Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
17
Dómur í meiðyrðamáli
„Það þýðir ekkert að fara í meið-
yrðamál," segja lögfræðingar gjam-
an ef rætt er við þá um ósannar og
meiðandi yfirlýsingar fjölmiðla.
Útkoman er engin, bætur nær eng-
ar, uppreisn næst ekki en sögnin
festist bara betur i huga almenn-
ings. Þetta hefur orðið til þess að
fáir reyna að leita réttar síns, fjöl-
miðlar ganga á lagið í trausti þess
að ekkert verði að gert og umræðan
fer öll á villigötur.
íslendingar eru á vissan hátt á
vegamótum í fiölmiðlamálum. Fjöl-
miðlum hefur íjölgað, útvarpsrásim-
ar orðnar margar og sjónvarpsrásir
orðnar tvær. Samkeppnin um at-
hygli landsmanná eykst, og þar með
freistingin til æsifréttamennsku.
Fréttamenn þurfa því mjög að
gæta sín og dómurinn, sem fjallað
er um i þessari grein, er alvarleg
aðvömn. Reyndar er frétt Þjóðvilj-
ans í þessu tilviki ekki dæmi um
hömlulausa samkeppni. Orsakimar
að baki fréttar Þjóðviljans era sjálf-
sagt allt aðrar.
Harður dómur?
Dómurinn, sem felldur var í máli
Þjóðviljans, er gleðiefiii vegna þess
að hann sýnir að fjölmiðlar geta
ekki meðhöndlað æm og heiður
borgaranna sem skít á götunni. Það
er sjálfsagt afstætt að meta hvað er
harður dómur. Kostnaður Þjóðvilj-
ans vegna þessa dóms er tæp þrjú
hundmð þúsund króna og er þá ekki
talinn með kostnaður vegna eigin
lögfræðings.
Þó upphæðin sé ekki há, er hún
hærri en oftast hefur verið í meið-
yrðamálum, sem sýnir að dómurinn
taldi málið alvarlegt.
í þessu sambandi er athyglisvert:
1. Fyrir siðanefnd Blaðamannafé-
lagsins fékk Þjóðviljinn harðasta
dóm, sem felldur hefur verið í sögu
siðanefndarinnar. Fréttaflutning-
ru Þjóðviljans var talinn alvar-
legt brot á siðareglum
Blaðamannafélagsins.
2. Fyrir borgardómi em ritstjórar
KjáHaiinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn
Þjóðviljans dæmdir til að greiða
bætur að fullu, þ.e.a.s. 100% kröfu
stefnanda kr. 100.000.
3. Ritstjórar Þjóðviljans em dæmdir
til að greiða kr. 50.000 í sekt til
ríkissjóðs sem er óvenjulegt í
meiðyrðamáli og sýnir hve alvar-
legum augum dómurinn lítur á
brot Þjóðviljans.
4. Ritstjóramir em dæmdir til að
greiða kostnað af því að kynna
niðurstöður dómsins og birtingu
hans sem og málskostnað.
5. Ritstjómnum er gert að birta nið-
urstöður dómsins á áberandi stað
á forsíðu Þjóðviljans.
6. Aðdróttanir Þjóðviljans um aðild
Guðmundar G. Þórarinssonar að
skattsvikamáli em dæmdar
ómerkar.
Augljóst var að Þjóðviljinn skrifaði
umrædda frétt gegn betri vitund.
Það hefur vafalaust þyngt dóminn
bæði fyrir siðanefnd Blaðamannafé-
lagsins og borgardómi.
Það hefur vakið athygli mína hversu
lítt Þjóðviljinn hirðir um sannleika
og staðreyndir í málflutningi sínum.
Oftast nenna menn ekki að elta ólar
við mgl blaðsins, en í þessu máli
vom aðdróttanir svo alvarlegar að
ég sá mér nauðugan einn kost að
leita réttar míns fyrir dómstól-
um.
Niðurstaða dómsins er mér mikið
gleðiefni. Hitt er svo annað að það
fer nokkuð eftir gildismati manna
hvort þeir telja þennan dóm harðan.
Nokkrir hafa orðið til að benda á
að dómurinn hefði átt að vera miklu
harðari.
Áhrif—eftirleikur
Dómur þessi hefur að vonum vakið
mikla athygli. Flestir fjölmiðlar hafa
fjallað um hann. Það er ekki á hverj-
um degi sem alþingismaður neyðist
til að láta dæma ritstjóra dagblaðs
í háar fjársektir í nauðvöm.
Ég var því reyndar dálítið undr
andi að ríkissjónvarpið skyldi í engu
geta dómsins. Ekki sist vegna þess
að ríkissjónvarpið hóf umræðuna
um málefni Þýsk-íslenska og gerði
það á þann hátt að verulega orkaði
tvímælis. Ég hef enn ekki skilið að
forráðamenn fyrirtækisins skyldu
ekki óska eftir opinberri rannsókn á
þeim fréttaflutningi og stefna ríkis-
sjónvarpinu.
