Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Page 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Deilur um fullvirdisrett: Dóms að vænta fljótlega „Ég byggi kröfu mína á því að ég sé eini löglegi eigandi þessarar vöru. Þetta snýst um eignarrétt á því kjöti sem lagt var inn á fullvirðisréttinn." sagði -Jón bóndi á Skarfshóli í Vest- ur-Húnavatnssýslu Jón vill fá 297 kíló af kindakjöti í A-flokki og 33 kíló af kjöti í B-flokki til baka en hann hefúr ekki fengið greitt fyrir þetta kjöt sem hann þó lagði inn á fullvirðisréttinn hjá Verslun Sigurðai- PáLmasonar á Hvammstanga. Munnlegur mál- flutningur fór frani á sýsluskrifstof- unni á Hvammstanga í fyrradag en dómari er Jón ísberg. Dómur er væntanlegur fljótlega. -JFJ Neskaupstaður: Skutu heimilis- ketti í görðum ..Það var íbúi á hæðinni fyrir neð- an okkur sem vaknaði við skothvell um kl. 2 aðfaranótt síðasta mánu- dags og þegar hann leit út í garð sá hann að búið var að skjóta köttinn okkar og maður var að taka hann upp. .“ sagði Halla Sigurðardóttir. sem býr í Neskaupstað, og lenti í því óláni ásamt nokkrum öðrum bæj- arbúum að kötturinn hennar var skotinn í misgripum fyrir villikött. Þar á meðal var heimilislæða sem var nýbúin að eiga kettlinga. Tildrög málsins eru þau að 9. júlí sl. birtist í blaðinu Austurlandi aug- lýsing um að villiköttum vrði eytt á Neskaupstað næstu nætur og voru bæjarbúar beðnir um að halda kött- um sínum inni á meðan. „Ég harma mjög að þessi misskilningur skuli hafi komið upp og viðurkenni að þetta var ekki auglýst á nógu mark- vissan hátt.“ sagði Ásgeir Magnús- son. bæjarstjóri í Neskaupstað, um málið. „Við réðum í verkið reynda skyttu sem vann þetta næstu daga eftir 9. júlí -en einnig síðustu mánu- dagsnótt því kvartanir höfðu borist um að villikettir væru enn á ferli.“ -BTH ÓVENJU LÁGT VERÐ 0PIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM ■lilw Smiðjuvegi 2, Kópavogi Símar 79866, 79494. LOKI Þeir eru herskáir í Litla-Rússlandi Fíkniefnamálið í Kaupmannahöfn: Tveir íslendingar handteknir í Malmo Lögreglan í Kaupmannahöfh telui' að tvö kíló af amfetamíni hafi verið flutt yfir til Svíþjóðar í tengslum við íslendinginn sem handtekinn var f Kaupmannahöfn á mánudaginn með 1,3 kfló af amfetamíni. f framhaldi af þessu máli voru tveir íslendingar handteknir í Malmö í fyrradag, ann- ar 44 ára og hinn 24 ára, og með þeim einn 34 ára HoLlendingur. Hef- ur danska fíkniefnalögreglan farið fram á að mennimir verði framseldir yfir til Kaupmannahafhar. íslendingamir, sem handteknir vom í Malmö, hafa báðir komið við sögu hjá fíkniefnalögreglu hér á landi áður. Sá yngri hefúr verið bú- settur í Malmö um nokkurt skeið. Ekki fannst amfetamín við leit hjá þeim en þeir eru grunaðir um að hafa flutt það með sér í miklu magni frá Hollandi. Að sögn Reynis Kjartanssonar hjá fíkniefnadeild lögreglimnar hefúr þeim ekkí borist beiðni frá dönsku lögreglunni um aðstoð við rannsókn þessa máls og' ekki virðist sem það tengist aðilum hér á landi. Sagði Reynir að það mesta sem lögreglan hefði fúndið afamfetamíni í einu hér á landi væru 750 grömm. Verð á grammi hériendis er uni 4.500 krónur en i Danmörku um 350-400 danskar krónur en þar hefúr það hríðlækkað í verði upp í síðkastið vegna mikils framboðs. -BTH Það eru mörg verkin sem þarf að vinna yfir sumarið. Ljósmyndari DV náði mynd af þessari stúlku þar sem hún vann með meitli og hamri við að losa glugga á Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni og var ekki annað að sjá en að henni færist verkið fagmannlega úr hendi. DV-mynd JAK Jóhann í efsta sæti á milli- svæðamótinu Jóhann Hjartarson hefur staðið sig vonum framar á millisvæðamótinu í Szirák í Ungverjalandi. í gær hafði hann hvítt á móti Spánverjanum De La Villa. Upp kom Grunfeld-vöm og sigraði Jóhann örugglega í tuttugu og átta leikjum. Tefldar hafa verið fimm umferðir af sautján. Fyrir fimmtu umferð var Salov frá Sovétríkjunum efstur með þrjá og hálfan vinning en þegar blaða- maður DV hafði samband við Jóhann í gærkvöldi var Salov enn að tefla, en með tapaða stöðu. Jóhann er því að öllum líkindum kominn í efsta sæti með þrjá og hálfan vinning ásamt þeim Salov, Ljubojevic og Nunn. Portisch fylgir þeim fast á eftir með þrjá vinninga en staðan er að öðru leyti óljós vegna fjölda bið- skáka. Á morgun teflir Jóhann við Bouazis frá Túnis og verður Jóhann þá mefe svart. -KGK Akureyri: Stálu peningum Jón G. Hauksson, DV, Akureyii: Tveir ölvaðir unglingspiltar á Akur- eyri stálu 1200 krónum í peningum frá tveimur stúlkum, sem hafa umsjón með mini-golfinu við sundlaugina á Akureyri. Lögreglunni tókst að hafa uppi á piltunum. þeirhöfðu verið spila golf og verið með stæla. Þegar þeir gerðu sig líklega til að fara með kylf- urnar í burtu fóru stúlkumar og leituðu aðstoðar hjá sundlaugarverð- inum. Á meðan skiluðu piltarnir kylfunum en stálu þess í stað pening- um úr peningakassa stúlknanna í afgreiðslu mini-golfsins. Veðrið á morgun: Þurrt og bjart að mestu Fremur hæg, norðvestlæg átt verður á landinu á morgun. Smá- skúrir verða á stöku stað norðaust- anlands en annars þurrt og bjart um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Grímsnes: Sumarbústaður brann Nýr sumarbústaður í Kiðjabergs- landi í Grímsnesi brann til kaldra kola í gærmorgun. Lögreglunni á Sel- fossi barst tilkynning um bmnann laust fyrir klukkan átta í gærmorgun. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bústaðurinn fallinn. Sennilegt er talið að kviknað hafi í út frá ísskáp sem tengdur er gasi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi vom tveir menn i bústaðnum í nótt en þeir vom nýfamir til veiða þegar þeir sáu reyk frá bústaðnum, skömmu síðar urðu sprengingar og varð bústaðurinn alelda á svipstundu. Aðrir bústaðir eða gróður vom ekki í hættu. -sme Í i i i : i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.