Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Spurningin Hefurðu ferðast um ís- land í sumar? Þóra Einarsdóttir: Já, ég fór í sumar- bústað upp i Skorradal og síðan fór ég austur í Biskupstungur. Ég er svo bara búin að vera að vinna og hef ekki komist neitt. Ragna Leifsdóttir:Ekki mikið. Ég hef þó farið til Akurevrar og þaðan fór ég í Ásbyrgi og Hljóðakletta. Það var æðislega gaman. Helgi Jóhannesson:Ákaflega lítið, en ég fór til Akureyrar sem er alveg dásamlega fallegur og skemmtilegur bær um daginn. Ég ferðaðist h'ka um Eyjafjörðinn og fór t.d í Svarfaðard- alinn og til Grenivíkur. Lárus Svansson:Nei, lítið. Ég fór í Húsafell um verslunarmannahelg- ina. Annars er það nú varla mikið út úr bænum. Ég hef mjög lítinn áhuga á því að ferðast um landið. Sigmar Eðvarsson:Frekar lítið. Ég fór í sumarbústað fyrir ofan Þrasta- skóg fyrir skömmu. Annars stendur þetta allt til bóta næsta ár en núna er þetta svolítið erfitt því ég er með ungabarn svo það er lítið hægt að komast. Guðmundur Elíasson:Já, ég fór í Húsafell um verslunarmannahelg- ina. Annars er ég búinn að vera í útlöndum. Ég hef mikinn áhuga á því að ferðast um Island og það er skömm að því hvað maður gerir lítið að því. Maður hefur bókstaflega ekki tíma. Lesendur Salmonella hefur ekki fundist í lamba- og nautakjöti Salmonella hefur ekki fundist i lamba- og nautakjöli hér á landi en einungis í kjúklingum og svínum. Halldór Þórðarson, Laugalandi, skrifar: 1 fréttum útvarpsins 24. júlí sl. var sagt frá erindi sem flutt var nýlega á fundi dýralækna og í fi-amhaldi af þvi rætt við formann þeirra samtaka þar var hvað eftir annað talað um nýlega salmonellusýkingu í kjúkl- inga- og „nautakjöti". Þetta var að visu leiðrétt í lok fréttanna - fyrir þá sem þá hlustuðu. í umræddu er- indi og samtali kom fram lífsnauðsyn þess að hafa sláturhús ekki fleiri en dýralækna - þeir þyrftu nauðsynlega að vera í húsunum allan daginn. Einnig var talað um undanþáguslát- urhús sem öll yrði að leggja niöur af heilbrigðisástæðum. - Állt var þetta vandlega fléttað saman við salmonellusýkingu - sem útlit er fyr- ir að neytendur sumra kjöttegunda muni alltaf eiga á hættu. I framhaldi af þessu vildi ég biðja blaðið aðkoma á framfæri nokkrum spurningum. 1 .Hefur salmonellusýkingar ein- hvem tíma orðið vart í lamba- eða nautakjöti? 2. Hefur salmonellusýkingar orðið vart í kjöti frá undanþáguhúsun- um? 3. Treystirdýralæknirinn-semrætt var við - sjálfum sér til að ftnna salmonellusýkingu strax ef hann er staddur í sláturhúsi meðan slátrun fer fram? 4. Hefur komið í Ijós að vinnaákjöti í undanþáguhúsunum sé verri en í hinum og hefur kjöt frá undan- þáguhúsunum valdið einhverjum tjóni? ö. Voru ekki húsin - sem sýkta kjöt- ið kom frá - löggild og undír góðu eftirliti dýralækna? ÐV hafði samband við formann sam- taka dýralækna, Birni Bjamason, héraðsdýralækni á Höfri, og lagði fyrir hann spumingarnar: 1. Nei, ekki hér á landi, en hún er til í nautakjöti í Bandaríkjunum. 2. Nei. 3. Nei, til að finna salmonellu þarf að rækta bakteríuna við sérstakar aðstæður en slíka aðstöðu hafa dýra- læknar ekki hér á landi enn sem komið er. 4. Kjöt frá undanþáguhúsum þarf ekki að vera verra en burtséð frá gæðum þurfa sláturhús að uppfylla þær kröfur sera gerðar era til slátur- húsa almennt í lögum og reglum. Fullkomið sláturhús gefur að sjálf- sögðu betri möguleika til að verka kjötið þannig að viðunandi sé. 5. Já, þau voru löggild og undir eftir- liti en fram að þessu hafa ekki verið tekin sýni til að finna salmonellu í sláturhúsum. Sýnataka verður eflaust hafin í haust. Hjólastuldir: Foreldrar, fylgist með börnum ykkar Ásthildur Sveinsdóttir hringdi: Ég er bara alveg öskureið og get ekki setið á mér lengur. Ég bý í Breiðholtinu og hjólastuldir þar era svo svakalega algengir. Hjól- inu hans sonar míns var stolið fyrir rúmlega viku og það er kannski þess vegna sem maður fer að pæla í þessu. Mér er sagt að þetta séu bara krakkar sem standa í því að stela og jafnvel breyta hjólum svo að þau þekkist ekki aftur. Það sem mér finnst aðallega óhuggulegt er það að foreldrar þessara krakka skuli ekki gera einhverjar athuga- semdir þegar bömin koma heim á nýjum hjólum. Krakkamir segjast kannski hafa fundið hjól en það vita allir betur. Það á alltaf ein- hver