Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 23. JULI 1987.
11
DV
Stáliðjumenn mótmæla atvinnumissi
Þúsundir stáliðjumanna í Bæjaralandi í Vestur-Þýskalandi mótmæltu í
gær ásamt fjölskyldum sínum áformum stáliðjuvers. um að fekka atvinnutil-
fellum úr fjögur þúsund og fímm hundruð niður í fimmtán hundruð á fimm
árum.
Þykir stéttarfélagi stáliðjumannanna skammarlegt að yfirvöld skuli ekki
koma íyrirtækinu, sem er gjaldþrota, til aðstoðar. Þau hafa þó boðið hundr-
að milljóna marka framlag en þrátt fyrir það þyrfti að fekka atvinnutilfellum
um eitt þúsund.
Rúmléga níræð bandarísk amma klrfur Fuji
Vopnuð göngustaf ætlar níutíu og eins árs gömul bandarísk amma að
verða elsta konan sem klifið hefur Fuji, hæsta fjallstind í Japan.
Hulda Crooks, en svo heitir göngugarpurínn, lagði I gær upp í fjall-
gönguna sem hún bvst.við að taki þrjá daga. Var henni boðið í ævintýrið
af japönsku fyrirtæki sem heldur upp á að sextíu ár eru liðin frá því að
starfsmenn þess hófu að ganga árlega á fjallið heilaga.
Þess má geta að níutíu ára gömul japönsk kona kleif Fuji, sem er 3.776
metra hátt, áríð 1985.
LangférðabHreið hvolfdi á Spáni
Tuttugu og fimm breskir ferðamenn slösuðust í gær er langferðabfll, sem
þeir ferðuðust í á Spáni, fór út af veginum og hvolfdi. Tíu manns liggja á
sjúkrahúsi í Gerona, beinbrotnir og með önnur meiðsl. Þijú böm voru með-
al þeirra sem slösuðust.
Bretamir, sem vom sextíu og sex talsins, vom á leið til Costa Brava.
Talið er að orsök slyssins sé sú að bílstjórinn bremsaði á hálum veginum
til þess að forðast árekstur en við það fór bíllinn út af. Slysið átti sér stað
aðeins fáeina kílómetra frá þeim stað þar sem sonur Frakklandsforseta lenti
í árekstri í fyrradag.
Sólarolía í vaskinn
Allt að tíu tonn af sólarolíu fara á dag i stöðuvatnið Balaton í Ungveija-
landi er ein milljón sóldýrkenda hópar sig þar saman um helgar.
Samkvæmt fregnum hinnar opinbem ungversku fréttastofu, MTI, hefur
þetta ekki komið að mikilli sök. Svo virðist sem eiginleikar þessa stærsta
vatns i Mið-Evrópu til að hreinsa sig hafi ekki breyst að ráði þvi aðeins
hafa fundist fimm dauðir fiskar í því er kannanir hafa verið gerðar.
Kokkur í páfagarðl handtekínn með eíturíyf
Kokkur, sem starfar á vegum lögreglunnar i páfagarði, var i gær hand-
tekinn með fimmtán grömm af heróíni falin innanklseða.
Að aögn ítölsku lögreglunnar var kokkurinn grunaður um að vera með
eiturlyf undir höndum og hefur hann líklega falið þau á flóttanum undan
lögreglunni.
Breskir þingmenn hækka laun sín
Meðlimir breska þingsins hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að
hækka við sig launin um fjögur þúsund sterhngspund á ári frá næstu áramót-
um.
Óttast nú íhaldsmenn að kröfur frá verkalýðsfélögunum um hærri laun
fylgi í kjölfarið og muni það hafa alvarleg áhrif á tilraunir stjórnarinnar
til þess að stemma stigu við verðbólgunni.
Þó svo að Margaret Thatcher hafi verið á móti launahækkuninni var hún
fjarverandi er atkvæðagreiðslan um hana fór fram. Er sagt að það hafi ver-
ið til þess að forðast deilur innan íhaidsflokksins.
Viðræður um lengstu landamæri heims
Kína og Sovétríkin hefja nýjar viðræður um landamæri ríkjanna þann
7. ágúst i Peking. Síðast fóru slíkar viðræður fram í febrúar á þessu ári í
Moskvu en þá höfðu þær legið niðri í níu ár vegna stirðra stjómmálatengsla.
Ekki er búist við að dragi til tfðinda á fundinum í ágúst en sú staðreynd
að viðræður skuli fara fram þykir merki um vaxandi samskipti ríkjanna.
