Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Spumingin Ertu fylgjandi hvalveið- um í vísindaskyni? Erla Olgeirsdóttir: Já, mér finnst þær tvímælalaust eiga rétt á sér. Svava Jóhannsdóttir: Já, ég er fylgj- andi þeim. Sigurþór Sigurþórsson: Já, fyllilega fylgjandi þeim. Það er rétt að kanna til þrautar hvort hvalastofnarnir eru nokkuð í hættu. Emil Björnsson: Já, vegna þess að mér fínnst rökrétt að veiða hvali í vísindaskyni. Jónas Eliasson: Já, ég er fylgjandi því að veiða hvali í vísindaskyni. Mér finnst sjálfsagt að rannsaka lífið í sjónum - ekki síst hvalina. Lesendur Unglingavinna: Geðillskuleg skrif engum til góðs Amfinnur Jónsson, skólastjóri VinnuskóLa Reykjavíkur, skrifar: Vegna skrifa 7732-4038, sem birtust í lesendadálki DV þriðjudaginn 14. júlí sl., vil ég taka fram eftirfarandi: Þegar talað er um „unglingavinn- una“ eiga flestir við Vinnuskóla Reykjavíkur. I vinnuskólanum starfe þeir unglingar fæddir 1972 og 1973 sem voru í 7. og 8. bekk grunn- skóla Reykjavíkur sl. vetur. Hins vegar starfe fjölmargir eldri ungling- ar og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, Ld. hjá hreinsunardeild, garðyrkju, skógrækt og fleiri deildum. Áður en fólk skrifer geðillskulega um málefni, sem það þekkir illa, ætti að vera lágmarkskrafe að við- komandi kynni sér málið. Ef 7732-4038 hefur átt við unglingana i Vinnuskóla Reykjavíkur skal tekið fram að þeir hafa ekki verið við slátt meðfram gangstéttum í Seljahverfi. Ég hvet því 7732-4038 til þess að kynna sér við hverja við er átt og koma síðan athugasemdum sínum á framfæri við rétta aðila. Það er ekki stórmannlegt og eng- um til góðs að hreyta ónotum í unglinga almennt eða unglingana í Vinnuskóla Reykjavíkur, sem a.m.k. eiga þetta ekki skilið. Ungtingamlr sitja oft undtr gagnrýni að ósekju og fólk gerir sér ekki grein fyrir hverjir vlnna fyrir Vinnuskólann og aðra aðila hjá Reykjavikurhorg. DVmynd: B<3. Bryndís bætir Jón Sumariömbm: Steikur á okurverði L.S. skrifar: Verðið á kjötinu af svonefndum sumarlömbum er alveg óskiljan- legt flestu venjulegu fólki. Hvemig getur staðið á því að kílóið er um það bil fjörutíu prósent dýrara en af öðru afsprengi sauðkindarinn- ar? Nú liggur beint við að álykta sem svo að þar sem þessi ágætu sumarlömb em aðeins alin í ör- skamman tíma, og þurfa aldrei í hús að koma, að þá hljóti að vera hægt að halda verðinu vemlega niðri. En óekkí, allt skal verðlagt upp í topp og áfram haldið við að venja almúgann endanlega af því að leggja sér kindakjöt til munns nema endrum og sinnum. Og varla getur það ýtt undir landbúnaðinn, eða hvað? Ekki eru allir úðabrúsar hættu- legir - að sögn þeirra sem selja slika vöru hérlendis. Merkið í hægra horninu á Duplibrúsanum segir að ósonlaginu stafi ekki hætta af þessari vöru. Hættulaus úði Örn Eyjólfsson sölustjóri skrifar: Það var þörf ábending, sem birt- ist í DV um daginn, um hættur sem steðja að ósonlaginu vegna notk- unar ýmissa tegunda úðabrúsa, ekki síst hárlakksbrúsa. Bréfritari segir að flestir viti að úðabrúsar