Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987. Fréttir Vonin var rekin í land: Ólöglega skráð á bátinn Landhelgisgæslan vísaði í síðustu viku Voninni ST 6 frá Drangsnesi til hafhar. Astæða þess var að ekki voru réttindamenn um borð. Nú hefúr kom- ið í ljós að um borð í bátnum var skipstjóri með réttindi en hann var hins vegar ekki skráður á bátinn. Stýrimaðurinn, sem er skráður á Von- ina, er réttindalaus og hefur ekki undanþágu. Vélstjórinn, sem er skráð- ur, hefur réttindi en hann var ekki um borð þegar báturinn var rekinn til haíhar. Það að skráður stýrimaður sé hvorki með réttindi né undanþágu stríðir á móti lögum og reglum. Ríkharðui' Másson, sýslumaður í Strandasýslu, sagðist ekki vita hvemig á þessu stæði. Starfsmaðurinn sem sér um skráningar er í fríi og því gat Rík- harður ekki sagt til um hvernig það atvikaðist að skráning fór fram. Með undanþágunámskeiðunum hef- ur undanþágum fækkað stórlega. Síðustu námskeiðin verða á þessu ári og fá þeir einir undanþágu nú sem hyggjast sækja námskeiðin sem eftir er að halda. -sme Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 10-13 Lb 3ja mán. uppsögn 12-15 Sb.Úb 6 mán. uppsögn 13-20 lb 12 mán. uppsögn 15-25.5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 22-24,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-6 Ib.Lb. Úb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb 6 mán. uppsöan Innlán með sérkjörum 2,5-4 10-23,9 Ab.Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5.76-6,5 Úb.Vb Sterlingspund 7,5-9 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Sb.Úb Danskarkrónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 23-24,5 Bb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almennskuldabréf 24-25,5 Bb.Sp. Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allír , HlaupareikningarMirdr.) Utlán verðtryggo 24-26 Bb Skuldabréf Að 2.5árum 6,75-8 Úb Til lenari tíma Utlán til tramleiöslu 6,75-8 Úb Isl. krónur 18,5-24 Ab SDR 7.75-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,76-9,25 Bb.Lb, Sp.Vb Sterlingspund 10-11,5 Bb.Lb, Vb Vestur-þýsk mörk 525-5,5 Bb.Lb. Úb.Vb Húsnæðlslán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir VÍSITÖLUR 33,6 Lánskjaravísitalajúni 1687 stig Byggingavisitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestim arfélaginu); Avöxtunarbréf 1,1334 Einingabréf 1 2,123 Einingabréf 2 1.260 Einingabréf 3 1,320 Fjölþjóðabréf 1,030 Kjarabréf 2,128 Lífeyrisbréf 1,067 Markbréf 1,063 Sjóösbréf 1 1,044 Sjóðsbréf 2 1,044 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,197 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 112 kr. Eimskip 252 kr. Flugleiðir 173kr. Hampiöjan 114 kr. Hlutabr.sjóðurinn 113 kr. Iðnaðarbankinn 134 kr. Skagstrendingur hf. 350 kr. Verslunarbankinn 116 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 150 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. Lestur dagblaðanna: Miklir yfirburðir DV og Morgunblaðsins Útbreiðsla dagblaða hefur verið nokkuð á reiki undanfarin ár þrátt fyrir að meginlínur hafi verið nokk- uð skýrar og menn vissulega verið búnir að mynda sér ákveðnar skoð- anir á samkeppninni á dagblaða- markaðnum. Dagana 30. apríl til 27. maí gerði Félagsvísindastofhun Háskólans út- tekt á lestri dagblaða og var úrtak þeirra er svöruðu 1745 á aldrinum 18-80 ára. Það er nokkuð stórt úrtak og könnunin því áreiðanlegri og býður upp á greiningu undirhópa. Könnunin leiðir ýmislegt í ljós, sumt vissu menn fyrir, annað er nýstárlegt og öðruvísi en ætlað var. Til að mynda að Þjóðviljinn er minnst út- breiddur hlutfallslega á Austfjörðum á öllu landinu, að DV er víðlesnara en Morgunblaðið hjá fólki á aldrin- um 18-30 ára og að í tveimur kjördæmum sjá bændur og sjómenn vart Alþýðublaðið. DV og Morgunblaðið skera sig úr Aðalspumingin í könnuninni var sú hversu oft viðkomandi sæi dag- blöðin. Niðurstaðan er sú að Morgunblaðið og DV