Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Síbylja I sífurtóni Þegar við lærðum og náðum tökum á að beita fryst- ingu til að verja fisk skemmdum og geyma hann í langan tíma, opnaðist Bandaríkjamarkaður og blómaskeið hófst í sjávarútvegi okkar. Við urðum svo ánægð með nýjungina, að við misskildum, hvað hún fól í sér. Almennt er talið, að svokölluð fullvinnsla felist í að fara með fisk í gegnum frystihús með ærnum tilkostn- aði, í stað þess að selja hann beint til útlanda eins og hann kemur upp úr sjónum. Það síðara er kallað að selja útlendingum hráefni í stað fullunninnar vöru. Ekkert þýðir að benda á, að hærra verð fæst fyrir svokallað hráefni en svokallaða fullunna vöru. Enda sjá ráðamenn og talsmenn fiskvinnslunnar, einkum samtaka frystihúsa, sér hag í að viðhalda misskilningi sundurgreiningar milli hráefnis og fullvinnslu. Umræður um stöðu fiskvinnslu eru að verða eins vonlausar og umræður um hinn hefðbundna landbúnað. Talsmenn fiskvinnslunnar endurtaka bara í síbylju gömlu slagorðin um hráefni og fullvinnslu, þegar þeir berjast gegn frjálsu fiskverði, fiskmarkaði og gámafiski. Þetta kom greinilega fram í síðustu viku í ræðum stjórnarformanns og nýlegs forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á aðalfundi fyrirtækisins. Svipuð sí- bylja kom skömmu áður fram í viðtali nýlegs forstjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda við DV. Sífrað er um, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé í voða, ef útgerðarmenn og sjómenn græða stórfé á að selja verðmætan ísfisk til landa Evrópubandalags- ins, í stað þess að selja hann á lágu verði til fiskvinnslu, svo að þar megi varðveita vítahring lága kaupsins. Þetta sífur er athyglisvert í þjóðfélagi fullrar at- vinnu, þar sem barizt er um vinnuaflið. í stað þess að ýta fólki út í arðsamari atvinnugreinar, sem gefa meiri laun, er verið að reyna að byggja upp landbúnaðarlegt verndarkerfi utan um lágu launin í fiskvinnslunni. Síbylja forvígismanna fiskvinnslunnar stríðir gegn grundvallarlögmáli, sem segir, að hagkvæmast sé að ná sem mestum árangri með sem minnstri fyrirhöfn. Þetta grundvallarlögmál vinnsluvirðis og markaðar er meginþáttur allrar skynsamlegrar hagfræði. Frá Japan eru okkur sagðar þær fréttir, að markaðs- verð sé mun hærra og jafnvel margfalt hærra á ferskum fiski en á frystum. Þetta stafar af, að Japanir hafa mun meira vit á fiskgæðum en Vesturlandabúar. Japönskum sjónarmiðum mun vaxa fiskur um hrygg hér vestra. Ferskur fiskur er enn innan við 20% af sölu ís- lenzkra þorskfiskafurða. Eðlilegt er, að hlutdeildin fari vaxandi með auknu áliti erlendra neytenda á ferskum fiski og tilsvarandi hækkun á verði hans. Ekki er frá- leitt að stefna að um það bil helmingi útflutningsins. Frystur fiskur mun áfram verða mikilvægur í út- flutningi. Nóg er til í útlöndum af skólum, sjúkrahúsum og fangelsum, sem vilja kaupa slíka vöru. Og einnig er þar nóg til af sjónvarpssjúklingum, sem vilja kaupa þrautunninn ruslmat, sem er tilbúinn í örbylgjuofninn. Mestu máli skiptir, að við vörum okkur á tilraunum forustumanna fiskvinnslunnar til að bregða fæti fyrir útflutning á ferskum fiski, alveg eins og við vörum okkur á tilraunum þeirra til að koma í veg fyrir aðra markaðshyggju, svo sem frjálst fiskverð og fiskmarkaði. Þegar talsmenn fiskvinnslunnar eru komnir með sí- bylju í sífurtóni, sem við þekkjum úr landbúnaðinum, megum við vita, hver á að borga brúsann, - þjóðin. Jónas Kristjánsson „Það væri full ástæða til þess að fara strax að hugsa til uppstokkunar á íslensku flokkakerfi, þannig að á það verði komin betri skikkan í næstu kosningum." Þrjátíu ára kven- mannsleysi Þá er rúmur einn mánuður liðinn síðan þjóðin gekk að kjörborðinu og kaus sér fulltrúa til setu á löggjaf- arþinginu. Margt hefur verið rætt og ritað um úrslit kosninganna enda voru þau óvænt á margan hátt. Ef litið er á úrslit gömiu flokkanna fjögurra þá eru þeir allir í sárum nema þá helst Framsóknarflokkurinn. Þó að úrslit þar séu kannski ekkert til að hrópa húrra yfir þá gerðist tvennt mjög ánægjulegt. Formaðurinn vann kosningasigur í Reykjanesi og kona komst á þing fyrir flokkinn eftir yfir 30 ára kvennmannsleysi á þeim vettvangi. Það hefðu orðið mikil vonbrigði innan Landssam- bands