Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. KENNARAR - KENNARAR % Þá er að taka ákvörðun. I Grundarfirði á Snæfellss- nesi er Grunnskóli Eyrarsveitar. Þangað vantar enn nokkra kennara. Um er að ræða almenna bekkjar- kennslu, kennslu í raungreinum, heimilisfræði og tónmennt. Jafnframt er laus til umsóknar staða yfir- kennara við skólann. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-86802 eftir hádegi. Skólanefndin. REYKJÞiMÍKURBORG Stö<dtci DAGVIST BARNA í REYKJAVÍK TILKYNNIR OPNUN LEYFISVEITINGA FYRIR DAGGÆSLU Á EINKAHEIMILUM á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. Nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur með dagvist á einkaheimilum á skrifstofu Dagvistar í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, s. 2 72 77. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dag- vistar. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Kópavogshælið Yfirþroskaþjálfi óskast til starfa á Kópavogshælinu frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 24. ágúst nk. Upp- lýsingar veitir framkvæmdastjóri og yfirlæknir í síma 41500. Reykjavík, 10. ágúst 1987. REYKJKMÍKURBORG Kynningarnámskeið fyrir fóstrur og aðra með sambærilega uppeldismenntun. verður haldið á vegum Dagvistar barna í Reykjavík í Tjarnarborg v/Tjarnargötu dagana 17. og 18. ágúst frá kl. 10-15. Námskeið þetta er fyrst og fremst hugsað sem kynn- ing á hinni fjölbreyttu starfsemi Dagvistar barna, auk þess sem kynntar verða nýjungar í dagvistaruppeldi á Islandi sl. 5-10 ár. Námskeiðsstjórar eru umsjónarfóstrurnar Fanney Jónsdóttir og Arna Jónsdóttir sem jafnframt veita all- ar nánari upplýsingar og annast innritun þátttakenda í síma 27277. ■ ■ 4-4- O REYKJKJÍKURBORG ri Jauéav Sfödun DAGVIST BARNA ÓSKAR AÐ RÁÐA: UMSJÓNARFÓSTRU með dagvist á einkaheimilum. Verksvið umsjónarfóstra er umsjón og eftirlit með daggæslu á einkaheimilum í umboði Dagvistar barna og Barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar. Fóstrumenntun og starfsreynsla áskilin. Upplýsingar veitir Fanney Jónsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst nk. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. dv Sandkom Fyrsta kastið Sigurður Ringsted, sem lét af starfi bankastjóra Iðnaðar- bankans á Akureyri fyrir aldurs sakir í sumar, er mikill laxveiðiáhugamaður. Hann er til að mynda formaður veiðifé- lagsins í Fnjóská. Við heyrð- irni að Sigurður hefði sett saman stöng við ána á dögun- um og kastað. Um leið og agnið lenti í ánni beit lax á. Mínútumaður Sigurður. Þeir hollensku Þá er búið að skjóta fyrsta selinn sem Hollendinganiir slepptu við Grímsey á dögim- um. Það kom í hlut Húsvík- inga að skjóta hann. Menn eru á einu máli um að það fáist örugglega hærra verð fyrir þennan sel þar sem hann sé svo frægur. Hitað upp Búast má við uppákomum í göngugötunni á Ákureyri all- an ágústmánuð eða fram að 125 ára afmæli bæjarins sem verður 29. ágúst. Bærinn hefur reist leiksvið í göngugötunni og vonast bæjaryfirvöld til að sem flestir nýti sér pallinn og „hiti upp“ fyrir sjálfan af- mælisdaginn. Sagt er að veitingahús á Akureyri vonist líka til að menn „hiti upp“ fyrir29. ágúst. Stórkostleg fækkun „Stórkostleg fækkun sauð- fjár?“ var flennifyrisögn í dagblaðinu Degi í síðustu viku er greint var frá tillögum nefndar um framtíð sauðfjár- ræktunar. Sem kunnugt er er Dagur vilhallur bændum og Framsóknarflokknum. Eflaust hefðu bændur frekar viljað sjá setningu eins og: „Gríðarleg fækkun sauðfjár?" því þeim þykir örugglega ekk- ert stórkostlegt við þetta. Þúsund ár á Kristnesi Kristnesspítali hefur heim- ild til að reka bamaheimili fyrir starfsfólk spítalans en ekki til að ráða starfsmann. Bjami Arthúrsson, fram- kvæmdastjóri spítalans, segist hafa beðið um starfsmann í átta ár en ávallt verið neitað. Um þetta segir Bjarni í viðtali við Dag: „Þetta er svona eins og kín- versku áætlanirnar sem taka til þúsund ára, þetta gerist væntanlega einhvem tíma á næstu þúsund árum.