Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Síða 13
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. 13 I umferðinni: Ferð þú bestu leiðina til vinnu? t - eða velur þú einungis þá stystu? Bilainnflutningur hefur aukist gíf- urlega á undanfömum misserum. Um síðustu áramót áttum við Islendingar rúmlega 126.000 bíla og á þessu ári hefur innflutningur verið með mesta móti. Aukinni bílaeign fylgir að sjálf- sögðu þyngri og erfiðari umferð. Þegar umferð þyngist er mjög nauðsynlegt að skipuleggja akstursleiðir áður en þú ekur af stað. Leiðin til vinnu Hvað með þig, góði ökumaður? Hef- ur þú nokkum tíma hugsað úti í hvaða leið er best fyrir þig að heiman og til vinnu? Það gæti verið að það borgaði sig fyrir þig að setjast niður og íhuga hvort leiðin, sem þú ekur til vinnu þinnar, sé sú heppilegasta. Hún er eflaust sú stysta, en er hún sú heppi- legasta? Þú ert ef til vill á ferð á þeim tíma sem mesta umferðin er. Þá getur verið heppilegt að sneiða hjá gatna- mótum þar sem þú þarft að taka vinstri beygju, það getur verið heppilegra að fara yfir gatnamót með umferðarljós- um. Þá væri vert að sneiða hjá skólum og minnka þannig umferð á þeim göt- um þar sem mest er um skólaböm. Sum fyrirtæki hafa gefið starfs- mönnum sínum kost á sveigjanlegum vinnutíma. Ef þú hefur slíkan sveigj- anleika væri ekki vitlaust að fara af stað á aðeins öðrum tíma en þegar umferðin er sem mest. Á þann hátt dreifist umferðarþunginn meira. Það er margt sem getur sparast með því að velja heppilegri leið, má þar neína sem dæmi tímann, bensín, minna slit á bíl, svo sem bremsuborða og kúplingsdisk, og svo má ekki gleyma skapinu sem hæglega getur blossað upp ef umferðin gengur hægt, ökumaður í vondu skapi getur hæg- lega skapað hættu í kring um sig. í umsjá Bindindisfelags ökumanna Þekkir þú ekki af eigin reynslu hvem- ig skapið getur leikið þig sem ökumann? Þú ert seinn fyrir og reynir að troða þér aðeins framar í röðina með því að „svína“ fyrir nokkra bíla. Verslunarferðirnar Það er ekki einungis leiðin til og frá vinnu sem þú, ökumaður góður, ættir að skipuleggja fyrirfram. Þú ættir að gera það hverju sinni sem þú hyggur á ferð „í bæinn“ en ekki bara að aka af stað og aka svo einhverjar götur sem færa þig örlítið nær áfangastaðn- um. Ef þú þarft að fara á marga staði er alls ekki sama í hvaða röð, með tilliti til akstursleiða, best er að sinna erindagjörðum. Sestu niður í 2-3 mín- útur áður en þú ferð og það getur marg borgað sig. Ekki aka bara út í bláinn. Betra skipulag eykur umferð- aröryggið og bætir umferðarmenningu okkar íslendinga. EG. Munið að senda inn upp- lýsingaseðilinn fynr heimihs- bókhald DV Neytendur stysta leiö frá einum stað til annars. Datner og Kushnir slógu í - DATNER OG KUSHNIR Fulltrúar ísraelsku þjóðarinnar í Eurovision söngvakeppn- inni í ár koma fram í annað og næstsíðasta skipti í EVRÓPU í kvöld. Þeir félagar eru með þeim allra hressustu sem komið hafa fram í EVRÓPU fyrr og síðar enda voru þeir alveg ótrúlegir í gærkveldi. Stemningin var framúrskarandi góð og annar eins fjöldi gesta hefur varla sést. DÚNDUR Hljómsveitin Dúndur skemmtir í næstsíðasta skipti í kvöld. Vegna hljómleikaferðar Mezzoforte eru þeir Friðrik Karlsson, Jóhann Asmundsson og Gunnlaugur Briem á förum og er ekki að efa að Dúndur kveður með glæsibrag. PLÖTUSNÚÐARNIR í diskótekunum verða Daddi, ívar og Stebbi í sumarskapi. Borðapantanir í síma 35355 y . Hjá okkur ná gæðin í gegn Teppaland Grensásvegi 13, Reykjavík, S 83577 jjlpg gg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.