Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 1. JULÍ 1987.
DV
Notch, Tag og Baby, karlkyns grind-
hvalir, um fjögur hundruð kiló hver,
komnir i ferðaskap, áður en þeim
var sleppt í frelsið á ný. Þeim var
bjargað frá bráðum bana eftir að
þeir strönduðu á ströndinni við Cape
Cod fyrir hálfu ári. - Símamynd Reuler
Hvalimirfögn-
uðu frelsinu
Þrír grindhvalir urðu frelsinu fegn-
ir þegar bandarískir vísindamenn
slepptu þeim í Atlantshafið úti fyrir
strönd Massachusetts á mánudaginn
var. Fyrir hálfu ári gekk grindhvala-
vaða á land á ströndinni við Cape
Cod á austurströnd Bandaríkjanna.
Allir hvalirnir drápust utan þessir
þrír, en þeim tókst að bjarga þótt
þeir væru langt leiddir eftir að hafa
legið á þurru landi í nokkurn tíma.
Síðan nutu þeir góðrar umönnunar
vísindamanna og söfnuðu kröftum
uns óhætt þótti að sleppa þeim frjáls-
um aftur. Það varð þó mikil eftirsjá
að hvölunum, sem hlotið hafa nöfnin
Notch, Tag og Baby, ekki síst meðal
þeirra sem mest hafa annast þá þenn-
an tíma.
Fyrstu dagana verður þó fylgst
vandlega með þeim í frjálsræðinu og
vonast er til að hægt sé að upplýsa
ástæður fyrir þessari undarlegu
sjálfsmorðshegðun grindhvala að
ganga á land svo hundruðum skiptir
þar sem ekkert bíður þeirra nema
dauðinn.
*» *
!<** %m ■: 'H
!**>**« m'y
»«■
p|»* fWt
>** ,
,«/!*****
; ■**■&<m f«j»
■ . *»>
'*% ***ri Vm%
E1
< , *? ‘
, s---------------------------------,
: ■■■"■ ■
- Simamynd Reuter
Heimsins stærsta
teiknimynd
Þessi risastóra teiknimynd er sögð vera sú stærsta sinnar tegundar sem gerð hefur verið í heiminum. Hún var rist
í sandströnd í Belgíu og var 250 metrar á lengd og hundrað metrar á breidd. Mvndin sýnir hönd sem heldur á fisk-
beini og hjálpuðust fimmtán manns að við gerð hennar. að vísu með aðstoð tveggja traktora. Robin Libin hét
Belginn sem stóð á bak við myndgerðina, en hann hafði áður gert uppdrátt að mvndinni með tölvuútreikningum.
Menn gátu þó ekki notið þessarar skreytingar lengi því að hún máðist burt í næsta flóði.
- Símamynd Reuter
Systir Mannáen Pis
Belgíski myndhöggvarinn Denis Adrien Debouvrie horfir hér heillaður á
systur hinnar frægu höggmyndar Manneken Pis í Brussel í Belgíu. Þessi
kvenkyns útgáfa hefur hlotið nafnið Jeanneke Pis og þótt hún hafi ekki
hlotið sömu frægð og bróðir hennar vekur hún engu að síður mikla athygli
þar sem hún trónir í gosbrunni í eldri hluta Brusselborgar.
BretapÉsessaogBond
Díana Bretaprinsessa var meðal heiðursgesta á frumsýningu nýjustu Ja-
mes Bond myndarinnar, The Living Daýlights, í fyrrakvöld. Hér tekur hún
í höndina á nýja aðalleikaranum í þessum vinsælu myndum en hann heitir
Timothy Dalton. Við hlið hans er sú sem fer með aðalkvenhlutverkið í mvnd-
inni, Maryam D’Abo.
- Simamynd Reuter
29
Svidsljós "
Ólyginn
ði...
Joan Collins
hefur þungar áhyggjur af sögu-
sögnum um að fyrrverandi
eiginmaður hennar, Peter Holm,
sé að skrifa sjálfsævisögu sína
og þar komi ýmislegt fram um
hjónaband þeirra sem hún er
ekkert hrifin af að opinberist.
Stór hluti bókarinnar er sagður
vera helgaður ýmiss konar hug-
leiðingum um það sem gerðist
innan svefnherbergisveggjanna
á meðan hjónabandið var og
hét. Áhyggjur Joan út af þessu
voru orðnar svo magnaðar að á
tímabili varð hún að taka sér
stutt hlé frá Dynasty-upptök-
um.
Lloyd Webber
er kominn upp á kant við þá
sem setja upp nýjasta söngleik
hans á Broadway, The Phan-
tom of the Opera. Ástæðan er
sú að Webber var búinn að
ætla eiginkonu sinni, söng-
konunni Söru Brightman, að
fara með aðalhlutverkið í söng-
leiknum en því hefur verið
hafnað. Webber og frú ná nú
ekki upp í nefið á sér fyrir reiði
og íhugar Webber að hætta við
að setja söngleikinn upp á
Broadway. Steven Spielberg,
kvikmyndaleikstjórinn frægi,
hefur boðist til að gera kvik-
mynd eftir söngleiknum en
Webber hefur ekki komist að
niðurstöðu.
vildi ekki að börn hans væru
viðstödd dánarbeðinn er haft
eftir nánum vini hans. Engu að
síður voru tvö börn hans við-
stödd þegar hann lést, Fred 50
ára og Ava 44 ára ásamt eigin-
manni sínum Richard
McKenzie. Seinni eiginkona
Astaire, Robin Smith, og náinn
vinur hans, Hermes Pan, voru
einnig viðstödd er leikarinn lést.
Astaire var grafinn í kyrrþey í
kirkjugarði Los Angeles við hlið
systur sinnar, Adelu.
<
t.