Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1987. Kvikmyndir Háskólabíó/Herdeildin Að drepa eða verða drepinn Platoon Bresk-bandarisk frá Hemdale Films Corp- oration Leikstjórn og handrit: Oliver Stone Framleiöendur: John Daly og Derek Gib- son Aðalleikendur: Tom Berenger, William Dafoe, Charlie Sheen og Kevin Dillon Um 15 árum eftir að Víetnamstríð- inu lauk hefur verið gerð mynd sem lýsir ástandinu eins og það var. Oli- ver Stone leggur allt sitt i myn^ina enda byggir hann á eigin reynslu. í þessu stríði var engin rómantík, eng- inn hetjublær, enginn málstaður. Ekkert réttlætti þá djöfullegu fóm að senda unga hrausta menn inn í það víti sem beið þeirra í Víetnam. Að berjast við framandi og viðbjóðs- legar aðstæður gegn miskunnarlaus- um fjandmönnum. fyjenn (JqU ega urðu miskunnarlausari en „hrís- grjónaætumar" og lifðu. í Platoon segir frá Chris Tavlor sem hættir í háskóla og býður sig fram til herþiónustu enda sér hann stríðið sveipað hetjuljóma. Móttök- umar í Víetnam em kuldalegar og eftir viku sér hann eftir því að hafa farið í stríðið. Nýliðum er hættast en hinir eru orðnir sjóaðri, em hörkutól sem hugsa um lítið annað en að þrauka, að drepa áður en óvin- urinn drepur þá. Þegar ekki er verið á vígvellinum reyna menn að gleyma stund og stað annaðhvort með dópi eða áfengi. Grimmdin verður sífellt meiri eftir því sem líður á tíma mannanna í stríðinu og þeir hætta að greina í sundur rétt og rangt enda þekkja þeir vart vini frá óviniun meðal Víet- nama. í herleiðangri finnst hermað- ur skorinn á háls, í hefhdarhug er ráðist inn í þorp í nágrenninu og þar kemur til uppgjörs. Einn liðsforing- inn, Bames, vill grípa til grimmdar- verka gegn þorpsbúum en er stöðvaður af öðrum. Elias, sem kær- ir hann fvrir tilgangslaus dráp. Bames drepur Elias í bardaga en það fer ekki fram hjá Taylor sem leitar hefhda fyrir yfirmann sinn, Elias ! Vel unnin mynd Myndin er prýðisvel unnin frá tæknilegu sjónarmiði og leikur leik- ai'anna góður, oft á tíðum er maður samferða þeim í helvíti. Næturorr- ustan í lokin er gott dæmi um brjálæði þessa stríðs og góður enda- punktur á myndinni. Þó hér sé um raunsæja lýsingu að ræða á eymd og volæði eins aumleg- asta stríðs seinni tíma ætti fólk ekki að láta Platoon fram hjá sér fara heldur velta fyrir sér hryllingnum og hversu mjög hann hefur sett mark sitt á þá sem lifðu hildarleikinn af. -JFJ Barnes hinn grimmlyndi mundar byssuna og ekki í siðasta skipti. imynd þeirra sem gáfu dauðann og djöfullinn í bardagana. A ferðalagi Minningariopellan á Kirkjubæjarklaustri Það sem eftir lifir sumars verður fastur dálkur á þessum stað í blaðinu þar sem drepið er niður fæti á athygli verðum stað einhversstaðar á landinu. Tæpt verður á sérkennum staðarins, hvort sem það er mannvirki eða landslag, og eftir getu sagt frá þeirri ferðamannaþjónustu sem nálæg er. V í dag verður drepið niður fæti á Kirkjubæjarklaustri og sérstaklega hugað að Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar, eldprests. Minningarkapellan var reist til að minnast séra Jóns sem var sóknar- prestur byggðarinnar þegar Skaftár- eldar ógnuðu sveitinni árið 1783. Segir sagan að séra Jón hafi bjarg- að byggðinni frá hraunrennslinu, þegar það var í farvegi Skaftár, rétt vestan við Systrastapa. Glóandi hraunið rann fram og virtist ætla að eyða sveitinni þegar messa hófst á Kirkjubæjarklaustri þann 20. júlí 1783. Byggðarfólkið fór í kirkju og vissi ekki nema að hraunið myndi færast enn nær heimilum þeirra og búa sig undir að kippa sjálfúm til- verugrundvellinum undan fótum þess. Séra Jón Steingrímsson sté pontu og hélt þvílíka ræðu að menn Minningarkapella Jóns Steingrímssonar. Ákveðið var að reisa kapelluna árið 1966 og hún vígð 17. júní þjóð- hátíðarárið 1974. höfðu ekki annað eins heyrt. Þegar messu lauk tíndist söfnuðurinn út titrandi af ótta við guð og helvíti. Og hlýtur guðsóttinn að hafa vegið þyngra því á meðan messu stóð breytti hraunelfan um farveg og sneiddi framhjá