Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Side 31
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. 31 Sandkom menn að hver sem taki sér þetta í munn ráði sjálfur hvort hann eigi við græna baun eða kaffibaun! Umferóartak- markanir Hin stóraukna bílaeign landsmanna er víst farin að valda ýmsum áhyggjum. Gatnakerfið virðist gert fyrir mun færri bíia en nú Hða um götumar en hin mikla meng- un sem frá þeim stafar virðist þó vera fólki enn meira áhyggjuefni. Einhverjar radd- ir hafa heyrst um umferðar- takmarkanir þó að ekki sé Ijóst í hveiju þær eiga að vera fólgnar. Við þetta hvarflar hugurinn yfir til Aþenu þar sem bílaum- ferð og mengun ku vera hvað mest. Þarlend stjórnvöld tóku upp það snilldarráð að gefa út tvær gerðir af bílnúmerum, var vikunni síðan bróðurlega skipt milli beggja númera- gerða. Einn daginn mátti einungis hreyfa bíl með núm- eragerð A í miðbænum en daginn eftir var númeragerð B allsráðandi. Þetta hafði þau áhrif að nú eiga flestar fjöl- skyldur tvo bíla í stað eins, sinn með hvorri númeragerð. Meltingar- vegur Það er alltaf gott þegar hægt er að líta á broslegu hlið- amar á alvarlegum málum og einhvem veginn virðist það vera svo að menn geti ávallt gantast með óhöpp náungans. Gárungamir hafa búið til ýmsar sögur í tengslum við salmonellufaraldurinn. Sú nýjasta er nafngift þeirra á þjóðveginum í gegnum Dala- sýslu. Þeir vilja kalla hann „Meltingarveg". Af tíðni og tímalengd sal- emisferða I nýjasta hefti ísaltíðinda er að finna ansi skemmtilega grein um tíðni og tímalengd salemisferða sem sagt er að eigi rætur sínar að rekja til eins stærsta iðnfyrirtækis landsins. Við athugun á tíðni og tíma- lengd salemisferða starfsfólks í þessu fyrirtæki kom í ljós að hún var fyrir ofan þau mörk sem þingnefnd um framleiðni og sóun mælir með. Því hefur verið útbúin sérstök innstæða í tölvukerfi fyrir alla starfs- Á salemunum verða tíma- stýrðir salemisrúlluhaldarar, auk sjálfvirks búnaðar sem sturtar niður og opnar dyr. Sjálfvirkt tæki gefur til kynna hvað tímanum líður á mínútu- fresti í þijár mínútur, þá tekur við aðvörunarbjallan sem hringir í 30 sekúndur. Að þeim tíma liðnum hverfur salemis- rúllan inn í lokað hólf, salem- ið sturtar sjálfkrafa niður og dymar á salemisklefanum opnast. Þannig verður þetta vanda- mál leyst og búist er við að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið til að bæta framleiðnina. En samkvæmt greininni virðast salemisferðir vera aðalflösku- hálsinn í framleiðslustarfsemi hérlendis. vlrðlst vera að lækka tlðnl og tímalengd salernlsferða. menn þannig að þeir eiga 40 salemisferðir inni í mánuði. Aðgangur að salemum verður háður tölvustýrðu kerfi sem byggir á raddgreiningu. Skila verður til starfsmannadeildar tveimur raddsýnishomum. Annað tekið við afslappaðar aðstæður en hitt undir álagi, helst í spreng. Salemisdyr munu síðan opnast fyrir við- komandi starfsmanni á meðan hann á enn innstæðu á salern- iskvóta mánaðarins. Baunin á Ólafsvík Skömmu fyrir alþingiskosn- ingamar nú í vor tók Fram- sóknarflokksfélagið á Ólafsvík sig til og keypti hið reisulegasta hús undir starf- semina. Ólafsvíkingar voru víst ekki lengi að gefa húsinu nafn. Er það kallað „Baunin" manna á milli. Segja heima- Umsjón: JónasFr. Jónsson Gatekki gert Davíð þetta Fyrir skömmu var sagt frá því í sandkorni að Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski hefði fengið sér Cadillac eins og Davíð Oddsson borgar- stjóri. Sagðist Tolli hafa gert það fyrir Davíð. Nú hafa skipast veður í lofti og samkvæmt nýjustu munn- mælasögum mun Þorvaldur vera búinn að selja Kádil- jákinn sem kostar víst enga smáaura. SegirTolli öllum þeim sem forvitnast um ástæðu