Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1987. Fréttir Starfsmaður afurðasölu Sambandsins, RúnarÖrn Marinósson, kastar kinda- kjöti á vörubil sem flutti það á sorphaugana í Gufunesi i gær. DV-mynd JAK Mál læknisins: Er í rannsókn hjá landlækni í DV 2. júnl var greint frá kæru til landlæknis vegna framferðis læknis í Reykjavík. Konan, sem kærði lækninn, heldur því fram að læknirinn hafi haft í frammi ósið- samlegt athæfi við sig við skoðun. Strax eftir að landlækni barst kvörtun konunnar í hendur fór Ólaf- ur Ólafsson landlæknir til útlanda og var þar í þrjár vikur. Frá því hann kom til landsins hefur rann- sókn á málinu staðið yfir. Að sögn Ólafc er niðurstöðu í málinu að væn- ta fljótlega. -sme Mynda- brengl Þau mistök urðu í DV í gær, þriðju- daginn 30. júní, að með kjallaragrein, sem Hilmar Haraldsson, íV. verksmið- justjóri, skrifaði um æskufólk og eiturlyf birtist mynd af öðrum greinar- höfúndi, Jóhanni Páli Símonarsyni sjómanni, sem skrifar grein í blaðið í dag. Við biðjmnst velvirðingar á þess- um mistökum og birtum hér með mynd af Hilmari Haraldssyni kjallaragrein- arhöfúndi. -Gkr KjaUarinn Hilmar Haraldsson fv. verksmiðjustjóri Skattgreaðendur borga hauga- kjötið að fullu - rúmar 36 milljónir kr. eða álíka fjárhæð og fer í byggingu dagvistarheimila í ár Skattgreiðendur borga kindakjötið sem fleygt er á öskuhaugana. Saman- lagður kostnaður ríkisins vegna haugakjötsins er 36,4 milljónir króna. Bændur hafa þegar fengið fullt verð fyrir kjötið. Búvörudeild Sambands íslenskra samvinnufélaga hefúr sitt á hreinu. Á blaðamannafundi sem Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðaiins og afurðasala Sambandsins héldu að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins í gær um öskuhaugakjötið, fengust óljós svör um kostnað ríkisins af kjöt- inu. Þó var upplýst að ríkissjóður þyrfti að greiða aukalega um 18 millj- Lögreglan leitar að Ijósum Range Rover Lögreglan á Selfossi leitar nú að ljós- um Range Rover jeppa. Ökumaður bílsins er grunaður um að hafa ekið á kyrrstæðan Suzuki Fox á Þingvöllum um síðsutu helgi. Líklega hefur ákeyrslan átt sér stað eftir klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins. Suzuki Fox jeppinn er mikið skemmdur. Allt bendir til að Range Roverinn hafi skemms'l á hægra framhomi. Lögreglan biður þá sem geta varpað ljósi á þetta mál að hafa samband. -sme ónir króna fyrir að urða kjötið sem fúndarboðendur sögðu að væru rúm- lega 177 tonn. Þessar 18 milljónir króna em aðeins hluti af kostnaði ríkisins. Annar kostnaður skattborgara er meðal ann- ars niðurgreiðslur og vaxta- og geymslugjöld. Blaðamenn reyndu ítrekað á blaða- mannafúndinum að fá upplýsingar um heildarkostnað ríkissjóðs af hauga- kjötinu. Fór svo að Úpplýsingaþjón- usta landbúnaðarins sendi fjölmiðlum yfirlit um þennan kostnað nokkrum klukkustundum eftir að blaðamanna- fúndurinn leystist upp. í yfirliti Upplýsingaþjónustunnar kemur fram að vaxta- og geymslugjald af öskuhaugakjötinu nam á tæpum tveimur árum, frá slátrun haustið 1985 til 1. júní síðastliðinn, tæpum 11,2 milljónum króna. Venjulegar niðurgreiðslur, sem koma á allt kjöt, nema tæpum 7,2 milljónum króna. Beinn kostnaður skattborgara af haugakjötinu er samkvæmt þessu um 36,4 milljónir króna. Það er svipuð fjárhæð og ríkið ver til byggingar dag- vistarheimila í ár. -KMU Suzuki Fox jeppinn er mikið skemmdur eins og sjá má. DV-mynd S í dag mælir Dagfari Einbjöm talar við Tvíbjöm Þeir voru búnir að ræða saman í Qórar vikur. formenn flokkanna, þegar upp úr slitnaði í fyn-adag. Revndar höfðu þeir spjallað saman áður í aðrar fjórar vikur. en það var áður en Jón Baldvin fékk umboðið. I allan þennan tíma hafa þeir verið að spjalla saman. Fyrst