séu stórhættulegir lí- fríkinu. Ég vildi bara benda á það að við flytjum inn mikið af lakki á úðabrúsum frá Dupli Color. Þetta lakk er til alhliða notkunar utanhúss og innan. Þetta lakk er það eina á mark- aðnum - svo ég viti - sem ekki skemmir ósonlagið. Dupli Color lakkið er ekki mengunarvaldur að neinu leyti. Eins og af þessu má sjá er nauðsynlegt að gera greinar- mun á þeim vörum sem eru á úðabrúsum. Mattías bóndi Einarsson hringdi frá Mosfellsveit: Jón Baldvin heíúr verið framsýnn og klókur maður að ná í hana Bryn- dísi eins og sjá mátti á neytendasíðu DV á dögunum. Hann hefur vanið sig á að lifa sultarlífi á námsárunum, og gerir enn, auk þess sem hann er ekki í þjóðkirkjunni, en hún bætir hann upp. Sem gömlum komma þykir mér einn- ig þjóðlegt hjá þeim hjónum að borða fisk sex sinnum í viku og styrkja þann- ig íslenskan sjávarútveg. Áfram, Jón Baldvin! Kirkjan í Trékyllisvík Pálina Guðjónsdóttir skrifar: Aðalsafnaðarfúndur Amessókn- ar var haldinn í félagsheimilinu í Trékyllisvík 9. júní síðastliðinn. Á íúndinn mættu 48 manns. Auk venjulegra aðalíúndarstarfa lagði sóknamefnd fram tillögu um stað- setningu nýrrar kirkju og var sú tilllaga samþykkt með 26 atkvæð- um gegn 6 en 16 skiluðu auðu. Annað var ekki rætt á fundi þess- um. En tildrög þessa máls em þau að á aðalfundi safnaðarins, 3. maí 1986, var lögð fram sú tillaga varð- andi gömlu kirkjuna að áhuga- menn um varðveislu hennar mættu halda henni við og yrði það ekki á vegum safnaðarstjómar. Einnig var samþykkt að fé, sem húsfriðun- amefnd hefir veitt til viðhalds kirkjunni, gangi til þessa máls. Var sú tillaga samþykkt með 32 at- kvæðum, mótatkvæði vom 13, 2 ógildir og 1 auður. í Ámesi stendur kirkja sem byggð var á ámnum 1853-1855. Eins og gefur að skilja þarfnast kirkjan viðgerðar og viðhalds en lítið sem ekkert hefúr verið gert við kirkjuna í mörg ár þó vissulega væri þörf á. Gott dæmi um það er að fyrir 8-9 árum gáfu böm Sigríð- ar Guðmundsdóttur frá Ófeigsfírði sem minningargjöf um móður sína mjög vandaða hurð fyrir kirkjuna. Sú sem fyrir var var löngu orðin ónýt. Þrátt fyrir það stóð sú gamla af sér öll veður. Jafnvel þau veður þar sem nýjar byggingar fuku sem spænir. Það sýnir hversu vel viðuð þau hús vom sem byggð vom á þeim tíma. Síðastliðið sumar tóku nokkrir ungir menn sig saman hér í sveit og fóm að hressa upp á öldunginn. Til að stjóma því verki var fenginn maður sem mikið heíúr fengist við að gera við gömlum hús. Var unn- ið að undirstöðum kirkjunnar, skipt um gólf og fleira. Einnig var fyrmefnd hurð sett fyrir en hún hafði verið í geymslu öll þessi ár. En það verður haldið áfram við að gera við þetta fallega hús. Og með tímanum verður hún sem ný en það tekur sinn tíma. En með hjálp þeirra sem hugsa til gömlu kirkjunnar sinnar og vilja leggja okkur lið, og ef einhverjum dettur í hug að heita á gömlu kirkjuna, þá em upplýsingar veittar hjá of- anritaðri, í síma 95-3006, hvert á að senda það. illi kl. 13 og 15, eóa skrifiö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.