Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
41
Fólk í fréttum
Jónas Bjamason
Jónas Bjamason, stjómarmaður í
Neytendasamtökunum, hefur verið í
íréttum DV vegna deilna við land-
búnaðarráðherra um reglur varð-
andi innflutning ó frosnu og fersku
grænmeti.
Jónas er fæddur 23. júní 1938 á
Sauðárkróki og tók próf í efnaverk-
fræði frá Technische Hochschule í
Múnchen 1964 og lauk þaðan dr.
rer. nat,- prófi i lífrænni efnafræði
1967. Hann var í framhaldsnámi í
næringarfræði í Englandi 1967-1968
og hefur verið sérfræðingur við
R^nnsóknastofnun fiskiðnaðarins
frá 1968 og jafnframt deildarstjóri
um alllangt skeið. Jónas var dósent
í efnafræði við verkfræði- og raun-
vísindadeild Háskóla íslands
1971-1981. Jónas var formaður
B.H.M. 1974-1978, formaður Varðar
frá 1984, forseti Náttúmlækningafé-
lags íslands frá 1987 og varaformað-
ur Neytendasamtakanna.
Kona Jónasar er Kristín Guðrún
Hjartardóttir, b. á Melavöllum i
Rvik, Jónssonar og konu hans,
Guðnýjar Margrétar Runólfsdóttur,
og eiga þau einn son, Jónas Öm.
Systkini Jónasar em: Svanhildur,
skrifstofumaður hjá Flugleiðum, og
Svavar, tæknifræðingur hjá Radíó-
verkstæði Landssímans.
Foreldrar Jónasar em Bjami, vél-
stjóri og framkvæmdastjóri í Rvík,
Pálsson en hann lést 1967, og fyrri
kona hans, Ásta Jónasdóttir, en
seinni maður hennar var Skúli Guð-
mundsson, kennari í Rvík, sem lést
1987.
Bjami var sonur Páls Bergssonar,
útgerðarmanns í Ólafsfirði, frá Hær-
ingsstöðum í Svarfaðardal, bróður
Jóns kennara, afa Anders Hansen
ritstjóra.
Móðir Bjama var Svanhildur Jör-
undsdóttir, hákarlaformanns og
útgerðarmanns í Hrísey, „Hákarla-
Jörundar", Jónssonar. Meðal
afkomenda Hákarla-Jömndar em
Sigrún Júlíusdóttir félagsfræðingur
og Sigurjóna Sigurðardóttir, kona
Halldórs Ásgrímssonar sjávarút-
vegsráðherra.
Meðal föðursystkina Jónasar vom
Eva, móðir Haralds Kröyer sendi-
herra, Hreinn, söngvari og forstjóri
Olíuverslunar Islands, Gestur leik-
ari, Guðrún, kona Héðins Valdi-
marssonar alþingismanns, Gunnar,
skrifstofústjóri í Rvík, Jömndur
arkitekt, Margrét, kona Jóhannesar
Halldórssonar, skipstjóra á Akur-
eyri, Bergur, skipstjóri á Akureyri,
og Svavar, forstjóri Sementsverk-
smiðju ríkisins.
Ásta, móðir Jónasar, er dóttir Jón-
asar læknis Kristjánssonar, sem er
kominn í beinan karllegg í sjöunda
lið af Jóni. harðabónda í Mörk, sem
við er kennd „harðabóndaætt". Fað-
ir Jónasar læknis var Kristján
Jónsson í Stóradal, sem rak sauðina
suður Kjöl, en annar sonur Kristjáns
var Benedikt, prófastur á Grenjaðar-
stað, tengdafaðir Jónasar læknis.
Jónas er skyldur sonum Þórðar,
læknis á Kleppi, í sjötta lið, frá Jóni,
föður Kristjáns í Stóradal. Ennfrem-
ur Jóhannesi Nordal í fimmta lið, frá
Neytendasamtökunum.
Guðmundi Ólafssyni í Kirkjubæ.
Jónas Bjamason og Jónas Kristjáns-
son ritstjóri em systkinasynir. •
Afmæli
Gunnar Guðmundsson
Sveinbjörn
Jóhannesson
Sveinbjöm Jóhann Jóhannesson,
fyrrverandi bóndi á Hofsstöðum í
Garðahreppi, verður sjötíu og fimm
ára í dag.
Hann varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1938 og ráðsmaður í Salt-
vík'á Kjalarnesi 1944-1945, síðan
vélamaður hjá ræktunarsambandi
Kjaíames 1948-1952 og bóndi á Hofs-
stöðum í Garðahreppi 1952-1965 en
hefur síðan unnið við ýmiss störf hjá
Garðabæ.