sölunnar að hann hafi ekki getað gert Davið þetta. Það passaði einhvem veginn ekki að svínahirðir, eins og hann kallar sjálfan sig, ætti bíl eins og sjálfur borgarstjór- inn. Segist Tolli því hafa selt bílinn hið snarasta þegar hann hafi séð að sér og ekki viljað vera borinn saman við borgarstjórann. Glettinn mað- ur, Þorvaldur. Davið Oddsson þarf ekkl aó óttast samkeppni við Þorvald Guðmunds- son I Sild og fiskl þvi Þorvaldur hefur selt billnn. Okuleikni BFÖ - DY Feðgar bórðust um bronsið Sigurvegarinn náði besta árangri yflr landið Síðastliðinn laugardag fór ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV fram á Þingeyri. Mjög góð þátttaka var í bílakeppninni, eða 18 ökumenn, og er það meiri þátttaka en í sjálfri Reykjavík. Keppnin á Þingeyri var mjög jöfri og spennandi íraman af en þá renndi sér í brautina Þórarinn Ágúst Jónsson á Peugeot 309 og var akstur hans í alla staði til fyrirmyndar. Hann gerði aðeins 2 villur í brautinni og þar sem hann fékk 32 stig í bónus drógust þær báðar alveg frá. Þórarinn var með all- ar umferðarspumingamar réttar svo hann fékk í allt aðeins 110 refsistig og sigraði með miklum yfirburðum. Hann er nú ásamt Grétari Reynissyni frá Egilsstöðum með besta árangur yfir landið. Lengi vel vom feðgar í 2.-3. sæti með 200 refsistig. En síðasti keppandinn í karlariðli sló þeim við og fékk 173 refsistig. Hann náði því öðm sæti. Þetta var Sævar Gunnars- son á Opel Kadett. Fyrir bragðið urðu feðgamir Kristján Gunnarsson og Sig- urður Kristjánsson að keppa um 3. sætið aftur. Sigurður er aðeins búinn að hafa ökuleyfið í nokkra mánuði og það háði honum þegar svo mikil spenna var komin í keppnina. Hann fékk því 258 refsistig í annarri umferð en pabbi gamli, hann Kristján, bætti sig um 2 sekúndur og fékk 198 refsi- stig í keppninni um 3. sætið og kom bronsið því í hans hlut. Kvennariðillinn fámennur í fyrsta sinn á Þingeyri Aðeins þrjár konur mættu til leiks Kristján Gunnarsson varð að berjast við son sinn um 3. sætið og má segja að reynslan hafi verið honum hliðholl þegar aka varð aftur og hlaut Kristján bronsið. -EG. á Þingeyri og er það fámennasti kvennariðillinn þar til þessa. Vonandi eiga kynsystur þeirra ann- ars staðar eftir að bæta úr þessu. Kristín Helgadóttir sigraði í kvenna- riðli með 298 refeistig en fast á hæla hennar kom Svava María Hermanns- dóttir með 316 refsistig. Jovina Svein- bjömsdóttir varð í þriðja sæti. Kaupfélagið á Þingeyri gaf verð- launi í ökuleikninni og vilja forráða- menn ökuleikninnar færa því þakkir fyrir. Casio úrið hlaut Þórarinn sá er sigraði í karlariðli og vom það aðeins örfáar sekúndur sem skildu hann og næsta keppanda að í tíma á braut- inni. Hörkukeppni á reiðhjólunum Ekki var hjólreiðakeppnin jafníjöl- menn og ökuleiknin en spennan var þar mun meiri því þegar allir keppend- ur höfðu farið í gegn um brautina vom tveir keppendur efetir og jafnir i yngri riðlinum með 103 refsistig. Það vom þeir Baldur Þór Guðmundsson og Ólafur Gunnþór Höskuldsson. Þeir urðu að keppa aftur um gullið og í þeirra keppni hafði Baldur betur og telst þvi sigurvegari í yngri riðli. 1 eldri riðlinum sigraði Hjalti Antonsson með 100 refeistig. Fálkinn hf. gaf verðlaun- in í hjólreiðakeppninni og skulu Fálkamönnum færðar þakkir. Næstu keppnir Keflavík Selfoss Akranes Garður Hafnarfjörður Þorlákshöfn Grindavík Kópavogur 13. úlí 14. úlí 15. úlí 16. úli 20. úlí 21. úlí 22. úlí 23. úlí Bílasölur athugið! Bílamarkaður er á fullri ferð. Bílablað OV kemur út á hverjum laugardegi. Bílasölur!! Notið þetta einstaka tækifæri til að auglýsa ykkur. My ndatökuþj ónusta Auglýsendur, hafið samband við auglýsingadeild sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.