hafa nokkra yfirburði yfir önnur dagblöð, 75% sjá Morgunblaðið daglega eða oft en 67 % DV. Um 20 % landsmanna lesa Tímann og Þjóðviljann, 11% Dag og aðeins 5% Alþýðublaðið. Hefur Tíminn misst rúmlega fjórða hvem lesandá frá síðustu könnun árið 1983 en önnur blöð nokkum veginn staðið í stað. Skipting lesendahópa á milli kynja er nánast engin en þó má geta þess að konur em í meirihluta lesenda bæði Þjóðviljans og Morgunblaðs- ins. Skipting eftir aldri Þegar litið er á einstaka aldurs- hópa kemur ýmislegt athyglisvert í ljós, einkum það að fleiri á aldrinum 18-30 ára lesa DV heldur en Morg- unblaðið svo og að fólk í eldri kantinum er burðarásinn í lesenda- hópi Tímans, Þjóðviljans og Al- þýðublaðsins. Alþýðublaðið hefur mesta út- breiðslu meðal sérhæfðs starfsfólks og háskólamanna en bæði bændur og sjómenn sjá vart blaðið. Bændur og sjómenn em hins vegar tiyggustu lesendur Dags á Akureyri en aðrir hópar sjá minna af því blaði. Nokkuð jöfn lesning er á DV í hinum ýmsu starfsstéttum þjóðfé- lagsins, yfirmenn og atvinnurekend- ur em þó stærsti hópurinn en bændur sá minnsti. DV og Morgunblaðið hafa algera yfirburði þegar kannaður er iestur dagbiaða. Hér kynnir áhugasamur lesandi sér innihald DV. DV og Morgunblaöið hafa nokkra sérstöðu hvað útbreiðslu varðar en meira en 2 af hverjum þremur sjá blöðin daglega eða oft. Önnur blöð koma töluvert langt á eftir. Sérhæft starfsfólk og háskóla- menn, yfirmenn og atvinnurekendur em tryggustu lesendur Morgun- blaðsins en bændur sjá minnst af blaðinu. Fáum kemur sjálfsagt á óvart að bændur lesa Tímann mest af starfs- stéttunum en sjómenn og verkafólk hafa lítinn áhuga. Þjóðviljann les mest sérhæft starfsfólk og háskólamenn en bænd- ur glugga lítið í blaðið. Skipting eftir menntun Ef úrtakinu er skipt eftir menntun aðila verður útkoman mismunandi. Útbreiðsla sumra blaða er mismun- andi eftir menntahópum en önnur blöð em lesin nokkuð jafiit. Út- breiðsla DV og Tímans er svipuð í öllum menntahópum en lestur Morgunblaðsins, Þjóðviljans og Al- þýðublaðsins vex eftir því sem lengra er komið í námi. Þannig tvöfaldast hlutfall Morgunblaðsins og Þjóðvilj- ans þrefaldast á milli þess hóps sem hefur lokið skyldunámi og svo þeirra sem em háskólagengnir. Dagur er mest lesinn hjá þeim sem lokið hafa stystu framhaldsnámi. Flokkun blaðalesenda eftir lengd skólagöngu sýnir í grófum dráttum sömu mynd og kemur fram þegar litið er á flokkunina eftir menntun. Útbreiðsla Morgunblaðsins og Þjóð- viljans er mun meiri eftir því sem skólaganga hefur verið lengri en munurinn er hins vegar lítill hjá öðrum blöðum. Dagur útbreiddast á Norðurlandi eystra Skipting lesendahóps blaðanna eftir búsetu sýnir ýmsar óvæntar vísbendingar. Dagur á Akureyri er útbreiddasta blaðið á Norðurlandi eystra en þar er lestur blaðsins um 79%. Sama tala er 33 % í Norðurlandi vestra en annars staðar er blaðið lítið lesið. Minnst er lesið af Þjóðviljanum á Austurlandi og kemur það eflaust einhverjum spánskt fyrir sjónir. Blaðið er mest lesið á höfuðborgar- svæðinu en mun minna annars staðar. Morgunblaðið er útbreiddast á suðvesturhominu en lesturinn minnkar á Norðurlandi eystra og Austurlandi en þar hefur blaðið minni útbreiðslu en DV. Alþýðublaðið, DV og Tíminn hafa mjög svipaða útbreiðslu út um allt land, DV er þó sterkast á suðvestur- hominu en Tíminn nýtur lítillar hylli Reyknesinga. _JFJ ■8 k. 1 100 1 80 60 40- 20 -o- 18-23ára 24-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-80 ára Alþý&ubl.Dagur —i— DV tlorgunbl.Tímlnn ÞJófiv. DV er mest lesið af öllum dagblöðunum hjá fólki á milli 18 og 30 ára en lesendum Tímans, Þjóðviljans og Alþýöublaðsins fjölgar eftir því sem lesendahópurinn eldist. Hér sést útbreiðsla blaðanna í hinum ýmsu ald- urshópum. Utbreiðsla blaðanna i einstökum kjördæmum þeirra sem sér hvert blað daglega eða oft. sem sést hlutfall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.