Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Glaðningurinn Álagningarseðlarnir hafa hellzt yfir landsmenn. Þeir minna marga á svikin loforð síðustu ríkisstjórna um afnám tekjuskatts á almennar launatekjur. En óvart verður skattbyrði einstaklinga vegna tekjuskattsins minni en í fyrra. Tekjur ríkisins af tekjuskatti verða 300 milljónum minni en áætlað var. Fjármálaráðherra kvartar yfir þessum tekjumissi, sem að miklu leyti er til kominn, án þess að stjórnvöld ætluðu sér. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga var gert ráð fyrir, að tekjur einstaklinga hefðu vaxið um 35 prósent milli áranna 1985 og 1986. En tekjurnar uxu aðeins um 33 prósent. Lægra hlutfall lenti því í hæsta skattþrepi en til stóð. Undirstrika ber, að þetta var ekki ætlun stjórn- valda. Minni háttar breyting var gerð á síðasta þingi, sem fól í sér nokkru minni álögur. Þá jók núverandi ríkisstjórn barnabótaauka, sem olli 100 milljón króna lækkun á álögðum tekjuskatti. Meginatriði er, að þessi lækkun tekna ríkisins af tekjuskatti breytir ekki staðreyndinni, að landsmenn hafa verið sviknir. Tekjuskatturinn er ranglátur skatt- ur. Hann er fyrst og fremst skattur á launamenn, sem ekki hafa yfirleitt tækifæri til undanskots. Tekjuskatt- urinn leggst þungt á marga skattgreiðendur. Nú er sagt, að stór hluti skattgreiðenda greiði hlutfallslega mjög lítinn hluta skattsins. En þetta er fólk, sem yfirleitt hefur úr mjög litlu að spila. Fyrsta þrep tekjuskattsins nær til dæmis til manna með innan við 412 þúsund krón- ur í tekjuskattsstofn eftir frádrátt. Stjórnvöld segja, að tiltölulega lítill hluti ríkistekna komi frá þessum hópi. En réttlátt væri auðvitað, að fólk með ekki meiri tekjur greiddi alls engan tekjuskatt. Það mundi kosta ríkið tiltölulega lítið en vera mikil búbót fyrir lágtekjufólkið. Síðasta ríkisstjórn hét að afnema tekjuskatt á al- mennar launatekjur. Þetta átti að gerast á þremur árum. Málið var eitt helzta baráttumál Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1983. Eftir því var tekið, og að sama skapi var veitt athygli, þegar loforðin voru smám saman svik- in. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vafalaust goldið þess í kosningunum nú. Fáir hafa í raun andmælt þeim rök- um, að afnema skuli tekjuskatt af almennum launatekj- um. Deila má um, hvaða upphæð við er átt. En vafalaust gæti hér verið um að ræða laun upp á um 60 þúsund krónur á mánuði, sem með því yrðu skattfrjáls. Fram- sóknarflokkurinn tók þátt í loforðum síðustu stjórnar. Alþýðuflokkurinn þykist enn hafa þessa stefnu. En fjár- málaráðherra ræðir nú aðeins að vinna upp tekjutap ríkissjóðs, sem nú hefur orðið og nemur þrjú hundruð milljónum. Kjósendur eiga þann rétt gagnvart stjórnar- flokkunum öllum að knýja þá til að afnema tekjuskatt til ríkisins af almennum launatekjum. Kjósendur eiga að kenna þessum herramönnum siðgæði í pólitík. Landsfeðurnir hafa að undanförnu skotið sér undan alvarlegri umræðu um þessi mál með tali um stað- greiðslukerfi. En ekkert í fyrirhuguðu staðgreiðslukerfí. veldur afnámi tekjuskatts á almennar launatekjur. Ætlunin hefur verið, að almenningur verði ánægður með loforð um staðgreiðslu