Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. NÝIR BlLAR í SÝNINGARSAL ★ Nýjar hugmyndir. ★ Góð kjör. ★ Úrval notaðra bíla ★ Heitt á könnunni. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10,00 TIL 16.00. VOLVOSALURINN SKEIFUNNI 15, SÍMI 35200 - 35207. ■pPPIBH KgmE«IWWMl<g5H53 VOLVOSALURINN SKEIFUNN115. S. 35200 Volvo 245 GL árg. 1983, ekinn 76.000 km, blár, metal, beinskipur, 5 gíra, læst drif, aukamælar. Verð 520.000. Volvo 240 DL árg. 1983, ekinn 53.000 km, beinskipur, m/vökvastýri, rauð- ur, bíli í toppstandi. Verð 425.000. Saab 900 GLS árg. 1982, ekinn 76.000 km, sjálfskiptur. Verð 340.000. Góð kjör. Ford Fiesta árg. 1984, ekinn 15.000 km, beinskiptur. Verð 265.000. Góð kjör. Volvo 245 DL árg. 1982, ekinn 94.000 km, beinskiptur, m/vökvastýri, blár. Verð 390.000. Volvo 244 GL árg. 1979, ekinn 135.000 km, grænn, metal, vökva- stýri, sjálfskiptur. Verð 250.000. Volvo 245 GLE árg. 1983, ekinn 84.000 km, sjálfskiptur, m/vökva- stýri, leðursæti, rafm. i rúðum. Verð 550.000. BMW 518 árg. 1982, beinskiptur, ekinn 45.000 km, blár, metal, topp- bíll. Verð 410.000. Góð kjör. Volvo 760 GLE árg. 1985, hvitur, sjálfskiptur, m/overdrive, ekinn 43.000, vökvastýri, álfelgur, leður- sæti, rafm. í rúðum og læsingum, ACC miðstöð og margt fieira. Verð %0.000. Volvo 244 GL árg. 1979, ekinn 87.000 km, sjálfskiptur, m/vökvastýri. Fall- egur bíll i góðu standi. Verð 270.000. Opel Ascona 1,6 árg. 1984, brúnn, ekinn 35.000 km. Verð 390.000. Góð kjör. Subaru 1800 GL árg. 1983, ekinn 78.000 km, vinrauður. Verð 350.000. Mjög góð kjör. Volvo 244 DL árg. 1981, ekinn 150.000 km, sjálfskiptur, m/vökva- stýri, mikið af aukahlutum. Verð 330.000. Volvo 360 GLT árg. 1986, beinskipt- ur, 5 gira, silfurmetal, ekinn 18.000 km. Verð 565.000. Fréttir Riða í annað sinn á fjórum árum: Allt féð svæft og grafið á staðnum Allt féð á Breiðabólstað í Vestur- hópi var svæft á laugardaginn og síðan grafið á staðnum. Ástæðan var að riða fannst í einni kind á bænum. Þetta voru 123 fullorðnar kindur og fjöldi lamba þar sem mikið var borið. Fyrir íjórum árum var skorið niður á sama bæ af sömu ástæðu og bóndinn var því með nýtt fé af Ströndum. „Þetta er gífurlegt áfall fyrir ungan bónda,“ sagði Egill Gunnlaugsson, dýralæknir Vestur-Húnvetninga. „Víst er að féð kom ósýkt af Strönd- um, því þar hefur aldrei fundist riða, og þetta var fallegt fé. Að lenda í svona tvisvar á fjórum árum er ekkert gam- anmál. Það veit enginn hvernig féð hefúr smitast núna en ég hallast helst að því að of stutt sé að hafa hús fjár- laus í tvö ár eftir niðurskurð. Þetta er þó bara spádómur.hjá mér.“ Riða hefur fundist á þrem öðrum bæjum í sýslunni á síðustu árum og þeir eru nú fjárlausir eftir niðurskurð. Fyrir skömmu var gripið til þess að skera niður tafarlaust á bæ syðra þar sem riðu varð vart. Niðurskurðurinn á Breiðabólstað er því annað tilvikið sama eðlis. Áður hefur fé gjaman ve- rið sett í girðingu yfir sumarið, hafi riðu orðið vart að vori, til þess að ná afúrðum að hausti. Því fylgir hætta á að fé sleppi út eða inn og smit berist þannig í annað fé. -HERB