Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 3
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
3
DV
Hradfvystihús Ólafsvíkur:
Ulboðið hljóðar upp
á áttfalt nafnvirði
Tilboðsgjaíi í meirihluta hlutabréfa
í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur hefur boð-
ið 40 milljónir króna fyrir 52% hluta-
bréfanna. Allt hlutafé Hraðfiystihúss-
ins er 9.331.200 krónur, þar af eru eigin
bréf 361.948 krónur. Þegar eigin bréf
eru dregin frá heildarupphæð hlutafj-
árins er eftir 8.969.252 krónur. Fyrir
meirihluta ,þess, eða 4.660.200 krónur,
eru boðnar 40 milljónir en það er rúm-
lega áttfalt nafhvirði. í tilboðinu segir
að greiðslur fari fram á tíu árum og
verði upþhæðin verðtryggð og beri 3%
ársvexti. Tilboðið stendur til 14. ágúst
næstkomandi.
Það var sagt í DV á laugardag að
það væru heimamenn sem hygðust
selja sinn hluta í fyrirtækinu. Svo mun
þó ekki vera að undanskildum Guð-
mundi Bjömssyni framkvæmdarstjóra
en hann mun vera stærsti einstaki
hluthafi í fyrirtækinu. Guðmundur er
ásamt mönnum búsettum utan Ólaf-
svíkur að selja sinn hlut.
Mikil leynd hefur verið yfir því hver
sé tilboðsgjafi. DV hefur fengið stað-
fest að það muni vera Ólafur Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv-
ar hraðfiystihúsanna, en hann var
áður framkvæmdastjóri hjá Síldar-
vinnslunni í Neskaupsstað.
-sme
Orsök slysa á þjóðvegum
Útafakstur
algengastur
í skýrslu, sem Vegagerð ríkisins
hefur sent frá sér, um umferðarslys
á þjóðvegum, kemur fram að algeng-
asta orsök umferðarslysa er útaf-
akstur. Em þeir alls 40% allra slysa
á þjóðvegunum í fyrra. Alls var til-
kynnt um 413 útafakstra. Næstal-
gengasta orsökin var akstur aftan á
bifreið, 197 tilfelli eða 19%. Þriðja
algengasta orsökin var þegar ekið
var á hlið bifreiðar, 191 tilfelli eða
18%.
Ef aðeins em skoðuð þau óhöpp
sem valda meiðslum er útafakstur
algengastur, sem fyrr. Fjöldi tilfella
er 150 og er það 60% slysatilfella.
Útafakstur er því langalgengasta
slysatilfellið á síðastliðnu ári. Aðrar
orsakir slysa em langtum sjaldgæf-
ari en útafakstur. Næst kemur þegar
ekið er framan á bifreið en þannig
slysatilfelli vom 26 eða 11% allra
slysa á þjóðvegum landsins í fyrra.
-sme
Fréttir
Enn eru risnar deilur um Sæbólsiand
Sæbólsland í Kópavogi:
Deilur risa á ný
Deilur hafa risið á ný vegna sölu
til Kópavogskaupstaðar á Sæbólsl-
andi. I fyrra var dæmt í bæjarþingi
Kópavogs að samningur um solu á
landinu væri ekki löglegur. Málinu
hefúr verið vísað til Hæstaréttar.
Það em erfingjar Þórðar heitins
Snæbjömssonar á Sæbóli sem deila
í þesau málL
Nú hefúr nýr angi af deilunni ris-
ið. Nýlega úthlutaði Kópavogsbær
lóðmni að Helgubraut 12 en sú lóð
er í SæbólslandL Lóðinni hafði áður
verið úthlutað en skilað inn aftur.
Garðar Sveinsson, en hann er sonur
Sveins Þórðarson sem stefhdi mól-
inu fyrir bæjarþingið, sagði að fyrir
hönd foður síns væri hann afar óán-
ægður með að lóðinni skyldi úthlut-
að áður en málið yrði tekið fyrir í
Hæstarétti. Hann sagðist ekki vera
sáttur við að Kópavogsbær segðist
borga þeim ef bærinn tapaði máhnu,
hann sagðist telja að lóðin væri í
eigu dánarbúsins samkvæmt dómi
undirréttar.
Bjöm Þorsteinsson, bæjarritari í
Kópavogi, sagði það rétt vera að
búið væri að úthluta lóðinni, það
hefði verið gert 2. júlí. Bjöm sagði
að dómurinn í undirrétti hefði ekk-
ert með úthlutun bæjarins að gera,
um væri að ræða deilu á milli erf-
ingja en ekki við Kópavogsbæ. Bjöm
sagði að það væri annað mál að
bæjæyfirvöld yrðu að fylgast vel
með þessu máli þar sem Kópavogs-
bær tengist því óneitanlega. En
deilan sjálf væri hins vegar innan
fjölskyldunnar.
Garðar Sveinsson sagði að sér
kæmi á óvart sá mikli hraði sem
verið hefði við úthlutun lóðarinnar.
Fljótlega eftir að hann hefði gert
athugasemdir við auglýsingu þar
sem lóðin var auglýst hefði lóðinni
verið úthlutað með óvenju hraðri
afgreiðslu. -sme
ERÞETTA
EKKI
RÉTTA SPOLAN
FYRIRÞIG
Ef þú hefur áhuga á að myndbandstækið þitt endist
betur er mikið atriði að spólurnar, sem þú notar, séu í
háum gæðaflokki. Er þá bæði átt við bandið sjálft og
kassann utan um. PAIMASONIC PREMIUM STD
myndbandsspólan sameinar báða þessa gæðaþætti og
er því kjörinn valkostur þeirra sem vilja meiri upptöku -
gæði og betri endingu tækjanna.
VERÐ AÐEINS KR. 595. 5?
WJAPIS
BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133