Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
Utlönd
Vaxandi óánðsgja með
flóttamenn frá Afganistan
Sprengjutilræðum hefur farið fjölgandi í Pakistan og 14. júlí síðastliðinn biðu 73 bana og 300 særðust í sprengingum
í Karachi. Fullyrða sumir að stjómvöld i Afganistan standi á bak við árásirnar vegna stuðnings Zia ul-Haqs við
skæruliða sem berjast gegn stjóminni i Kabúl. - Simamynd Reuter
Útlagar frá Afganistan eru nú
ekki jafn velkomnir til Pakistan eins
og áður. Stefha Zia ul-Haqs forseta
varðandi málefhi Afgana hefur nú
sætt enn meiri gagmýni eftir bíla-
sprengjuna sem grandaði sjötíu og
þrem manns í Karachi í síðastliðnum
mánuði.
Er árás þessi sett í samband við
stuðning Pakistana við skæruliða
frá Afganistan sem beijast við
stjómina þar.
Vaxandi óánægju gætir nú í Baza-
ars í Pakistan vegna samkeppni frá
afgönskum kaupsýslumönnum og
óttast er að eiturlyfjaneysla aukist
og glæpum fari fjölgandi vegna veru
þeirra þar.
Almenningur er farinn að leggja
hart að forsetanum um að halda
útlögum frá Afganistan, sem taldir
eru vera þrjár milljónir, í búðunum
sem þeim em ætlaðar. Einnig er far-
ið fram á að athafnir þeirra verði
takmarkaðar. í síðustu viku kröfðust
þingmenn þess að Pakistan beitti sér
meir fyrir því að reyna komast að
samkomulagi um frið við stjómina
í Kabúl og stuðningsmenn hennar,
Sovétríkin.
Bandamaður
Stjómarandstæðingar saka Zia um
að hafa hagnýtt sér innrás Sovét-
manna sem gerð var 1979. Hann
hafi þar með orðið bandamaður í
augum vestrænna ríkja sem áður
höfðu litið á hann með lítilsvirðingu.
Stjómvöld segjast gera allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að ná
sáttum. Utanríkisráðherra landsins,
Yaqub Khan, svaraði gagnrýni þing-
manna með því að segja að það
væri skylda hinna múhameðstrúuðu
Pakistana að skjóta skjólshúsi yfir
flóttamenn og auk þess væri ómögu-
legt að halda þeim burtu.
Neita sakargiftum
Yfirvöld í Afganistan em sökuð
um að standa á bak við sprengju-
árásimar í Pakistan í þeim tilgangi
að fá stjómina í Pakistan til að
hætta að sjá skæruliðum fyrir vopn-
um. Afganistanstjómin neitar öllum
sakargiftum.
Flestar sprengjuárásimar hafa
verið gerðar í norðvesturhéruðunum
og þar er andstaðan gegn Zia mest
þrátt fyrir að íbúamir þar séu ná-
skyldir flestum skæmliðunum og
flóttamönnunum. Er sprengja
sprakk fyrir utan bækistöðvar
skæruliða þar í febrúar síðastliðnum
fómst nokkur pakistönsk böm. íbú-
amir hefiidu sín með því að skjóta
á skæmliða og kveikja í bifreiðum
þeirra.
Margir óvinir
Síðastliðna mánuði hafa sprengju-
árásir verið gerðar i Punjab sem er
áhrifamikið hérað. Yfirvöld í Punjab
bmgðust við á þann hátt að þau
ráku þúsundir Afgana sem dvöldust
þar ólöglega en ekki tókst að
hafa hendur í hári tilræðismann-
anna.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja að óvinir Pakistans séu margir
og því gæti verið að sumir hiyðju-
verkamannanna kæmu frá öðrum
löndum en Afganistan.
Þjóðarieidtogi eða
útvalið skotmark?
Amin Gemayel, forseti Líbanons, tók við embætti eftir að bróðir hans var
myrtur. Hann gætir mikillar varúðar í starfi sínu. Simamynd Reuter
Stjómmálamenn í Líbanon em nú
famir að búa sig undir forsetakosn-
ingar þær sem fara eiga fram í
landinu að ári. Kristnir menn, mú-
hameðstrúar, ísraelar, Sýrlendingar
og aðrir þeir sem lifa, hrærast, deila
og berjast í Líbanon em famir að
íhuga frambjóðendur og hagræða
málum þannig að þeirra menn eigi
sem besta möguleika í kosningunum.
Ríkjandi forseti mun ekki gefa kost
á sér til endurkjörs en talið er að
um tveir tugir frambjóðenda muni
slást um sæti hans.
I ljósi þeirrar hættu sem forseti
þessa stríðshrjáða lands er í alla
daga og nætur, en hann er af mörg-
um talin fremur sérlega útvalið
skotmark heldur en þjóðarleiðtogi,
getur það sýnst næsta fúrðulegt
hversu margir vilja embættið. Talið
er að kosningabaráttan geti kostað
frambjóðendur allt að fimm milljón-
um dollara og þykir ýmsum það hátt
verð að greiða fyrir efsta sæti á lista
tilræðismanna sem augljóslega eru
nokkuð margir.
Vill ekki aftur
Núverandi forseti, Amin Gemayel,
heíúr á valdatíma sínum orðið að
þola allt frá opinberum svívirðing-
um, til beinnar hemaðarlegrar
árásar. Sjálfur tók hann við embætti
eftir að bróðir hans, Bashir Gemay-
el, þá nýkjörinn forseti landsins, var
myrtur árið 1982.