Steingn'mur við Jón Baldvin og Þorstein. Síðan Þorsteinn við Steingrím og Jón Baldvin. Og að lokum Jón Baldvin við Steingrím og Þorstein. Augljóst er að þegar þrír menn tala samfellt saman í átta vikur. hlýtur ýmislegt að ruglast í kollinum á þeim. Ekki er víst að þeir muni alltaf hvað þeir eru búnir að tala um, eða hvað þeir eiga eftir að tala um. Ennþá siður að muna hvað þeir hafa sagt eða ætla að segja, eða hvað hinir hafa sagt um það sem þeir hafa sagt. Hvað þá hvað þeir hafa sjálfir sagt um það sem hinir hafa sagt. Eins og kunnugt er af fréttum slitnaði upp úr þessum viðræðum á sunnudagsnóttina. Þá var búið að gera samkomulag um myndun ríkis- stjómar og allt klappað og klárt eftir því sem Jón Baldvin segir. Flokkarn- ir þrír vom meira að segja búnir að raða niður ráðherruin í stólana og þeim ekkert að vanbúnaði að taka við landstjóminni. En þá kom babb í bátinn. Einn stóllinn hafði gleymst. Jón Baldvin orðaði það svo að það væri stóll í vanskilum. Skýringin á stólavanskilunum kann að vera fólgin í því að mennirn- ir mundu ekki lengur hvað þeir höfðu raðað í marga stóla. Þeir hafa áreiðanlega verið búnir að fjalla ít- arlega um stólana og ráðherrana í þær átta vikur sem viðræðuinar hafa staðið en ruglast svo í talning- unni og ekki munað hvað hver átti að fá marga stóla. Steingrímur telur upphátt, Jón Baldvin telur á fingr- unum en Þorsteinn telur í hljóði. Sennilega hafa þeir einnig gleymt að telja hausana sem áttu að vera í stólunum. Og þar sem Framsókn er marghöfða eða að minnsta kosti tví- höfða þegar pólitíkin er annars vegar og hefur andlit til allra átta þá er ekki von að vel fari þegar bæði Þorsteinn og Jón Baldvin reikna með einum haus á hvern ráð- herra. Steingrímur þekkir hins vegar framsóknarmennina betur og þess vegna taldi hann fleiri hausa og þarf þess vegna fleiri stóla. Þjóðin verður að fyrirgefa þessa yfirsjón og mistalningu þegar þrír menn hafa ræðst við í átta vikur þótt þeir muni ekki nákvæmlega hvað þeir hafa talað um. Það sem Steingrímur sagði við Þorstein í maí og Þorsteinn sagði við Steingrím um mánaðamótin og Jón Baldvin hefur- sagt við þá Steingrím og Þorstein í júní er ekki endilega það sama og Þorsteinn sagði við Steingrím eða Steingrímur við Jón Baldvin. Og svo þurfa þeir að segja þingfiokkunum frá því sem þeir vildu sagt hafa en sögðu ekki eða sögðu en vildu ekki segja. Þessu til viðbótar þurfa for- mennimir þrír að segja ýmislegt við fjölmiðlana, sem þeir hafa ekki sagt, eða segja ekki það sem þeir sögðu. Allt er þetta fiókið og margslungið og vill fara úr böndum þegar viðræð- ur dragast á langinn og menn þurfa að breyta því sem þeir segja eða segja annað en þeir sögðu. Undir slíkum kringumstæðum er skiljanlegt þótt einn stóll verði út- undan og komist í vanskil. Nú er það álit manna að Þorsteinn fái umboðið á nýjan leik til að tala við þá Steingrín og Jón Baldvin. Ef Þorsteinn fær ekki umboðið, þá Steingrímur. Hann þarf að tala við Þorstein og Jón Baldvin. Vonandi þurfa þeir ekki að byrja upp á nýtt enda getur það ruglað þá endanlega í ríminu. Ef þeir geta haklið áfram þar sem frá var horfið, eins og þing- flokkur sjálfstæðismanna leggur til, er von til þess að vandamálið með stólinn verði útkljáð. Þetta er bara einn stóll, og það er miklu auðveld- ara að telja upp að einum heldur en upp í tíu eða ellefu. Nú vita líka bæði Jón Baldvin og Þorsteinn að Framsókn telur hausa en ekki stóla, vegna þess að framsóknarmenn eru með tvö höfuð en ekki eitt eins og: hinir. Vonandi finnst stóllinn, þann- ig að hægt sé að mynda ríkisstjórn. Einbjörn talar við Tvíbjöm. Tví- bjöm talar við Þríbjörn og þetta verður yndisleg ríkisstjórn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.