Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987. 13 Já, váðherra „Nú er langliklegast aö „Steina" verði mynduð. En á landi elds og isa getur auðvitað allt gerst.“ Stjórnarmyndunin er ennþá mál málanna. Jóni Baldvini hafði næst- um tekist að mynda stjóm en einn ráðherra lenti í uppnámi. Því skilaði hann umboðinu og bíður nú þjóðin ákvörðunar forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur. Gert er ráð íyrir að hún feli Þorsteini Pálssyni stjómar- myndunina og reki hann þá smiðs- höggið á starf Jóns Baldvins enda var Þorsteini ætlað forsætið í tillög- um Jóns. Fæstir telja að Framsókn fái fjóra ráðherra í stjóminni heldur veiýi reynt að færa eitthvað til í ráðuneytum eða í þingnefndum þannig að hún uni sínum hlut. Þá hefúr heyrst að hinn sæbarði Horn- firðingur Halldór Ásgrímsson hugsi með hryllingi til þess að takast á við eitt kvótaráðuneytið enn, þ.e.a.s. landbúnaðarmál með iðnaðinum og vilji allt til vinna til þess að sleppa úr þeim vekurðarraunum. Enda ekki jaftmátengdur homfirskum góðhest- um og sumir aðrir. Jón Sig. aldrei átt þátt í óðaverð- bólgu Haft er í flimtingum að hann beri hlýhug til fjármálaráðuneytisins enda vísindamaður í debet- og kred- itmálum og kenndi við góðan orðstír við viðskiptadeild Háskóla Islands. Við þetta kemst hagjöfúrinn Jón Sigurðsson í uppnám, því allir höfðu borið traust til hans sem fjármála- ráðherra og þó sérstaklega náttúr- lega Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, og Haraldur Blöndal lögfræðingur, eftir að þeim var ljós villa sín að orða hann við 130% verðbólguna á ámnum 1981 til 83. Jón gegndi nefnilega þá sér- stöku trúnaðarstarfi fyrir Norður- löndin og sat í stjóm Alþjóða gjaldeyrissjóðsins úti í Washington. Sem sagt víðs fjarri verðlagsstjómun á íslandi sem þjóðhagsstjóri „in ab- sentia“, enda hefði verðlagsmálum verið betur borgið hér heima með garpinn á feðranna storð, að öðrum ólöstuðum. Jón Baldvin utanríkisráð- herra Víki Jón Sigurðsson mögulega úr fjármálaráðuneytinu fyrir Halldóri Ásgrímssyni þá vantar hann greini- lega ráðuneyti og Alþýðuyflokkinn „þungaviktarráðuneyti" á móti. KjaUaiinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur Gæla nú sæviKingar iXí v mjög við það að Jón Sigurðsson taki viðskipta- og samgöngumál af nafna sínum Baldvini, sem snúi sér beint að því að tryggja heimsfriðinn úr utanríkisráðuneytinu. Treysta menn Hannibalssyninum jafnt til þess að koma með góð ráð við greiðsluaf- gangi á tékkareikningi Japanskeis- ara, eins og að leiðbeina vinum sínum Bandaríkjamönnum um lög- gæslu heimsfriðarins, svo ekki sé minnst á að sjá fram úr landbúnað- arvanda Evrópubandalagsins eða kjamorkuvanda Ankers frænda Jörgensen. Þá mun séra Amórs kyn- ið úr Vatnsfirði sérstaklega ætlast til að hann verði gerður að heiðurs- doktor frá Edinborgarháskóla svo að „gúrúum" heimsbyggðarinnar verði ljóst að Adam Smith sé skóla- bróðir Jóns Baldvins en ekki öfugt. Steingrímur í landbúnað og sjávarútveg Fái Alþýðuflokkurinn utanríkis- ráðuneytið þá er Steingrímur Hermannsson kominn í uppnám, eins og segir í skákffæðum. Kostur- inn við það er að enginn mun merkja það á manninum sjálfum. „Hann er svo rólegur, hann Steingrímur,“ segja framsóknardísir. En eitthvað mun sonur glímukóngsins og þing- manns Strandamanna vilja aðhafast. Og þá kemur leikfléttan mikla. Steingrímur tekur auðvitað kvóta- ráðuneytin bæði tvö, landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Þannig hefur hann fómað sér eins og Jón Baldvin og er auk þess kominn í grasrótina meðal þjóðarinnar og Framsóknar- flokksins. Þá verður líka manni að mæta í næstu kosningum, sem reyndar hristi upp tvo þingmenn úr vonlausu kjördæmi Framsóknar- flokksins, Reykjanesi, í síðustu kosningum. Seljum rafmagnið Þessi leikflétta þýddi aftur á móti að Ólafur G. Einarsson tæki iðnað- inn enda vanur maður úr fram- leiðsluiðnaði. Orkuverð fer nú eitthvað hækkandi í heiminum þannig að kannski rofar eitthvað til um stóriðju á íslandi. Rafmagnið frá Hrauneyjum ætti þá að komast í verð og jafnvel frá Blöndu, sem inn- an tíðar verður dengt á markaðinn. Þetta er nú einu sinni svona þegar framkvæmdagleðin grípur landann og allir ætla að græða óhemju í lát- unum. Allt getur gerst Þegar þessar línur birtast lesend- um DV hafa þessi mál sjálfsagt skýrst mikið. Núna er langlíklegast að „Steina“ verði mynduð. En á landi elds og ísa getur auðvitað allt gerst. Jarðflekamir færast sundur og Sjálfstæðisflokkurinn gæti auð- vitað færst saman. Innbyrt borgar- ana. Allavega tjáði Þorsteinn Pálsson fiðarhlaupurunum að það væri friður á milli þeirra Alberts. Mörgum sjálfstæðismönnum finnst þó sú friðardúfa fljúga nokkuð hratt. Tap sjö þingmanna skilur auðvitað eftir sig stór sár. Hins vegar verða sífellt háværari raddir innan Sjálf- stæðisflokksins að þessi mál verði orðin klár fyrir næstu sveitarstjóm- arkosningar. Svavar í kvartett Þá berast þær raddir úr austurvegi að Svavar Gestsson sé búinn að semja kvartett - kalli hann félags- hyggju og vilji vera með í einni röddinni. Það er svo sem góðra gjalda vert. Allavega ætti ekki að standa á kaupleiguíbúðum í slíkri stjóm. Þá er talið að Alþýðubanda- lagið vilji fyrir hvem mun má af sér verbólgustimpilinn og treysti engum betur en Jóni Baldvini og Jóni Sig- urðssyni til þess að hjálpa sér við það. Á hinn bóginn er skuldabagg- inn, sem þeir bundu þjóðinni í næstsíðustu stjóm, ennþá á herðum hennar og gjalda margir varhug við að hleypa þeim í reipin meðan við íslendingar erum ennþá skuldugasta þjóð veraldarinnar. Hugrekki og ábyrgð Talið er að Kvennalistinn muni ekki ljá máls á stjómarþátttöku nema Alþýðubandalagið fylgi með og öfugt vegna atkvæðastreymis á milli þessara flokka. Að vfsu byggir þessi kenning á þeirri neikvæðu for- sendu að stjómarflokkur tapi alltaf atkvæðum, sem lýsir á vissan hátt furðulegu vanmati á sjálfum sér og virðingarleysi við þær hugsjónir sem flokkar em stofnaðir til að bera uppi. Eftir að hafa baðað sig í alþjóðlegri dýrð af kosningasigrinum eiga margir von á því að sigurgöngu Kvennalistans sé lokið. F\TSt og fremst vegna þess að þær séu óraunsæjar og í eðli sínu andstöðu- flokkur sem ekki er treystandi til forystu í þjóðmálum. Kvennalistinn sem og Álþýðubandalagið em þó sprottin upp úr hugsjónum jafhaðar- stefriunnar meira eða minna og eiga því fyrst og fremst heima í flokki jafnaðarmanna. Samleið með þessu stjómmálaafli á einnig samvinnu- hreyfingin sem og ftjálslvndir og lýðræðiselskandi sjálfstæðismenn. Þetta afl á reyndar sterk tök í þeirri ríkisstjóm, sem nú er verið að revna að mynda og farsælir vonandi ís- lensk þjóðmál um alla framtíð. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Gæla nú sævíkingar af Vestfjörðum mjög við það að Jón Sigurðsson taki við- skipta- og samgöngumál af nafna sínum Baldvini, sem snúi sér beint að því að fryggja heimsfriðinn úr utanríkisráðu- neytinu.“ Hagur íslenskra sjómanna „ . . .það sem vakið hefur furðu mína eru þær smánarbætur sem eftirlifandi fjöl- skyldum eru greiddar þegar fyrirvinnan hverfur í djúpið“. Trúlega á engin þjóð í veröldinni eins mikið undir atorku og dugnaði einnar stéttar og við íslendingar og á ég þar við hina íslensku sjómanna- stétt sem án vafa á sér enga hlið- stæðu á byggðu bóli. Þessi starfs- stétt, þó fámenn sé, skilar i þjóðarbú okkar miklum meirihluta þeirra verðmæta sem gjöra okkur kleift að lifa við þá velferð sem skipar okkur á bekk með forystuþjóðum vest- rænnar menningar. En því miður er hér ekki allt sem skyldi. Almenning- ur í landinu kvartar undan og hefir sífellt á milli tannanna háar tekjur sjómanna, þeirra sem allt leggja í sölumar til þess að viðhalda í landinu þeirri velferð sem ekkert okkar vill vera án. Ekki skortir að fagurlega sé talað til sjómanna á „sjómannadaginn", þá eru þeir lof- aðir og vegsamaðir sem sannar hetjur, en sýnum við þessari atorku- stétt þann sóma sem henni ber í önn dagsins? Ekki er nóg með að þessi stétt ein afli þeirra verðmæta sem unnin eru í landinu og gjörð að dýr- mætri útflutningsvöru, heldur skilar þessi fámenna stétt verðmætum sjávaraflans á erlenda grund og fær- ir okkur þar með heim þann auð sem gjörir okkur kleift að viðhalda þeim lífsgæðum sem enginn vill vera án í dag. Átak í öryggismálum sjómanna Ég þykist vita að stór hluti lands- manna geri sér alls enga grein fyrir því lífi sem sjómennimir lifa og enn síður gjörir fólk sér grein fyrir þeim fómum sem sjómannsfjölskyldan færir þegar húsbóndinn stritar á Kjallariim Jóhann Páll Símonarson sjómaður hafi úti árið um kring. Án vafa er þjóðinni allri enn í fersku minni hið hörmulega sjóslys er varð sl. vetur þegar m/s Suðurland fórst í hafi og með því hurfú í hafið 6 vaskir sjó- menn. Ekki er hér ástæða til að fjalla um orsakir þessa hörmulega slyss þvi niðurstöður rannsóknarað- ila liggja nú fyrir og eiga vafalaust eftir að vekja umræðu sem væntan- lega verður til þess að átak verði gjört í öryggismálum sjómanna al- mennt. En það sem vakið hefur furðu mína em þær smánarbætur sem eft- irlifandi fjölskyldum em greiddar þegar fyrirvinnan hverfur í djúpið, en samkvæmt heimildum, sem ég hefi aflað mér, vom dánarbætur fyr- ir þá sjómenn sem fómst með m/s Suðurlandi aðeins kr. 746.600. Allir geta af þessu séð að líf þeirra sem allt leggja í sölumar er ekki hátt metið og tel ég þessar málamynda- bætur hreina móðgun við þá stétt sem einu sinni á ári er svo fagurlega lofuð. Hér er svo sannarlega úrbóta þörf, úrbóta sem ekki aðeins snertir þennan þátt, heldur er brýn þörf á því að allt er varðar sjómannastétt- ina, hag hennar og velferð verði tekið til rækilegrar endurskoðunar og síðar sýnt í verki að þeirra þýð- ingarmiklu störf verði metin að verðleikum og íslenskri sjómanna- stétt sýndur sá sómi sem henni svo sannarlega ber. Hér bíður brýnt verkefni sem ég álít að þoli ekki bið, hér verða stjóm- völd og hagsmunasamtök að leggjast á eitt og gjöra veg þessara stríðs- manna okkar sem allra mestan. Ekki sakastvið stjórnmálaflokk Á síðustu árum hafa ýmiss konar tækninýjungar mjög mtt sér til rúms og á margan hátt gjörbreytt lífi og starfi sjómanna en því miður virðist á stundum hafa gleymst að sjómenn em lifandi' mannverur sem taka verður fyllsta tillit til í því tækni- flóði sem nú er að hasla sér völl. Ég vil á engan hátt vanmeta það sem vel hefir verið gjört á liðnum árum, margt hefir orðið til þess að bæta líf manna til sjós, en í þessum málum er ekki hægt að halda að sér höndum og telja sér trú um að ekki verði meira að gjört. Hér skal ekki sakast við einn stjómmálaflokk frekar en annan, allir gömlu flokkanna hafa hér að sjálfsögðu látið eitthvað gott af sér leiða, en betur má ef duga skal. Með tilkomu Borgaraflokksins hefir hinni íslensku þjóð nú gefist kostur á að sjá að tekið verði af al- vöm á þeim málum er snerta hag allra þegna þjóðarinnar, gifurlegt kjörfylgi flokksins í síðustu kosning- um sannar svo ekki verður um villst að þjóðin var orðin langþreytt á hin- um ýmsu hagsmunaklíkum gömlu flokkanna og vill fá til starfa á Al- þingi fúlltrúa sem setja hag umbjóð- enda sinna í öndvegi. Stærstur hluti af kjörfylgi Borgaraflokksins kemur úr röðum launþega og því munu full- trúar hans á Alþingi vinna ötullega að öllu því sem til heilla horfir fyrir vinnandi stéttir í landinu og þá ekki hvað síst fyrir sjómannastéttina sem svo sannarlega á skilið að sitja í öndvegi án þess að á nokkum hátt sé hallað á aðrar stéttir. Það er að lokum ósk mín og von að sjómenn um land allt gefi sér tíma til þess að kynna sér af gaumgæfhi stefhu- skrá Borgaraflokksins þar sem m.a. er mótuð fost og ákveðin steftia í máleftium sem snerta fyrst og fremst sjómannastéttina og þar er t.d. að finna ákveðnar tillögur um að leggja niður kvótakerfið í núverandi mynd. Islenskir sjómenn, fylkjum okkur undir merki Borgaraflokksins, þess afls í íslenskum stjómmálum sem ekki lætur stýrast af hagsmunum fárra útvaldra en vill vinna af heil- indum fyrir velferð þjóðarinnar allrar. Jóhann Páll Simonarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.