Einbýlishús á útsöluverði? „Ég er þess fúllviss að þessi nýja byggingartækni á eftir að gera öllum Islendingum kleift að koma sér þaki yfir höfuðið án þess að menn eigi það á hættu að bíða fjárhagslegt skipbrot eða missa heilsuna af áhyggjum." Þetta em orð hins bjartsýna hugvits- manns, Magnúsar Thorvaldssonar, um nýja tegund íbúðarhúsa sem hann hefur verið að hanna hjá Iðntækni- stofnun að undanfómu. Hús af þessu tagi hefur verið reist í Borgamesi og nýlega var þetta 150 fermetra einbýlishús sýnt almenningi. Magnhúsin svonefndu em eininga- hús úr timbri, en aliar einingar em verksmiðjuframleiddar og koma full- gerðar á byggingarstaðinn. Nýjung Magnúsar felst hins vegar einkum í því að grind hússins samanst- endur af burðarrömmum sem einingar hússins falla á milli. Hver burðar- rammi er allt í senn gólfbiti,veggstoðir og þakspermr og er hann samsettur í mæni og við gólfbita. Þegar búið er að koma saman burð- arrömmum og einingum er húsið þvingað saman með fimm til sex stál- teinum sem ganga í gegnum endiiangt húsið. Þrátt fyrir að hér er um einingahús að ræða eru möguleikar á uppsetningu þess ótrúlega margir. Þeir skipta t.d. nokkrum hundruðum fyrir 150 fer- metra hús. Magnús sagði að burðarrammar í 150 fermetra hús kostuðu um 200 þús- und krónur Ef bjartsýni Magnúsar er raunhæf má búast við þessum húsum á markað- Magnhúsin svonefndu eru einingahús úr timbri inn eftir örfáar vikur. . KGK Félagsmálaráðuneytið: Boðar til ráðstefhu vegna burðarþolsins Félagsmálaráðuneytið hefur ákveð- ið að kalla til ráðstefnu um burðarþol húsa. Tii ráðstefnunnar verða allir byggingafulltrúar boðaðir, svo og verkfræðingar, tæknifræðingar, arki- tektar og í raun flestir sem málinu tengjast. Ráðstefnan verður í júní, endanleg dagsetning er ekki komin. Ekki hefur heldur verið ákveðið hvort ráðstefnan verður opin. DV talaði við Þórhildi Líndal hjá félagsmálaráðuneytinu og sagði hún að ástæða hefði þótt til að kalla saman alla þá sem málinu tengjast, í von um málefnalegar umræður um málið. Þór- hildur sagði að beðið yrði með ákvarðanir um framvindu mála þar til eftir ráðstefnuna. Möguleiki væri á að nýjar tillögur kæmu fram á ráð- stefnunni, þess vegna væri rétt að bíða þar til henni lyki. -sme Norrænir sérfræðingar: Funda um náttúru- lega geislun Hér á landi eru nú staddir norrænir sérfræðingar í geislavömum sem funda þessa dagana með íslenskum starfsbræðrum sínum í Borgartúni 6. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði M. Magnússyni hjá Geislavömum rík- isins er einkum fjallað um svonefnda náttúrulega geislun og um upplýsinga- miðlun við hugsanleg kjamorkuslys. Náttúruleg geislun berst utan úr geimnum, frá efnasamböndum í jörðu og frá byggingarefnum í húsum en Sigurður tjáði DV að náttúruleg geisl- un væri mun minni hér á landi heldur enannars staðar á Norðurlöndunum. I lok ársins munu Geislavamir ríkis- ins flytja í nýtt húsnæði að Laugavegi 118 en það mun gjörbreyta starfsað- stöðu stofhunarinnar því að þar verða m.a. rannsóknarstofur fyrir geisla- mælingar. KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.