Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Side 37
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Breska leikkonan Joan Collins mæt-
ir ásamt lögfræðingi sinum til fundar
sem haldinn var til að reyna að leysa
deilur þeirra fyrrum hjóna, Collins
Og Holms. Simamynd Reuter
Stríðið
heldur
áfram
Joan Collins, Peter Holm, lögfræð-
ingar þeirra og dómari reyndu á
tveggja klst. löngum fundi að komast
að samkomulagi í deilu hjónanna en
mistókst. Þegar Holm kom út af
fundinum kallaði hann yfir mann-
fjöldann sem beið. „Ekkert sam-
komulag náðist. Það besta sem þau
buðu var ekkert. Ég sé fram á mikið
stríð.“ Collins og Holm skiptust ekki
á orðum á meðan á fundinum stóð
en augnaráð þeirra var banvænt.
Réttarhöld munu fylgja í kjölfar
þessa fundar þar sem dæmt verður
um kröfu Holms um rúmlega 3 millj-
ónir króna mánaðarlega sem tíma-
bundinn stuðning og einnig kröfu
hans í húseign sem Collins segist
vera búin að selja.
Gitte virðist bara skemmta sér vel,
svona frí og frjáls, og ekki er annað
að sjá en henni finnist bara gaman
að fá orð I eyra. Simamynd Reuter
Orð
í eyra
Hin danska leikkona Brigitte Niel-
sen brosir út að báðum eyrum við
orð og kossa ítalska leikstjórans Pip-
pos Baudo. Gitte náði sér fljótt upp
úr sorginni vegna skilnaðarins við
Sylvester Stallone og flaug til Ítalíu
þar sem hún tók þátt í sjónvarps-
þætti fyrir sjónvarpsstöðina
Canale-5 í Róm þann 17. júlí.
37 ■
Svidsljós
Málaralist á Rivieruimi
Simamynd Reuter
Alltaf berst eitthvað nýtt frá frönsku Rivierunni og stjömuströndinni við St. Tropez. Þessi skælbrosandi stúlka
þjónaði hlutverki sem fyrirsæta og léreft fyrir hinn franska málara, Saint Seauvage. Hann málaði á líkama hennar
búninga fyrirliðanna í hjólreiðakeppninni frægu, Tour de France. Lesendum til glöggvunar er aðalliturinn í „fötun-
um“ gulur en rendur í hvítum, rauðum og -bláum lit skreyta ermar og læri.
Simamynd Reuter
Nútímaprinsessur sitja ekki lengur á baunum og svoleiðis drasli heldur velja sér skriðdreka, byssutæki og tól.
Anna Bretaprinsessa lenti í því að keyra skriðdreka í 2ja daga opinberri heimsókn sinni til V-Berlínar nú fyrir
stuttu. Hún hlýðir hér með brennandi áhuga á útskýringar undirliðsforingjans Keith Meakin. Prinsessan varð þó
fyrir því óhappi fyrr í ferðinni að keyra skriðdrekann yfir næsta bíl. Hún virðist þó ekkert láta svoleiðis smáatvik
hafa áhrif á sig og heldur lærdómnum áfram, staðráðin í að gera betur.
Ólyginn
sagði... '
Olli North
hefur verið hafinn til skýjanna
í Bandaríkjunum og almenn-
ingur þar lítur á hann sem
hetju og frækinn dáðamann.
Hann var fjórum sinnum
heiðraður fyrir frækna fram-
göngu í Víetnamstríðinu. Og
hér kemur frægasta hetjusag-
an: Olli hafði verið tekinn til
fanga og var færður í víet-
namskt fangelsi lengst inni í
landi. Hann lét þó ekki deigan
síga heldur gerði sér lítið fyrir
og braust út úr rammgerðu
fangelsinu. Með einn gaffal
að vopni æddi hann svo áfram
yfir stokka og steina og hvað
sem fyrir varð. 7 eða 8 Víet-
namar lágu í valnum en Olli
komst heilu og höldnu aftur
yfir víglínuna með gaffalinn
sinn.
Robert
Redford,
hinn fimmtíu ára gamli hjarta-
knúsari, var sæmdur nafn-
bótinni heiðursdoktor við
háskólann í Colorado fyrir
stuttu. Þetta var heilmikil hátíð
og mikið um dýrðir. Robert
tók hrærður við titlinum og
þakkaði fyrir sig með virktum.
Þessar móttökur voru öðruvísi
en hann á að venjast frá skól-
anum því fyrir rétt rúmum
þrjátíu árum féll hann svo illa
á prófunum að honum var
sparkað.
Michael
Jackson
4
«•
þoldi ekki þegar systir hans,
Janet Jackson, kom fram í
sviðsljósið. Hann óttaðist
mjög að hún myndi með
tímanum skyggja á hann en
það er það versta sem fyrir
hann gæti komið. Hann varð
einnig alveg vitlaus yfir þeim
andlitsaðgerðum sem hún lét
gera á sér. Því ekki getur hann
hugsað sér að hún verði fal-
legri en hann. Hann hefur nú
hálfgrafið stríðsöxina og talar
nú aftur við systur sína. Það
á þó eftir að koma í Ijós hvort
hann stendur við blíðyrðin.