Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1987.
DV
Hvyðjuverk og ástæður þeirra
Hvers vegna fremja menn hryðju-
verk? Hvers vegna drepa eðlilegir
menn saklausa meðbræður sina með
köldu blóði?
Hryðjuverk eru jafngömul sög-
unni, en engu að síður hefur engum
tekist að koma með almenna skýr-
ingu á orsökum hryðjuverka og hvað
það er sem fær menn til að fremja
þau. Kannski er það vegna þess að
engin einhlít skýring fínnst á orsök-
um hryðjuverka og hvötum þeirra
sem þau fremja.
Pólitísk hryðjuverk
Algengasta ástæðan fyrir hryðju-
verkum á þessari öld er sú að
hryðjuverkamenn hafa viljað ná
fram einhverjum pólitískum mark-
miðum. Fyrstu hryðjuverkamenn
samtímans eru rússnesku stjómleys-
ingjamir sem oftar en einu sinni
reyndu að ráða Rússakeisara af dög-
um á síðari hluta 19du aldar og í
byrjun þeirrar 20stu. Frá rússnesku
stjómleysingjunum er komin sú
kenning, sem flest hryðjuverkasam-
tök hafa síðan tekið upp, að árang-
ursríkast sé að ráðast að og eyða
miðju valdsins. Kenningin átti sér
þær forsendur að þegar valdhafar
vom einræðisherrar. konungar eða
keisarar þvrfti ekki annað en að losa
sig við þá til að létta af þeirri kúgun
og óréttlæti sem hryðjuverkamenn
þóttust sjá. Til skamms tíma mátti
fallast á að þessi rök stæðust sums
staðar. Við fráfall leiðtoga einræðis-
ríkja urðu í kjölfarið oft miklar
breytingar og stundum til hins betra.
Þessa kenningu hefði mátt færa upp
á einvalda fyrri tíma og einræðis-
herra 20stu aldar eins og Stalín og
Hitler.
Á Vesturlöndum er málum hins
vegar svo komið nú að stjómkerfi
og stofnanir einstakra ríkja er það
stöðugt og fast í sessi að morð á þjóð-
höfðingja breytir sárahtlu um vöxt
og viðgang „kerfisins“.
Hryðjuverk krefjast blóðs
Þótt pólitískir hryðjuverkahópar
eigi sér misjafna hugmyndafræði,
allt frá vinstriöfgum til öfgasinnaðr-
Aldo Moro var myrtur af Rauðu herdeildinni á Italíu 1978: Markmiðið að sýna hið rétta eðli yfirvalda.
ar hægristefriu, má yfirleitt finna það
sameiginlega markmið slíkra hópa
að þeir vilja breyta eða bylta þeirri
þjóðfélagsgerð sem þeir skilgreina
sem „ óvin“. Vanalega fylgir það
einnig að hiyðjuverkamenn telja sig
ekki geta breytt eða bylt þjóðfélag-
inu án ofbeldis.
Það er augljóst að ekki er hægt
að berjast gegn stjómkerfi með
sprengjum og byssum. „Kerfið" er
bara ópersónulegt bákn sem enginn
einn er ábyrgur fyrir og ekki er
hægt að festa hendur á. Hryðju-
verkamenn verða að eiga sér óvin
klæddan holdi og blóði.
Þess vegna er gripið til þess að
ráðast gegn persónugervingum
valdsins. Hryðjuverkasamtök í Vest-
ur-Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi
hafa öll, í meira eða minna mæli,
beint spjótum sínum að stjómmála-
leiðtogum og stjómendum stórra
fyrirtækja og banka. Þessi samtök
byggja á vinstri öfgahugmyndafræði
og eiga rætur að rekja til stúdenta-
andófsins sem brennimerkt er
svonefhdri ’68 kynslóð.
Því fleiri dauðir því betra
Hryðjuverkasamtök til vinstri í,
Vestur-Evrópu hafa það yfirleitt sem
markmið aðgerða sinna að egna
stjómvöld viðkomandi landa til „að
fella borgaralegu grímuna sem þau
hafa á fasísku andlitinu". Formúlan
er þessi: Hryðjuverkamenn drepa
stjómmálaleiðtoga og framámenn í
efnahagslífi og stjómvöld láta lög-
reglu fá víðtækt umboð til að hafa
hendur í hári tilræðismanna; þannig
opinberar lögregluríkið sig og fjöld-
inn (almúginn eða verkalýðurinn)
skynjar sinn vitjunartíma og byltir
ríkjandi kerfi. Þessi formúla byggir
á forsendum sem fæstir samþykkja
og enn færri skilja, þannig að aldrei
hefúr verið nein hætta á að hiyðju-
verkamenn nái fram takmarki sínu.
Hryðjuverkamenn, sem aðhyllast
hægri hugmyndafræði, em svotil
alltaf fasískir í eðli og starfi. Það
felur meðal annars í sér að rökrétt
samhengi orða og athafna slíkra
hópa er sáralítið. Þessi fasísku sam-
tök virðast telja það vænlegast til
árangurs að drepa sem flesta (og
skiptir litlu hver fómarlömbin em).
