Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Útlönd Kona sækíst eftir útnefningu demókrata Bandarísk kona tilkjTinti í gœr að hún hygðist sækjast eftir útnefhingu sem forsetaefhi Demókrataflokks Bandaríkjanna fyrir forsetakosningamar sem fi-am fara í lok næsta árs. Pat Schroeder, fulltrúaadeidarþingmaður fi*á Coloradofylki, skýrði frá þessari ákvörðun sinni á fréttamannafundi sem hún hélt á flugvellinum í Denver í gær. Hún er fyrsta konan sem ákveðið sækist eftir útnefhingu sem forsetaefni. Harka í baráttunni við eituriyfjasmyglara Lögreglan í Perú felldi í gær eiturlyöasmvglara og lögregluþjónn særðist í átökum sem til kom við efnafræðistofu eiturlyfjasala á afskekktu svæði í landinu að því er innanríkisráðuneytið skýrði frá í morgun. Talsmaður ráðuneytisins sagði að til skotbardaga hefði komið þegar lög- reglan braust inn í efhafræðistofuna og fann þar þrjá eiturlyfjasmyglara frá Kolumbíu ásamt lífvörðum þeirra. Verið var að framleiða kókaíndeig úr kókalaufum þegar lögreglan kom á staðinn. Lögreglan eyðilagði efiiafræðistofuna og lagði hald á um fjögur hundruð kíió af kókaíndeigi og nærri tvö pund af tilbúnu kókaíni. Yfirvöld í Perú hafa nú í frammi miklar aðgerðir gegn framleiðendum og dreifmgaraðilum eiturlyfja í landinu. Útgöngubann sett á í Karachi Hermenn stjómarhersins í Pakistan sáu i gærkvöld um að útgöngubanni væri framfjdgt í Karachi, höfuðborg landsins. útgöngubannið var sett á í kjölfar mikilla átaka milli lögreglu og þátttakenda í mótmælum stjómarand- stæðinga en læknar í Karachi segja að átta manns hafi látið lífið í átökum þessum. Útgöngubanninu vom ekki sett nein tímatakmörk. Stjómvöld í Pakistan sögðu í gærkvöld að stjómarherinn myndi halda áfram að framfylgja banninu. Óeirðimar í Pakistan hófust fjórum dögum eftir að lögreglan handtók fjölda manna sem taldir vom tengdir sprengingunni í Saddar, stærstu borg Pakistan, en liðlega sjötiu manns fómst þar í sprengitilræði þann 14. júlí. Komust óáreitt inn Persaflóann Olíuskipin frá Kuwait, sem hafa verið endurskráð í Bandaríkjunum, kom- ust í gær óáreitt um Hormuz-sund, inn Persaflóann og til Kuwait. Olíuskipin sigldu leið þessa undir vemd tveggja herskipa úr bandaríska flotanum. Búist hafði verið við að íranir myndu reyna að leggja til atlögu við skip- in, en ekki kom til neinna ái-ása á leiðinni. íranir hafa þó lýst því yfir að þeir muni ekki heimila að skip þessi verði notuð til að flytja oh'u frá írak. Telja embættismenn í íran hættu á að Kuwait reyni að aðstoða (raka með því móti en stjómvöld í Kuwait hafa stutt írak, bæði hemaðarlega, fjárhagslega og stjómmálalega, í styijöld þeirra við íran. Bendla S-Afríku við fjöldamorð í bæ í Mosambík Stjórnvöld í Mosambík segja að Suð- ur-Afríka hafi staðið óbeint á bak við fjöldamorð sem framin voru í bænum Homoine síðastliðinn laugardag. Skæruliðai- stjómarandstöðunnar í Mosambík réðust þá á bæinn sem er um fimm hundruð kílómetra norður af Maputo. höfuðborg landsins, og myrtu nær fjögur hundruð manns, þar á meðal mörg börn, konur og gamal- menni. í yfirlýsingu frá miðstjóm Frelimo- flokksins. sem fer með stjóm Mósam- bík. segir í gær að árásin hafi verið gerð af skæruliðum sem séu í raun angi út úr stjómarher Suður-Afríku. I yfirlýsingunni segir að hundmð skæmliða hafi undanfarið komið inn í Mosambík frá Suður-Afríku og að flugvélar frá S-Afríku hafi séð um að koma birgðum og vopnum til skæru- liðasveitanna. Hafi vopnunum verið varpað niður í fallhlífum i Gaza- og Inhambane héruðum. I yfirlýsingunni segir að auk þess að þrjú hundmð og áttatíu almennir borgarar hafi verið myrtir í árás skæmliðanna hafi sjötíu særst. Þetta mun vera mesta mannfall sem orðið hefur í einni árás skæmliða frá því að þeir hófu baráttu sína gegn stjóm- völdum fyrir ellefu árum. í tilkynningu stjómvalda er tekið fram að mannfall í árásinni geti hafa orðið mun meira en nú er talið því að skæmliðamir hafi tekið margt fólk með sér eftir árásina og nokkrir þeirra hafi þegar fundist myrtir. Tvö af fórnarlömbum uppreisnarmanna í Mozambik en stjórnvöld segja að nær fjögur hundruð hafi verið myrtir. Simamynd Reuter Ná ekki samkomulagi um skil á sendimönnum Tveir starfsmanna íranska sendiráðsins í Paris fá sér gönguferð innan girðing- ar sendiráðsbyggingarinnar. Ekki virðist í sjónmáli að löndin skili sendimönnun- um í bráð. Símamynd Reuter í gær rann út frestur sá sem Frakk- ar höfðu sett til samninga um skil á sendimönnum írana í París til síns heima. Samningaumleitanir milli þeirra og íranskra stjórnvalda um að ríkin tvö, sem slitu stjórnmálasam- bandi sín á milli í síðustu viku, skili hvort annars sendimönnum hafa eng- an árangur borið. Ríkin hafa enn ekki getað komið sér saman um hvaða önnur ríki skuli fara með hagsmunamál þeirra hvors gagn- vart öðru. Akvörðun um það er grundvallarskilyrði þess að saman dragi um skil á starfsfólki og embættis- mönnum sendiráðanna. Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að búist væri við samkomulagi um að Italir myndu fara með hagsmuni Frakka í Iran fram- vegis. Frakkar hafa þegar samþykkt að Pakistanir fari með hagsmunamál Irana í Frakklandi, að því tilskildu að íranir samþykki ítali sem fulltrúa Frakka. Strangur vörður hefur verið um sendiráð Frakka í Teheran og sendi- ráð íran í París undanfama viku. Er embættismönnum og starfsmönnum haldið innan dyra. í gær meinuðu íranir hópi franskra borgara að ganga um borð í flugvél á flugvellinum í Teheran en hópumn var á leið til Parísar. Talsmenn stjóm- valda í París sögðu að málið væri í athugun en ekki væri ljóst enn hvort um aðgerðir að undirlagi stjómvalda væri að ræða því að aðrir franskir borgarar hefðu fengið að fara óáreittir á sama tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.