byggðinni. Síðan hefur messa séra Jóns verið kölluð Eldmessan. Árið 1966, sem var 175ta ártíð séra Jóns, var ákveðið að reisa minning- arkapellu um eldprestinn og þrumuræðu hans. Kapellunni var valinn staður skammt austan við foman kirkjugnmn sem sumir segja að sé ffá papískum tímum fyrir land- námsöld. Kapellan var vígð þjóð- hátíðarárið 1974 og tekur hún 50 manns í sæti. Það sem nú heitir Kirkjubæjar- klaustur hét Kirkjubær til foma og hefur löngum verið stórbýli. Segir í Landnámubók að papar hafi búið þar fyrstir manna. Kaþólskt nunnu- klaustur var stofnað á Kirkjubæ 1186 og lagðist klausturhaldið ekki af fyrr en með siðaskiptum á 16du öld. Er til ffernur óhugnaleg þjóð- saga af tveim klaustursystrum sem dæmdar vom sekar um óguðlegt at- hæfi og brenndar á Systrastapa. <# Þjónusta við ferðamenn Frá Reykjavík til Kirkjubæjar- klausturs em 273 km og frá Akureyri 695 km, sé ekið eftir hringveginum. Alla almenna ferðamannaþjónustu má fá á Kirkjubæjarklaustri; hótel- gistingu, bensínafgreiðslu, tjald,- svæði er þar og mat-og greiðasala. -pal Bíóborg Arizona yngri Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Moskítóströndin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Krókódila Dundee Sýnd-kl. 5 og 11. Morguninn eftir Sýnd kl. 7 og 9. Bíóhúsið Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Leyniförin Sýnd kl. 5, 7.9 og 11. Með tvær i takinu Sýnd kl. 5 og 7. ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMIÐUM BRUNASTIGA O.FL Kaplahrauni 7, S 651960 10 ÁRA ÁBYRGÐ Vitnin Sýnd kl, 9 og 11. Litla hryllingsbúðin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Háskólabíó Herdeildin Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15. Laugaxásbíó Draumátök Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. Hrun ameríska heimsveldisins Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. Einn á reiki Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Dauoinn á skriðbeltum Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Á toppinn Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Gullni drengurinn Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Herramenn Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Stjömubíó Wisdom Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Fjárkúgun Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Kvikasilfur Sýnd kl. 7. Útvarp - Sjónvarp RUV, rás 1, kl. 20.00: Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins - tónlistarhátíöin í Salzburg Yehudi Meunhin stjórnar hljómsveit og leikur á píanó á tónlistarkvöldi Ríkisútvarpsins. í Ríkisútvarpinu í kvöld verður leikin upptaka ffá tónlistarhátíðinni í Salzburg sem haldin var á síðasta ári. Tónleikamir hefjast klukkan átta. Yehudi Meunhin, sem okkur er að góðu kunnur, stjómar hljómsveit og leikur á fiðlu. Fyrst leikur Kammer- sveit Evrópu undir stjórn Menuhins auk þess sem hann leikur á fiðlu ásamt Beni Schmid. Þá hefst konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur eftir Johann Sebastian Bach og flutt verður sin- fónía í D-dúr, Haffiier eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Einnig verður flutt sinfónía númer 4 eftir Ludwig van Beethoven og forleikur að Brúð- kaupi Fígarós eftir Mozart og Andrei Gavrilov leikur á píanó verk eftir Alexander Skrjabin. Að lokum verða fluttar 12 prelúdíur úr op. 9, 11, 13, 15 og 16 og sónata númer 4 í Fís-dúr op. 30. Kynnir tónleikanna er Anna Ing- ólfsdóttir og standa þeir yfir í tvo tíma. Skuggarnir skina í Stjörnutimanum. Stjaman kl. 19.00: Ókynntur klukku- tami á matartíma Á dagskrá Stjömunnar alla daga er ókynntur klukkutími sem nefnist Stjömutími og er í raun sannkallaður Stömutími. Þar koma fram allar gömlu stjömunnar sem skinu skært hér þegar amman var ung. Þær em The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eve, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka og fleiri af þessari gullald- arkynslóð, eins og sumir vilja nefna hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.