Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. Spumingin Lesendur Ertu fylgjandi bjórnum? Gísli Páll Pálsson nemi: Já, því ég drekk bjór en hef sjaldan tækifæri til að fara til útlanda og kaupa hann. Annaðhvort eigum við að leyfa allt eða ekkert, það er alveg út í hött að leyfa t.d. rauðvín en ekki bjór. Elías Skúli Skúlason nemi: Já, ég er fylgjandi bjórnum því að ef á annað borð á að selja vín þá er auðvitað sjálfsagt að selja bjór líka. Gísli Þór Sigurðsson rafvirki: Nei, við höfum alveg nóg að drekka, það þarf ekki að auka á áfengisvandann. Ef fólki finnst bjór góður þá getur það bara farið til útlanda og drukkið hann þar. Þetta er ekki nauðsynleg vara. Ingileif Leifsdóttir nemi: Nei, fólk getur verið án hans. Það er víst nóg um drykkjuvandamál þó að bjórinn þurfi ekki að bæta á það. Sigríður Elín Júlíusdóttir sendill: Já, ég er fylgjandi bjórnum. Fólk á auð- vitað að eiga kost á að krupa hann eins og hvað annað. Sjónvarpið styrkir dagskrárgerðina - með því að kaupa fjórar gamlar myndir Angantýr skrifar: Mikilermenningin. Menningarsjóð- ur útvarps- og sjónvarpsstöðva hefur nú talað í formi úthlutunar. Sinfónían fékk mest, síðan sjónvarpið sjálft ásamt útvarpi, 8,5 milljónir króna. Þar af fékk sjónvarpið (ríkissjónvarpið) 4,35 milljónir króna til kaupa á fjórum gömlum íslenskum myndum. Þessar myndir hafa auðvitað allar verið sýndar hér við fádæma góða aðsókn (eða er það ekki?). Það hefur varla linnt látum frá „menningarvit- um“ þjóðarinnar um að ríkið legði fram meira fé til innlendrar dagskrár- gerðar í ríkisíjölmiðlum. Þegar talað er um „innlenda" dagskrárgerð í ríkis- fjölmiðlum er alltaf átt við sjónvarpið eingöngu, en ekki hljóðvarp því þar er enginn skortur á frambærilegu efni og hefur aldrei verið. - Það er ríkis- sjónvarpið og aftur ríkissjónvarpið sem aftur og aftur er á nástrái með frambærilega dagskrá en umfram allt vinsæla dagskrá. Þar á bæ má ekki minnast á svokall- að aiþreyingarefrii og því er það að þangað eru keyptar gamlar og leiðin- legar kvikmyndir fremur en bjóða upp á stutta og vinsæla skemmtiþætti eins og Stöð 2 hefur gert. Og undan þiýstingi „vinstri klík- unnar“ er svo látið af og til og reynt að endursýna gamalt íslenskt eftii fremur en koma til móts við almenning sem vill einvörðungu létt skemmtiefni í sjónvarpinu sínu, sem það er skyld- ugt að greiða, þótt það vilji bara sjá Stöð 2. Þess vegna er það að nú er rokið til og fest kaup á „pakka“ með fjórum íslenskum myndum, sem velflestir ís- lendingar eru búnir að sjá fyrir löngu og á nú að setja í dagskrá sjónvarps- ins til að gleðja „menningarvitana" og þrýstihópinn, sem heimtar sífellt meira til „listrænnar" auglýsingagerð- ar. „Það er ríkissjónvarpið sem aftur og aftur er á nástrái með frambærilega dagskrá..." Ofullnægjandi fréttaflutningur Bjami Hafsteinsson hringdi: Ég vil eindregið mæla með myndinni Salvador sem nú er hægt að fá á öllum videoleigum. Ég held að allir hefðu gott af að sjá hana. Myndin er ffarnúr- skarandi vel gerð og ekki spilla góðir leikarar og sannfærandi leikur fyrir. Aðalatriðið er þó innihaldið. í mynd- inni er verið að lýsa ástandinu í Salvador fyrir nokkrum árum, er harð- stjómin þar bældi niður uppreisn almúgans með aðstoð Bandaríkjanna. Þetta er eitthvað sem við hér á landi fáum of sjaldan að frétta af, þ.e. ástand mála í M-Ameríku og hvemig harð- stjómir og einræðisherrar þar lifa góðu lífi með leyndri og ljósri aðstoð Bandaríkjanna. Ég held að sumum væri hollt að losa aðeins um kommagrýluna í sjálfum sér og horfa á heiminn i gegnum ólitað gler. Það er æði margt sem við fáum lítið sem ekkert að vita um í þessum einhæfa fréttaflutningi hér á landi. góðu lífi á fleiri stöðum en fyrir austan Harðræði og skert mannréttindi lifa tjald. Fréttaflutningur hér á landi er alltof einhliða, harðræði og skert mannrétt- indi lifa góðu lífi á fleiri stöðum en fyrir austan tjald. Hvers vegna er vöruverðið svona hátft? Neytandi skrifar: þá aðferð að greiða umboðsmönnum mennimir bindist samtökum um að Nú hafa dunið yfir fréttir um hve verðlag er óhagstætt hérlendis borið saman við verðlag í nágrannalöndun- um. Hvemig má það vera að innkaups- verð á nákvæmlega sömu vörum sé allt að helmingi hærra hér? Neytendur hljóta að eiga heimtingu á skýringu hjá stórkaupmönnum. Maður er gramur út í kaupmennina sem ekki standa sig betur í stykkinu en þetta. Ég verð sjálfur að leita skýr- inga fyrst þeir hafa þær ekki á taktein- um. Sú fyrsta er hvort þeir nota ennþá erlendis til að fá falskt verðlag, sú