Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Sviðsljós DV Olygmn sagði... Jóakim prins átti átján ára afmæli fyrir stuttu. Það var vissulega stórvið- burður fyrir drenginn; merkur áfangi í lífi hans. Haldin var hin glæsilegasta veisla að hætti kónga og drottninga. Prinsinn fékk auðvitað heilmikið af gjöf- um frá ættingjum og vinum sem boðið var til veislu. Af gjöfunum bar hæst glænýjan Mercedes Bens sem hann fékk frá foreldrunum. Bensinn kost- aði einar þrjár milljónir króna. Jóakim ætti þvi ekkert að þurfa að skammast sín þegar hann býður kærustunni, Helene Bjerg-Pedersen, næst á rúnt- inn. A næstunni tekur prinsinn svo við herragarði á Jótlandi sem hann var að erfa. Það var bamlaus milljónamæringur sem arfleiddi hann að slotinu. Þau eru ekkert á flæðiskeri stödd, Helene og Jóakim, þótt ung séu að árum. En svona að lokum. Farið er að tala um paiið sem eitt því samband þeirra er vist alvarlegra en gerist og gengur á meðal unglinga. Þetta umferðarhorn við Illugagötu í Vestmannaeyjum hefur löngum þótt erfitt. Það er tíður viðburður að bílar klessi á vegginn. Eins og sjá má ef myndin prentast vel hefur mörgum sinnum verið gert við vegginn því hann hefur oftar en ekki molnað við árekstrana. íbúar hússins hafa líklega verið orðnir þreyttir á sífelldum „límviðgerðum“ því fundið hefur v'erið ráð við vandanum. Og það með þeim sniðugari. Tveimur bíldekkjum hefur verið komið fyrir hvoru á sínu horninu. Þar með er vandinn úti. Dekkinn taka úr mesta högginu og skemmist síður bíll og hús. Reglulega góð hugmynd hvað sem öllum fegurðarsjónarmiðum lfður. Umferðarskiltin eru af ýmsu tagi. Þetta er eitt skemmtilegasta skiltið sem við höfum rekist á. Við Hlíðabrekku í Vestmannaeyjum er búið að koma þessu fyrir. Vitanlega til verndar blessuðum rollunum sem geta komið hlaup- andi út á götuna úr snarbrattri brekkunni. En hvort þær koma fljúgandi, eins og lítur út fyrir á skiltinu, hefur ekki verið sannað ennþá. DV-myndir Ragnar Sigurjónsson Fáimeimt í Atlavík Dolph Lundgren gerði garðinn frægan þegar hann lék sovéska tröllið á móti Stallone í kvikmyndinni Rocky IV. En einna þekktastur varð hann þó sem fylgisveinn Grace Jones, sönjgkonunnar langleggjuðu. Islendingar minnast þeirra þegar þau heimsóttu landið fyrir nokkr- um árum. Hann hefur vakið alls staðar athygli þar sem þau ■ hafa komið saman og oft stolið senunni. Drengurinn er gríð- arlega vöðvamikill og ekki síður hávaxinn, eða hundrað níutíu og sjö sentímetrar á hæð. Harrn virðist hafa tekið stefnuna nokkuð örugglega á Hollywood. Um þessar mundir standa yfir upptökur á kvik- mynd þar sem harrn fer með aðalhlutverkið. Raquel Welch varð yfir sig bit á manni sínum, Andre Weinfeld, fyrir nokkru. Þau voru í mestu þægileg- heitum í sumarleyfi í Rió. Kvöld eitt fóru þau í nætur- klubb og horfðu þar meðal annars á darts fagurra stúlkna, svona til skemmtunar og ynd- isauka. En hvað með það, málið væri ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að skömmu eftir að danssýningin var yfirstaðin hvarf Andre á braut og á vit ævintýranna í fylgd einnar fegurðardisarinn- ar úr sýningunni. Þeir þurfa að þola mikið í eirtkaúfinu, þeir frægu. En Raquel hvíslaði þvi að kunningjum að hún hefði nú aldeilis látið gosann heyra það þegar hann sneri til hennar aftur. Anita Ingólfedóttir, DV, Egilsstööum; í Atlavík voru um fimmtán hundr- uð gestir á útihátíð um verslunar- mannahelgina. Miðað við fyrri hátíðir þar var því um frekar fátt fólk að ræða. íþróttasamband UÍA hélt hátíðina og áttu menn von á fleiri gestum endá var öflug gæsla, löggæsla í hámarki og sjúkragæsla. Marinó, Ómar og Óli. Hressir strákar sem komnir voru frá Bakkafirði. Þeim fannst ekkert verra að hafa rigningu enda vel búnir. Mótið fór vel fram en þrátt fyrir fámenni urðu smáóhöpp eins og gengur og gerist. Umgengni var ábótavant en starfsmenn mótsins sáu um að tína rusl jafnóðum. Menn voru sammála um að aldrei hefði verið eins lítið um glerbrot og nú í kjölfar plast- og dósavæðingar. Sjálfsagt tekur það um viku fyrir marga að púsla saman heilsunni og öðlast röddina aftur að lokinni skemmtun um þessa löngu helgi. Utihátíðin í Atlavík var fremur fámenn að þessu sinni en fór ágætlega fram. A Karólína von á tvíburum? Karólína prinsessa af Mónakó og maður hennar Stefano Casiraghi eiga að öllum líkindum von á tveimur bömum um eða eftir næstu mánaðamót. Hjúin eru yfir sig lukkuleg með horfur mála enda eru þau barngóð með afbrigðum. Tví- burafæðing myndi falla mjög svo vel í kramið því þau hafa margoft lýst því yfir að þau vilji eignast hóp af börnum. Þarna yrðu því tvær flugur slegnar í einu höggi. Eins og áður segir á Karólína von á sér eftir um það bil mánuð og ætlar hún að fæða á fæðingar- heimili í Mónakó sem kennt er við móður hennar, Grace. Þar fæddi hún böm sín tvö sem hún á fyrir. „Karólína er hreinlega fædd til að ganga með og eiga börn,“ segir ljósmóðir fjölskyldunnar. „Hún finnur ekkert fyrir því að ganga með; engin óléttuvandamál sem hrjá svo margar konur á með- göngutímanum. Hún breytir ekkert sínu lífsmunstri; heldur alveg upp- teknum hætti fram að síðasta degi. Svona eins og það á að vera.“ Sjálfri líður Karólínu aldrei bet- ur en þegar hún er þunguð. Hún er frábrugðin starfssystrum sínum um víða veröld, prinsessum, drottn- ingum og öðmm fínum dömum, að hún er ekkert að fara í felur með kúluna sína. Hún sprangar um, sýnir sig í laugunum og leyfir ljós- myndurum að mynda bumbuna eins og þeir vilja. Fyrir henni er þetta ekkert mál. Þegar Karólína gekk með fyrri böm sín fann hún fljótt á með- göngutíma hvort kynið hún gekk með í hvort skiptið. Spá hennar reyndist rétt í báðum tilvikum. Núna segist hún þess fullviss að börnin séu tvö. Þá er bara að bíða og sjá hvort prinsessunni skjátlist nokkuð frekar en fyrri daginn. Karólína sprangar um með kúluna og syndir daglega. Þessi mynd var tekin af henni í laug í Monte Carlo fyrir stuttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.