Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987.
15
Máttur auglýsingarinnar
Stjómmálamenn eru smátt og
smátt að uppgötva mátt auglýsing-
arinnar. Þeir eru að uppgötva að
auglýsing er oft góð leið til að hafa
áhrif á fólk.
Þetta mátti sjá fyrir síðustu al-
þingiskosningar. Þá auglýstu flokk-
amir stíft. Árangurinn var reyndar
ekki alltaf í samræmi við auglýs-
ingamagnið, en það er önnur saga.
Liklegt verður að telja að stjórn-
málamenn uppgötvi einnig smám
saman að áhrifaríkara geti verið að
auglýsa en að setja lög, og einnig
skynsamlegra.
Ljósaskylda
Alþingi samþykkti nýlega breytt
umferðarlög, sem taka gildi á næsta
ári. Þar er mönnum meðal annars
gert skylt að aka með ljósum allan
sólarhringinn, sama hvemig viðrar.
Þetta þýðir að annar hver öku-
maður verður lögbrjótur, því líklegt
verður að telja að í góðu veðri gleymi
menn að kveikja ljósin, sérstaklega
innanbæjar. Hinir, sem muna eftir
ljósunum, munu í hundraða- og þús-
undatali lenda í vandræðum vegna
þess að þeir gleyma að slökkva ljós-
in og rafgeymirinn tæmist.
Réttara hefði verið af umhyggju-
sömum þingmönnum að sannfæra
ökumenn um ljósanotkunina á ann-
an hátt en með lagaskyldu. Þar
gætu auglýsingar komið að góðu
gagni. Með auglýsingum mætti
minna ökumenn á að nota ljósin við
þær aðstæður sem þau koma að
bestu gagni.
Bjlbeltin
í þessum sömu umferðarlögum er
lagaákvæði um bílbeltanotkun, líkt
og verið hefur hingað til. En nú á
að fara að sekta menn fyrir að nota
ekki bílbelti.
Líklegt er að umhyggjusömum
þingmönnum blöskri hvað fáir nota
bílbelti. En ætli það sé vegna skorts
á lögum sem skylda notkun þeirra
eða sekta þá sem ekki brúka bílbelti?
Hvers vegna skyldu þá sumir nota
að nota beltin. Réttara hefði verið í
nýju umferðarlögunum að verja fé í
áróður fyrir notkun bílbelta. Þá
væri mikilli vinnu um leið létt af
lögreglu.
útskýra lögin hefior Húsnæðisstofn-
un ríkisins gripið til þess að auglýsa
grimmt, sérstaklega á fasteignasíð-
um Moggans.
í auglýsingunum er fólk hvatt til
hér á landi sé um tveimur milljörðum
króna varið árlega á einn eða annan
hátt til að kynna vöru og þjónustu.
Vart færu menn að verja slíkum fjár-
munum ef þeir skiluðu sér ekki í
KjaUaiinn
Ólafur Hauksson
útgefandi hjá Sam-útgáfunni
Lög til að setja lög
Þessi tvö dæmi eru um fomeskju-
lega leið til að ná því markmiði að
auka öryggi í umferðinni. Þingmenn
hafa blindast af þeirri einu aðferð
sem þeir hafa vanist til að bæta þjóð-
félagið.
Lög em sett til að setja lög, í tilfell-
um sem þessum. En þar hefðu
auglýsingar og áróður verið betri
leið til árangurs.
Mýmörg dæmi em til um aðstæður
þar sem skynsamlegra væri fyrir lög-
gjafann að höfða til skynsemi fólks
heldur en að vera að gera það alltaf
að mögulegum lögbijótum.
Þá em einnig óteljandi aðstæður
þar sem skynsamlegra væri að hafa
uppi áróður fyrir því að fólk færi
eftir tilteknum lögum heldur en að
„Mýmörg dæmi eru til um aðstæður þar
sem skynsamlegra væri fyrir löggjafann
að höfða til skynsemi fólks heldur en að
vera að gera það alltaf að mögulegum lög-
brjótum.“
bílbelti? Væntanlega vegna þess að
þeir em sannfærðir um ágæti þeirra.