Kona Sveinbjamar er Sigríður
Gisladóttir, b. á Hofsstöðum í Garða-
hi’eppi, Jakobssonar. Böm þeirra em
Sigrún Kristín verslunarmaður, gift
Jóni Ögmundssyni, vélvirkja á
Rauðalæk í Ragárvallasýslu, Kristín
Erla viðskiptafræðingur, gift Gylfa
Matthíassyni, verktaka í Garðabæ,
Sólveig Sveina skrifstofumaður, gift
Jóhannesi Steingrímssyni, trésmiði
á Skútahrauni 11 í Reykjahlíð í
Mývatnssveit, Jóhannes, iðnaðar-
maður í Rvík., giftur Soffiu Böðvars-
dóttur, Áslaug, gift Sveini Sæland
garðyrkjubónda á Espiflöt í Bisk-
upstungum.
Systkini Sveinbjamar em Gunnar,
prestur á Skarði í Gnúpverjahreppi,
Jón, b. og póstur í Möðmdal, og
Sesselja, gift í Noregi.
Foreldrar Sveinbjamar em Jó-
hannes Eyjólfsson, b. á Hofsstöðum
í Möðmdal, og kona hans, Kristín
Jóhannsdóttir, b. í Götu í Landsveit,
Jónssonar.
Jóhannes, faðir Sveinbjarnar, er
bróðir Ingólfs, móðurföður Halldórs
Ásgiímssonar sjávarútvegsráðherra.
Haldið verður upp á sjötíu og fimm
ára afmæli Sveinbjamar á bemsku-
slóðum hans í Fagradal á mánudag-
inn.
Sveinbjörn Jóhann Jóhannesson,
fyrrverandi bóndi á Hofsstöðum í
Garðahreppi
Gunnar Laurentius Guðmunds-
son, Steinsstöðum, Akranesi, verður
níræður í dag. Hann byrjaði að
sækja sjóinn 1912, á skútum frá
Reykjavík og Seltjamamesi en síð-
ast- frá Hafnarfirði, en fór til
Sandgerðis 1915 og var þar á tíu til
tólf tonna vélbátum. Gunnar var á
vélgæslunámskeiði 1922 og var vél-
stjóri á bátum uns hann hætti á
sjónum 1938 og hóf störf hjá Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni og var
þar við vélgæslu og fleiri störf til
1951. Hann var bóndi á Steinsstöðum
(Kirkjubraut 36) 1921-1954. er hann
reisti nýbýlið Steinsstaði á Garða-
holti 1954 og bjó þar þangað til fyrir
tíu árum. Gunnar var stofnandi
Verkalýðsfélags Akraness og i stjórn
þess um skeið og einnig stofnandi
Karlakórsins Svanir og söng lengi í
kómum.
Kona hans er Guðríður Guð-
mundsdóttir. b. í Saurbæ á Kjalar-
nesi. Illugasonar og konu hans.
Sesselju Sveinsdóttur. Börn þeirra
em Guðmundur. verkstjóri í Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni á Akra-
nesi. Svava. gift Jóni Eyjólfssyni.
stýrimanni á Akranesi. Halldóra.
gift Einari Amasvni. skipstjóra á
Akranesi, Sigurlín Margrét. hjúkr-
unarforstjóri Borgarspítalans í Rvík.
Sigurður. b. í Ási í Melasveit. Gunn-
ar. bifreiðarstjóri á Akranesi.
Ármann. verkstjóriíVélsmiðjuHar- ’*
alds Böðvarssonar á Akranesi.
Sveinbjöm. véhdrki í Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni á Akranesi.
Guðrún. gift Jóm Sigurðssyni. sjó-
manni í Rvík.
Gunnar átti eina systur sem upp
komst. Margréti. forstöðukonu fæð-
ingardeildar Landspítalans í Rvík.
Foreldrar Gunnars voru Guðmund-
ur Gísli Gunnarsson. b. og sjómaður
á Steinsstöðum á Akranesi. og kona
hans. Sigurlín Margrét Sigurðar-
dóttir. b. og smáskammtalæknis í : _
Lambhaga í Skilmannahreppi. Jóns-
sonar. b. á Xeðra-Hálsi í Kjós.
Sæmundssonar. Bríet Snæbjöms-
dóttir. móðir Jóns á Xeðra-Hálsi. var
svstir Margrétar. móður Amljóts
Ólafssonar. prests á Bægisá. langafa
Amljóts Bjömssonar lagaprófessors.
og Snæbiamar á Gilsstöðum. afa
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. ömmu
Bríetar Héðinsdóttur leikstjóra.
MH
MEIRI
HÁTTAR
SMÁ-
AUGLÝSINGA-
BLAÐ
Auglýsingasíminn
er
27022
fæst
í blaðasölunni
járnbrautarstöðinni
r
I
Kaupmannahöfn.
