Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Fréttir Fimmtán fjámám og tvö lögtök hafa verið tekin í Hótel Öik: Fyrsta nauðungaruppboðið er ákveðið 10. september Fimmtán fjámám hafa verið gerð í Hótel örk í Hveragerði, og er upphæð þeirra fimm og hálf milljón króna án áfallins kostnaðar. Þá hafa verið tekin tvö lögtök fyrir 71 þúsund krónur. Fyrsta nauðungaruppboðið hefur ve- rið ákveðið 10. september. „Það er bull og kjaftæði að Hótel Örk stefni í greiðslustöðvun eða gjald- þrot. Verði einhverjar breytingar á rekstri Hótel Arkar verður þær ein- ungis til góðs, allt annað er kjaftæði," sagði Helgi Þór Jónsson, eigandi Hót- els Arkar, í samtali við DV er hann var spurður um íjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Höfuðstóll þeirra skulda sem nú hvíla á Hótel Örk er 77 milljónir króna. Hér er einungis átt við höfuð- stól skuldanna og er því ekki tekið Helgi Þór á 170 milljónir umfram skuldir segir lögfræðingur hans tillit til hve mikið lánin hafa hækkað írá því að þau voru tekin og ekki held- ur hvort og hve mikið hefur verið greitt niður af skuldunum. Brunabóta- mat hótelsins er 328 milljónir króna og fasteignamat húss og lóðar er 165 milljónir króna. Þegar veðbókarvottorð eignarinnar er skoðað kemur fram að á fyrsta veð- rétti er skuld við Vélaleigu Helga þórs Jónssonar að upphæð 10 milljónir króna. Stærsti skuldareigandi er Bún- aðarbankinn í Ámessýslu en höfúð- stóll lána við hann er 15 milljónir króna. Fimmtán fjárnám hafa verið tekin í Hótel Örk að upphæð samtals krónur fimm og hálf milljón án áfallins kostn- aðar. Þá em tvö lögtök að upphæð 71 þúsund krónur. Fyrsta nauðungar- Hótel Örk í Hveragerði: fimmtán fjámám og tvö lögtök. uppboð hefúr verið ákveðið og verður það 10. september nk. Pétur Þór Sigurðsson, lögmaður Hótel Arkar, segir það Qarstæðu að það stefhi í gjaldþrot. „Eg hef ekki einu sinni leitt hugann að gjaldþroti. Greiðslustöðvun er ekki heldur yfirv- ofandi, það er fjarri lagi. Þó fullur vari sé hafður á þá er víst að Helgi þór Jónsson á eignir fyrir 170 milljón- ir króna umfram skuldir. Fulltrúi hjá Sýslumannsembættinu í Ámessýslu sagði í samtali við DV að það segði ekki neitt þó stefhdi í fyrsta nauðungaruppboð. Það væri aðeins lítill hluti þeirra eigna sem færi á fyrsta uppboð sem síðar yrði seldur á nauðungaruppboði. -sme Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 14 15 Lb.Sp, Úb.Bb. Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-18 Ab 6 mán. uppsogn 16 20 Ib.Vb 12 mán. uppsogn 17 26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsogn 25,5 27 Ib.Bb Ávísanareikningar 4-15 Ab.lb. Vb Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Ub 14 24 Bb.Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7.5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2.5-3,5 Vb Danskarkrónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Lb.