Þykir víst að sú ákvörðun Sovétríkjanna að fjarlægja herlið frá Mongolíu
komi til með að hafa góð áhrif á viðræðumar sem em óháðar viðræðum
um tilraunir til að koma á eðlilegum samskiptum.
Helsta hindmnin er nærvera sovésks herliðs við kínversku landamærin,
aðrar hindranir em sovésku herdeildimar i Afganistan og stuðningur Sovét-
ríkjanna við Víetnama i Kampútseu.
Útlönd
Hundrað fórast í
flóðum í S-Kóreu
Óttast er að hundrað manns hafi
farist í Suður-Kóreu í gær í flóðum
og aurskriðum sem jöfnuðu hús við
jörðu.
Eftir tveggja daga steypiregn flæddi
áin Kumgang í Chungchonghéraðinu
yfir bakka sína og fóm mörg þorp í
kaf auk þess sem vatnið flaut yfir rúm-
lega þijátíu þúsund hektara ræktaðs
lands. Chungchonghéraðið varð verst
úti og þar jöfhuðust tuttugu og þrjú
hús við jörðu. Á einum sólarhring
rigndi þar fimmtíu og sex sentímetra.
Lest með sex hundmð og fimmtíu
farþegum fór út af sporinu og slösuð-
ust áttatíu farþeganna, þar af tiu
alvarlega. Margar jámbrautir fóm
undir vatn og einnig þjóðvegir.
Ekki er fyrirsjáanlegt að veðrinu
sloti í bráð og búist er við að fellibylur-
inn Vemon fari yfir Suður-Kóreu í
dag.
Rúmlega þúsund manns var bjargað með þyrlum frá flóðasvæðunum i Suður-
Kóreu. Simamynd Reuter
Shultz fyrir þingnefndina
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, má í dag búast við
áleitnum spurningum þingmanna um
það hvers vegna hann hafi leitt hjá
sér ákvarðanatöku varðandi vopna-
söluna til Irans.
Þetta afskiptaleysi aðalráðgjafa
forsetans í utanríkismálum hefur
vakið furðu margra þingmanna
nefndarinnar er rannsakar málið og
reitt marga íhaldsmenn til reiði.
Sumir fullvrða að tvær hliðar séu á
þessu máli. Önnur sé sú að bæði
Shultz og W.einberger varnarmála-
ráðherra hafi af ásettu ráði verið
haldið utan við það. Hin sé að þeir
hafi ekki viljað blanda sér í það.
John Poindexter. fyrrum öryggisráð-
gjafi, segist ekki hafa' haldið neinu
leyndu fyrir þeim sem þeir hafi viljað
fá vitneskju um.
Báðir hafa fullvrt að þeir hafi lýst
því yfir að þeir væru mótfallnir
vopnasölunni til Irans er tillagan var
fyrst borin upp og hafa vitni staðfest
það. Oliver North ofursti hefur við
yfirheyrslur gefið i skyn að Shultz
ýki þegar hann greini frá hversu
mótfallinn vopnasölunni hann hafi
verið. Segir North Shultz hafa verið
miklu háværari þegar allt var komið
í dagsljósið.
North fullyrðir einnig að Shultz
hafi vitað meir um aðstoðina við
skæruliðana í Nicaragua en hann
vilji láta uppi. North segir að Shultz
hafi dregið sig afsíðis í samkvæmi
og hrósað honum fyrir að halda
skæruliðahreyfingunni á lífi. Tals-
maður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins kveður North hafa túlkað
orð utanríkisráðherrans rangt og
fullyrðir að Shultz liafi átt við við-
leitni Norths til að hvetja kontra-
skæruliðana.
Það sem einnig telst Shultz í óhag
er að hann þáði framlag til skærulið-
Þingmenn munu í dag yfirheyra George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkj-
anna, varðandi íransmálið. -Simamynd Reuter
anna frá soldáninum í Brunei og að
reynt var að hylma vfir það í fyrstu.
Shultz hefur sagt að bann þingsins
við aðstoð til skæruliða hafi ekki
hindrað hann í því að leita til er-
lendra aðila. Hefur þessi afstaða
utanríkisráðherrans farið fyrir
brjóstið á mörgum þingmanninum.
íÁnkr þk tyl?
p>arítu 3<f mp bil?
SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN.
E tUROCARD Smáauglýsingadeild
| I Vfi
- sími 27022.