Tveim árum síðar tókst sérsveitum
líbanska hersins naumlega að stöðva
framrás hersveita drúsa, aðeins fjóra
kílómetra frá höll forsetans, en
þangað var ferð þeirra heitið og það
ekki í vináttuheimsókn. Tveim árum
eftir það reyndu hersveitir sem Sýr-
lendingar styðja, að taka heimabæ
Gemayels, Bikjaya, herskildi.
Gemayel heíúr orðið að þola eld-
flaugaárás á höll sína, skotárás á
límósín sinn og fjölda annarra til-
ræða.
Það skyldi því engan undra að
þegar forsetinn fer milli hallarinnar
og heimilis síns uppi í fjöllum Líban-
on, fer hann á herþyrlu sem hann
flýgur sjálfur með skyttur tilbúnar
til átaka með sér. Þegar hann ferð-
ast með bifreiðum sendir hann oft
sinn eigin bfl eitthvað út í buskann
til að villa um fyrir væntanlegum
tilræðismönnum, velur sér síðan
annan bíl af handahófi og ekur hon-
um sjálfur.
Forsetinn hefúr orðið að hefta
mjög ferðir sínar vegna þessa. Hann
hefur aðeins einu sinni komið til
Suður-Líbanon, sjaldan til Norður-
Líbanon, aldrei í austurhluta lands-
ins og getur ekki lengur heimsótt
borgarhluta múhameðstrúarmanna
í Beirút. í raun verður forsetinn að
halda sig innan veggja í borgar-
hlutum kristinna manna í Beirút,
eða á fjallaheimili sínu. Honum er
ekki einu sinni óhætt að nota al-
þjóðaflugvöllinn í Beirút.
Það er því ef til vill skiljanlegt að
forsetinn segist ekki gefa kost á sér
til endurkjörs. Kveðst hann ekki
óska versta óvini sínum þess hlut-
skiptis að verða forseti landsins.
Titill og heiður
Engu að síður þykir svo mikill
heiður að því að bera forsetatitilinn
að búist er við harðri baráttu um
embættið. Forsetinn hefur töluverð
völd innan raða kristinna manna í
Líbanon og hetur haft mikil áhrif
gegnum tengsl sín við her landsins,
lögreglu og stofnanir ríkisins.
Til þessa hefur aðeins einn fram-
bjóðandi lýst því opinberlega að
hann sækist efitir forsetaembættinu.
Það er Dany Chamoun, sonur Cam-
ille Chamoun, fyrrverandi forseta
landsins. Sá hinn sami, það er faðir-
inn, vann sér það eitt sinn til frægðar
að sparka í afturendann á líbönskum
þingmanni sem honum þótti ekki
sýna sér næga virðingu. Hafði þing-
manninum láðst að ávarpa forsetann
með tilhlýðilegum titlatogum.
Ekki er gott að segja hvort þing-
heimur á líbanska þinginu man
atvik þetta enn nógu vel til að það
komi niður á syninum. Forseti er
ekki kosinn almennum kosningum,
heldur kjörinn af þingi landsins. Til
þess að hljóta kjör í fyrstu umferð
þarf frambjóðandi að fá tvo þriðju
hluta atkvæða. Ef enginn fær það
er kosið að nýju milli þeirra tveggja
frambjóðenda sem flest atkvæði
fengu. í þeirri umferð nægir einfald-
ur meirihluti atkvæða.
Ekki er að fúllu ljóst hvemig þing-
ið mun fara með kjör forseta að
þessu sinni. Þingkosningar fóru síð-
ast fram í landinu árið 1972 og engar
áætlanir eru uppi um að kjósa til
þings að nýju fyrir forsetakosning-
amar. Ekki væri þó vanþörf á því
af níutíu og níu aðeins áttatíu og
þrír enn á lífi.
Búist viö átökum
Fastlega er búist við að til átaka
dragi í Líbanon meðan á kosninga-
baráttunni stendur. Minnast menn
þess nú að í þrennum undangengn-
um kosningum hafa erlend ríki haft
afskipti af málum og í raun þvingað
fram vilja sinn í þeim. 1958 voru það
Bandaríkjamenn sem fengu ráðið í
krafti valds síns, 1976 vildu Sýrlend-
ingar ráða og 1982 voru það Israels-
menn sem beittu valdi sínu í
forsetakosningum í Líbanon.
Chamoun hefur sagt að hann treysti
á Vesturlönd til þess að styðja hann
gegn Sýrlendingum, en Bandaríkja-
menn sendu einmitt landgönguliða
sína á vettvang 1958, til stuðnings
við föður hans. Ólíklegt er þó talið
að Vesturveldin kæri sig um að
blandast í málefni Líbanon, meira
en orðið er, enda munu þau minnast
fyrri hrakfara þar.
Óttinn við átök á einnig upptök í
því að leiðtogar múhameðstrúar-
manna hafa þegar lýst yfir vilja
sínum til þess að næsti forseti, sá
áttundi frá því þjóðin fékk sjálfstæði
frá Frökkum 1943, verði úr þeirra
röðum.
Væntanlega mun það skýrast á
næstu mánuðum, hverjir koma til
með að sækjast eftir forsetaembætt-
inu. Það eina sem er nokkum veginn
ljóst í dag, er að allar stjómarfars-
legar breytingar í Líbanon, sem
miðað gætu í átt til sátta í landinu,
verða að bíða þar til nýr forseti hef-
ur verið kjörinn.
Á meðan mun líbanska þjóðin
þurfa áfram að þola örbirgð, hungur
og öiyggisleysi það sem fylgir tólf
ára blóðugum innanlandsátökum,
þótt leiðtogar þeirra hafi getað hald-
ið fjárhagslegum hagsmunum sínum
frá áföllum, að minnsta kosti nægi-
lega til þess að geta eytt fáeinum
milljónum í að verða forsetar.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson