Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. JULÍ 1987. Utlönd Sovéska byltingin 1987? Bandaríska stórblaðið New York Times sagði í morgun að áætlun Mik- hail Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, um að hverfa frá miðstýringu í efhahagsmálum Sov- étríkjanna, jaíhgilti því að fram færi ný bylting þar í landi. Byltingin 1987 kæmi þá í stað byltingarinnar 1917. Æðsta ráð Sovétríkjanna samþykkti í gær að fara að tillögum Gorbatsjov og losa um tök miðstýringarvaldsins í Moskvu á ýmsum þáttum efnahags- mála. Telja margir að með þessum lögum hafi átt sér stað einhver mikil- vægasta breyting í Sovétríkjunum frá því á þriðja áratug aldarinnar. Lög þessi, sem veita stjórnendum einstakra fyrirtækja í sovéskum iðnaði mun meiri ítök í starfsemi fvrirtækj- anna, eru ein af meginstoðum áætlun- ar Gorbatsjov, sem nú reynir að endurlífga efnahagslíf ríkjanna. Talið er að erfitt geti reynst að fram- fylgja þessum nýju lögum, meðal annars vegna þversagna sem í þeim felast. Til dæmis er gert ráð fyrir að þeim fyrirtækjum, sem ekki bera sig, verði skilyrðislaust lokað, en á sama tíma er svo kveðið á að ekki megi skapa atvinnuleysi með lokun fyrir- tækja. Ný pláneta fundin? Upplýsingar, sm borist hafa frá tveim bandarískum Pioneer-geim- förum, benda til þess að fyrir utan sporbaug plánetunnar Júpfters sé tíunda plánetan sem til þessa hefur verið óþekkt. Á fúndi með fréttamönnum í gær skýrði talsmaður bandarísku geimferðastofhunarinnar frá því að upplýsingar frá geimförunura Pioneer 10 og 11 hefðu útilokað aðrar skýringar á óreglulegum sporbaug plánetanna Oranusar og Neptúnusar. Sagði hann líkleg- ustu skýringuna nú vera að pláneta, með massa sem nemur um fímmföldum massa jarðarinnar, gangi á sporbaug um sólu sem er homróttur á sporbaug þeirra plá- neta sem þekktar eru. Júðasamsæri Utanríkisráðherra íran, Ali Ak- bar Velayati, bauð í gær Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, að koma í opinbera heimsókn til íran. Sagði ráðherrann að ásakanir á hendur Waldheim, um aðild að ógnarverkum nasista í síðari heimsstyijöldinni, væru móðgun við Austurríki og til komin vegna þiýstings frá gyðingum. Órótt í Ríó Til raikilla óeirða kom í gær í Rio De Janeiro, höfuðborg Brasil- íu, eftir að yfirvöld þar heimiluðu mikla hækkun fargjalda með strætisvögnum. Að minnsta kosti þrjátíu manns meiddust í óeirðun- um og sextíu voru handteknir. Mótmælendur báru eld að einum þijátíu strætisvögnum og brutu rúðumar í tvö hundruð í viðbót. Óeirðimar lægði að nýju eftir að tilkynnt var að hækkun fargjald- anna yrði dregin til baka. 10.000 fallnfr Að sögn háttsetts foringja úr kúbanska flughemum, sem flýði til Bandaríkjanna fyrir skömmu, hafa Kúbanir misst þúsundir her- manna í átökum í Angóla. Flótta- maðurinn, Rafael Del Pino Diaz- hershöfðingi, sagði að áætlað væri að tala fallinna, særðra og þeirra sem saknað er sé nú um tíu þúsund. Sendiráðsárás Mótmælin gegn Bandaríkja- mönnum í Panama jukust mikið í gær og réðst hópur stuðnings- manna ríkisstjómar Panama að byggingum sendinefiida Banda- ríkjanna í borginni með gijótkasti og hótunum. Mótmæli þessi fylgja í kjölfarið á ályktun frá þingi landsins þar sem krafist er brott- vísunar sendiherra Bandaríkjanna þaðan vegna afskipta af innanrík- ismálum Panama. Nýtttilboð? Að sögn bandarískrar sjónvarps- stöðvar er nú von á nýjum tilboð- um frá Sovétmönnum, um mikla fækkun langdrægra kjamorku- vopna, gegn því að lagðar verði hömlur á framkvæmd stjömu- stríðs-áætlana Reagans Banda- ríkjaforseta. Að sögn fréttastofú CBS samsteypunnar, sem nefiidi ekki heimildir sínar, er tafið að tilboð þetta verði mjög nærri þeim bandarísku tillögum sem þegar liggja á borðinu, það er helmings fækkun þessara flauga í áföngum, á sjö ára tímabili. Búist er við að skilyrði þau, sem Sovétmenn setja um hömlur á stjömustríðs-áætlun- inni, geti orðið erfiður hjalli að yfirvinna í samningaviðrieðum. L..J Æ) @ ii) .ci&' MEIRIHATTAR SUMARTILBOÐ S D II AlAin lAnnVERÐÁÐUR: VERÐNU: SJ0NV0RP M5 26-500 BÍLHÁTAIARAR TSl “Nú: Va$adiskó“ m HUOMFLIMINGS- VERÐAÐUR: VERÐNU: “ 39.900 MYMBAMSmn VERÐÁÐUR: VERÐNÚ: » 39.900 VERÐÁÐUR: VERÐNÚ: 35.215 23.900 VERÐÁÐUR: VERÐNÚ: U1# 2.860 STEIKINGARPONNUR VERÐÁÐUR: VERÐNÚ*. Husqvarna 19.863 KERAMIK OG HELLUBORÐ 13.400 ROFABORÐ VERÐAÐUR: VERÐNÚ: 8.426 5.300 (2\ Gunnar Ásgeirsson hf. SLfðLfrlandsbraut 16 ^91-691600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.