Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1987. 9 Miklar deilur um Persaflóastefnu Reagans Reagan vill ekki hvika frá stefnu sinni i málum Persaflóarikja, en þingið vill setja lög sem banna bein afskipti. Forsetinn ásamt Robert Byrd, leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni. Ólafur AmarssanJDV, New York Reagan Bandaríkjaforseti lýsti því yfir i gær að hann héldi þeirri stefnu sinni til streitu að vemda skip frá Kuwait á Persaflóanum, þrátt fyrir andstöðu í Bandarikjunum. Forsetinn sagði að um miðjan þenn- an mánuð yrðu 11 skip frá Kuwait sett undir bandaríska fánann og bandarískir skipstjórar tækju við stjórn þeirra. Eftir það yrðu árásir á þessi skip teknar sem árásir á banda- rísk skip. Miklar deilur hafa staðið um þessa áætlun í Bandaríkjunum og hafa margir þingmenn lýst yfir andstöðu sinni við hana. Varð uppi fótur og fit í þinginu eftir yfirlýsingu forsetans í gær og aðeins örfáum kukkustundum síðar samþykkti utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar drög að frum- varpi sem bannar svo bein afskipti Bandaríkjamanna að málum í Persa- flóa. Enn er því ekki útséð um það hvort forsetinn fái sínu framgengt í þessu máli. Felldu dauðarefsingu á nýjan leik Neðri deild kanadíska þingsins felldi í gáer, með 148 atkvæðum gegn 127, tillögu um að taka að nýju upp dauðarefsingu í landinu og staðfesti þar með fyrri ákvörðun sína, sem tekin var fyrir elleíu árum, en þá afnam þingið beitingu dauðadóma í Kanada. Þessi niðurstaða þingsins bindui' enda á langvinnar og heitar umræð- ur í Kanada, auk þess að með atkvæðagreiðslu þessari stendur Brian Mulroney, sem sjálfur er ákaf- lega mótfallinn dauðarefsingu, við kosningaloforð frá árinu 1984. í þingkosningum það ár lofaði ráð- herrann að láta þingið §alla að nýju um mál þetta í kanadíska þinginu og að aflétta flokksböndum af þing- mönnum í þeirri atkvæðagreiðslu. Litið er á úrslit atkvæðagreiðsl- unnar sem mikinn sigur fyrir þá sem mótfallnir eru dauðadómum en fylgj- endur dauðarefsingar höfðu haldið því fram að þeir myndu auðveldlega geta fengið meirihluta á þingi með málstað sínum. Miklar umræður urðu á þinginu um málið og þegar ekki sá fyrir end- ann á þeim í gær beitti ríkisstjómin meirihlutavaldi til að knýja fram atkvæðagreiðslu. Sögðu leiðtogar ríkisstjómarinnar að allir þingmenn væm fyrir löngu búnir að gera upp hug sinn og umræða um málið væri orðin svo mikil í fjölmiðlum að fylli- lega væri tímabært að afgreiða ályktun um það. Flestir þingmenn stjómarand- stöðu greiddu atkvæði gegn dauðar- efsingu en stuðningsmenn re^mdust flestir úr röðum íhaldsmanna. í nýlegri skoðanakönnun kvaðst meirihluti aðspurðra Kanadamanna vera heldur fylgjandi dauðadómum. Bolshoj mætt með sprengjuhótun Ólafiir Amaxsson, DV, New Yorlc Sprengjuhótun og mótmæli urðu til þess að sýningu Bolshoj ballettsins frá Sovétríkjunum í Lincon Center í New York seinkaði í gærkvöldi. Sýningin í gærkvöldi var fyrsta sýn- ing ballettsins í Bandaríkjunum í heilan áratug. Lögreglan hafði af því áhyggjur að eitthvað færi úrskeiðis og hafði mikinn viðbúnað. Síðastliðið haust hélt annar sovéskur ballett sýn- inu í Lincon Center sem endaði með því að mótmælendur vörpuðu táragas- hylkjum inni í húsinu. í gærkvöldi fór allt vel fram en sýningunni seinkaði vegna sprengjuhótunar. Sprengjan reyndist vera vekjaraklukka. Einnig seinkaði sýningunni vegna þess að vopnaleit var gerð á öllum sem sóttu sýninguna. Fyrir utan Lincon Center stóðu sam- tök gyðinga fyrir mótmælastöðu. Vildu samtökin mótmæla meðferð sov- éskra yfirvalda á gyðingum. Gyðingar mótmæltu stefnu Sovétríkjanna gagnvart trúbræðrum sinum þegar Bolshoj ballettinn hélt sýningu i New York Wait sagður í íran ÓMir