en gleymi því, sem lofað hafði verið um hæð tekjuskattsins. Ófremdarástandið heldur áfram á meðan. Fólk með lág laun er enn í ár að borga tekjuskátt, þótt það eigi ekki fyrir honum, eigi það að lifa mannsæmandi lífi. Haukur Helg^son. „Til allrar óhamingju viröist Sjálfstæðisflokkurinn hafa týnt stefnu sinni, hinni gömlu góðu sjálfstæðisstefnu, sem var skýr og augljós i tíð hinna föllnu foringja flokksins." Þingmanns efhi í fylu Vilhjálmur Egilsson, einn af frjáls- hyggjupostulum Sjálfstæðisflokks- ins, ritaði grein í Dagblaðið nýverið þar sem hann hefur áhyggjur af sál- arástandi stjómarandstöðuflokk- anna. Telur hann að þeir séu allir í fylu og ekki líklegir til dáða í stjóm- arandsstöðunni. í fýlu yfir hverju? er spurt. Vart geta þeir verið í fýlu yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt í að leggja miklar og óvinsælar skattaálögur á allan almenning og fyrirtæki í landinu. Eða yfir því að hafa fjölgað ráðherrum og aðstoðarráðherrum svo þeir em að verða 22 talsins, álíka margir og gengur og gerist meðal erlendra stórþjóða, með viðeigandi tilkostnaði fyrir skattgreiðendur. Eða yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt í að semja starfsáætlun og stefhukrá ríkisstjómar sem byggir eingöngu á hugtökunum: „Stefht skal að“, „Efla skal“, „Athuga skal, o.s.frv. Minna fer fyrir stefhuatriðum sem: „Ríkisútgjöldum skal haldið í skefj- um“, „Dregið skal úr ríkisfram- kvæmdum" og „Aðhald viðhaft í öllum ríkisrekstri", enda fjölgun ráð- herrarma í beinni andstöðu við slík markmið. Nei, hér leikur grunur á að sá sem er í fylu sé hinn sami og reyndi að ná kjöri í síðustu alþingis- kosningum í tveimur mismunandi kjördæmum án árangurs. Þá ber töluvert á því að hann og margir sjálfstæðismenn séu í mikilli fylu yfir stjómarsamstarfinu og þeim furðulegu aðgerðum sem Sjálfstæð- isflokkurinn í þessari nýju ríkis- stjóm neyðist til þess að skrifa upp á í berhöggi við stefnu sína. Til allr- ar óhamingju virðist Sjálfstæðis- flokkurinn hafa týnt stefhu sinni, hinni gömlu góðu sjálfstæðisstefnu sem var skýr og augljós í tíð hinna fóllnu foringja flokksins, þeirra Ól- afs Thors og Gunnars Thoroddsen, svo einhverjir séu nefndir. Margir sjálfstæðismenn em því sem villuráf- andi sauðir og skilja hvorki upp né niður í því sem er nú að gerast. Þeim skal bent á að kynna sér stefnuskrá Borgaraflokksins. Kann að vera að þar sé stefhan fundin aftur með þeim nauðsynlegu breytingum sem henta þjóðfélaginu eins og það er í dag. Embættisferill Alberts Guð- mundssonar í grein sinni víkur Vilhjálmur nokkrum orðum að Borgaraflokkn- um. Þá umfjöllun hefur hann að sjálfsögðu með því að skjóta á Al- bert Guðmundsson fyrir „slælegan" embættisferil hans. Það er í þessu tilliti fróðlegt að rifja upp að fjár- lagafrumvarp Alberts Guðmunds- sonar fyrir árið 1986 gerði ráð fyrir nokkrum tekjuafgangi ríkissjóðs. Þetta þótti forystu Sjálfstæðisflokks- ins vera váleg tíðindi. Var í skyndi Kjallariim Júlíus Sólnes alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn boðað til Stykkishólmsfundarins fræga og þar gripið til þess ráðs að flæma Álbert úr embætti fjármála- ráðherra. Núverandi forsætisráð- herra tók þá