Þeir sem á hinn bóginn nota ekki
bílbelti hafa ekki verið sannfærðir.
Lög sem sekta menn fyrir að nota
ekki bílbelti flokkast undir grófa,
hugsunarlausa og óþarfa aðferð til
að ná þeim árangri að fá menn til
láta lögreglu eltast við einn og einn
úr hópnum á meðan allir hinir
sleppa.
Húsnæðisstofnun auglýsir
Þjóðfélagið titrar og skelfúr vegna
nýju laganna um húsnæðislán. Til
að hafa áhrif á hegðan manna og
„Lög um að sekta menn fyrir að nota ekki bilbelti flokkast undir grófa,
hugsunarlausa og óþarfa aðferð til að ná þeim árangri að fá menn til að
nota beltin. Réttara hefði verið i nýju umferðariögunum að verja fé i áróð-
ur fyrir notkun bílbelta."
að haga sér skynsamlega í húsnæðis-
málum, stíga skrefin í réttri röð og
hafa pappírana á hreinu.
Þessar auglýsingar em til fyrir-
myndar. Þær em birtar á réttum
stað á réttum tíma og gera vafalítið
sitt til að leiðbeina fólki.
Allir hinir auglýsa
Aðeins stjómvöld geta haft áhrif á
líf fólks með því að gefa út einhliða
tilskipanir. Aðrir aðilar í þjóðfélag-
inu verða að nota önnur meðul. Þar
skipa auglýsingar æðstan sess.
Auglýsingar hafa áhrif. Á því er
enginn vafi. Ýmsir menn, sem tengj-
ast auglýsingamarkaðnum, telja að
árangri.
Auðvitað koma auglýsingar ekki
í staðinn fyrir lög. En það hefur til
að mynda mun betri áhrif að hvetja
fólk til að kasta ekki msli á víða-
vangi heldur en að sekta fyrir það.
Lög, sem enginn fer eftir eða fólk
fer almennt í kringum, skapa virð-
ingarleysi fyrir lögum almennt. Þau
gefa lögreglu færi á að taka fólk út
úr eftir eigin hentisemi vegna þess
að það em allir að bijóta þessi lög.
I slíkum tilfellum er skynsamlegra
að hafa áhrif á fólk með öðrum
hætti, til dæmis með þvi að hafa
áróður í frammi.
Ólafur Hauksson
Friður er innan seilingar
Nú er nýliðið alþjóðlegt ár fiiðar-
ins sem Sameinuðu þjóðimar stóðu
að. Allsheijarhús réttvísinnar, æðsta
stjómstofiiun Bahá’í trúarinnar, sem
hefur aðsetur sitt á Karmelfjalli í
Haifa, Israel, samdi og gaf út ávarp
til þjóða heimsins í tilefni af fiðarár-
inu er ber titilinn „Fyrirheit um
heimsfrið.“ Þetta ávarp var fyrst
afhent aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, Javier Perex de Cuellar, í
október 1985 og síðan hafa meira en
70 þjóðhöfðingjar fengið það afhent,
annaðhvort beint eða í gegnum full-
trúa þeirra. Hér á landi hefur
ávarpið verið afhent forsetanum, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, biskupi ís-
lands, herra Pétri Sigurgeirssyni,
ríkisstjóm, alþingismönnum, bæjar-
stjórum og ýmsum öðrum embættis-
mönnum. Nú í sumar verður gert
sérstakt átak til að kynna ávarpið
allri íslensku þjóðinni því Lands-
kennslunefnd Bahá’ía gengst fyrir
kynningarvikum um allt land f sam-
vinnu við Andleg svæðisráð Bahá’ía
á íslandi sem em nú orðin 12 talsins.
Megininntakið í ávarpinu „Fyrir-
heit um heimsfrið" er að þjóðhöfð-
ingjar hemsins em hvattir til að
koma saman á heimsftind til að
leggja gmnninn að varanlegum friði.