Amaisan, DV, New York Óstaðfestar fregnir herma að útsend- ari ensku kirkjunnar í Líbanon, Terry Wait, og tveir bandarískir gísl- ar séu í haldi í borginni Qom í íran. Þetta er haft eftir breskum sjón- varpsfréttamanni sjónvarpsstöðvar- innar ITN, sem er í sambandi við shíta múslíma í Beirút í Líbanon. Wait hefur verið saknað síðan í janúar þegar hann átti í samninga- viðræðum við mannræningja í Líbanon um að fá lausa vestræna gisla. Útlönd Átök lögreglu og hústökufólks í Súdan Einn maður lét lífið og nær fjörutíu meidduat þegar til átaka kom railli hústökufólks og stúdenta annars vegar og lögreglu hins vegar í Khartoum, höfuðborg Súdan, í gær. Hústökufólk reyndi þá að koma i veg fyrir að lög- reglan rifi til grunna hús þau sem það haföi sest að í. Umhverfis Khartoum standa nú á alla vegu hverfi kofaþyrpinga sem í býr fólk sem hrakist hefur þangað undan borgarastyrjöld og þurrkum. Franska lögreglan yfirheyrir gesti írana Franska lögreglan herti mjög öryggisráðstafanir sinar við sendiráð lran i París i gær og yfirheyrði alla þá er heimsóttu sendiráðið, eftir að grunur vaknaði um að í sendiráðinu væri falinn írani sem er eftirlýstur í Frakklandi. Franska útvarpið skýrði frá þvi í gær að Valid Gordji, sem grunaður er um tengsl við hiyðjuverkamenn sem stóðu að sprengiárásum í Frakklandi á siðasta ári, heföi líklega ekki flúið frá Frakklandi, eins og faðir hans héldi fram, heldur færi huldu höföi. Lék grunur á að iranska sendiráðið í París væri honum til aðstoðar. Dæmd til sambúðar eftir skilnað Italskur dómari fyrirskipaði í gær hjónum sem voru skilin að skiptum eftir nær þriggja óratuga hjónaband, að búa áfram saman í ibúð, en þó sitt i hvoru herberginu. í forsendum fyrirmæla sinna sagði dómarinn að eiginmaðurinn, sem er 58 ára gamall, væri sjúkur og heföi engan annan samastað. Þar sem eiginkon- an, sem er tveimur árum vngri, heföi engar sjálfstæðar tekjur, væri ekki nema rétt að þau byggju áfram saman. Járnfrúin stendur þvert í veginum Til mikilla deilna kom í gær á fundi leiðtoga aðildaníkja Efiiahags- bandalags Evrópu, þegar Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, harðneitaði að gefa vilyrði fyrir auknum fjárframlögum þjóðar sinnar til bandalagsins. Kollegar járnfrúarinnar lýstu ák- aft reiði sinni í garð hennar en með afsíöðu sinni getur hún konúð í veg fyrir róðstafanir til þess að rétta við efhahag bandalagsins. sem er nær gjaldþrota, sem og fyrirhugaðar að- gerðir til stuðnings fátækum svæðum í suðurhluta Evrópu. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdanefhdar bandalagsins, mun hafa hótað að segja af sér vegna andstöðu hennar. Nýr leiðtogi kommúnistaflokks Júgóslavíu Forsætisnefiid júgóslavneska kommúnistaflokksins skipaði í gær nýjan æðsta yfirmann flokksins. Bosko Krunic, tæplega sextugur Serbi, tók þá við embætti af Milanko Renovica og mun hann sitja í því um eins árs skeið. Skipt er um menn í embættinu árlega samkvæmt áætlun sem á að tryggja að hvert hérað landsins geti haft áhrif á æðstu stjóm landsins. Krunic er talinn harðlínumaður. Waldheim kemur til Jórdaníu í dag Jórdaníumenn láta ekki gagnrýni á Kurt Walheim, forseta Austurríkis, eða ásakanir á hendur honum um þáttöku í ógnarverkum nasista á Balkan- skaga á sig fá, því þeir taka á móti forsetanum með pomp og pragt í opinbera heimsókn til Amman í dag. Borgin er öll skreytt fónum Austurríkis og Jórd- aníu og stórar myndir af Waldheim og Hussein konungi hafa verið settar upp víða. Hussein Jórdaníukonungur er fyreti erlendi þjóðhöföinginn sem býður Waldheim í opinbera heimsókn, frá því hann var kjörinn foreeti AustuiTÍkis á síðasta ári. Hussein og Waldheim munu vera gamlir vinir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.