Þeim mun meira varð ég undrandi
að ríkissjónvarpið skyldi ekki sjá
ástæðu til að geta niðurstöðunnar í
meiðyrðamálinu gegn Þjóðviljanum.
Það er oft nær ómögulegt að koma
leiðréttingum á framfæri þegar
menn eru hafðir fyrir rangri
sök. Ábyrgð ríkissjónvarpsins er
mikil.
Stefnumarkandi dómur, ritstjórar
dagblaðs eru dæmdir í fjársektir til
alþingismanns og ríkissjóðs vegna
meiðyrða. Hærri fjársektir en menn
muna að hafi verið gert áður. Ríkis-
sjónvarpið með þátt að málinu eins
og hann er telur ekki ástæðu til að
geta dómsins.
Blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn
hafa gjaman gert að umræðuefni
heiðarleika og ráðvendni stjóm-
málamanna. Kröfur um afsagnir
koma fram ef hið minnsta ber út af,
að þeirra mati.
En hvað um siðgæði fjölmiðla-
manna sjálfra? Forystumaður
blaðamanna og aðaltalsmaður,
formaður Blaðamannafélagsins, hef-
ur nú leikið aðalhlutverk í máli sem
hlotið hefur harðasta dóm siða-
nefhdar þeirra sjálfra og harðan dóm
fyrir borgardómi Reykjavíkur.
En nú heyrist lítið frá fjölmiðla-
mönnum. Ætli ekki væm komnar
af stað ítarlegar umræður ef stjóm-
málamaður ætti í hlut? Hugsið
ykkur aðeins um.
Er eðlilegt að taka gagmýni fjöl-
miðlamanna alvarlega í þessari
stöðu?
Em menn búnir að gleyma umræð-
unni um Albert Guðmundsson og
Guðmund J.?
Er siðgæðisvitund fjölmiðlamanna
önnur þegar komið er að þeim sjálf-
um? Tvöfalt siðgæði? Blaðamanna-
félagið? Blaðamannastéttin?
Fjölmiðlamenn almennt? Þjóðvilj-
inn? Hvar er ábyrgðin?
Ég sagði einu sinni frá þvi í blaða-
grein að ég hefði heyrt þá undarlegu
sögu að í stétt blaðamanna hefðu
þyrpst menn sem hvergi fengju
vinnu annars staðar, ekkert gætu
og enginn vildi hafa. Blaðmenn vildu
þeir vera vegna þess að til þess
þyrfti enga menntun og þar bæm
þeir enga ábyrgð á því sem þeir
gerðu en gætu vegið úr launsátri að
ýmsum mörrnum í þjóðfélaginu.
Meðal blaðamanna em margir
ábyrgir og hæfir menn, en blaða-
menn hljóta að gefa gaum að heiðri
stéttar sinnar. Ábyrgð blaðamanna
er mikil, ekki síst á tímum skyndi-
láta og sundraðra andstæðna.
En hver getur til dæmis ætlast til
að ég taki mark á Þjóðviljanum?
Ég hefi sjálfur orðið að láta dæma
hann fyrir óhróður og lygar.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Ríkissjónvarpið með þátt að málinu eins og hann er telur ekki ástæðu til
að geta dómsins."
„Niðurstaða dómsins er mér mikið gleði-
efni. Hitt er svo annað að það fer nokkuð
eftir gildismati manna hvort þeir telja
þennan dóm harðan.“
Athugasemdir við áætlanir
í tilefni skrifa Ólafs Bjömssonar um Hayek
„En nasistar stunduðu miðjumoð, nasistaflokkurinn var eins konar airæðisút-
gáfa af Framsóknarflokknum enda naut Hitler gífurlegs fyigis meðal bænda.“
Prófessor Ólafúr Bjömsson gerði á
dögunum hundruðustu og fimm-
tándu tilraun sína á fjömtíu og sex
árum til að flytja íslendingum þann
fagnaðarboðskap Friediichs von
Hayeks að enginn eðlismunur sé á
áætlanagerð Sovétmanna og þýsku
nasistanna. En margt bendir til þess
að Hayek hafi látið óskhvggjuna
stjóma sér þegar hann setti jafhað-
armerki milli sovéskra og þýskra
áætlana. Áætlanagerð nasista var
nefhilega aldrei altæk eins og sú
sovéska, hún náði aðallega til her-
gagnaiðnaðarins og hafði aukin-
heldur það markmið að gera
Þjóðveija sem minnst háða erlend-
um innflutningi og þar með betur
hæfa til að heyja stríð. Nasistar
gerðu ætlanir sínar í náinni sam-
vinnu við stórfyrirtækin og vom
tveir af hverjum þremur starfsmönn-
um þýska áætlanaversins jafnframt
starfsmenn stórfyrirtækisins I.G.
