Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 17
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
17
I>V
Verslunarmannafélagið:
Félag
Lesendur
fyrir gólftuskur á
svertingjalaunum?
Guðbjörg Bjamadóttir segir:
Launamálin finnst mér hafa lent í
algjörum ólestri hjá VR síðan þeir
tóku upp á því að hafa einungis eitt
launaþrep. Þetta þýðir í raun það að
starfsaldurshækkanir sem áður tiðk-
uðust koma ekki á launin og gefur
þetta atvinnurekendum aukið færi á
því að traðka á stafsfólkinu.
Sé mitt dæmi tekið er ég einstæð
móðir með tvö böm og þrjátíu og fimm
þúsund krónur á mánuði í laun fyrir
dagvinnu. Ef ætlast er til þess að af
þessu sé greidd húsaleiga - tuttugu
og fimm til þrjátíu þúsund em vinsæl-
ar tölur á húsaleigumarkaðnum - og
síðan bamaheimilispláss fyrir bæði
bömin geta allir séð að dæmið gengur
ekki upp. Alltaf er verið að staglast á
því að menn eigi að vinna minna og
vera meira með bömunum en þetta
kerfi gefur launafólki harla lítið færi
á því.
Til þess að framfleyta þriggja manna
fjölskyldu er nauðsynlegt fyrir mig að
vinna þrefalda vinnu og sjá þá allir
hversu vel er búið að foreldrum og
bömum þeirra við þessar aðstæður.
Það væri strax í áttina að taka upp
gamla kerfið í sambandi við starfsald-
urshækkanir og þá leiddi það kannski
tif þess að eitthvað væra metin þau
störf sem menn inna af hendi á vinnu-
stað - í stað þess að núna er litið á
starfsmenn sem eins konar gólftuskur
á dæmigerðum svertingjalaunum.
Hún er ekki lengur á gólfinu þessi heldur komin upp um alla veggi - hefur
kannski hækkað í launum nýlega.
Oliver North:
JÁRNSMÍÐAVINNA
Okkur vantar menn í almenna járnsmíða-
vinnu. Mikil vinna í boði fyrir góða menn.
GARÐASMIÐJAN/GALAX
Lyngási 15, Garðabæ. Sími 53511.
miMn
SKAMMTÍMAVISTUNIN
ÁLFALANDI 6
Starfsmann vantar í eldhús frá 1. ágúst. Um er að
ræða hlutastarf á vöktum. Upplýsingar veitir forstöðu-
maður í síma 32766.
PANTANIR
SÍMI13010
. nnci/ii/nwn i nnjwritjo i«
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
SÚÐAVÍK
DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Súðavík. Upp-
lýsingar hjá umboðsmanni í síma 94-6928 og af-
greiðslu DV, Reykjavík, sími 91-27022.
Gáfnaljós með englavængi
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Ólafur norðurljós er guðdómlegur
maður. Ólafur stjömuljós heillaði
fólkið í landi tækifæra, peninga og 32
sjónvarpsstöðva upp úr skóm og bux-
um nýverið. Ó, hann er svo sannfær-
andi, stundi kvenfólkið með herping í
maganum, er goðið opnaði þverrifuna.
Ólafur gáfhaljós ber englavængi undir
skyrtunni og er þessa stundina ímynd
alls hins góða er einn mann má prýða.
Eins og t.d. sannsögli, áreiðanleika og
heiðarleika. Réttlátur er hann talinn
með eindæmum og hvorki lemur né
heldur framhjá kellingunni. Um slíkt
er ég handviss. Ólafur norðurljós má
ekkert aumt sjá ellegar heyra án þess
að rétta fram sína hjálpfúsu hönd.
Hverra manna er hann, þessi útsend-
ari drottins allsherjar sem vikið er að?
Ekki treysti ég mér í það stórvirki að
útfæra þann sálm allan. Enda þekki
ég mannfjandann ekkert, sem betur
fer. I föðurlandi sínu kvað sveinninn
ungi hlýða nafninu Oliver North og
vera undirforingi (hvað svo sem það
stöðutákn annars þýðir) í bandarísku
vígamaskínunni og tengjast með ein-
hverjum óskiljanlegum hætti írans-
vopnasöluhneykslinu, sem um þessar
mundir gandríður strætum og hfbýlum
þar vestra ásamt heimsbyggð allri.
Málið sem er um það bil að velta stóln-
um hans Reagans forseta um koll með
hann sitjandi í (þ.e.a.s. Reagan).
Ekki er að spyija að tortryggni og
efasemdum í mér flesta daga. Sér í
lagi þegar fólk verður á einni nóttu
algott - ef mér leyfist að nota það orða-
lag - eins og virðist með nefhdan
North. Því var aulinn sá ama ekki
fyrir langalöngu búinn að greina þjóð-
inni frá ólöglegum viðskiptaleiðum
þjóðanna tveggja, er honum var full-
kunnugt um frá byrjun, að sögn?
Oliver North skyldi þó ekki hafa freist-
ast til að þiggja undir borðið lítinn
og nettan bankareikning í Sviss? En
af góðmennsku og hjartagæsku einni
við frú og böm ákveðið að halda kjafti
um málið þrátt fyrir yfimáttúrlegan
heiðarleika. En lífið er hverfult og
svikult. Og öllum getur orðið á í mess-
unni. Einnig Ólafi skósóla nr. 47.
Hugsið ykkur líðan einfeldningsins.
Reyndar telja gárangar vestursins
margtuggðan aðila vænlegasta leik-
araefni sem Hollywoodborg getur nú
státað af. Ætíð era gárungamir samir
við sig. Samviskulausir með öllu. Enn
er möguleiki á að fá betra umtal eða
lof frá þegnum? Nei, ekki að mínu
mati. Að verða Hollywoodtrúður er
hápunktur tilverannar.
OLAFSVIK
DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Ólafsvík. Upp-
lýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-6243 og af-
greiðslu DV, Reykjavík, sími 91-27022.
BLAÐAUKI
FYRIR
VERSLUNARMANNAHELGiNA
um ferðalög og mótstaði helgarinnar kemur út
miðvikudaginn 29. júlí.
AUGLYSENDUR ATHUGIÐ!
Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa vöru sína og þjónustu
í þessum blaðauka hafi samband sem fyrst -
í síðasta lagi fimmtudaginn 23. júlí.
AUGLYSINGADEILD,
ÞVERHOLTI 11,
sími 27022.