Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Menning
Gegnsæi
oghringsæi
Sýning ínu Salóme í Nýlistasafninu
Kjarval - Onefnd (Tvö andlit), ekkert ártal.
Kjarval í nútíð
Sumarsýningin að Kjarvalsstöðum
Það fordómaleysi gagnvart tækni
sem ríkt heíur meðal yngri myndlist-
armanna hin síðari ár hefur afináð
hin viðteknu skil milli listgreina.
Myndlistarmönnum nægir ekki
lengur að mála heldur gera þeir líka
skúlptúra og þrykkja grafík, fást
máske einnig við ritstörf í frístund-
um.
Þessi þróun hefur sennilega verið
myndlistum til framdráttar. Á hinn
bóginn greinir menn á um það hvort
listhönnun eða listiðnaður, allt það
sem útlenskir kalla „crafts“, hafi
haft gott af þessu frjálsræði. Nú vill
enginn stunda venjulega leirkera-
smíði (segja umvandarar) heldur eru
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
menn umsvifalaust orðnir leirlista-
menn og famir að hugsa í leirskúlpt-
úrum. Vefarar eru ekki lengur
ráðsnjallir handverksmenn heldur
textíllistamenn. Og glerblásarar
breytast óforvarendis í glerlista-
menn.
Þetta er yfirleitt af hinu illa, full-
yrða sömu umvandarar, því aukinn
metnaður listhönnuða á sviði
„frjálsrar" listsköpunar dregur úr
áhuga þeirra á undirstöðu listhönn-
unar, sjálfu handverkinu. Senn líður
að því að ekki verður hægt að kom-
ast yfir fagurlega rennt leirker til
heimabrúks þar sem leirkerasmið-
imir verða allir svo önnum kafhir
við að brenna leirskúlptúra.
Litur inni í fleti
Það má sosum vera að eitthvað sé
til i þessu. En þá er líka eins víst
að hlutimir eigi eftir að snúast alveg
við. En mér finnst samt mestu máli
skipta að listhönnuðir fari vel út úr
dufli sínu við myndlistarlega fagur-
fræði.
Ég sé til dæmi ekki betur en ína
Salóme, fyrrum textílhönnuður, nú
búsett í Finnlandi, hafi haft heilmik-
ið gott af því að endurskoða ýmsar
forsendur tauþrykksins og nota
myndlistarlegar viðmiðanir til þess
ama.
Það sem hún gerir er út af fyrir
sig ósköp einfalt, sumsé að mála með
textíllitum á bómullardúka. Það sem
þessi vinnubrögð hafa ffam yfir mál-
un á striga er að bómullin drekkur
í sig litinn, samsamast honum. Litur
og myndflötur verða eitt, rétt eins
og gerist í mörgum málverkum
Morris heitins Louis.
Með því að nota gisinn dúk getur
ína einnegin leikið sér með gegnsæi
og hringsæi, raðað nokkrum dúkum
saman til að fá út breytilegt samspil
litflata, allt eftir því hvar áhorfand-
inn stendur: fyrir ífaman verkið, til
hliðar eða á bak við það.
Þriðja víddin virkjuð
Þar með virkjar listakonan einnig
þriðju víddina og birtu á hverjum
stað, eða, ef vill, rafmagnslýsingu.
Á sýningu ínu Salóme í Nýlista-
safiiinu eru aðeins 7 verk, vegghengi
og lofthengi, en í þeim eru svo mikl-
ir náttúrukraftar leystir úr læðingi
að áhorfandinn finnur ekki fyrir
tómarúmi í húsnæðinu.
í verkum sínum virðist mér Ina
Salóme sem sagt draga saman og
hlutgera náttúruupplifanir, sjá þær
í formi stöpla/dranga sem gætu vís-
ast einnig verið ávísun á mannlega
nánd.
Þetta eru umfram allt rómantísk
verk, sýna náttúruna sem heimkynni
myrkra og dulúðgra afla, en mjúk-
lega samstillt blæbrigði litanna gefa
til kynna þelhlýju þessara sömu afla.
Þannig sjá fslendingar landið sitt
úr fjarlægð. -ai
Nútíðin er sífellt að hróíla við for-
tíðinni. Þetta á sérstaklega við um
listimar þar sem gömul, forsómuð
verk fá allt í einu nýja merkingu,
verða græn aftur eins og símastaur-
amir í kvæði Tómasar.
Þar með fær fortíðin á sig nýtt
yfirbragð. Og þá er gjaman sagt að
þessi eða hinn hafi verið á undan
sinni tíð.
Raunar er enginn ákafari þátttak-
andi í samtímanum heldur en
einmitt listamaðurinn. Hann er sko
með á nótunum. Það erum við hin
sem erum á eftir tímanum. Þar með
erum við stundum ófær um að skynja
og leggja mat á listrænar uppgötvan-
ir.
Enn sem fyrr koma listamenn okk-
ur til hjálpar. Með nýjum verkum
opna þeir skilningarvit okkar fyrir
verkum fortíðar.
Það hefur til dæmis verið gaman
að fylgjast með því í myndlistartíma-
ritum hvemig „nýja málverkið",
„villta málverkið", „nýi expressjón-
isminn", hvað sem maður vill kalla
krógann, hefur stuðlað að endur-
mati á ævistarfi málara af eldri
kynslóð sem áður þóttu óalandi og
óferjandi sökum sérvisku og/eða
óhemjuskapar.
Við hér á íslandi vitum gjörla
hvaða augum samtímamenn Kjar-
vals, svo og hin nýríka kynslóð
eftirstríðsáranna, leit verk hans.
