Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Jarðaifarir Þorgerður Einarsdóttir, Faxa- braut 12, Keflavík, andaðist 5. ágúst á Garðvangi. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju fímmtudaginn 13. ágúst kl. 14. ■Ingveldur Pétursdóttir lést á Hrafnistu þann 4. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 11. ágúst kl. 13.30. Helga Steinunn Hansen Guð- mundsdóttir, írabakka 14. verður jarðsungin í dag, 10. ágúst. kl. 13.30 frá Árbæjarkirkju. Útför Péturs Daníelssonar, Sval- barði 4. Hafnarfirði. verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15. Árni Árnason frá Kópaskeri verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15. Guðlaug Ragnhildur Úlfarsdóttir, Seljabraut 38. Reykjavík. sem lést 4. ágúst. verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 11. ágúst k!. 10.30. Tímarit t'iv- ■ Gestgjafinn. 26. töiublað frá bvriun Gestpjafans. tíma- -Srits um mat. var að koma út. Að þessu sinni er að fmna í blaðinu ^rein um kast- ala. hallir og: veitineastaði í Champaæne héraði og Loiredal í Frakklandi. grein um kampjivín op samnorræna framleiðslu- og matreiðslukeppni nema. L’ppskriftir eru marsar að veniu eða hvorki færri eða fleíri en 67 að þessu sinni. Tveir mat- reiðslumeistarar eru kynntir og uppskrift- ir eru eftir fræga franska matreiðslumeist- ara. Gestpjafmn er prentaður á dýran og vandaðan pappír. heftur í kiölinn svo hann detti ekki í sundur þrátt fyrir rhikla ílettun og er 64 síður að þessu sinni. Eigendur og útgefendur Gestgjafans. tímarits um mat. eru hiónin Elín Káradóttir sem sér um útlit blaðsins og Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sem ábyrgur er fyrir flestum uppskriftunum og tekur jafnframt allar mvndir í blaðinu. Ferðlög Afkomendur Orms Ormssonar og Helgu Kristmundardóttur Útilega verður um næstu helgi. 14. 16. ágúst. við sumarhús Iðnaðarmannafélags Borgarness á Kolási (rétt á móti Munaðar- nesi) í Stafholtstungum í Borgarfirði. Þarna er mjög góð aðstaða til að tjalda auk þess sem við höfum afnot af sumar- húsinu. Gert er ráð fyrir að hver sé með sitt nesti sjálfur. Mætum öll með góða skapið og grillin! SjáFskipaða nefndin. Útivistarferðir Sumarleyfisferðir 1. TröIIaskagi, 9.-15. ágúst. Ný skemmti- leg ferð. Barkárdalur Tungnahrvggur Hólar (3 d.) og Siglufjörður Héðinsfjörð- ur Ólafsfjörður (3 d.) Bæði bakpokaferð og dvöl á sama stað. Hús og tjöld. 2. Ingjaldssandur, 18.-23. ágúst. Kvnnist áhugaverðum stöðum á Vestfjörðum, á skaganum milli Önundafjarðar og Dýra- fjarðar. Létt ferð. enginn burður. Berja- land. Gist í húsi. 3. Berjaferð í ísafjarðardjúp 20.-23. ágúst. Skoðunar- og berjaferð. Æðey Kaldalón Snæfjallaströnd Króksfjörð- ur. 4. Núpsstaðarskógar, 27.-30. ágúst. 4 dagar. Tjöld. Uppl. og farm. á skrifst.. Grófmni 1. símar 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. Ferðafélag íslands Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 9.-16. ágúst (8 dagar): Hrafnsfjörður - Norðurfjörður. Gengið :neð viðleguútbúnað um Skorar- heiði í Furufjörð og áfram suður til Norðurfjarðar þar sem ferðinni lýkur og áætlunarbíll tekur hópinn til Reykjavíkur. 11. -16. ágúst (6dagar); Þingeyjarsýsiur. Á fjórum dögum verða skoðaðir markverð- ir staðir í Þingeyjarsýslum. Gist í svefn- pokaplássi. 12. -16. ágúst (5 dagar): Þórsmörk - Landmannalaugar. Ekið til Þórsmerkur að morgni miðviku- dags og samdægurs gengið í Emstrur. síðan áfram milli gönguhúsa uns komið er til Landmannalauga á laugardegi. 14.-19. ágúst (6 dagar); Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Gist í sæluhúsum. 19.-23. ágúst (5 dagar): Landmannalaug- ar - Þórsmörk. AUKAFERÐ. Þessari ferð er bætt við áður skipulagða ferðaáætlun vegna mikillar aðsóknar. 21.-26. ágúst (6 dagar); Landmannalaug- ar - Þórsmörk. ATH: Síðasta skipulagða gönguferðin í sumar frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Miðvikudagur 12. ágúst: 1) Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1000. 2) Kl. 20 Bláfjallahellar. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Bækur Þrjár nýjar bækur Islenski kiljuklúbburinn sendi fyrir skömmu frá sér þrjár nýjar bækur. Þær eru Saga af sæháki eftir Gabríel García Marquez. Ekki kvenmannsverk eftir P.D. James og Gulleyjan eftir Einar Kárason. Sagsa af sæháki heitir reyndar fullu nafni Saga af sæháki sem rak í tíu daga á fleka án matar og drykkjar, var lýstur þjóðarhetja, kysstur af fegurðardísum, auglýsingamennskan auðgaði hann, en svo var hann fyrirlitinn af stjórnvöldum og gleymdist um aldur og eillfð. Marquez skrifaði þessa bók upphaflega þegar hann var ungur blaðamaður í Kólumbíu eftir "frásögn sjómanns sem varð skipreka. Þetta er saga um ótrúlegar mannraunir og um leið vísar hún til þess samfélags sem hún er sprottin af. Guðbergur Bergsson þýddi söguna á íslensku og er hér um frum- útgáfu að ræða. Saga af sæháki er 128 blaðsíður að stærð og prentuð hjá Prent- stofu G. Benediktssonar. Kápu hannaði Robert Guillemette. Ekki kvenmannsverk eftir P.I). James kemur út í kjölfar sögunnar Vitni deyr sem kiljuklúbburinn sendi frá sér í fyrra. Báð- ar eru spennusögur, enda er höfundurinn héimskunnur fyrir slíkar bækur. í þessari sögu er söguhetjan ung kona sem rekur leynilögreglustofu og kemst í hann krapp- an við lausn morðgátu. í sögulok bregður Dalgliesh lögregluforingja fyrir sem marg- ir kannast við úr öðrum bókum P.D. James og úr sjónvarpsþáttum sem hér hafa verið sýndir. Álíheiður Kjartansdóttir þýddi bókina sem er 279 blaðsíður að stærð og prentuð hjá Nörhaven á -Jótlandi. Teikn hannaði kápu. Gulleyjan eftir Einar Kárason kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 1985 og er því endurútgáfa. I fyrra sendi kiljuklúb- burinn áskrifendum sínum sögu Einars, Þar sem djöflaeyjan rís, en Gulleyjan er sjálfstætt framhald hennar. Sagan fjallar um hina litríku fjölskyldu í Gamla húsinu. Þessar tvær bækur Einars Kárasonar hafa komið út f stórum upplögum og var sýning byggð á þeim sýnd hjá Leikfélagi Reykja- víkur í vetur við góðar undirtektir. Gulleyjan er 215 blaðsíður að stærð og prentuð hjá Nörhaven á Jótlandi. Guðjón Ketilsson hannaði kápuna. Efnt var til grillveislu fyrir ibúa Mosfellsbæjar við Hlégarðí gærkvöldi og var þar margt um manninn. DV-mynd: JAK Mosfellshreppur orðinn Mosfellsbær: Samheldni og vitund fólks eykst sagði Páll Guðjónsson, bæjarstjóri „Þetta hefur gengið alveg stórkost- lega. Það hefur verið mikið fjölmenni og mikil og góð stemmning hér í dag,“ sagði Páll Guðjónsson, nýorðinn bæjarstjóri Mosfellsbæjar, þar sem hreppurinn er orðinn að tíunda stærsta bænum á landinu og jafhframt sveitarstjórinn að bæjarstjóra. í gærkvöldi var haldin mikil og fjöl- menn grillveisla þar sem grillaðir voru heilu lambsskrokkamir til handa öll- um bæjarbúum. Páll var í hátíðarskapi og kvað það að grilla lambið hjálpa til bæði við útsvarið og skattinn. DV innti bæjarstjórann eftir hverju þessi tímamót breyttu fyrir bæjarbúa. „Það breytir ýmsu,“ sagði Páll. „Okkur gefst kostur á að koma á fót sérstöku sjúkrasamlagi og auka lög- gæslu, auk þess sem okkur gefst færi á að opna áfengisútsölu ef vilji er fyr- ir hendi.“ Hann kvað ennfremur það stóran þátt að ímynd hrepps væri öðruvísi en ímynd bæjarfélags og að við breyt- ingu í bæjarfélag ykist samheldni og vitund fólks. -GKr TOkyimingar Afmæli Ólafsvíkur: Utvarp Olafsvík I tilefni af 300 ára afniæli Ófafsvíkur sem löggilts verslunarstaðar verður starfrækt útvarpsstöð í Ólafsvik dag- ana 14. til 23. ágúst. Útvarpið næst á FM 103,5. Formleg útsending hefst að kvöldi 14. ágúst og stendur óslitið til miðnættis 16. ágúst. Dagana 17. til 20. ágúst hefst útsending seinni part dags og stendur til miðnættis alla dagana. Hefgina 21. til 23. ágúst verður útvarp- að allan sólarhringinn. Eyjólfur Harðarson, Ævar Guð- mundsson og Ámi E. Albertsson munu sjá um rekstur stöðvarinnar í sam- vinnu við Villa-Videó. Þeir hafa auglýst eftir fólki til að sjá um dag- skrárliði og hafa margir sýnt þvi áhuga. „Umsóknimar em afar fjöl- breyttar þannig að það stefnir í margþætta og skemmtilega dagskrá," sagði Eyjólfur Harðarson. Fram að formlegri dagskrá mun Útvarp Ólafsvík heyrast af og til þar sem verið er að prófa þau tæki og tól sem til þarf. Ráðuneytið hefur gefið út reglu- gerð um bann við togveiðum út af Austfjörðum. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar togveiðar bannaðar á svæði sem markast af línum milli eftirgreindra punkta: 1. 64°46’99 N - 12”43’66 V 2. 64°45’11 N - 12°15’03 V 3. 64°22’75 N - 12°39’25 V 4. 64°21’05 N - 12°49’30" V 5. 64°16’51 N - 13°14’17 V Reglugerð þessi kemur í stað tveggja reglugerða, sem gefnar voru út um miðjan maí sl. og opnast með henni suðurhluti bannsvæðisins. Breytingin tók gildi frá 18. júlí sl. Fyrirlestur um enska lands- lagsmálara í Norræna húsinu Mánudagskvöld 10. ágúst kl. 20.30 hefdur breski listfræðingurinn Jul- ian Freeman fyrirlestur í Norræna húsinu og nefnir: „A sense of place in English landscape 1910-1980“. í fyrirlestrinum fjallar hann um ensku listmálarana Nash, Nicholson, Piper, Sutherland og fleiri. Julian Freeman veitir forstöðu myndlistarsýningum „Brighton Polytechnic Gallery“ í Brighton, en hann er staddur hér á landi ásamt Michael Tucker sem er aðalfyrirlesarinn um norræna mynd- list við „Department of Art and Design History" i Brighton. Þeir munu kynna sér ísfenska myndlist meðan á dvöl þeirra stendur með það fyrir augum m.a. að efnt verði til reglubundinna sýninga á íslenskum myndlistarverkum í Brighton og fleiri breskum borgum. Myndlistasýning í Eden. Vikurnar 11. 18 og 18-25. ágúst sýna fél- agar úr myndlistaklúbbi Hvassaleitis í Eden í Hveragerði. Fyrri vikuna sýna: Aðalbjörg Jónsdóttir, Asgeir Valdemars- son, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Jón Jónsson, Ólafur Páll Betúelsson, Ólöf Sig- urðardóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigur- björg Sigurjónsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Norræn leiklistar- miðstöðáhugafólks Norræna áhugaleikhúsráðið - NAR hélt sinn 20. aðalfund í Lýðháskólanum í Rómaríki í Noregi fyrir skömmu. Þar var samþykkt menningarstefnuskrá fyrir NAR, sú fyrsta í sögu ráðsins. 1 stefnu- skránni er lögð áhersla á að varðveita og þróa áhugaleikhúsið sem kraftmikla hreyfmgu, þar sem allir geti verið með, óháð kyni, aldri, stöðu, uppruna og stjórn- málaskoðunum. Áhugaleikhúsið skipar núorðið þann sess í menningarlífi á Norð- urlöndum og í norrænni samvinnu að NAR mun í framtíðinni leggja meginá- herslu á að koma á fót norrænni leiklistar- miðstöð. 1 slíkri miðstöð kæmu allir þættir áhugaleikhússins saman en menntun og upþlýsingamiðlun sætu þar í fyrirrúmi. Bandalag íslenskra leikfélaga hefur frá 1970 tekið virkan þátt í NAIl og íslenskt áhugaleikhús hefur eflst mjög af því sam- starfi. Aðalfund NAR í Rómaríki, leik- smiðju og námskeið í tengslum við hann sóttu 23 Islendingar frá leikfélögum alls staðar af landinu. Formaður NAR er Ella Royseng frá Noregi en varaformaður Ein- ar Njálsson, Húsavík. Tapað - Fundið Peningaveski tapaðist í Kaup- stað Peningaveski tapaðist í versluninni Kaup- stað í Mjóddinni eða á bílastæðinu fyrir utan. í veskinu var ökuskírteini og fleira. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 51561. Eldur í sæng og rúmdýnu Jón G. Hauksson, DV, Akureyri Eldur kviknaði í sæng og rúmdýnu í húsi við Stórholt á Akureyri uni tiu- leytið á laugardagsmorgun. Tveir bræður voru sofandi í herberginu þeg- ar eldurinn kom upp en þeir vöknuðu báðir og tókst að slökkva eldinn áður en slökkvifiðið kom á vettvang. Bræð- umir sluppu báðir ómeiddir. Talið er að kviknað hafi í út frá sígarettu. Rannsóknariögregla ríkisins: Leltar eiganda myndavélar Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins er 35 mm myndavél ásamt aukalinsum og fleiri fylgihlutum í óskilum. Rann- sóknarlögreglan vill benda þeim, sem tapað hefur myndavél sem lýsingin á við, að hafa samband við tæknideild Rannsóknarlögreglunnar í síma 4-40-00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.