framsóknarkvenna ef flokkur- inn hefði orðið kvenmannslaus eftir sem áður. Það hefði ekki þurft að koma neinum á óvart þótt þær ósér- hlífnu konur, sem þar hafa unnið gífurlegt starf, hefðu hreinlega gefist upp. Auðvitað hefðum við allar vilj- að að fleiri en ein kona hefði náð kjöri fyrir Framsóknarflokkinn að minu mati hefðu þær þurft að vera a.m.k. 3. Konur að vakna til meðvit- undar Utkoma Kvennalistans úr þessum kosningum hefúr vakið heimsat- hygli. Velgengni þeirra stafar í fyrsta lagi af því að konur eru að vakna til meðvitundar um það að þær eru misrétti beittar í þjóðfélaginu. Laun kvenna eru óþolandi lág og heimilis- og uppeldisstörf lítils metin. Önnur ástæða þess að Kvennalistinn kemur vel út úr þessum kosningum er að mínu mati sú að þær konur, sem eru mest í forsvari fyrir samtökin, eru mjög frambærilegar og klárar. Við sem störfum innan kynblönduðu flokkanna erum að sjálfsögðu svolít- ið ósátt við þessa velgengni Kvenna- listans, bæði fyrir það að okkur finnst hann taka fylgi frá okkur og eins fyrir það að við vildum gjaman hafa þessar ágætu konur innan okk- ar raða. Sérframboð kvenna hefúr nú þegar komið að heilmiklu gagni. Fjórar konur á þingi? Við getum rétt ímyndað okkur hvemig staðan væri í dag á Alþingi ef framboð Kvennalistans hefði aldr- ei komið til, ætli þar sætu ekki fjórar konur, þær Guðrún, Jóhanna, Ragn- hildur og Salóme. Hitt er svo annað mál að við vonum að sérframboð kvenna sé stundarfyrirbæri. Jafn- KjaUaiiim Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn réttisbaráttan þarf fyrst og fremst að fara fram innan stjómmálaflokka karla og kvenna. Talandi um sérframboð kvenna er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um sérframboð tveggja roskinna stjómmálamanna sem buðu fram í þessum kosningum. Sérframboð Stefáns Valgeirssonar hér í Norður- landi eystra fékk meira fylgi en flestir áttu von á og Borgaraflokkur- inn, sem a.m.k. í þessum kosningum hlýtur að teljast fyrst og fremst sér- framboð Alberts Guðmundssonar, vann kosningasigur. Að nokkm leyti vom því úrslitin sigur klofningsframboðanna og væri hægt að hafa mörg orð um það. Hlut- ur fjölmiðla í þeim sigri er/þó nokkur og ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort það sé rétt og sjálf- sagt að framboð sem þessi fái meiri athygli en önnur og séu meira frétta- efni, eins og raun bar vitni í þessum kosningum. Flokkur frjálslyndra félags- hyggjumanna En það sem einkenndi þessar kosn- ingar hvað mest var fjöldi framboð- anna. Það væri full ástæða til þess að fara strax að hugsa til uppstokk- unar í íslensku flokkakerfi þannig að á það verði komin betri skikkan í næstu kosningum. Ég sé fyrir mér stóran flokk frjálslyndra félags- hyggjumanna sem styðja blandað hagkerfi og em vel meðvitaðir um uppruna sinn. Til hægri við þann flokk yrði frjálshyggjufólkið, sem vill Mta fjármagnið ráða ferðinni, er á móti samvinnurekstri og lítur jafhan til grannans í vestri áður en hugsað er í utanríkismálum. Til vinstri við flokkinn yrði tak- markaður hópur fijálshyggjumanna, hlynntir ríkisrekstri sérstaklega en kannski fyrst og fremst á móti einka- framtakinu og vem okkar í NATO. Gull og grænir skógar En málefni dagsins í dag er ekki breytt flokkakerfi heldur myndun ríkisstjómar. Mörgum þótti sýnt, þegar úrslit kosninganna lágu fyrir, að erfitt yrði að koma saman stjóm. Aðrir sögðu að svo yrði ekki þar sem þjóðin ætti nú svo marga fallna for- menn sem ættu framtíð sína undir því að fá að spreyta sig í stjóm en verst væri að þeir þyrftu líklegast allir að verða forsætisráðherrar. Þeir sem þetta sögðu hafa sennilega verið nokkuð sannspáir. Þeir Þor- steinn og Jón Baldvin bjóða nú konunum gull og græna skóga í svo ríkum mæli að þær em gáttaðar. Kannski tekst þessum flokkum að mynda ríkisstjóm sem tekur stórt skref i átt til jafnréttis kynjanna hér á landi, og þá er vel. Ég vona líka að öllum flokkunum og öllum fram- bjóðendum þeirra og núverandi þingmönnum þyki jafiivænt um bændur og landsbyggðina nú og var í kosningabaráttunni. Það skiptir miklu máli. Valgerður Sverrisdóttir „Það hefðu orðið mikil vonbrigði innan Landssambands framsóknarkvenna ef flokkurinn hefði orðið kvenmannslaus eft- ir sem áður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.