Það er vonast til að Sameinuðu þjóð-
imar hrindi þessu í framkvæmd en
allt fólk jarðarinnar, menn, konur,
unglingar og böm em beðin um að
ljá þessu máli lið.
í ávarpinu er bent á að það er
ekki nægjanlegt að banna notkun
kjamavopna eða annarra vígvéla.
Mennimir geta ávallt fundið upp
nýja tegund vopna til að seilast eftir
völdum. Það sem vantar er ósvikinn
alþjóðlegur rammi. Kynþáttafor-
dómar, þjóðemishroki, trúarofstæki,
misrétti kynjanna, gífurleg misskipt-
ing jarðargæða og menntunarskort-
ur eru allt atriði sem standa í vegi
fyrir friði. Heimsborgaraþegnrétt
ætti að kenna í öllum skólum sem
útilokar á engan hátt heilbrigða
ættjarðarást og nauðsyn ber til að
taka upp alþjóðlegt hjálpartungu-
mál, auk móðurmálsins.
Eining i fjölbreytileika
Þegar Bahá’iar ræða um einingu
mannkynsins eiga þeir ekki við að
Kjállaririn
Sigurður Ingi
Ásgeirsson
í stjóm Andlegs svæðisráðs
Bahá’í í Kópavogi og
grunnskólakennari
steypa skuli alla í sama mót eða að
útrýma eigi menningu og sérein-
kennum þjóðanna. Þvert á móti.
Bent er á að forðast verður hættur
öfgafullrar miðstýringar og virða
verður sjálfsforræði þjóðanna, sögu
þeirra, tungu og þjóðareinkenni.
Kjörorðið verður að vera: Eining í
fjölbreytileika.
Bahá’u’lláh, höfundur Bahá’í trú-
arinnar, benti á það í ritum sínum
fyrir rúmri öld að nauðsyn bæri til
að koma á fót alheimsstjóm til að
tryggja sameiginlegt öryggi allra
jarðarbúa. Hann hvatti konunga og
ráðamenn jarðarinnar á þeim tíma
til að koma saman til fundar til að
lægja deilumál sín og koma á friði.
Þeir létu orð Hans sem vind um
eyru þjóta en i dag sjá menn orðið
brýna nauðsyn þess að koma á slík-
um fundi þó enn virðist vanta
nægilegan pólitískan vilja til að ná
bindandi samkomulagi.
Við sem höfum tekið þátt í því að
afhenda ráðamönnum friðarávarpið
höfum orðið þess vör að margir efast
um að fríður sé mögulegur því „það
hafa alltaf verið stríð og það munu
alltaf verða stríð" eins og einn við-
mælandi okkar sagði. Þetta viðhorf
hefur mjög lamandi áhrif á alla fríð-
arviðleitni og felur í sér þversögn
því annars vegar þrá allir frið en
hins vegar er því haldið fram að frið-
ur sé óhugsandi því maðurinn sé í
eðli sínu árásargjam. I ávarpi Alls-
heijarhússins er þvi hins vegar
haldið fram að þetta sé aðeins
skrumskæling á sönnu eðli manns-
ins. Þar með er ekki verið að afneita
fortíð mannkynsins, sem hefur oftast
nær verið blóði drifin allt fram á
okkar daga, heldur er leitast við að
skilja þá þróun sem átt hefur sér
stað í gegnum aldimar. Lífi mann-
kynsins á jörðunni er líkt við stig-
bundna þróun í lífi hvers einstakl-
ings: „Stig bemskunnar er að baki
og við erum nú stödd í miðjum þeim
umbyltingum og umróti sem ein-
kenna unglingsárin. Framundan er
aftur á móti manndóms- og þroska-
tími mannkynsins.“
Friður er óhjákvæmilegur
Bahá’íar em því bjartsýnir, þrátt
fyrir að dökkt sé framundan, á end-
anlegan sigur hins góða og göfuga
í manninum og að heimsfriði verði
komið á. Allsherjarhús réttvísinnar
bendfr á marga heillavænlega for-
boða friðar og einingar meðal
manna. eins og t.d. aukna alþjóðlega
samvinnu á ýmsum sviðum, stofnun
Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegar
mannúðar- og friðarhreyfingar og
geysilegar vísindalegar framfarir
sem gera einingu mannkvnsins
mögulega.
