Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
7
Veiðin hefur verið góð í Svartá i Húnavatnssýslu og eru komnir 225 laxar
á land. Veiðimenn, sem voru að koma úr ánni, fengu 18 laxa og veiddu'
menn í því holli stærsta laxinn til þessa. Það var Magnús Haraldsson sem
fékk fiskinn á maðk og vó hann 24 pund. Fiskurinn var leginn.
DV-mynd Halldór
Laxá í Aðaldal fengsælust
24 punda lax í Svartá
„Við fengum 18 laxa hollið og það
eru komnir 226 laxar úr ánni, við sáum
ekki mikið af laxi, slangur hér og
þar,“ sagði Halldór Ingvason sem var
að koma úr Svartá í Húnavatnssýslu
í vikunni. „Pétur Haraldsson veiddi
24 punda lax og fiskurinn tók maðk-
inn, laxinn var leginn eins og þeir
flestir sem við fengum. Þórarinn Tyrf-
ingsson veiddi nokkra laxa og hann
var að fá fiskinn til að taka flugur
númer 14 og 16, agnarsmáar. Það þarf
stækkunargler til að sjá þessar flugm-
númer 16.“
„Það eru komnir um 1300 laxar í
Þverá og Kjarrá, mikið er af fiski víða
í hyljum ánna en hann tekur illa þeg-
ar er svona bjart dag eftir dag,“ sagði
tíðindamaður okkar við árnar. Þverá
hefúr nú í nokkum tíma ógnað Laxá
í Aðaldal, en það síðasta sem við höf-
um frétt af Laxá er að hún sé komin
í 1640 laxa og þar með búin að stinga
Þverá af. Næstu veiðiár koma nokkuð
fyrir neðan Laxá í Aðaldal og Þverá,
eins og Blanda, Langá á Mýrum og
Vatnsdalsá, svo einhverjar séu taldar.
-G. Bender.
Viötálið
„Með stjómmálin
að áhugamáli"
- segir Kari Th. Birgisson upplfulltrúi fjármálaráöuneytisins
„Starfið felst í því að sjá til þess að
almenningur og stjómkerfið viti hvað
er að gerast innan fjámiálaráðuneytis-
ins því eins og menn vita em miklar
breytingar fyrirhugaðar á rikisbú-
skapnum, til að mynda á skattakerf-
inu. Þessari þróun verður að vera
hægt að fylgjast vel með frá ölliun
hliðum,“ segir Karl Th. Birgisson sem
ráðinn hefur verið upplýsingafulltrúi
fjármálaráðuneytisins. Er þetta ný
staða og hefur Karl störf þann 17.
þessa mánaðar.
Karl er 23 ára gamall Reykvíkingur
en rekur ættir sínar austur í Breiðd-
al. Hann er kvæntur bandarískri
konu, Susan Moore, sem starfar á
dagheimili, og eiga þau einn son. Eftir
að hafa lokið stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1983 hóf Karl nám í heimspeki og
stjómmálafræði í De Pau\v-University
í Indiana í Bandaríkjunum. Þaðan
lauk hann BA-prófi á síðasta ári. Með-
fram náminu starfaði hann jafnframt
um tíma sem aðstoðarmaður eins öld-
ungadeildarþingmanns, Donald Ri-
egle. Að undanfómu hcfúr hann unnið
við ritstörf hjá Fijálsu framtaki.
„Ég hef starfað mikið í kringum
stjórnmálin á síðustu árum,“ segir
Karl, „var framkvæmdastjóri þing-
flokks Bandalags jafnaðarmanna og
síðar Alþýðuflokksins en ég var kosn-
ingastjóri Alþýðuflokksins á Austurl-
andi í kosningunum í vor. Það má
segja að stjórnmálin séu mitt helsta
áhugamál, ég hef haft þennan stjórn-
málaáhuga síðan ég var unglingur og
Karl Th. Birgisson, 23 ára og nýráðinn
upplýsingafulltrúi hjá fjármálaráðu-
neytinu.
hann hefur aukist með ámnum. Sam-
an við þetta blandast síðan áhugi á
sögu og bókalestri almennt. Mér finnst
einnig skemmtilegt að hlusta á góða
tónlist, eins og bandaríska tónlist frá
síðara hluta sjöunda áratugarins og
byijun þess áttunda.
Þessa dagana er ég að búa mig und-
ir starfið og setja mig inn í málin utan
frá. Verkefnið finnst mér spennandi,
það verður eflaust mjög yfirgripsmikið
í byrjun og ómótað enda í fyrsta skipti
sem ráðið er í þessa stöðu. Það gerir
starfið ekki síst áhugavert."
Fréttir
Reglur um undanþágur frá söluskatti valda heilabrotum:
Kæfa í plasti og kaefa í dós
íslenskir kaupmenn streitast nú
við að átta sig á nýju söluskatts-
réglunum, enda virðist ekki heigl-
um hent að rata framhjá öllum
markatilvikunum sem reglumar
bjóða upp á.
í mörgum tilvikum eru skilgrein-
ingarnar á því hvort vörur skuli
bera tíu prósent söluskatt eða ekki
dálítið óljósar og virðast stundum
fara meira eftir umbúðunum en
vörunni sjálfri hvort söluskattur
er lagður á hana.
Hér koma nokkur dæmi: Nýtt
grænmeti enginn söluskattur, fro-
sið grænmeti tíu prósent söluskatt-
ur. Ný epli og aðrir innfluttir
ávextir enginn söluskattur, niður-
soðnir ávextir tíu prósent. Kæfa í
plastí enginn söluskattur, kæfa i
dós tíu prósent. Hrátt kjöt enginn
söluskattur, roast beef tíu prósent.
Nýr fiskur, frosinn fiskur og salt-
fiskur enginn söluskattur, harð-
fiskur tíu prósent. Frosinn
kjúklingur enginn söluskattur,
grillaður kjúklingur tíu prósent.
Síld í bakka enginn söluskattur,
hcitti<mÍ4íö
HERRAD E ILD
Austurstræti 14, sími 12345.
síld í krukku tíu prósent. Svið í Það er ekki furða þótt þessar
plasti enginn söluskattur, svið í dós reglur vefjist fyrir mönnum.
tfu prósent. ATA
Tíu prósent söluskattur er lagður á vörurnar vinstra megin á myndinni
en af samsvarandi vörum hægra megin þarf ekki að borga sötuskatt.
DV-mynd GVA
-BTH