Úb. Bb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 25 26 eða kge Almenn skuldabréf 28.5-31 Ub Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir Skuldabréf Að 2.5árum 7.5-9 Úb Til lenqritima 7,5-9 Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 25 29 Úb SDR 7.75-8 Bb.Lb, Ub.Vb Bandarikjadalir 8.5-8.75 Bb.Lb, Úb.Vb Sterlingspund 10-10.75 Sp Vestur-þýsk mork 5,25-5,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 40,P VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala júlí 1743stig Byggingavísitala(2) 103 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júll VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestim arfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,1961 Einingabréf 1 2,203 Einingabréf 2 1.307 Einingabréf 3 1,370 Fjölþjóöabréf 1,030 Kjarabréf 2,202 Lifeyrisbréf 1,110 Markbréf 1.097 Sjóðsbréf 1 1,085 Sjóðsbréf 2 1,085 Tekjubréf 1,197 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr Eimskip 273 kr Flugleiðir 190kr Hampiðjan 118 kr Hlutabc.sjóðurinn 116 kr Iðnaðarbankinn 140 kr Skagstrendingurhf. 182 kr. Verslunarbankinn 120kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann 1. júll, en þá var hún I 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum. Millisvæðamótið í Szirak: Jóhann einn efstur fyrir síðustu umferð - jafntefli við Beljavsky í dag myndi tryggja honum sæti í áskorendakeppninni Jóhann Hjartarson, stórmeistari, gerði sér lítið fyrir og lagði Kanada- manninn Allan í 16. og næstsíðustu umferð millisvæðamótsins í Szirak í Ungverjalandi, sem tefld var á laug- ardag. Skákin var æsispennandi og leit hreint ekki vel út fyrir Jóhann um tíma. "Þetta tók mikið á taugam- ar," sagði Elvar Guðmundsson, aðstoðarmaður Jóhanns, að ská- kinni lokinni. "Jóhann lék af sér og fékk vonda stöðu en í tímahrakinu tókst honum að snúa á andstæðing- inn og vinna." Önnur helstu úrslit 16. umferðar- innar urðu þau, að Salov vann de la Villa, Portisch og Nunn skyldu jafnir og Beljavsky tókst að leggja Velimirovic, eftir að hafa staðið höll- um fæti eftir svonefht drekaafbrigði Sikileyjarvamar. Þá vann Anderson Milos, Todorcevic vann Marin, Benjamin vann Bouaziz, Christians- en vann Flear og Ljubojevic og Adorjan sömdu um jafhtefli. Með sigrinum tókst Jóhanni að halda forystunni á mótinu. Hann hefur 12 vinninga. Salov og Nunn hafa 11 'A v., Portisch hefur 11 v. og Beljavsky hefur 10 'A v. Þessir fimm beijast um þrjú efstu sætin, sem gefa rétt til þátttöku í áskorendakeppn- inni, sem fram fer í Saint John í Kanada i lok janúar á næsta ári. í lokaumferðinni, sem tefld verður í dag, mætir Jóhann Beljavsky og stýrir hvítu mönnunum. Jafhtefli í skákinni gulltryggir Jóhanni hlut- deild í efsta sæti og ferð til Kanada. Hins vegar má búast við því að Beljavsky selji sig dýrt, því að enn eygir hann vonarglætu. Takist hon- um að leggja Jóhann kæmist hann með annan fótinn í þriðja sætið, að því tilskyldu að annaðhvort Salov eða Nunn tapi og Portisch takist ekki að vinna lokaskák sína. Verði einhverjir jafnir að vinningum í þriðja sæti, verða þeir að heyja aukakeppni innbyrðis um réttinn til þess að tefla í áskorendakeppninni. Portisch teflir við Velimirovic í dag og væntanlega mun Elvar Guð- mundsson fylgjast grannt með þeirri skák frá áhorfendabekkjunum. Ef Portisch vinnur ekki, kemst Jóhann áfram, jafhvel þótt hann tapi fyrir Beljavsky. Sama yrði uppi á teningn- um ef Salov eða Nunn töpuðu. Salov á að tefla við Bouaziz en Nunn