Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Side 5
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987.
5
dv__________________________________________________________________________Stjónnnál
Fjölmiðlar græddu á alþingiskosningunum:
Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn auglýstu mest
Stjórnmálaflokkamir vörðu um 20
milljónum króna í auglýsingar í
áhrifamestu Qölmiðlum landsins, út-
varpi, sjónvarpi og tveim stærstu
dagblöðunum, íyrir alþingiskosning-
amar 25. apríl. Er þetta þó líklega
innan við helmingur af herkostnaði
flokkanna fýrir kosningamar, sem DV
hefiir áður áætlað að hafi farið upp í
50 milljónir króna.
Blaðið hefur nú sérstaklega kannað
kostnað flokkanna af auglýsingum í
Ríkisútvarpinu, bæði hljóðvarpi og
sjónvarpi, Bylgjunni, Stöð 2, og
stærstu dagblöðunum, Morgunblað-
inu og DV.
Takmarkaðar upplýsingar hafa
fengist frá fjölmiðlunum um kostnað-
inn en með ýmsum aðferðum, meðal
annars einfaldlega með því að telja
fjölda auglýsinganna i dagblöðunum,
má fara nærri um kostnaðinn.
Sjálfstæðisflokkur
með 60 síður í Mogga
Samkvæmt könnun DV varði Sjálf-
stæðisflokkurinn mestu flokkanna í
auglýsingar í áðurgreindum fjölmiðl-
um, um 7,5 milljónum króna.
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti lang-
mest í Morgunblaðinu, á um 60
blaðsíðum, sem kosta með hámarks-
afslætti yfir 4 milljónir króna.
Líklegt er talið að Árvakur, útgáfu-
félag Morgunblaðsins, styrki kosn-
ingasjóð Sjálfstæðisflokksins með
umtalsverðri Qárhæð á móti.
Framsókn
með 60 mínútur á Stöð 2
Framsóknarflokkurinn kemur næst-
ur í röðinni. Hann virðist hafa varið
yfir 6 milljónum króna í auglýsingar
í stærstu flölmiðlunum.
Sjónvarpsauglýsingar á Stöð 2 em
stærsti kostnaðarliður Framsóknar-
flokksins. Þar keypti flokkurinn yfir
60 mínútur. Birting þeirra, með mesta
fáanlega afslætti, hefur likjega kostað
1,8 milljón króna. Kostnaður við gerð
auglýsinganna er óljósaiá en gæti hafa
farið upp í hálfa milljón króna.
Alþýðuflokkurinn auglýsti fyrir um
3 milljónir króna. Þar af keypti hann
hátt í 30 mínútur hjá Stöð 2 fyrir lík-
lega milli 800 og 900 þúsund krónur.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubanda-
lag auglýstu einnig á Stöð 2, Sjálfstæð-
isflokkur í um 10 mínútur en
Alþýðubandalag í um 4 minútur.
Kvennalisti
auglýsti minnst
Alþýðubandalagið virðist hafa varið
um 2 milljónum króna í auglýsingar í
umrædda fjölmiðla og Borgaraflokkur
um 1,5 milljón króna. Kvennalistinn
auglýsti minnst þeirra flokka sem
fengu menn kjöma á þing, eðá fyrir
um hálfa milljón króna, aðallega í
útvarpsauglýsingar.
Inni í heildarkostnaði hvers flokks
er kostnaður við gerð auglýsinga mjög
varlega áætlaður.
I tekjur af auglýsingum frá stjóm-
málaflokkunum má áætla að Morgun-
blaðið, með um 90 seldar blaðsíður í
apríl, hafi fengið um 6 milljónir króna,
DV tæpar 4 milljónir króna og Stöð 2
rúmar 3 milljónir króna.
Bylgjan fékk 2-2,5 milljónir króna í
tekjur af auglýsingum flokkanna,
hljóðvarpsrásir Ríkisútvarpsins um 2
milljónir krónar, en sjónvarp ríkisins
tók aðeins við skjáauglýsingum fyrir
innan við 100 þúsund krónur.
Mikill áróður
ótalinn
Önnur áróðursstarfsemi kostaði
flokkana umtalsverða fjármuni, sem
ekki em taldir hér með. Flokkarnir
gáfu sjálfir út blöð og bæklinga. Sem
dæmi má nefna blað Kvennalistans í
Reykjavík, sem kostaði um hálfa millj-
ón króna, og blað Alþýðubandalagsins
á Reykjanesi, sem kostaði trúlega
álika fjárhæð. Og Alþýðuflokkm'inn
keypti rauðar rósir og gaf landsmönn-
um.
í stærstu fjölmiðlunum auglýstu
framboðslistar í Reykjavík og Reykja-
nesi fyrst og fremst. Listamir á
landsbyggðinni vörðu heldur ekki litl-
um fjármunum í áróðursstarfsemi,
einkum með útgáfu eigin blaða. Til
að fá herkostnaðinn allan þyrfti einn-
ig að skoða liði eins og fundakostnað.
símakostnað, húsaleigu og ferðakostn-
að.
-KMU
Borgarráð:
Frestaði að taka
ákvörðun um
byggingafulltnia
Borgarráð hefur samþykkt tillgöu
Daviðs Oddssonar til úrbóta hvað
varðar burðarþol. Tillagan gerir ráð
fyrir að burðarþolsreikningar verði
undantekningarlaust lagðir fram
með uppdráttum af burðavirkjum og
að með byggingarleyfisumsókn til
bygginganefndar fylgi áritun burð-
arþolshönnuðar.
Burðarþolshönnun einingahúsa,
allra opinbera bygginga og veitu-
mannvirkja, iðnaðar-, verslunar- og
þjónustuhúsa og einnig íbúðarhúsa
hærri en fjögurra hæða fái sérstaka
umsögn.
Minnihluti lagði einnig fram til-
lögur. Vom þær flestar samþykktar.
Einni þeima var frestað en hún kvað
á um að embætti byggingafulltrúa
yrði tekið til gagngerrar endurskipu-
lagningar.
Embætti byggingafulltrúa Heflir
sætt það mikilli gagmýni að það
kemur á óvart að borgarráð hafi
ekki ákveðið að taka embættið til
gagngerrar endurskoðunar. Bygg-
ingafulltrúinn i Reykjavík segir að
innan embættisins hafi orðið tiúnað-
arbrestur. Starfsmenn þar hanni hús
og samþykki eigin teikningar. Þrátt
fyrir að byggingafulltrúinn hafi lagt
bann á slík vinnubrögð. -sme
Stjórnmálaflokkarnir höfðu mikil umsvif í augiýsingum i nýafstaðinni kosningabaráttu
1H1Wá
, ■/'
- t
. ** 1
—
Dæmi:
Peningar
Lán til 6 mán
Eldri bifreiö
Nýr FIAT UN0 kr. 283.000,-
Sýningarsalurinn
er opinn virka daga frá kl. 09:00—18:00
og laugardaga frá kl. 13:00-17:00.
Umboðið Skeifunni 8 s. 91-68 88 50