Þessi aðdáendahópur listamannsins
sætti sig helst ekki við annað en
verkleg landslagsmálverk á striga
með áritun Kjarvals og ártali.
Hið ókláraða
Landslagsfantasíur með fígúrum
vom einnig gúteraðar svo fremi sem
þær vom málaðar á striga og merkt-
ar listamanninum.
Málaðir og teiknaðir hausar á góð-
um striga eða pappír vom einnig
taldir meðal betri verka Kjarvals en
nafh eða upphafsstafir hans þurftu
þá auðvitað að vera til staðar.
Flestir aðdáendur Kjarvals (með
einni stórri undantekningu, sem
heitir Þorvaldur Guðmundsson)
höfðu hvorki skilning né áhuga á
hinu ókláraða - „non finito“ - í verk-
um hans, krotinu, ómerktum riss-
blöðum og skissum, hugarhvarfli
listamannsins á lúðan umbúðapapp-
ír, hugdettum sem vom svo óstýrilát-
ar að engin pappírsörk virtist geta
haft á þeim hemil.
Það var eins og menn áttuðu sig
ekki á því að í slíkum verkum er að
finna andagiftina ómengaða áður en
listamaðurinn klæðir hana upp í fín-
indi viðtekinna listviðhorfa.
Til skamms tíma var hægt að
kaupa svona myndir eftir Kjarval á
uppboðum gegn vægu verði meðan
sérhver signeraður pensildráttur á
lérefti seldist fyrir stóran pening.
Nú er eins og von sé á hugarfars-
breytingu í Kjarvalsmálum, ef
marka má gagnmerka sumarsýningu
sem nú hangir uppi að Kjarvalsstöð-
um.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Líkamlegar skrumskælingar
Þessar sumarsýningar „að hætti
hússins" hafa til þessa ekki verið
ýkja spennandi fyrir oss fslendinga,
sömu verkin hafa verið þar tíl sýnis
ár eftir ár.
En með því að búið er að flokka
þann mikla fjölda „ófullgerðra" og
áður ósýndra verka, sem Kjarval
ánafnaði borginni, gafst nú gullið
tækifæri til að breyta til. Þeir Éinar
Hákonarson og Sigurður Örlygsson,
listmálarar báðir, voru greinilega
réttu mennimir til að vinna verkið.
Saman völdu þeir 43 ítem til sýn-
ingar á göngum Kjarvalsstaða,
fígúratíf verk, jafiit andlitsmyndir
sem fantasfur með fígúratífu ívafi.
Hér em teikningar sem geisla af
innra lífi og hér má einnig sjá fim-
leika og líkamlegar skrumskælingar
sem gefa í engu eftir því sem ungir
listmálarar hafa verið að gera í eigin
verkum á undanfömum árum.
Sjálfúr pappírinn, velktur, alja-
vega rifinn, upplitaður og saman-
klístraður, gefúr þessum verkum
Kjarvals hrátt og áríðandi yfirbragð,
rétt eins og hstamanninum hafi ver-
ið svo mikið niðri fyrir að honum
hafi ekki gefist tími til að snurfusa
hugmyndir sínar.
Ungir listamenn, sem telja sig eiga
brýnt erindi við okkur áhorfendur,
láta líka allar etíkettur lönd og leið.
En þótt hér hafi verið tíðrætt um
það sem sameinar Kjarval og unga
ákafamenn í nútímalistinni þá er
fleira sem skilur þá að.
í allra kykvenda líki
Kjarval leyfir sér að meðhöndla
fígúruna af óvenjulegu fijálsræði,
sennilega vegna þess að hann taldi
sig ekki vera að fjalla um mann-
verur, heldur yfimáttúrlega vætti,
sem eðlis síns vegna gætu hlaupið í
allra kykvenda líki meðan afbökun
yngri málara á líkamanum ræðst
meðal annars af vantrausti þeirra á
viðteknum húmanískum viðhorfúm,
þeim sömu sem leitt hafa mannkyn
að brún hengiflugsins.
Og uppstokkun ungra listamanna
á ýmsum formsatriðum, meðal ann-
ars notkun þeirra á forgengilegum
efnivið, grófum pappa, lúðum papp-
írsörkum og svo framvegis, er einnig
partur af andófi en ekki eðlileg af-
leiðing af fijálslegum samskiptum
listamanns eins og Kjarvals við mið-
il sinn, samskiptum sem á stundum
jaðra við hirðuleysi.
Um þessa sumarsýningu ætla ég
ekki að hafa fleiri orð að sinni nema
hvað ég hvet allt áhugafólk um verk
listamannsins til að berja augum
hinn „villta tryllta Kjarval" sem
hangir á göngum Kjarvalsstaða en
gleyma samt ekki þekktari verkum
hans sem finna má í austursalnum.
í það safn hafa bæst nokkrar
myndir sem vert er að gaumgæfa,
meðal annars verk sem varpa nýrri
ljósglætu á afstrakttilraunir Kjar-
vals.
E.s. Þokkaleg skrá fylgir sýning-
unni. I henni er æviágrip lista-
mannsins á íslensku og ensku og er
hætt við að útlendingar verði kími-
leitir við að lesa ýmislegt sem þar
er ritað. Stærstu liststofnanir lands-
ins eiga að sjá sóma sinn í því að
gefa út kórrétta texta fyrir útlend-
inga séu þær að því á annað borð.
-ai
ína Salóme ásamt einu verka sinna. DV-mynd JAK
Afsöl og
sölutilkynningar
Ertu að kaupa eða selja bíl? Þá höfum við handa þér ókeypis
afsöl og sölutilkynningar á smáauglýsingadeild
Þverholti 11, sími 27022