við sem fjármálaráð- herra og fór ástandið að lagast. Á skömmum tíma komst fjárlagahall- inn í fleiri milljarða króna og hefur mönnum liðið betur síðan. Enda hefúr ekki þurft að boða til fleiri Stykkishólmsfunda. En ekki tók betra við. í embætti iðnaðarráðherra gerðist Albert Guð- mundsson mjög aðsópsmikill og fitjaði upp á alls konar nýjungum sem stefhdu í þá átt að stórauka útflutning íslendinga á iðnaðarvör- um og tækniþekkingu. Er þar skemmst að minnast mjög merki- legra samninga við Kenýamenn og Kínverja um samstarf á sviði orku- og iðnaðarmála sem því miður virð- ast ætla að renna út í sandinn eftir að Albert hefur sleppt hendinni af þeim. Við svo búið sá forysta Sjálfstæðis- flokksins ekki annað ráð betra en flæma Albert úr flokknum. Enda stórhætta á því að hann með emb- ættisferli sínum myndi halda áfram að bæta hag þjóðarinnar sem margir í einfeldni sinni hafa talið æðsta markmið stjómmálamannsins. Eftir- leikinn þekkja svo allir. Stjórnarmyndunarviðræðurn- ar Þá víkur Vilhjálmur að stjómar- myndunarviðræðunum. Heldur hann því fram að Borgaraflokkurinn hafi eingöngu leitast við að niður- lægja Sjálfstæðisflokkinn í þeim hildarleik. Hér er um mikinn mis- skilning að ræða. Borgaraflokkur- inn lýsti því strax yfir að hann væri reiðubúinn til samstarfs við alla þá þingmenn sem réttkjömir hefðu ver- ið til Alþingis íslendinga, án nokkurra skilyrða. Þingflokkur Borgaraflokksins samþykkti síðan að bjóðast til þess að ganga til stuðn- ings við fráfarandi ríkisstjóm óbreytta, þ.e. undir forsæti Stein- gríms. Var það í fullu samræmi við vilja mikils meirihluta kjósenda. Á seinni stigum stjómarmyndun- arviðræðnanna kom Borgaraflokk- urinn þeim skilaboðum til bæði Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að hann væri reiðubúinn til sam- starfs við þessa flokka um myndun ríkisstjómar hvort sem væri undir forsæti Þorsteins Pálssonar eða Jóns Baldvins. Þingflokkur Borgara- flokksins undir forystu Alberts Guðmunssonar var þannig að rétta út samstarfs- og sáttarhönd til Sjálf- stæðisflokksins sem ekkert átti skylt við niðurlægingu eins eða annars. Þvert á móti. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kaus hins vegar að þegja þunnu hljóði yfir þessu til- boði. Þessa atburðarás ætti Vil- hjálmur að kynna sér rækilega. í stjórnarandstöðu Borgaraflokkurinn hefur nú feril sinn sem stjómarandstöðuflokkur. Trúir stefiiuskrá okkar og lífsskoðun munum við leitast við að gagnrýna störf og stefnu ríkisstjómarinnar á jákvæðan hátt. Við munum sjálfir flytja ýmis lagafrumvörp og tillögur til þingsályktunar í mikilvægum málum í samræmi við stefhuskrá okkar. Ef ríkisstjómin kemur með stjómarfrumvörp, sem okkur em að skapi, munum við að sjálfsögðu styðja þau. Borgaraflokkurinn er svo sannar- lega ekki týndur. Hann verður heldur ekki máttlaus stjómarand- stöðuflokkur. Nei, það mun fara mikið fyrir okkur á Alþingi næsta kjörtímabil. Borgaraflokkurinn er flokkur með framtíð. Júlíus Sólnes „ . .. hér leikur grunur á að sá, sem er í fýlu, sé hinn sami og reyndi að ná kjöri í síðustu alþingiskosningum í tveimur mismunandi kjördæmum án árangurs.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.