Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Neytendur 011 heimilistæki verða að hafa skoðunaivottorð áður en þeim er dreift Ýmislegt hægt að gera til að auðvelda afgreiðsluna hjá raffangaprófuninni „Öll rafíong eru eftirlitsskyld en aðeins hluti þeirra prófunarskyldur. Verður að fá samþykki Rafinagnseft- irlits ríkisins áður en þeim raffong- um er dreift," sagði Bergur Jónsson rafinagnseftirlitsstjóri í samtali við DV. Á dögunum varð uppi fótur og fit er í ljós kom við könnun Neytenda- samtakanna að hér var á markaðin- um fjöldinn allur af óskoðuðum raftækjum. Við leituðum til Bergs og báðum hann að segja okkur frá gangi þess- ara mála og af hverju nauðsynlegt væri að opinber stofiiun skoðaði og samþykkti hvert einasta raffang sem hér er í umferð. Einnig hvemig sam- starfi við innflytjendur raffanga væri háttað. „Öll raffong, sem notuð eru á heim- ilum, skrifstofum og í léttum iðnaði, em prófunarskyld, að undanteknum sjónvörpum, myndbandstækjum og öðrum rafeindatækjum. Tæki, sem ekki em búin nægileg- um öryggisbúnaði, valda oft á tíðum eldsvoða. Auk þess verður að ganga úr skugga um að raffangið sé nægi- fega tryggt til þess að valda ekki skaða á umhverfi sínu eða þeim sem handfjatla það. Nefha má lampa sem ekki þola nema ákveðna perustærð, eða em ekki með nægilega ömggri hitahlíf og geta bráðnað og þannig valdið íkveikju. Slíkir lampar vom seldir hér á landi framhjá raffanga- prófuninni. Rafmagnseftirlitið bannaði sölu á þessum lömpum á sínum tíma. Þá þarf að ganga úr skugga um að öiyggi í ýmsum tækj- um, eins og t.d. hitaofnum, sem geta ofhitnað, sé fyrir hendi þannig að ekki kvikni á ofhinum aftur eftir að hann hefur kólnað. Ef öryggið er ekki í lagi getur það endað með þvi að ofhinn hreinlega bráðnar og veld- ur íkveikju. Mjög misjafnt er hve langan tíma þarf að ætla fyrir afgreiðslu hjá okk- ur. Vegna fámenns starfsliðs myndast því miður alltaf bið eftir afgreiðslu hjá okkur en ýmislegt er hægt að gera til þess að greiða fyrir prófuninni. Við eigum mjög gott samstarf við raffangaprófunarstöðvar í ná- grannalöndunum eins og á Norður- löndum og í Þýskalandi. Það gerir okkur kleift að taka gild prófunar- vottorð frá þeim,“ sagði Bergur. í könnun Neytendasamtakanna kemur fram að nokkrar tegundir, sem hlotið hafa góða dóma sænsku neytendastofhunarinnar og eru frá því sem kallað er viðurkenndir og virtir ff amleiðendur hafa ekki fengið skoðun hjá Rafmagnseftirlitinu. Hvemig stendur á því? „Sú prófun, sem sænska neytenda- stofnunin gerir, er allt annars eðlis en sú sem við gerum, sem er prófun á öryggi tækjanna. Því miður geta virtir framleiðend- ur staðið sig slælega og þeir em engin trygging fyrir því að öryggi sé fullkomlega eins og ströngustu kröfur segja til um. En ef innflytj- endur gætu valið raffong til inn- flutnings frá framleiðendum, sem hafa vottorð fiá viðurkenndri raff- fangaprófunarstöð, er það nánast ekki annað en formsatriði að fá sam- þykki okkar fyrir tækinu. En ef um er að ræða raffang, sem ekki hefur fengið prófun hjá viður- kenndri raffangaprófunarstöð, verðum við að prófa tækið áður en það getur farið í dreifingu hér á landi,“ sagði Bergur. Hann sagði að ef einhver breyting yrði á tæki sem áður hefði verið samþykkt þyrfti að fá aðra sam- þykkt. Nefndi hann sem dæmi ef breytt væri um lit á t.d. hvítu raf- tæki með t.d. með grunnnúmer 1000 H. Ef sama tæki væri flutt til lands- ins og aðeins skipt um lit þá fengi tækið annað grunnnúmer og yrði 1000 G. Viðkomandi tæki væri ekki skráð í tölvu Rafmagnseftirlitsins undir nýja gmnnnúmerinu og skoð- aðist því sem nýtt tæki. Breytingin, sem gerð hefur verið á tækinu, þarf því ekki að vera stórvægileg en oft em líka gerðar einhverjar frekari breytingar á tækjum sem innflytj- andi hefur e.t.v. ekki tekið eftir. Ekki er nauðsynlegt að skoða þessi tæki sérstaklega hér ef fyrir hendi er yfirlýsing frá viðurkenndri raf- fangaprófunarstöð.