Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Ámað heilla bextugur er í dag. 29. mai. Uunnar Kjartansson frá Fremri-Langey á Breiðafirði, Karfavogi 36 hér í bæ. Hann tekur á móti gestum í félags- heimili Lögreglumannafélagsins. Brautarholti 30 eftir kl. 20 í dag. Níræður er í dag, 29. maí. Ingvar Hallsteinsson frá Skorholti í Mela- sveit (nú vistmaður á Hrafnistu). Hann bvður kaffisopa á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar að Loka- stíg 28, Reykjavík, frá kl. 4-7 í dag. Fundir Flokkur mannsins gengst um þessar mundir fyrir fundaher- ferð undir kjörorðinu ,.Við erum rétt að byrja’* í Revkjavík og nærliggjandi kjör- dæmum. Mánudaginn 1. júní halda félagar úr Flokki mannsins baráttufund í Garða- lundi Garðabæ og hefst fundurinn kl. ^21. Aðalræðumaður fundarins verður Pét- ur Guðjónsson. formaður flokksins. Allir sem áhuga hafa fyrir að kynnast flokknum og manngildishugsjóninni sem hann berst fyrir eru hvattir til að mæta á fundinn. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna Þriðjudaginn 2. júni nk. heldur fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna opinn fund með formönnum stjórnmálaflokk- anna og forystumönnum aðila vinnumark- aðsins undir vfirskriftinni: Launamunur V Laus staða Við Tækniskóla íslands er laus til umsóknar staða kennara/deildar- stjóra í heilbrigðisdeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavik, fyrir 22. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 26. maí 1987. Auglýsing um aflatilflutning milli ára Að gefnu tilefni vekur sjávarútvegsráðuneytið athygli á að núgildandi lög um stjórn fiskveiða gilda aðeins til næstu áramóta og óljóst er hvernig staðið verður að stjórn fiskveiða á næsta ári. Útgerðarmenn verða því að ganga út frá því að hvorki sé mögulegt að flytja hluta aflakvóta ársins 1987 til ársins 1988 né veiða á árinu 1987 hluta aflakvóta ársins 1988. Sjávarútvegsráðuneytið, 26. maí 1987 BLAÐBURÐAR- FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Sólvallagötu 12- út Hávallagötu 18- út **************** Sóleyjargötu Fjólugötu Smáragötu **************** Skúlagötu 50- út Borgartún 1-7 Laugaveg 120-170 **************** Háaleitisbraut 14-51 **************** AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 I gærkvöldi Herbert Guðmundsson tónlistarmaður: „Ekki fastur á neinni rás“ Ég hlusta mikið á útvarp þar sem ég er mikið á ferðinni á daginn. Ég er mjög skotinn í rásinni þegar Kolla er með morgunþáttinn. En á fimmtu- dögum hins vegar eru það Kristján Siguijónsson og Sigurður Salvars- son sem sjá um rnorgunþáttinn þannig að ég skipti oft á milli stöðva þegar ég keyri um. Ég er ekki fastur á neinni rás. Ég hlusta á rásina ef mér líkar lagið sem verið er að spila en ef ekki þá skipti ég yfir á Bylgj- una og öfúgt. Ég hlusta yfirleitt alltaf á fréttimar á Bylgjunni, þær eru stuttar og vel lesnar að mínum dómi. Rás 2 hefur unnið á, þar á ég sérstaklega við Hringiðuna hans Brodda Broddasonar og Margrétar Blöndal. Broddi tekur fyrir mjög skemmtilega hluti og hefur sérlega góða rödd og fer á léttri sveiflu yfir Herbert Guðmundsson. allt milli himins og jarðar. Vinsældalisti rásar 2 fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér því hann er núna á svo slæmum tíma, akkúrat þegar ég er að horfa á fréttir á Stöð 2. Því miður er ég að mestu hættur að horfa á Ríkissjónvarpið nema fréttimar. Ég horfi mest á Stöð 2. I gærkvöldi horfði ég á Morðgátu sem alltaf er gaman að sjá. Þátturinn Af bæ í borg (Perfect Strangers) rennur inn um annað eyrað og út um hitt. Aftur á móti horfði ég á síðustu myndina á Stöð 2, Aðstoðar- maðurinn (The Dresser), sem var alveg frábær. Þetta var gott innskot inn í heim Shakespeare leikara. Fjölmiðlamir hafa lagast mikið síðan samkeppnin kom, sérstaklega útvarpsrásimar. Samkeppnin hefúr haft mjög jákvæð áhrif. kynja - hvað er til úrbóta?. Á fundinn mæta formenn þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á nýkjörnu þingi, forseti ASf. talsmenn BSRB og VMS og formaður VSI. Fundurinn verður haldinn í Sóknar- salnum. Skipholti 50, og hefst kl. 20.30. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á launajafnrétti og vilja komast í návígi við fólkið sem stjórnar landi og launum hvort sem er til að spyrja eða ein- faldlega hlusta á það sem fram fer. Tímarit Skinfaxa sem er tímarit Ungmennafélags fslands. Meðal efnis að þessu sinni er við- tal við Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmann í Ungmennafélagi Njarðvíkur. Einnig er grein um lottómál eins og þau snúa við eignaraðilum Ungmennafélags fslands, þ.e. héraðssamböndum og ungmennafélög- um um allt land. Þá er einnig rætt við Vilhjálm Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóra íslenskrar getspár. í blaðinu er einnig grein um aðstöðu hér á landi til iðkunar frjálsíþrótta sem sannast sagna er ekki beysin miðað við nágrannalöndin. Jón L. Árnason stórmeistari skrifar sinn fasta skemmtilega skákþátt í Skinfaxa. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn að Skin- faxa, Ingólfur Hjörlcifsson. Tímarit Máls og menningar um karlabókmenntir Annað hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári geymir óvenjumargar greinar um klassískar bókmenntir. Peter Hallberg lýkur grein sinni, Listin að ljúka sögu, um verk Halldórs Laxness. Arni Berg- mann og Halldór Guðmundsson skrifa um bókmenntarisana Fjodor, Dostojevskí og Honoré de Balzac og Kristín Geirsdóttir skrifar um Jónas Hallgrímsson. írska skáldið og ritstjórinn John F. Deane samdi grein um írskar bókmenntir sem hér birt- ist. Ólafur Gunnarsson á sérkennilega samantekt í heftinu sem hann kallar Að kunna skil á sínu skaz-i. Friðrik Rafnsson tók viðtal við jógóslavneska rithöfundinn Danilo Kis fyrir Tímarit Máls og menning- ar og þýðir líka söguna Dýrlegt er að deyja fyrir föðurlandið eftir hann. Þá eru einnig umsagnir um bækur, ljóð og fleira í þessu hefti. Ýmislegt Kvenfélag Óháða safnaðarins Farið verður í kvöldferðalagið nk. mánu- dag, 1. júní. Lagt verður af stað frá Kirkjubæ kl. 20, Fríkirkjan í Hafnarfirði verður skoðuð og drukkið kaffi í veitinga- húsinu Hansen. Styrkir úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Uthlutað hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna á þessu ári. Norska stórþingið samþykkti í tilefni ell- efu alda afmælis íslandsbyggðar 1974 að færa íslendingum eina milljón norskra Útskrift úr Flensborgarskólanum Flensborgarskólanum í Hafnarfirði var slitið 22. maí sl. og voru þá brautskráðir 45 stúdentar frá skólanum. Bestum náms- árangri náðu Þuríður Stefánsdóttir og Rakel Kristjánsdóttir, sem báðar braut- skráðust af náttúrufræðibraut eftir að hafa stundað nám í öldungadeild skólans. króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunar- fénu, sem eru vaxtatekjur af höfuðstóln- um, en hann er varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Islendinga til Nor- egs. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 og fór nú fram ellefta úthlutun. Ráð- stöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 681 þúsund krónur. 26 umsóknir bárust um styrki en samþykkt var að styrkja eftir- talda aðila: Barnalist, Dalvíkurskóla, Krabbameinsfélag íslands, Foreldrafélag norskunema, Pálma, félag æskulýðsfull- trúa, Sambýli fatlaðra, Skátafélagið Hraunbúa, Sunddeild Vestra. Aðalfundur Meistara- og verktakasambands byggingamanna var haldinn á Akureyri 15. og 16. maí sl. Fundinn sóttu um 60 fulltrúar af öllu landinu. Fundarefni vai almenn aðalfund- ars'örf og svo ýmis málefni, svo sem atvinnumál, skattamál og fl. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: Aðal- fundur Meistara- og verktakasambands / byggingamanna, haldinn 15. og 16. maí 1987, ítrekar kröfur samtakanna um að framkvæmdalán til byggingafyrirtækja í því formi sem gert er ráð fyrir í núgild- andi lögum verði komið í framkvæmd sem allra fyrst og á þann hátt stuðlað að betri og fljótvirkarí framkvæmdum í íbúðar- byggingum. Formaður sambandsins var endurkjörinn Gunnar S. Björnsson. Kappflug bréfdúfna Fyrsta kappflug sumarsins var haldið sunnudaginn 17. maí sl. Á keppnisskrá var laugardagurinn en keppnisstjórn frestaði keppni vegna mikillar þoku. Þessi fyrsta keppni fór í alla staði vel fram og var þátttaka með eindæmum góð, um 200 fugl- ar þreyttu flugið og af öllum þessum fjölda náðu um 150 heim á tíma (333 m á mín.) Þessi fyrsta keppni var frá Gullfossi, um eitt hundrað km, og var mjög jöfn. Fyrsti fugl flaug á 1076 metrum á mín. en nr. 98 á 1047 metrum á mín. Fyrstu 4 sætin skipa: 1. IS 85 1910, 1076,794 metrar á mín. Eig- endur Ási og Villi. 2. ÍS 85-3331, sami tími, eigandi Þórir Eggertsson. 3. ÍS 86-1004, 1073,129 metrar á mín. eigandi Þórir Egg- ertsson. 4. fS 85-3280, 1070,343 metrar á mín. Eigendur Hannes og Stefán. Skólagarðar Reykjavíkur hefja starfsemi sína nú eftir helgina. Þeir starfa á sex stöðum í Reykjavík: Skerja- firði, við Ásenda, í Laugardal, við Stekkj- arbakka, við Jaðarsel í Breiðholti og á Ártúnsholti í Árbæ. Innritun hefst mánu- daginn 2. júní kl. 8 og stendur til kl. 16. Þátttökugjald er kr. 300. Öllum börnum á aldrinum 9-12 ára er heimil þátttaka. í skólagörðum Reykjavíkur fá börn leið- sögn við ræktun á grænmeti og plöntum, auk þess að fara í leiki og stuttar göngu- ferðir í nágrenni við garðana til náttúru- skoðunar og fræðslu um borgina. Við skólaslitin söng Kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, flutti skólaslitaræðu, afhenti einkunnir og bækur í viðurkenningarskyni fyrir góð- an námsárangur. Einnig tók til máls Gunnar Markússon, fyrrv. skólastjóri, og færði skólanum myndarlega peningagjöf til bókakaupa frá 50 ára gagnfræðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.