við Christiansen. Að öllu samanlögðu verða mögu- leikar Jóhanns að teljast mjög góðir og hann hefur a.m.k. tryggt sér aukakeppni um eitt sætanna eftir- sóttu. Eins og Elvar hafði á orði, þá skiptir mestu máli að halda haus í síðustu skákinni og láta þrýstinginn ekki á sig fá, þótt hægara sé sagt en gert. Skoðum skák Jóhanns við Allan frá því á laugardag. Allan er neðstur á mótinu og varla hefur hann verið í miklu skákskapi eftir biðskákina við Nunn frá umferðinni áður, sem hann tapaði óvænt. Skákin var ákaf- lega jafoteflisleg er hún fór í bið en Allan varð á ónákvæmni í heima- vinnunni, því að hann stillti biðstöð- unni ekki rétt upp. Er þeir Nunn tóku aftur til við taflið var Allan ókunnugur stöðunni og honum tókst að leika taflinu niður. Samt mætti tvíefldur Allan til leiks gegn Jó- hanni. Hvítt: D. Allan (Kanada) Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Þessi leikur leiðir jafhan til rólegra tafls heldur en 3. d4 og hefur því varla kætt Jóhann mjög. Ef svartur ætlar að hrista upp í taflinu er helst að reyna 3. - Rd7 en Jóhann er sam- kvæmur sjálfum sér og velur traust- ari leið. 3. - Bd7 4. Bxd7+ Rxd7 5. d4 cxd4 6. Dxd4 Rgf6 7. Rc3 e6 8. 0-0 a6 9. Bg5 Dc7 10. Hadl Hc8?! Hann ætlar sér of stóran hlut, eins og vonlegt er. Betra er 10. - Be7 og ljúka liðsskipan. 11. Bh4! Re5 Hvítur hótaði 12. Bg3 og þrýsta Skák Jón L. Árnason að d-peðinu. En nú lendir svartur í örðugleikum. Betra er 11. - Be7 12. Bg3 e5 13. Dd2 b5 með vel teflandi stöðu. 12. BxfB! gxfB 13. Rxe5 dxe5 14. De3 h5 15. Hd3 Be7 16. Hfdl Hd8 17. Hxd8+ Bxd8 18. Dg3 Dc5 19. Dg7 Hf8 E.t.v. hafði Jóhann hugsað sér að leika 19. - Df8, en með 20. Hxd8+! Kxd8 21. Dxf6+ Kc8 22. Dxe5 fær hvítur rífandi spil. 20. Dh6 b5 21. a3 Ke7 22. Hd3?! Betra er 22. Dxh5 og ef 22. - Bb6, eða 22. - b5, þá 23. De2. Einhver færi hefur svartur fyrir peðið en yfir- burðir hvíts eru ljósir. 22. - a5 23. Hf3(?) Allan er á villigötum. 23. - b4! 24. axb4 axb4 abcdefgh Jóhann hefur náð að snúa taflinu sér í vil. Ef nú 25. Dxf6+?, þá 25. - Ke8 og hvítur missir annaðhvort drottninguna eða riddarann. Allan sér að ef hann víkur riddaranum strax undan, fellur á c2 og hvíta stað- an riðar til falls. Hann reynir því að rugla Jóhann með fóm sem er ekki hættulaus í tímahrakinu og er áreiðanlega besti kostur hvíts úr því sem komið er. 25. Rd5+! exd5 26. Dxf6+ Kd7 27. Dxe5 Dd6 28. Dxh5 dxe4 29. Hxf7+ Hxf7 30. Dxf7+ Be7 31. Df5+ De6 32. Db5+ Dc6 33.De2 Bf6! Svartur á aðeins tvö peð eftir og ekki má mikið út af bregða til þess að hvítur haldi jafhtefli. Ekki nema von að Elvar hafi verið farinn að ókyrrast. 34. c4? Eftir 34. c3, hefði komið 34. - Bxc3! 35. bxc3 bxc3 36. Dc2 Dc4 og svartur ætti að vinna. En 34. b3 hefði verið erfiðari viðfangs. Hvítur á alltént þrjú peð fyrir mann og svartur brýst ekki í gegn um virki hans með áhlaupi. 34. - Dd6 35. h4 Dd3! Eyðileggingin af 34. leik hvíts kemur í ljós. Svartur hefur náð reit innan herbúðanna og Elvar er orð- inn rólegri. 36. Dg4+ Ke7 37. c5 Dbl+ 38. Kh2 Dxb2 39. Dxe4+ Eða 39. c6 De5 + 40. g3 De6 og vinn- ur létt. 39. - De5+ 40. Dxe5+ Bxe5+ - Og Allan gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.