90 ára
Gunnar Guðmundsson, Steinsstöð-
um, Akranesi, er 90 ára í dag.
70 ára
Jón Finnbogason, Hraunbæ 20.
Revkjavík, er 70 ára í dag.
Valdimar Bjarnason, Brávallagötu
12, Reykjavík, er 70 ára í dag.
Jóhannes Einarsson, Lambastekk
14, Revkjavík, er 70 ára í dag.
60 ára
Anna Jónsdóttir, Hlöðum. Glæsi-
bæjarhreppi. er 60 ára í dag.
Sigurður Söebeck, Kleppsvegi 144.
Revkjavík, er 60 ára í dag.
Valgerður Guðlaugsdóttir, Smára-
flöt 16. Garðabæ. er 60 ára í dag.
Hún er erlendis.
Sigurður L. Magnússon, Reyðar-
kvísl 3. Reykjavík. er 60 ára í dag.
50 ára
Sverrir Elentínusson, Baugholti 15.
Keflavík. er 50 ára í dag.
Guðrún Jensdóttir. Víðivangi 5.
Hafnarfirði. er 50 ára í dag.
Villy Pedersen, Nýbýlavegi 46.
Kópavogi. er 50 ára í dag.
Erla Kolbrún Valdimarsdóttir. Ból-
staðarhlíð 44. Reykjavík. er 50 ára
í dag.
40 ára
Finnbogi K. Þórsson. Lönguhlíð 24.
Suðurfjarðarhreppi. er40 ára í dag.
Sigurður Örn Karlsson. Túngötu
28. Vestmannaeyjum. er 40 ára í
dag.
Heiðrún Björgvinsdóttir. Bakka-
hlíð 2. Akureyri. er 40 ára í dag.
Kristín Erna Hólmgeirsdóttir. Ein-
holti 2. Biskupstungum. er 40 ára
í dag.
Andláf
Magnús BiynjóKsson
Magnús Brynjólfsson bókbands-
meistari, Lynghaga 2. Reykjavík. er
látinn.
Hann var fæddur 24. september
1916. Magnús nam bókband hjá föð-
ur sínum og tók sveinspróf 1937 og
fékk síðar meistarabréf í bókbands-
gerð. Hann var í framhaldsnámi í
Kaupmannahöfn 1937 og veitti Nýja
bókbandinu i Reykjavík forstöðu frá
1960, er faðir hans lét af því starfi.
Hann sat í mörg ár í stjóm Félags
bókbandsiðnrekenda á íslandi og
var lengi í prófnefnd bókbindai’a.
Magnús var formaður Lifeyrissjóðs
bókbindara frá 1971.
Eftirlifandi koná Magnúsar er
Svanfríður Jóhannsdóttir. sjómanns
í Reykjavík. Þorleifssonar. og konu
hans. Jóhönnu Tómasdóttur. og er
sonur þeirra Brynjólfur. bókbands-
meistari í Revkjavík.
Svstkini Magnúsar voru Bragi.
bóksali í Bókabúð Braga í Revkja-
vík. Hulda. Svava. Hrefna og Bima.
Faðir þeima var Biynjólfur. bók-
bandsmeistari i Reykjavik. Magnús-
sonar, b. á Hrollaugsstöðum í
Hjaltastaðarþinghá. Jónssonar.
Kona Brynjólfs var Katrín Jóns-
dóttir, steinsmiðs í Reykjavik.
Eiríkssonar, b. á Högnastöðum í
Hrunamannahreppi, Magnússonar,
b. og alþingismanns í Syðra-Lang-
holti Andréssonar. sem Langholts-
ættin er kennd við. en af þeirri ætt
eru t.d. Ólafur Skúlason vígslubisk-
up. Guðmundur í. Guðmundsson.
frv. utanríkisráðherra. Jóhann
Briem listmálmn og Helgi Skúli
Kjartansson sagnfi’æðingur. Móðir
Eiríks á Högnastöðum. Katrín. var
dóttir Eiríks Vigfússonar. b. og
hreppstjóra á Revkjum á Skeiðum.
sem Reykjaættin er kennd við, en
af þeirri ætt eru t.d. Pétur Sigur-
geirsson biskup. Herdís Þorgeirs-
dóttir ritstjóri og Guðlaugur Trvggvi
Karlsson hagfræðingur.
Hanna Kristín Baldursdóttir frá
Hrísev andaðist í Fjórðungssjúkra-
húsinu, Akureyri. föstudaginn 7.
ágúst.
Þórður Steindórsson, Ásbraut 17.
Kópavogi. lést í Landspítalanum
laugardaginn 8. ágúst.
Jónas Þórðarson, Grænugötu 8.
Akurevri. lést í Fjórðungsjúkrahús-^
inu á Akureyri föstudaginn 7. ágúst.