til- gáta ætti ekki að geta staðist því nú er verðlag frjálst. Og þá stendur eftir hvort íslenskir heildsalar séu svona vitlausir í við- skiptum að þeir láti gabba sig, þeir kaupi vörumar hærra verði en frænd- ur þeirra í Björgvin. Það er ekki nóg með það að inn- kaupsverðið sé mun hærra heldur er álagningin það líka. Maður skilur ekki þegar kaupmenn eru að hampa frjálsri samkeppni og kostum hennar, ég get ekki betur séð en að kaup- yfirbjóða hver annan þannig að þeir fái nú örugglega mest fyrir vöruna. Það hefur allavega algjörlega farið framhjá mér að einhver vel séður kaupmaður kæmi á markaðinn og undirbyði þá sem fyrir em. Nei, það er samtrygging kaupmanna um verð, ekki samkeppni. Þetta gengur ekki lengur. Þá vil ég frekar fallast á tillögu forseta ASÍ að hámarksverð út úr búð verði ákveð- ið það sama í Reykjavík og Björg- vin. Geggjaðir Skátar Pétur Pálsson skrifar: Ég vil þakka jassbandinu Skátum fyrir sérlega ánægjulegt kvöld á Du- us-húsi á þriðjudagskvöldið. Það er ekki hægt að segja annað en að Skátar séu framúrskarandi hvað frumlegheit varðar, það þurfti ekki söngvara, hljóðfærin sáu um að syngja líka. Þetta kann að hljóma hálfein- kennilega en er engu að síður satt þó ég kunni enga skýringu á þessu. Tvö lög skám sig úr, tannlæknalag- ið, þar sem Friðrik Karlsson spilaði á gítar, og það kom kannski: „skoð..a, borg..a“, þetta var alveg frábært, einn- ig lagið sumardagurinn fyrsti. „Það er ekki hægt að segja annað en að Skátar séu framúrskarandi hvað frumlegheit varðar, það þurfti ekki söngvara, hljóðfærin sáu um að syngja lika.“ Skoðandi annarra manna eignir Byggi skrífar: Ég er einn af þeim sem byggði mér hús í úthverfi Reykjavíkur til að fá að vera í friði með mitt og mína, fjarrí heimsins glaumi. Lengi vel gekk allt að óskum. En nú er friðurinn úti. Um kvöld og helgar fjölmennir fólk úr öðrum byggðarlögum í hverfið mitt, ekur inn í sérhvem botnlanga, kíkir inn um glugga hjá okkur og nágrönnunum, staðnæm- ist í innkeyrslunni hjá mér tíl að grandskoða garðræfilinn, eða not- ar sömu innkeyrslu, og annarra, svona almennt til að snúa við og manúvera. Það virðist engin áhrif hafa að taka sér stöðu útí á hlaði og gera sig eigandalegan á svipinn, eins og ég gerði þegar rauð Lada ók alveg upp að húshominu hjá mér svo hjónin í bílnum gætu séð betur hvemig ég haiði farið að því að festa númer á húsvegginn. Hjónin horfðu bara á mig eins og naut á nývirki. Fyrir hönd allra frumbyggja, sem em í sömu sporum og ég, vil ég fara firam á nærgætni eða að minnsta kosti lágmarkskurteisi af þeim sem eyða frístundum sínum í að skoða annarra manna eignir. Annars förum við frumbyggjamir að heimta tolla af þessu fólki. Þá gæti líka komið tíl mála að lofa gestum og gangandi að sjá húsin okkar líka að innan. Biitið myndir af dónanum Móðir í vesturbænum hringdi: Eftir að ég las klausu í DV um dónann í vesturbænum er var að sýna bömunum dónaskap fékk ég hálfgert sjokk. Ég varð strax kvið- in þvi ég bý í vesturbænum og á lítinn dreng sem varð einu sinni fyrir kynferðislegri áreitni og er ekki búinn að ná sér enn þó þrjú ár séu síðan. Ég kærði þann aðila er varð uppvís að leita á drenginn minn. Það dugði ekki því það vom engin vitni á staðnum og við vor- um ekki talin hafa nógu sterkar sannanir gegn þessum manni Það er allt of vægt tekið á þess- um kynferðisafbrotamönnum og auðvitað á að birta nöfnin þeirra og myndir af þeim öðrum til vam- aðar. Ég vona að þessi dóni verði lokaður inni, þar á hann best heima. Læknir á vakt Ragnhildur Ólafsdóttir hringdi: Eg vil þakka fyrir alveg einstak- lega skemmtilegan og i senn fróðlegan þátt, ég man ekki hvort ég var að hlusta á rás 1 eða 2, en þátturinn hét Læknir á vakt. Það vom læknar sem sátu fyrir svörum og svömðu spumingum frá hlustendum útvarpsstöðvarinnar. Það þyrfti að vera meira af svona þáttum því maður er alltof fáfróður um öll heimsins mein og kvilla er hrjá mannskepnuna. Svona uppffæðsla er svo sannar- lega skref í rétta átt og það er vonandi að henni verði haldið áfram. Katt í bíóunum Oddur Jónsson hringdi: Eftir að hafe ferið í nokkur kvik- myndahús hér í borg finnst mér alveg áborandi hve illa kynt þau em. Það getur verið hálf ónotalegt að vera að horfe á einhveija góða mynd og vera að frjósa úr kulda. Ætli ég ýki nú ekki aðeins, maður er kannski ekki að ftjósa en manni er kalt engu að síöur. Vonast ég tíl að bíóin taki þetta til athugunar og sjái ekki í aurana þó þau hafi nú sæmilega heitt í húsunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.