“ Það er bara vonandi að bið- in eftir plássi á sjúkrahúsinu sé styttri. Rúnturinn í Time Heimstímaritið Time ku ný- lega hafa birt grein um rúnt- inn á Ráðhústorgi á Akureyri og þann mikla hávaða sem þar er um helgar. Einn íbúinn í miðbænum segir í viðtali að blaðamaður Time undri sig á því að ungmenni á Akureyri aki hring eftir hring í kringum torgið á dýrum bílum, þeyt- andi flautumar fram undir morgun. Þessi blaðamaðurTime er greinilega hringavitlaus. Þorstelnn blessl helmlllð. Drottinn blessi heimilið Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra er nú að láta gera úttekt og tillögur sem miða að því að treysta stöðu fjöl- skyldunnar og auka velferð bama. Þetta kemur mönnum ekki á óvart eftir að ríkis- stjómin hefur !agt söluskatt á matvæli og hækkað skatta al- mennt. Þorsteinn ætlar greinilega að gera heimilin að vemduðum vinnustað og sjá ekki allir fyrir sér myndina uppi á vegg fyrir ofan hjóna- rúmin: „Þorsteinn blessi heimilið." Bílafrík Einn góðglaður stal slökkvibíl flugvallarins á Ak- ureyri í síðustu viku. Hann velti bílnum og eyðilagði á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu en leigubílastöðin á Akureyri er við þessi gatna- mót. Og viti menn, gaurinn tölti sér inn á stöðina og bað um leigubíl til baka út á flug- völl. Þaðan fékk hann svo far með lögreglubílnum inn í bæ aftur. Bændur hella niður Þorsteinn Rútsson, bóndi að Þverá í Öxnadal, sem búinn er með mjólkurkvótann sinn, hefur hellt niður mjólk frá 14. júlí. Hann gerir ráð fyrir að hella niður um fjögur þúsund lítrum af mj ólk í sumar. Það er líklegt að blessuðum bömunum, sem alltaf er verið að banna að hella niður mjólk, finriist skrýtið að lesa um mann sem hellir niður fjögur þúsund lítrum af mjólk. Þorgeir hjá Víkurblaðinu Víkurblaðið á Húsavík átti 8 ára afmæli í síðustu viku.Á forsíðu afmælisblaðsins var stór mynd af Þorgeiri Hávars- syni. Birti blaðið orð Halldórs Laxness í Gerplu um Þorgeir: „Þorgeir Hávarsson var maður eigi hártil knés og nokkuð kringilfættur, svo sem flestir samlandar hans, blá- eygur, roðamikill á hörund, skolhár, tennur sléttar og vaxnar mjög á ofan tannholdi rauðu og dró niður munn vikin við mönnum og þramdi gneyp- ur á gamanþingum, en brosti því aðeins að honum væri víg í hug, ellegar nokkurt annað stórvirki." Til hamingju, Víkurblaðið, með afmælið og Þorgeir. Umsjón: Jón G. Hauksson VATNSDÆLUR • HJOLATJAKKAR • HJOLKOPPAR • SÆTAAKLÆÐI NÝKOMIÐ! LEGUR OG PAKKDÓSIR í ÖXLA OG DRIF SENDUM í PÓSKRÖFU KVEIKJUHLUTIR • BREMSUKLOSSAR • STÝRISENDAR • HJÖRULIÐIR % OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavík Eiríksgötu Mímisveg Alfheima 2-26 Glaöheima Laugaveg oddatölur Bankastrœti oddatölur Lindargötu Klapparstíg 1-30 Frakkastig 1-9 *>****************************i Skipholt 35-út Vatnsholt Bolholt Furugerói Seljugeröi Viöjugeröi Háageröi Langagerói Sörlaskjól Nesveg 21-út Ljósheima Sporóagrunn Selvogsgrunn Kleifarveg Grundarstíg Ingólfsstræti Amtmannsstíg Ðjargarstig Laugfósveg Miöstræti Melabraut Seltjarnarnesi Skólabraut Seltjarnarnesi Hæöargarö 30-út Hólmgarö 32-út Ásenda Básenda Garösenda Rauöageröi **•••••*•••••••*••**••**••«••••*« Skeljagranda Siöumúia Suöurlandsbraut 2-18 Freyjugötu Þórsgötu Lokastíg '***••*•••*•*••*••***••••••••••*• Nýlendugötu Tryggvagötu 1-9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.