Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Fréttir Keppt um titilinn „Sterkasti maður lslands“: Jón Páll er sterkastur í miðbæ Reykjavíkur fór íram á laugardag keppni um hver væri sterkasti maður Islands. Mjög gott veður var meðan keppnin fór fram og fylgdist fjöldi áhorfenda með kraf- takörlunum reyna sig við hinar ýmsu þrautir. Keppendur voru sjö, víða af landinu, en þeir voru Jón Páll Sigmarsson, Hjalti Úrsus Áma- son og Torfi Ölafsson, allir úr Reykjavík, Flosi Jónsson, Akureyri, Magnús Ver Magnússon, Seyðis- firði, Magnús Hauksson, Keflavík, og Njáll Traustason írá Tálknafirði. Á mótinu var keppt í sjö greinum. Fyrsta greinin var drumbalyfta. Fór keppni í henni fram á Austurvelli. Jón Páll sigraði og setti heimsmet, hann lyfti 165 kílóum en fyrra heims- metið var 163 kílógrömm. Næsta grein var bíldráttur. En hún fólst í því að keppendur drógu FLAT bíl upp Bankastræti. Sterkasti maður heims, Jón Páll Sigmarsson, sigraði einnig í þeirri grein. Þriðja greinin var keppni í rafgeymalyftu. Keppnin fólst í því hver gæti haldið rafgeymi lengst á lofti með útréttar hendur. Jón Páll sigraði. Keppni í næstu þremur greinum fór fram í Hljómskálagarðinum. Fyrsta greinin þar og jafnframt sú fjórða í keppninni var bobbingastöfl- un. Keppnin fólst í að koma þremur stálbobbingum upp á vörubíl. Bobb- ingamir voru 96, 120 og 140 kíló. Magnús Ver Magnússon frá Seyðis- firði sigraði í þeirri grein með yfir- burðum. Hjalti Úrsus varð annar og Jón Páll þriðji. Fimmta greinin var keppni í bílveltum. Þar gekk á ýmsu. Jón Páll kastaði lóðinu hærra en sem nemur gildandi heimsmeti. Heims- met Jóns Páls verður þó ekki staðfest. Ekki var hægt að hækka rána meira og þar með lauk keppni i þessari skemmtilegu grein. DV-mynd JAK Fyrst var komið með of þunga bíla. Sóttir tveir aðrir bílar og varð annar þeirra of þungur fyrir alla keppendur nema Jón Pál og Hjalta. Var þá ákveðið að aðeins þyrfti að velta öðrum bílnum. Jón Páll sigraði í þessari grein. Sjötta greinin var afar skemmtileg. Hún fólst í því að kasta 25 kílóa lóði yfir rá. Jón Páll sigraði en hann kastaði hærra en nemur gildandi heimsmeti. Mælingar voru vafasam- ar en ljóst er að kast Jóns Páls var hærra en heimsmetið. Jón Páll sagði í samtali við DV að ekki yrði reynt að fá metið staðfest. „Ég bæti það erlendis þegar dómarar verða við keppni," sagði Jón Páll. Síðasta greinin var keppni í að draga vöru- bíl en hann mun hafa verið um 7 tonn að þyngd. Jón Páll sigraði. Jón Páll Sigmarsson sigraði því í sex af sjö greinum. Magnús Ver Magnússon sigraði í einni grein. Lokastaðan varð sú að Jón Páll varð fyrstur, Hjalti Úrsus Ámason annar, Magnús Ver Magnússon þriðji, Torfi Ólafsson fjórði, Flosi Jónsson, sem nýverið sigraði í keppninni um sterkasta mann Norðurlands, varð fimmti, Magnús Hauksson varð sjötti og Njáll Traustason varð sjö- undi. Keppnin stóð yfir frá klukkan tíu um morguninn og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan fimm um daginn. Þrátt fyrir nærri sjö klukkustunda keppni var mikill fjöldi fólks sem fylgdist með og hvatti keppendur til dáða. -sme Magnús Ver Magnússon sigraði í bobbingahleðslu. Hann hafði nokkra yfirburði og var eini keppandinn, að undanskildum sterkasta manni allra tíma, sterkasta manni heims og sterkasta manni íslands, Jóni Páli Sigmarssyni, til að sigra i grein í keppninni um sterkasta mann ís- lands. DV-mynd JAK Bræður syntu Eyjaförð: „Missti minnið síðustu metrana“ Jón G. Hauksson, DV, Aknreyri: „Ég missti minnið síðustu metrana og aftur fyrstu 20 mínútumar uppi á landi,“ sagði Svavar Þór Guðmunds- son, 16 ára sundmaður, sem synti ásamt bróður sínum yfir Eyjafjörð