreglna. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.