Ef grannt er skoðað má sjá að
meginþráður mannkynssögunnar
stefriir í átt til sameiningar allrar
jarðarkringlunnar. Fyrir óralöngu
urðu fyrstu fjölskyldumar til, síðar
sameinuðust þær í ættbálka, borg-
ríki og loks þjóðir. Heimseining og
fríður hlýtur því að vera næsta skref-
ið í þróunarferlinu. Reyndar á
mannkynið ekki nema um tvo kosti
að velja, eins og bent er á í ávarp-
inu: „Að þessi friður verði fyrst að
veruleika eftir óumræðilegar skelf-
ingar, sem þrákelknisleg fastheldni
mannkynsins við gamalt hegðunar-
mynstur hrindir af stað, eða honum
verði komið á núna á grundvelli vilja
til samráðs.“
Eins og titill ávarpsins „Fyrirheit
um heimsfrið" gefur til kynna trúa
Bahá’íar því statt og stöðugt að
„friður sé ekki aðeins mögulegur,
heldur óhjákvæmilegur" og ekki nóg
með það heldur lýsir Allsheijarhús
réttvísinnar því yfir að friðurinn
mikli sé nú innan seilingar þjóð-
anna. Unga fólkið í dag, og ef til
vill einhver okkar hinna sem eldri
erum. er sú kynslóð sem mun verða
vitni að þvf er pólítískur friður kemst
á og styrjaldarátökum linnir á þess-
aii hijáðu jörð. Vafalítið munu
risaveldin ekki geta komið sér sam-
an um gagnkvæma friðarsamninga
að svo stöddu. Það verður ekki fyrr
en óttinn við gereyðingu er orðinn
svo vfirþvrmandi að þjóðarleiðtog-
amir sjá sig tilneydda að brjóta odd
af oflæti sínu og koma á pólitískum
friði. Kjamorkuslysið í Tjemobil í
Sovétríkjunum opnaði augu margra
háttsettra ráðamanna fyrir nauðsyn
alþjóðlegrar samvinnu og sátta, en
það þarf eflaust meira til, því miður.
í síðasta kafla ávarpsins víkur
Allsherjarhúsið nokkrum orðum að
Bahá'í alheimssamfélaginu og þeim
þjáningum sem trúsystkini okkar
líða enn í íran en þar hafa Bahá’íar
verið sviptir öllum réttindum, verið
fangelsaðir án dóms og laga, pyntað-
ir og líflátnir. I friðarávarpinu er
Bahá’í samfélaginu lýst sem sam-
félagi „3-4 milljóna manna frá
mörgum þjóðum, menningarsvæð-
um, stéttum og trúarbrögðum, sem
tekur þátt í margbreytilegri starf-
semi, er þjónar andlegum, félagsleg-
um og efnislegum þörfum fólks í
mörgum löndum. Það sakar ekki að
geta þess að hér á landi er einnig
starfandi þróttmikið Bahá’í samfélag
sem samanstendur af fólki af ýmsu
þjóðemi þó íslendingar séu þar að
sjálfsögðu í miklum meirihluta.
Ég vil ljúka þessari umfjöllun
minni um ávarp Allsheijarhúss rétt-
vísinnar með því ótvíræða fyrirheiti
sem Bahá’u’lláh gaf og vitnað er til
í niðurlagi þess: Þessar tilgangs-
lausu deilur, þessi eyðileggjandi
stríð, munu líða undir lok og Friður-
inn mesti komast á.“
Sigurður Ingi Ásgeirsson
„Kjarnorkuslysið í Tjernobil í Sovétríkj-
unum opnaði augu margra háttsettra
ráðamanna fyrir nauðsyn alþjóðlegrar
samvinnu og sátta, en það þarf eflaust
meira til, því miður.“