á laugardagsmorgun, við DV í gær. Svavar er þekktur sundmaður á Akureyri. Hann synti ásamt bróður sínum, Ármanni Helga Guðmunds- syni, sem er tvítugur, yfir Eyjafjörð- inn, þeir lögðu af stað úr Veigastaða- bás, Svalbarðsstrandarmegin, og komu upp að landi við Höffhers- bryggju. „Það amaði ekkert að Armanni og ég er núna ekki með nein eftirköst," sagði Svavar. Þjálfari Svavars, Jóhann G. Möller, fór með Svavar þegar í heitan bílinn og vafði hann í teppi, þaðan óku þeir upp í sundlaug og Svavar fór í heita sturtu. Svavar sagðist hafa verið kominn með fyrstu einkenni ofkælingar. „Það hefúr eflaust haft mest að segja að ég ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! |JUMFERÐAR gleymdi sundhettunni og að setja tappa í eyrun. Vegalengdin sem þeir braeður syntu var um 1700 metrar. Þeir báru á sig feiti áður en þeir hófú sundið. Þess má geta að á fimmtudag- inn voru áttatíu ár liðin frá því fyrst var synt yfir Eyjafjörð. Það gerði Lár- us Rist, þekktur sundmaður. Bræðumir Svavar og Ármann voru glaðbeittir þrátt fyrir kuldann í sjónum. Þeir syntu um 1700 metra yftr Eyjafjörö en það var gert fyrst fyrir áttatiu ámm af Lámsi Rist sundmanni. DV-mynd JGH Jón Páll Sigmarsson: „Frekar létt keppni“ „Nei, ég er ekki hissa á því að hafa sigrað í keppninni. Þetta var frekar létt keppni. í þriggja manna keppninni sem ég keppti nýlega í í Skotlandi var ein grein erfiðari en allt þetta mót en í þeirri grein var keppt í hjólböruakstri og í börunum var 700 kílóa hlass sem við ókum 50 metra vegalengd. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr strákunum, alls ekki, þeir stóðu sig vel,“ sagði Jón Páll eftir keppnina. Það vakti athygli áhorfenda hversu lítið fór fyrir Jóni Páli. „Ég er meiddur á fæti, það er í ökklan- um, kálfanum og lærinu og einnig er ég slæmur í öxl. Auk þess hef ég keppt mikið á stuttum tíma að und- anfómu. Ég gat því ekki tekið á að fullu. Þetta mót var heldur ekki það sterkt að ég þyrfti á neinu „madnes- spoweri" að halda.“ Nú kastaðir þú hærra en sem nemur gildandi heimsmeti í lóðakasti, verð- ur það staðfest sem heimsmet? „Nei, ég bæti það bara í næstu keppni erlendis þar sem verða dóm- arar.“ Hvað er framundan hjá þér, hvíld kannski? „Hvíld, hvað er það, ég þyrfti að fletta upp í orðabók til að vita hvað orðið hvíld þýðir. Nei, ég er að fara til Færeyja og taka þátt í keppni um sterkasta mann Færeyja, þeir eiga víst mikið af heljarmennum. -sme Ein grein færð til vegna grftingar Lokagroinin í keppninni um sterk- keppninnar um að þessu yrði breytl. asta mann landains var færð til frá Þesau varð og er ég ákaflega þakk- því sem upphaflega hafði verið látur. Við erum vanir góðu einu af ákveðið. Á sama tíma og keppni í lögreglunni og eins varð nú. I lögum greininni fór fram var giftingarat- segir að ekki sé hægt að meina höfri í DómkirkjunnL Séra Þórir mönnumaðkomasamanvopnalaus- Stephensen dómkirkjuprestur fór um. En það hefúr alltaf gengið vel þess á leit við lögreglu og aðstand- höfum við þurft að leita til lögregl- endur keppninnar að keppni í unnar. Fyrir nokkrum árum var trukkadrætti færi ekki fram við BSRB í verkfalli og með fund við kirkjuna eins og ákveðið hafði verið. Alþingishúsið. Ég kom því til fúnd- Við þessu urðu mótshaldarar og arboðenda að jarðarför yrði fiá færðu trukkadráttinn í Vonarstræti. kirkjunni og flýttu þeir sér þá til að „Ég fór þess á leit að þessu yrði vera búnir að funda áður en jarðar- breytt. Ég veit um öskrin sem þeir förin færi fram. Þeir skildu hvað gefa frá sér þessir aflraunamenn og þetta var viðkvæmt. bað þvi lögreglu og aðstandendur -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.