Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. 15 Lesendur Að mati bréfritara er það hneykslanlegt að ungmennasamtök skuli skipuleggja unglingafyllirí eins og slík sem fram fara um verslunarmannahelgina. Hárgreiðslustofan Klapparstíg Pantanasími 13010 k ^ Litakynning. Permanettkynning. Strípukynning. Rakarastofan Klapparstíg Pantanasími 12725 RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR DAGHEIMILIÐ OG SKÓLADAGHEIMILIÐ SUNNUHLÍÐ VIÐ KLEPP „Stoppið þessar fyllirí- issamkomur" Helga skrifar: Ég get bara ekki lengur orða bundist í sambandi við þessar fylliríis- samkomur um verlsunarmannahelg- ina, mér blöskra svo þessar samkomur. Það er hreint ótrúlegt að svona nokk- uð skuli viðgangast, að ungmenna- hreyfingar um land allt og fullorðið fólk skuli standa í því að skipuleggja og halda mót fyrir unglinga þar sem vitað er að brennivínið veður uppi og krakkamir kútveltast dauðadrukknir hver um annan þveran. Það er örugg- lega á heimsmælikvarða að fylliríið sé skipulagt fyrir unglingana, og það af ungmennasamtökum sem stóðu nú fyrir heilbrigðu lífemi í mínu ung- dæmi. Græðgin skín í gegnum þessi mót. Það eina sem hugsað er um er að hafa sem mesta peninga út úr krakka- greyjunum, blindfullum, og gefa sem minnst í staðinn. Hreinlætisaðstaða er oft á tíðum ömurleg eins og sýndi sig t.d. á Húsa- fellsmótinu um síðustu verslunar- mannahelgi þar sem þrír litlir skúrar áttu að þjóna sem salemi fyrir 8 eða 10 þúsund manns. Það hlýtur að vera kominn tími til að gera eitthvað í þessu ófremdarástandi og bæta þetta. Einhver verður að taka í taumana því þetta er gjörsamlega óviðunandi. Fóstrur óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Starfsmenn óskast nú þegar og frá 1. septemþer nk. Vaktavinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 38560. ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD Hjúkrunardeildarstjóri óskast á öldrunarlækningadeild 1 nú þegar. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á sömu deild. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 29000-582. Reykjavík, 10. ágúst 1987. Máltækið „heimskt er heimaaiið barn“ mun sannast á Islendingum að mati bréfritara ef stjórnvöld halda fast við þá stefnu sina I lánamálum að lána ekki til náms erlendis ef hægt er að læra greinina hér á landi. Lánamál námsmanna: Stjórnvöld bæti upplýsingastreymi Námsmaður skrifar: Nú er nýverið búið að birta stefnu Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta tímabil. Það var ekki fyrr en eftir dúk og disk sem þetta var gert og mikla bið og eftirvæntingu náms- manna. Niðurstaðan? Óbreytt ástand að mestu og meiri bið og þrenging- ar fyrir þá sem hyggja á nám erlend- is. Það er nú gjörsamlega búið að taka fyrir nám í öðrum greinum en þeim sem ekki er hægt að læra hér heima. Og þrátt fyrir stór orð virðist vera sama þó að námið í háskólanum hér sé ekki fyllilega sambærilegt því sem viðkomandi ætlaði að læra úti. Aðeins 'ef eitthvað í þá áttina er kennt hér á landi þá er stóllinn settur fyrir dymar og svarið er: „Nei, góði, ekkert lán, ekkert nám.“ Það sjá það allir sem vilja að slík stefna slær aftan að lands- mönnum þó síðar verði og á hún eftir að koma illilega niður á menntun og þankagangi landans. Að meina íslend- ingum að læra annars staðar en á íslandi og á Norðurlöndunum er nátt- úrlega alveg út í hött. íslendingar hafa ætíð verið taldir frekar víðsýn þjóð og vel upplýst en ef stjómvöld ætla í raun að standa við þessa stefhu í lánamálum þá held ég að máltækið gamla „heimskt er heimaalið bam“ komi til með að sann- ast. Annars er það skylda stjórnvalda að láta námsmenn vita hvað er á döf- inni í þessum málum. Það er alveg forkastanlegt að láta fólk bíða og vona ar verði á. Bætt upplýsingastreymi fram eftir öllu að einhverjar breyting- kæmi öllum vel. PMivtal ARIfíANDI TTT.KYNNING OFNKO í Kópavogi hefur yfirtekið einkaumboð fyrir PMIVtal á íslandi. Verslið þar sem gæðin gilda. PMIVtal eút&accméoðci •• Smárahvammi, Kópavogi. Símar 40922 og 44210.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.