Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Page 36
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Dustin
Hoffman
er ekki mjög heppirm maður.
Hann hafði ákveðið að gera
sér dagamun og skrapp með
börnin sín tvö í tívolí. Þegar
hann hafði gengið um allan
garðinn með afkvæmunum
og prófað ýmislegt sem stóð
til boða gengu þau fram á
lukkumiðatjald þar sem vinn-
ingarnirvoru bangsaraf öllum
stærðum og gerðum. Dustin
er barngóður maður með af-
brigðum og hann lofaði
krökkunum sínum að skyldi
vinna sinn bangsann handa
hvoru. Hvort sem þið trúið því
eða ekki þá tók það Dustin
fjórar klukkustundir að vinna
tvo eins bangsa. Og upphæð-
in sem fór í leikinn? Litlar 40
þús. krónur til að fá vinninga
að upphæð ca 400 krónur.
En Dustin segir að þetta hafi
verið vel þess virði.
Allar vildu meyjarnar eiga hann, eða allavega mynd af honum. Laugardalshöllin alveg kjaftfull af aðdáendum.
Hjartaknúsariim Morten í A-ha
Twiggy,
sem nú er 36 ára, segist að-
eins kæra sig um frægðina
vegna dóttur sinnar, Carly,
sem nú er 7 ára gömul. Barns-
faðir Twiggy dó fyrir fimm
árum og síðan hefur hún séð
um sig og Carly. Twiggy á nú
vaxandi vinsælda að fagna og
framtíð þeirra mæðgna er
nokkuð trygg. „Frami minn
getur verið aðgöngumiði
Carly að góðu lífi. Það er mitt
æðsta takmark að hún verði
hamingjusöm/'segirTwiggy.
Elton John
Lánið leikur ekki við tónlistar-
manninn Elton John þessa
dagana. Konan hans fór frá
honum og hann á í stappi við
almannaróm sem segir hann
vera homma og dæmir hann
eftir því. Ofan á allt saman
varð hann fyrir því óláni fyrir
stuttu að glata símanúmera-
þókinni sinni. Bókin var
úttroðin nöfnum og síma-
númerum frægra manna og
kvenna, kónga og prinsessa
o.s.frv. Elton segir bókina vera
ómetanlega og hefur hann
heitið firnaháum fundarlaun-
um.
Þá eru tvær stórhljómsveitir
komnar og famar af klakanum. Evr-
ópa kom sá og sigraði og ekki vakti
hljómsveitin A-ha minni lukku. Eftir
að hafa fyllt Höllina tvö kvöld í röð
hélt hún heim á leið í 10 daga frí
áður en lagt verður í næsta túr.
Þessir þrír norsku strákar, sem
slógu í gegn fyrir nokkmm árum, eru
nú heimsþekktir og unglingar á öll-
um aldri þekja veggi sína með
myndum af goðunum. Morten Har-
ket er vinsælastur þeirra þriggja.
Þegar hann hefur upp raust sína em
það ófá hjörtun sem fara að slá hrað-
ar.
Því miður fyrir stúlkur heimsins
er Morten á föstu með enskri stúlku
sem leggur stund á nútímadans. Þau
kynntust þegar hún dansaði í mynd-
bandinu við lagið „Take on me“.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Morten
er með stelpu í einhvern tíma. Þau Hversu ótrúlega sem það kann að
hittast alltaf þegar tími gefst þó að hljóma þá em helstu áhugamál
Morten hafí haft mikið að gera að Mortens fyrir utan tónlistina ræktun
undanfömu. orkídea og klifur í trjám!
Morten meö stæl, alvarlegur á svip aö syngja fallega ástarballöðu.
I partii, sem naldið var í Evrópu eftir tónleikana, náði Sigga Beinteins að
ræða stutta stund við Morten. Þau eru hér niðursokkin i samtal sitt.
DV-myndir KAE
Andrew og Sarah í Kanada
Guðrún Hjartardóttir, DV, Ottawa: Kanada. Er þetta fyrsta opinbera
--------—______________—___ heimsokn hjonanna ungu a erlendn
Um þessar mundir em konunglegu grund síðan þau gengu í það heilaga
hertogahjónin af Jórvík, Andrew og fyrir einu ári.
Sarah, í opinberri heimsókn í Andrew er sá af börnum Elísabetar
Hertogahjónin íklædd regnstökkum er þau sigldu upp að Niagara- fossunum.
Englandsdrottningar er þekkir
Kanada best. Hann er sá eini af þeim
er stundaði nám um tíma hér en á
síðari hluta áttunda áratugarins var
hann í tvær annir í skóla nálægt
Peterborough í Ontario. Hefur
Andrew einu sinni áður komið í op-
inbera heimsókn til Kanada.
Andrew og Sarah hafa nú þegar
heimsótt Niagarafossana þar sem
þau svifu bæði í þyrlu yfir fossunum
og sigldu í báti upp að þeim. Einnig
heimsóttu þau borgina Thunderbay
þar sem þrumur og eldingar tóku á
móti þeim svona til að undirstrika
nafn borgarinnar.
Um helgina voru þau í höfuðborg
Ontariofylkis, Toronto. Þar skoðuðu
þau marga athyglisverða staði og
enduðu ferðina þar á veðreiðum að
breskum sið. Síðustu dagana hafa
hjónin dvalið út af fyrir sig í ná-
grenni við skóla Andrews fyrir
norðan Toronto. Þar sigldu þau á
kanóum, stunduðu veiðar og nutu
náttúmnnar fjarri ys og þys fjöl-
miðla og veislusala. í gær heimsóttu
þau Albertafylki og í dag halda þau
þar upp á eins árs brúðkaupsafmæli
sitt.
Andrew og Sarah verða í opinberri
heimsókn hér í Kanada í tíu daga
en þau ætla einnig að vera á einka-
ferðalagi í óbyggðum landsins svo
að samtals munu þau dvelja hér í
rúmlega þrjár vikur.
árs brúðkaupsafmæli sitt I dag.
Símamyndir Reuter