Hugmyndin, sem liggur að baki, er
sú að valda upplausn í samfélaginu
og skapa heppilegar aðstæður fyrir
einlitar stjómmálastefhur og sterka
menn sem taka að sér að koma reglu
á samfélagið.
Nýir Irfshættir ógna hefð-
um og menningu Sama
Flestir Samar búa í Finnmörk, i norðanverðum Noregi. Þeir finnast þó
mun sunnar, allt suður undir Þrándheim. Þá búa Samar einnig i norðan-
verðri Svíþjóð, sem og í Finnlandi og jafnvel eitthvað í Sovétríkjunum.
Leiðtogar Sama í norðanverðum
Noregi hafa nú af því nokkrar
áhyggjur að nýir lífhættir, tækni og
menningaröldur nútímans muni út-
rýma með öllu fomum hefðum og
menningu þjóðar þeirrar.
Vélsleðar hafa nú leyst af hólmi
hundasleða þá sem þeir notuðu fram
á miðja þessa öld, hreindýrasmalar
notast við mótórhjól við störf sín og
sjónvarp og diskótek glepja unga
Sama jafrit sem önnur ungmenni
vestrænna þjóða.
Þótt Samamir hafi unað við einf-
alt lífemi, við fiskveiðar og hrein-
dýrarækt öldum saman standa þeir
nú frammi fyrir þeim vanda, sem
hijáð hefur svo marga minnihluta-
hópa, að sameiginleg menning
Vesturlanda ætlar að gleypa sér-
stæða arfleifð þeirra með húð og
hári og eyða henni. Þeir deila nú sín
á milli um það hvort hættan á glötun
arfleifðar sé svo mikil að vert sé að
spyma við fótum, og þá ekki síður
um það hvort hinir fomu siðir séu
þess virði að halda í þá.
Aldur óviss
Enginn veit í raun hversu gömul
menning Sama er. Fundist hafa
merki um byggð þeirra, allt að tvö
þúsund ára gömul.
Tungumál Sama er skylt finnsku
og trúarbrögð þau er þeir ástunduðu
hér áður fyrr einkenndust af til-
beiðslu á ýmsum náttúrufyrirbær-
um, svo sem veðri og vindum,
stokkum og steinum.
Allt frá því trúboðar hófu starf
meðal Sama, á sautjándu öld, hafa
trúarbrögðin verið á undanhaldi.
Norðmenn em flestir mótmælenda-
trúar og hafa lagt ríka áherslu á að
kristna Sama.
Nú óttast Samar að tungumál
þeirra muni hverfa líkt og trúar-
brögðin og þeir þar með glata
endanlega sérstöðu sinni og menn-
ingu. Gripið hefur verið til sérstakra
ráðstafana vegna þessa, svo sem að
bjóða upp á sérkennslu í tungu
þeirra í skólum, en árangur af því
hefur verið takmarkaður.
Þing eða ekki þing
Norðmenn hafa boðið Sömum að-
stoð við vemdun menningar þeirra,
meðal annars í því formi að veita
þeim sjálfsstjóm í ýmsum málum.
Hugmyndir hafa verið á reiki um
sérstakt þing þeirra, en í því máli
em Samar sjálfir klofnir. Telja marg-
ir þeirra skipulagt þing andstætt
öllum siðvenjum þeirra og henta illa
lífsstíl þeim er þeir vilja halda.
Myndi þingið þvi út af fyrir sig færa
þá nær vestrænum siðvenjum, fjær
sínum eigin.
Margir leiðtogar Sama hafa því
hvatt til þess að fylgismenn þeirra
hundsi allar tilraunir til stoínunar
þingsins.
Vonlaus barátta
í raun telja margir leiðtogar Sama
að baráttan fyrir varðveislu menn-
ingar þeirra sé þegar töpuð. Samar
em aðeins um þrjátíu þúsund talsins
og geta því í raun takmarkað spom-
að við yfirflæði vestrænna áhrifa,
sem einoka nær alla íjölmiðlun og
bjóða upp á líf sem er svo miklu
auðveldara en hefðbundið hirðingja-
líf Sama sjálfra.
Mjög fáir Samar lifa enn sem hirð-
ingjar, í tjöldum og fjallakofum.
Flestir búa svipað og aðrir Norð-
menn, í traustbyggðum og vel
einangmðum timburhúsum. Flestir
notfæra sér einnig allt það sem nú-
tíminn býður upp á, jafnt í leik sem
starfi.
Leiðtogar Sama hallast því æ fleiri
að þeirri skoðun að hætta beri bar-
áttu fyrir varðveislu lífsmunsturs
þeirra. Þess í stað beri að vinna að
varðveislu þekkingar um sögu og
hefðir Sama, til þess að þeir geti í
framtíðinni gert sér grein fyrir uppr-
una sínum þó að þeir verði að fullu
og öllu gengnir inn í vestrænt nú-
tímasamfélag.
Vélsleðar hafa nú leyst hreindýrasleðana af hólmi. simamynd Reuter