Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 21
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. 21 Iþróttir iu. der DV-fréttin ýtti við á 4 „húsaleigumálinu - Tillaga lögð fram á borgarráðsfundi um niðuifellingu húsaleigu Reykjavíkurfélaga Frétt á íþróttasíðu DV í síðustu viku, varðandi gífurlega húsaleigu sem íþróttafélög í Reykjavík þurfa að inna af hendi ár hvert, hefur vakið gífurlega athygli. Sem betur fer virðist umrædd frétt ekki aðeins hafa vakið athygli þeirra sem engu fá ráðið um gang mála heldur einnig þeirra sem snúið geta því ófremdarástandi sem upp er komið til betri vegar. í fyrradag var haldinn fundur í borgarráði Reykjavíkur og fyrir þann fund var lögð tillaga af Alfreð Þorsteinssyni sem gæti, ef vilji er fyrir hendi, gerbreytt núverandi ástandi. - / Boltinn er hjá íþrótta- og tóm- stundaráði Tillagan, sera Alfreð lagði fram á fundi borgarráðs, hljóðar þannig: „Borgarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundaráði að gera tillögu sem miðar að því að íþróttafélög í Reykjavík búi ekki við lakari kost en íþróttafélög í nágrannasveitarfélögunum hvað varðar leigukjör i íþróttamann- virkjum og æflngasölum.“Þessari tillögu var vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs og verðui- íróðlegt að fylgjast með framvindu mála þar á næstu dögum. „Við þurfum að greiða 460 þúsund fyrir húsaleigu“ „Á síðasta ári þurfti handknatt- leiksdeild Ármanns að greiða 460 þúsund krónur í'yrir húsaleigu. Á móti komu að vísu slyrkir frá IBR en við þurfum örugglega að greiða rúm 300 þúsund,“ sagði Ragnar Gimnarsson, _ gjaldkeri handknatt- leiksdeildar Ármanns, í samtali við DV í gærkvöldi. Hann sagði enn- fremur „Auðvitað eru þetta óhugn- anlegar tölur og ég veit að önnur félög og deildir þurfa að greiða tölu- vert hærri upphæð. Við notuðum eins fáa tíma og við komumst af með eða 19 talsins á viku. Önnur félög hafa verið með um 26 tíma þannig að upphæðin hjá þeim er mun hærri.“ „Við greiðum enga húsa- leigu“ Eins og fram hefur komið í DV er ástandið allt annað og betra hjá fé- lögum utan Reykjavíkur. Jóhann Baldurs, gjaldkeri handknattleiks- deildar Breiðabliks í Kópavogi, sagði eftirfarandi í samtali við DV í gærkvöldi: „Við þurfum enga húsa- leigu að greiða, hvorki fyrir æfingar né leiki. Ég veit að ef við þyrftum að greiða húsaleigu myndi sú upp- hæð skipta hundruðum þúsunda. Við í Breiðabliki höfum að sjálf- sögðu fúlla samúð með Reykjavíkur- félögunum í þessu máli.“ Af hverju 0 í Kópavogi en formúa í Reykjavík? Fyrir þá sem hafa ekki þegar gert sér grein fyrir mikilvægi þess að íþróttafélög í Reykjavík verði leyst undan þeirri okurhúsaleigu sem nú viðgengst skal bent á að hér er um fjölda milljóna að ræða en ekki neina smáaura. Og tekið skal fram að allar deildir innan íþróttafélag- anna í Reykjavík sitja hér við sama borð þótt tekin hafi verið tvö dæmi varðandi handknattleik hér að firam- an. Það hlýtur að vera réttlætismál að Ármenningar, svo dæmi sé tekið, greiði sömu upphæð í húsaleigu og til að mynd Breiðablik í Kópavogi. Ástandiö engum til sóma Það er ísköld staðreynd að íþrótta- félögin eru að gefast upp. Það hefur komið skýrt fram í fjölmörgum sam- tölum við forráðamenn félaga og deilda innan þeirra sem DV hefur átt á síðustu dögum. Varla getur það verið vilji þeirra sem ráða ferðinni að þau leggi upp laupana. Til að komast hjá þvi þarf að hefjast handa og gera eitthvað í málunum. Ástand- ið hjá félögunum er engum til sóma sem á annað borð er í aðstöðu til að stöðva þá uggvænlegu þróun sem orðið hefúr á fjárhag Reykjavíkurfé- laganna undanfarin misseri. -SK/JKS Forraóamonn iþrottafolaga i Reykjavik að mlssa þoUimuaðfna: Húsaleigan að sliga félögin - VikJnfw troiddl um 400 þu*. fyrtr 3 tot telgu á lanfcantahhoB í; g.yaxzziszpjx&Kz „Raóum ekkl „Féiögln „Enrni aó ” ■1 - kraftavert< • Fréttin sem birtist í DV sl. mið- vikudag og vakti mikla athygli. Skriður komst á „húsaleigumálið" á fundi borgarráðs i fyrradag. „Þjálfaramál í BK enn óleyst“ Gylfi Kristjánssan, DV, Ækureyri: „Ég er aðeins hér til að hlaupa í skarðið tímabundið en ég hef plan- lagt sumarfrí á næstunni. Það eru heldur ekki líkur á því að Kjartan verði með liðið áfram. Þjálfaramál ÍBK eru þvi enn óleyst,“ sagði Karl Hermannsson, sem stjómaði liði ÍBK í gærkvöldi ásamt Kjartani Mássyni, en mikill viðbúnaður var hjá Keflvíkingum sem mættu með tvo þjálfara og fimm fararstjóra auk klappliðs til Akureyrar. „Ég er ánægður með leikinn hjá ÍBK en lið sem nýtir ekki nema eitt víti af fimm á ekki skilið að komast áfram,“ sagði Karl. -SMJ Kanar skólaðir til - íslenskt „unglingalið" burstaði Bandaríkjamenn, 26-20 Islenska landsliðið í handknatt- leik lék í fyrrinótt við Bandaríkja- menn í borginni Atlanta þar vestra. Er skemmst frá því að segja að íslenska liðið hafði sigur, skoraði 26 mörk en heimamenn 20. Staðan í leikhléi var 13-9. íslenska liðið, sem er mjög ungt og óreynt, náði ákaf- lega vel saman og var sigurinn síst of stór. Bilið var nefnilega gleiðast 9 mörk. Best léku þeir Geir Sveinsson og Guðmundur Hrafrikelsson en Júlíus Jónasson og Aðalsteinn Jónsson voru atkvæðamestir - gerði hvor þeirra 6 mörk. -JÖG pymur í súginn en þó mátti Baldur taka á honum stóra sínum og verja tvívegis frá Keflvíkingum í góðum færum. Þórsarar áttu ekki færi í hálfleiknum sem einkenndist af grófúm brotum á báða bóga, var til dæmis mikið um tæklingar aftan frá. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar með látum því á 47. mínútu komst Halldór Áskelsson einn inn fyrir vöm ÍBK en Þorsteinn várði. Þórsarar ná nú undirtök- unum og á 51. mínútu verða Halldóri ekki á nein mistök þegar hann afgreiðir fyrir- gjöf frá Hlyni Birgissyni inn. Tveim mínútum síðar jafna Keflvíkingar en þá á Freyr Bragason fyrirgjöf frá endalínu sem Oli Þór Magnússon skallar inn. Þórsarar komast í 2-1 á 67. mínútu. Hlynur hafði þá betur í baráttu við tvo Keflvíkinga úti við hliðarlínu og gaf fyrir á Kristján Kristjánsson sem skallaði í stöngina og inn. Á 73. mínútu fá Þórsarar víti þegar Hlyni er bmgðið en Þorsteinn gerir sé lítið fyrir og ver frá Jónasi Ró- bertssyni sem elstu menn muna ekki eftir að hafi misnotað spymu. Þorsteinn náði að slæma fæti í boltann enda langur mjög. Á 85. mínútu jöfnuðu Keflvíkingar og var það mark sannkallað augnayndi. Eftir homspymu fékk Skúli Rósantsson bolt- ann 25 metra frá marki og gerði hann sér lítið fýrir og afgreiddi boltann rakleitt í netið með fimafóstu skoti. Framlengingin var síðan tíðindalítil enda mjög af báðum liðum dregið. Bestu menn Keflvíkinga voru Sigurður Björg- vinsson og Jóhann Júlíusson en bestir hjá Þór vom Halldór Áskelsson, sem er í geysilegu formi þessa dagana, og þá áttu þeir Guðmundur Valur og Hlynur ágætan leik. Dómari var Ólafur Lámsson og var hann of linur en samræmi var 1x5 í dómum hans. Áhorfendur vom um 1000. -SMJ • Þorsteinn Bjamason í baráttu við Hlyn Birgisson. DV-mynd GK A OLLUM ALDRI VANTARI EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 REYKJAVIK Hringbraut 39-90 Birkimel Skipholt 1-27 Stórholt Brautarholt Stangarholt Sólheima 25—út Steinagerði Teigagerði Breiðagerði Eskihlið Blönduhlið Vantar á skrá i miðbæ vesturbæ Laugarnesi Heimum og Vogum GARÐABÆR Breiðás Stórás Melás Lækjarfit Lyngás Löngufit Smáragrund Ránargrund Markargrund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.