Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Útlönd _________ Staða stórveldanna á Persaflóa viðkvæm 'v f nIRAK A PERS AFL O AATOKIN Átakasvæði í stríði Íraka og irana Alþjóðasvæðið / x KUWAIT ,Vn5S5R Flug írakskra herflugvéla \Kuwaits , LIT\ \\ Vus,l/r IRAN ' I Uík \-“-V ^—s ■J >. ~ N US A BAHREINVT QATAR SAUDI - ARABIA \ % SAMEINUÐU FURSTADÆMIN - - V f//J- «v OMAN DV- kort: JRJ Persaflói þykir nú hættulegasta svæði heimshafanna. Með sérstakri vinsemd og einfeldni er líklega hægt að skýra eldflauga- árás Iraka á bandarísku freigátuna Stark á Persaflóa sem óheppilegt slys. Sérfræðingar ríkisstjórnar Reagans forseta munu þó ekki hafa geð í sér til slíks eftir að hafa skoðað einstaka þætti þessa íraska „slyss“. Þvert á móti virðist þeim nú sem árásin með fransk-byggðri Exocet- flauginni hafi verið skipulögð aðgerð af hálfu íraka, samþykkt af æðstu mönnum í Bagdad. Óvissa um fyrirætlan Það sem sérfræðingamir í Wash- ington vita ekki enn er hvort íraski flugmaðurinn var að leita að banda- ríska herskipinu sérstaklega eða hvort hann hafði aðeins fyrirskipan- ir um að skjóta á hvaða stórt skotmark sem væri. Sannleikurinn er sá að forseti ír- ak, Saddam Hussein. ön’æntir æ meir um að stvrjöldin við Irana verði endalaus, svo og að umheimurinn hafi sætt sig við tilhugsunina um endaleysi stríðsins. Fyrir um þrem árum hófu írakar hið svonefnda olíuskipastríð. Iraskar flugvélar hófu þá árásir á olíuskip sem komu til hafha í Iran til að lesta olíu. Tilgangurinn var annars vegar að stöðva olíuútflutning og þar með erlendar tekjur Irana, hins vegar að þvinga umheiminn til afskipta af Persaflóastríðinu. Bjóst Saddam for- seti við að tryggingafélög og skipa- útgerðir myndu ekki þola mikið tjón á skipum sínum og myndu þvi þvinga ríkisstjómir í heimalöndum sínum til þess að grípa inn í þróun mála milli íran og írak. Jafnframt hugðist forsetinn með þessu móti þvinga önnur Persaflóaríki til sam- stöðu við sig. Misreiknuðu dæmið Ríkisstjóm írak misreiknaði sig þó ofurlítið í þessu dæmi. íran hélt áfram olíuútflutningi, þrátt fyrir hemaðinn gegn olíuskipunum, og önnur Persaflóaríki, með Óman í broddi fylkingar, héldu hlutleysi sínu enn harðar fram en áður. Óttuð- ust þau að íranar myndu vinna endanlegan sigur í stríðinu við írak, vegna yfirburða auðæfa sinna, og arabísku furstamir þorðu því ekki að leggja egg sín í körfu Saddam Husseins. I París, Lundúnum og Washington hafa menn lengi verið á einu máli um að árásir íraka á farskip í Persa- flóa væm neyðaróp frá stjóm landsins til vestrænna ríkisstjóma, ósk um bein og samhæfð afskipti af stríðinu. Þess vegna er svo auðvelt að líta svo á að árás íraka á banda- rísku freigátuna sé í framhaldi af öðrum árásum þeirra. Að flugmaður- inn hafi ef til vill ekki fengið bein fyrirmæli um að ráðast á bandarískt herskip heldur aðeins skipun um að ráðast á stórt skip. Sé þessi skýring rétt, má segja að Saddam Hussein hafi tekist upp í þetta sinn því árásin orsakaði mikið uppistand á alþjóðavettvangi. En Reagan og hemaðarráðgjafar hans em þó ævareiðir ríkisstjórninni í Bagdad, bak við kyrrlát fyrirgeífi- ingaryfirbragðið. Svipuð staða var uppi fyrir tveim áratugum. Johnson, þáverandi Bandaríkjaforseti, varð fyrir miklu áfalli í sex daga stríðinu, árið 1967, þegar Israelar gerðu sprengjuárás á bandaríska fjar- skiptaskipið (lesist njósnaskipið) Liberty, norður áf Kyrrahafsströnd Egyptalands. Arásin kostaði mörg bandarísk mannslíf, rétt eins og árásin á Stark á Persaflóa. Hlutverk Kuwait Furstaveldið Kuwait leikur einnig stórt hlutverk í núverandi stöðu mála. Kuwait er í botni Persaflóa, klemmt inn á milli Saudi-Arabíu og írak. Kuwait er það Persaflóaríki sem sýnt hefúr írak mestan stuðn- ing. Þetta litla furstadæmi hefúr enga möguleika til þess að vera hlut- laust. Þess vegna hafa íranar gert skip frá Kuwait að uppáhalds skotmörk- um sínum. Af þeim tuttugu og sjö skipum, sem franar hafa ráðist á frá því í september síðastliðnum, hafa tuttugu og tvö verið á leið til eða frá Kuwait. Með þessu vonuðust íranar til að fá Kuwait ofan af stuðningi