þessi hjól. Mórallinn hjá foreldrum, sem skipta sér ekkert af þessu, er eitt- hvað skrítinn. Fólk ætti að hugsa betur um hvaða áhrif þetta hefur uppeldislega séð. Ég veit að þessir hjólastuldir era mjög algengir og mér finnst að fólk ætti að láta í sér heyra um þessi mál. Hringið 1 síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Hangið á vinstri akrein Hákur skrifar: Nú get ég ekki lengur orða bund- ist. Það er orðið hreint óþolandi hvemig umferðarsauðir hanga á vinstri akrein tveggja akreina gatna og halda þeim sem vilja herða á sér fyrir aftan sig. Það er engu líkara en að illmögulegt sé að uppræta þennan ósið hér á landi. Langverstir era leigu- bílstjórar og bílar með utanbæjamúm- erum. Það er engu líkara en að ökumenn utan af landi og leigubíl- stjórar geti ekki ekið á hægri akrein. Umferðarlögreglan gerir heldur ekkert í því að stugga við þeim sem þannig brjóta umferðarreglumar en leggja alla áherelu á að elta þá uppi sem fara eitthvað lítilræði yfir lögleg- an hraða. Hvar sem maður kemur erlendis verður allt vitlaust ef einhver ætlar að halda vinstri akreininni sem er fyr- ir þá sem vilja hraða ferð sinni. Ef ökumanni liggur ekki meira á en það að hann ekur á vinstri akrein sam- hliða annarri bifreið á hann skilyrðis- laust að víkja yfir á hægri akreinina. Hvemig væri nú fyrir lögregluna að gera smáatrennu að þessu vandamáli í umferðinni? Hressir krakkar í Húsafelli. Skemmtikraftar borga inn Hljómsveitarmeðlimur skrifar: Hæ, hó, nú er það Húsafell um helgina, fjöldinn allur af skemmti- kröftum, hljómsveitarkeppni og fleira. Jæja það er nú gott og blessað en mig langar til að vita síðan hvenær skemmtikraftar hafa þurft að borga sig inn á stað sem hefur auglýst að þeir muni skemmta á? Allavega er þetta í fyreta skipti sem ég heyri um slíkt en það er svekkjandi þegar menn hafa eytt miklum tíma í undirbúning og fá að vita þegar á svæðið er komið að maður þurfi að borga inn svokallað lágmarksgjald sem var kr. 800 á laugardagskvöldið en hefði verið kr. 1.000 hefðum við komið kvöldið áðður. Þetta getum hvorki ég né aðrir með- limir hljómsveitarinnar sætt okkur við. Við vorum búnir að eyða öllum okkar pening í undirbúning, nema hvað við áttum smáaur fyrir bensíni á heimleiðinni. Við höfðum mætt skryk- kjótt í vinnu síðustu dagana en við vorum að æfa fram á nótt. Það að fá svo á móti sér andlit með peningamerki í auga sem sagði að við yrðum að borga okkur inn eða að við yrðum strikuð út úr hljómsveitar- keppninni gerði það að verkum að ég missti allt álit á þessum aðilum en ég hafði metið þá mikils fyrir að leyfa bílskúrsböndum að spreyta sig. Ég vil benda þeim hljómsveitum sem að borguðu sig inn á að það er nógu slæmt að spila án þess að fá nokkuð borgað fyrir en að borga fyrir að fá að koma fram er fráleitt. Það er a.m.k hlutur sem að hljómsveitir og aðrir listamenn eiga að vita. Ég spyr, var ekki hægt að sleppa þessu eða láta vita með fyrirvara? „Ég held að íslendingar ættu að líta sér nær og ferðast og fræð- ast fyrst um ísland áður en þotið er á sólarstrandimar." Ferðist um Bima Þorgrímsdóttir skrifan Nú er sá tími árs þegar íslending- ar taka sig upp hópum saman og spæna á fjarlægar sólarstrandir í brúnkuleit. Nær hvert einasta ía- lenskt mannsbam hefrir komið til sólarstranda Spánar og Ítalíu svo ekki 8é talað um sumarhús hér og þar í Evrópu, frá Danmörku til Svartaakógar. Sá hinn sami Islendingur þarf þó ekkert frekar að hafa komið í Þórsmörk eða upp í Kerlingafjöll þvi íslendingum finnst það flottara og meira sport að fara á útlendar slóðir en íslenskar. Og þar stendur hnífúrinn f kúnni. Islendingar eru hreinlega að missa af sínu óspillta og fallega landi. Nú hellist útlendur ferða- mannastraumur yfir ísland og brátt verður svo komið að við Is- lendingar komumst varla að til að njóta eigin náttúru svo stríður er straumur annarra landa ferða- manna. Ég held að íslendingar ættu að líta sér nær og ferðast og fræðast fyrst um ísland áður en þotið er á sólarstrandimar. Það er eins og það sem er nálægt þurfi eitthvað að vera verra fyrir það eitt að þangað er auðveldara að komast. Það eru margir staðir hér á landi sem eru alveg óviðjafnanlegir og standa erlendu landslagi fyllilega snúning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.