“ Af hverju em þá öll þessi óskoðuðu tæki í umferð ef málið er svona ein- Magnús Guðnason er þama að skoða þvottavélar. Reynt er að safna saman mörgum sams konar vélum til þess að prófa þær saman en þetta er flókið ferli sem getur tekið langan tíma. DV-myndir JAK Bergur Jónsson rafmagnseftirlits- stjóri. falt? „Ég skal ekki um það segja. Við eigum gott samstarf við langmestan hluta þeirra sem stunda innflutning á raffongum. Svo em alltaf til menn sem ekki fara eftir settum reglum og það em þeir sem við erum langoft- ast að eltast við,“ sagði Bergur. Framleidd em mörg raffong sem ekki em prófúð erlendis og flutt hingað til landsins af þeim sem ég vil kalla gerviinnflytjendur. Það em menn sem sjá eitthvert tæki á sýn- ingu erlendis og dettur í hug að ná sér í skjótfenginn gróða með inn- flutningi. Þessir menn koma ekki alltaf með tækin til prófunar og setja þau beint á markaðinn. Svo þegar á að fara að fá hjá þeim einhverja þjónustu, eins og varahluti, geta þeir ekki útvegað eitt eða neitt og finnast jafhvel ekki. - Hvað kostar að láta skoða raf- föng hjá ykkur? „Hingað til hefur ekki verið tekið neitt gjald fyrir það. Rætt hefur ver- ið um að breyta því. Til er ákveðið kerfi sem gæfi besta samvinnu við innflytjendur. Þeir sem skila inn til- skyldum gögnum frá erlendum prófunarstöðvum, sem við viður- kennum, myndu þá aðeins greiða málamyndagjald. Gjaldið þyngist svo eftir því sem prófunin tekur lengri tíma. Það er ótrúlega mikið mál að prófa t.d. uppþvottavélar og sjálfvirkar þvottavélar. Jafiivel er mikið mál að prófa einfaldan lampa. Það tekur meira en tíu daga . Einnig er í athugun að taka upp sektir fyrir þá aðila sem við finnum óskoðuð tæki hjá. En það er langt frá því að við vilj- um vera í styrjöld við þessa menn. Þetta eru allt sómakærir menn upp til hópa. Það eru því miður alltaf sömu mennimir sem við þurfum að vera á eftir,“ sagði Bergur Jónsson rafinagnseftirlitsstjóri. -A.BJ. Besti sjávarrétturinn 1987: Luma landsmenn á góðum uppskriftum? Takið þátt í samkeppni Marska og DV Nú stendur yfir samkeppni um „besta sjávarréttinn 1987“ á vegum sjávarréttaverksmiðjunnar Marska á Skagaströnd og DV. Frestur til að skila uppskriftum er til 15. ágúst næst- komandi. Við spurðum Steindór R. Haraldsson, framleiðslustjóra Marska, hvort hann ætti von á að fá góðar uppskriftir? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að fólk lumar á heilmörgum góðum upp- skriftum. Þegar ég segi „góðum“ uppskriftum á ég við uppskriftir sem henta vel í framleiðsluna hjá okkur. Réttimir þurfa að vera þannig að hægt sé að frysta þá og síðan að þeir séu tilbúnir til annaðhvort framreiðslu þegar þeir þiðna eða þá að þeir séu tilbúnir í ofii eða orbylgjuofh. Þannig vill nútímafólk hafa sinn mat í dag. Réttimir verða líka að vera úr ákveðnu sjávarfangi. Við getum notað uppskriftir sem hljóða upp á rækjur, hörpuskelfisk, ýsu, þorsk, ufsa eða karfa. Hráefnið er ekki amalegt, glæ- nýtt hjá okkur beint úr sjó,“ sagði Steindór. Munið að skilafresturinn er til 15. ágúst. Takið fram nákvæmt mál og vog og sendið uppskriftimar til DV, Besti sjávarrétturinn 1987, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkið þær með leyninafni og látið nafh, heimilisfang og símanúmer fylgja með í lokuðu umslagi, merktu sama leyninafhinu. Glæsileg verðlaun em í boði. Sæl- keraferð með Flugleiðum fyrir tvo til útlanda em í fyrstu verðlaun, önnur og þriðju verðlaun em glæsileg tæki frá Philips, örbylgjuofn og grænmetis- kvöm, hvort tveggja frá Heimilistækj- um. -A.BJ. Marska framleiðir fimm sjávarrétti sem njóta mikilla vinsælda. En stööugt verður að þróa nýja rétti til að koma með á markaöinn. Slik vöruþróun getur tekið marga mánuði ef vel er aö staðið eins og gert hefur verið hjá Marska. Á myndinni er verið að framleiða rækjubökur, Kristín Sigurðardóttir er fremst á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.