sínum við íraka. Kuwait leitaði hins vegar til stór- veldanna. í síðastliðnum desember- mánuði þóttust Bandaríkin ekki vera í aðstöðu til þess að veita að- stoð, en Kuwait fékk þess í stað stuðning frá Sovétmönnum. I mars- mánuði var tilkynnt að stjórnvöld í Moskvu hygðust leigja þrjú sovésk olíuskip til Kuwait og að skipunum yrði veitt flotavemd í siglingum sín- um til og frá landinu. Svar Bandaríkjanna kom um hæl. Efnt var til flotaæfinga til þess að leggja áherslu á sjóferðafrelsi um Persaflóa. Séð tilsýndar virðast þó Sovétmenn hafa vinninginn í keppn- inni um Persaflóann. Þeir njóta þess nú að bandarísk stjómvöld hafa beð- ið álitshnekki af leynilegum vopna- sölum sínum til íran. Undanfarin ár hafa sendimenn Sovétmanna einnig náð árangri í samböndum sínum við Óman og Sameinuðu arabisku fúrstadæmin. A síðasta vetri vom svo flotaumsvif Sovétmanna á Persaflóa aukin og hafa þeir þar nú fjögur herskip að jafhaði. Skip sovéska flotans fylgja nú far- skipum til hafnar í Kuwait. Skipin flytja vopn til íraka og Sovétmenn vilja ekki gefa írönum færi á að sökkva þeim. Þrátt fyrir það réðst íranskur varðbátur á sovéskt farskip í byrjun maímánaðar og nýlega rakst sovéskt olíuskip á tundurdufl. Erfiðir valkostir Persaflói er í dag eitthvert hættu- legasta hafsvæði heims að athafna sig á. Iðgjöld tryggingafélaga á því svæði em því himinhá. Styrjaldarað- ilamir greiða þó það sem upp er sett, því þeir þurfa þær vömr og við- skipti sem skipaumferð færir. Stór- veldunum er þessi leikur hættulegur, þau vilja ekki láta draga sig inn í átökin, jafnvel þótt einvörðungu væri á hafi úti. Bæði stórveldin hafa þó fundið fyrir því hversu auðvelt það er að verða viljalaus leiksoppur í þessu spili. Þegar bandarísk stjómvöld fengu að vita að Sovétríkin hefðu rétt hjálpandi hönd til Kuwait sáu þau eftir upprunalegu afsvari sínu. Nú huga bandarísk flotayfirvöld að þeim möguleika að láta bandarísk fyrir- tæki kaupa ellefu olíuskip frá Kuwait, en láta þau eftir sem áður sigla með olíu til og frá Kuwait. Ef skipin em í eigu Bandaríkjamanna getur bandaríski flotinn vemdað þau í Persaflóa. Og nú em skip bæði Sovétmanna og Bandaríkjamanna í viðbragðsstöðu á flóanum. Þau em reiðubúin að berja frá sér, jafnvel þótt það verði „vinimir“ í írak sem taka í gikkinn. En hversu villandi sem eldflauga- árás íraka var, þá er það íran sem er höfuðóvinurinn, bæði Sovét- mönnum og Bandaríkjamönnum. Stórveldin tvö geta, líkt og Banda- ríkjamenn gerðu í Líbanon 1984, dregið sig til baka, því hættan á því að setja ofan er mikil. Þau geta einn- ig, annaðhvort eða bæði, ráðist beint gegn írönum. Erfiðara er þó að ímynda sér slíkar aðgerðir. Þetta allt er svo bakgmnnur þeirra þanka innan Sameinuð þjóðanna að setja saman alþjóðlegan flota á veg- um samtakanna, sem sinna myndi gæslustörfum á blóðugum bylgjum Persaflóans. Það gæti verið freist- andi fyrir farskip á leið til írak eða Iran að notfæra sér slíka fylgdar- þjónustu. En hver þorir að lofa að Persaflóa- stríðið taki enda, þótt Sameinuðu þjóðimar sendi flota þangað? Minnt- ist einhver á Kýpur? Þar hefur herlið samtakanna skotið rótum og deilur manna standa enn. Þrátt fyrir góðan vilja Sameinuðu þjóðanna. Um höfundinn Höfundur greinarinnar, Jens Nauntofte, er fréttastjóri hjá danska útvarpinu og sjónvarpinu og hefur starfað við öflun erlendra frétta hjá danska útvarpinu í tuttugu ár, auk þess sem hann hefur skrif- að fjölda greina um erlend málefni í dönsk blöð. Jens Nauntofte hefur sérhæft sig í málefnum Austurlanda nær og hefur átt viðtöl við marga ráðamenn þar eystra. Hefur hann og lagt hönd á plóg við gerð heimildarmyndar um Miðausturlönd og auk þess samið bækur um þau. Jens Nauntofte var Fulbrightstyrkþegi 1985 og dvaldi í Bandaríkjunum. ■ ■ LASTPOKKUN Betri vörumeðlerð I vörumóttöku okkar I Reykjavík er öllum viðkvæmum vörum á brettum pakkað í plast. Þess vegna geturðu óhræddur sent nánast hvað sem er með flutningaskipunum okkar. Kynntu þér nýja tækni í bættri vörumeðferð. 1 RiKISSKIP NÚTIMA FLUTNINfiAP Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.