Farben. Og þess má geta að Martin
Kitehen segir í bók sinni um fasis-
mann(„Fascism“) að allrahanda
kúvendingar í þýskri áætlanagerð
megi rekja til togstreitu milli einka-
fyrirtækja sem áttu fulltrúa í áætl-
anaverinu. í Sovétríkjunum aftur á
móti mega stjómendur fyrirtækja
sitja og standa eins og áætlanavald-
ið vill, ríkið hefur flesta þræði
efnahagslífsins í hendi sér.
Framsókn og fasismi
En nasistar stunduðu „miðjumoð",
nasistaflokkurinn var eins konar
alræðisútgáfa af Framsóknarflokkn-
um enda naut Hitler gífurlegs fylgis
KiaUaiinn
Stefán Snævarr
rithöfundur/magister
í heimspeki
meðal bænda. Og það var ekki furða
því nasistar höfðu sterka tilhneig-
ingu til sveitarómantíkur, þeir vildu
láta Þjóðverja yrkja jörðina meðan
„óæðri kynþættir" strituðu í verk-
smiðjum. Stórborgir vom að þeirra
áliti uppfinning andskotans, eða
hvernig má það vera að gyðingar
búa helst á mölinni? spurðu snilling-
amir. Nasistar vom þó aðallega „Já,
já, nei, nei“-menn sem skiptu um
skoðun eftir hentugleikum. Það fylg-
ir svo sögunni að Kristján Danakon-
ungur spurði Hriflu-Jónas hvort
hann væri ekki Mússólíní íslands!
Alræði og þrælahald
En snúum okkur aftur að áætlun-
um og ríkisafskiptum. Það em áhöld
um hvorir vom meiri ríkisafskipta-
menn á stríðsárunum, Bretar aða
Þjóðverjar. Bretar hófu til dæmis
skömmtvm, Þjóðverjar ekki. Hafa
ber í huga að stríðsrekstri fylgja
aukin umsvif ríkisins á efnahags-
sviðinu, t.d. var fúllveldi bandar-
ískra fyrirtækja að nokkm skert á
dögum síðari heimsstyrjaldar. En
Bandaríkjamenn gengu stríðsþjóða
skemmst í ríkisafskiptum, Sovét-
menn að sjálfsögðu lengst, Bretar,
Þjóðverjar, og líklega Japanir, fóm
milliveginn.
En nú kann einhver að spvrja
hvort ekki sé fáránlegt að flokka
stríðshagkerfi þýskra nasista og
hinna lýðfijálsu Breta saman, en
setja Sovétríkin í sér bás, áttu alræð-
isríkin, Þýskaland og Sovét, ekki
það m.a. sameiginlegt að hneppa fólk
í þrælahald? Það er vissulega rétt,
t.d. var skipaskurðurinn mikli frá
Finnska flóa til Ishafsins grafinn af
þrælum sovéska gúlagsins. En gú-
lagið var rekið á „félagslegum
gmnni“ meðan þýski þrældómurinn
laut hinum gömlu, góðu lögmálum
viðskiptalífsins. SS leigði stórfyrir-
tækjum mansmenn og vom þessi
viðskipti ábatasöm fyrir báða aðilja,
ef trúa má ágætri bók Rudolfs Grun-
bergers um samfélagssögu Þriðja
ríkisins(„The Social History of the
third Reich.“)
Lokaorð
Efhahagskerfi nasista og komm-
únista em því tæpast greinar af sama
meiði. Þvi má ekki gleyma að nasist-
ar þjóðnýttu ekkert nema eigur
verkalýðsfélaganna, sennilega hefur
ríkisgeirinn þýski verið minni en i
mörgum lýðræðisríkjum samtímans,
þ.á.m. heimalandi Hayeks, Austur-
ríki. en þar í landi er um helmingur
iðnframleiðslu á hendi ríkisins.
Hitt er svo annað að nasistar vom
varla handbendi stórauðvaldsins
eins og margur dólgamarxistinn
heldur. Til dæmis fyrirskipuðu þeir
smáfyrirtækjum í stríðstengdum at-
vinnugreinum að sameinast sem
tæpast hefur glatt stórfyrirtækin þar
eð samkeppnisaðstaða þeirra hlýtur
að hafa versnað fyrir vikið. Hitler
hafði enga ástæðu til að vera vika-
drengur auðmagnsins, honum var í
lófa lagið að þjóðnýta stórfyrirtæki
hefðu þau verið með eitthvert múð-
ur. Þegar öllu er á botninn hvolft
kemur valdið út úr byssuhlaupum,
ekki upp úr peningaveskjum.
Ólafur Björnsson segir á einum
stað að fáfræðin sé besti bandamað-
ur sósíalismans. Ef til vill er hún
sameiginlegur bandamaður sósíal-
ista og frjálshyggjumanna.
Stefán Snævarr
„En margt bendir til þess að Hayek hafi
látið óskhyggjuna stjórna sér þegar hann
setti jafnaðarmerki milli sovéskra og þý-
skra áætlana. Áætlanagerð nasista var
nefnilega aldrei altæk eins og sú sov-
éska“,...